Morgunblaðið - 27.11.1940, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 27.11.1940, Blaðsíða 8
jS&orgtmHa&tft Miðvikudagur 27. nóv. 1946l te BLANKO fsffir alt — Sjálfaagt á hvert hetmili. Hin vandláta húamóðir notar BLTTS i ctórþvottom. NOTAÐ ÚTVARPSTÆKI óskast keypt. Uppl. á útvarps- yiðgerðarstofu Otto B. Arnar, Hafnarstræti 19. Sími 2799. EIGIÐ ÞJER EKKI DÓT sem þjer hafið ekki brúk fyrir i geymslunni yðar? Alt er keypt gegn staðgreiðslu. Nýa fornsalan, Aðalstræti 4. Sími 5605. ________ MEÐALAGLÖS og FLÖSKUR keypt daglega. Sparið millilið- ina og komið til okkar, þar sem þjer fáið hæst verð. Hringið í síma 1616. Við sækjum. Lauga- vegs Apótek. ÞORSKALÝSI. Laugavegs Apóteks viðurkenda meðalalýsi með A og D fjörefn- um fyrir börn og fullorðna er selt á sterilum (dauðhreinsuð- um) flöskum á kr. 1.85 heil laskan, með eða án pipar- myntuolíu. Okkar lýsi er svo gott, að óþarfi er að krydda það með piparmyntuolíu, en þeir sem óska að fá það kryddað, fá það fyrir sama verð. Hringið í síma 1616. Við sendum um ali- an bæinn. FLÖSKUVERSLUNIN á Kalkofnsvegi (við Vörubíla- stöðina), kaupir altaf tómar flöskur og glös. Sækjum sam- stundis. Sími 5333. SLYSAVARNAFJELAG ISLANDS selur minningarspjöld. — Skrif- stofa í Hafnarhúsinu við Geirs- götu. Sími 4397. V> STÚLKA vön afgreiðslu í vefnaðarvöru- búð óskar efcir atvinnu. Uppl. I síma 5749. UNGLINGSPILT eða fullorðinn mann, vantar í Vetur. Uppl. í síma 5814. SENDISVEINN óskast frá kl. 8—12 árd. Freia, Laufásveg 2. REYKHÚS Harðfisksölunnar við Þvergötu, tekur lax, kjöt og fisk og aðrar vörur til reykingar. AÐALFUNDUR Sundfjelagsins ÆGIS verður haldinn í Varðarhúsinu fimtud. 28. nóv. kl. 8,30 e. h. stundvíslega. Fjelagsmenn eru beðnir að fjölmenna. Stjórnin l O. G. T. ST. SÓLEY NR. 242. Fundur í kvöld í Bindindis- höllinni kl. Sy2. Síra Magnús Guðmundsson talar. Upplestur: Skemtisaga. Nýfa framhaldssagan - ÍO. dagvxr HAMINGJUÍiJÓLlÐ Eftir GWEM BKISTOW Byrfið í dag Það, sem gerst hefir í sögunni: Eleanor Upjohn er dóttir yfirverk- fræöings við bygginga á stíflugarði í Missisippi og er ritari hjá föður sínum í tjaldbúðunum við fljótið. — Kester Larne er sonur óðalseigandans að Ar- deith óöali, þar skamt frá. Þau hafa mætst af tilviljun. Kester kynt hana fyrir foreldrum sínum. Síðau hittast þau daglega. Þó fami Eleanor greinilega, að Larne-fjölskyldan gat í raun og veru • leyft sjer svona fram- lcomu, því að fólkið í fjölskyld- unni var viðfeldnara en annað fólk, fólk, sem hafði brotist á- fram og barist ti! þess að sætta sig við ástand binna nýju tíma. Þau voru falleg, en dálítið heimsk, fanst Eleanor. En bún átti bágt með að gera sjer grein fyrir, hvers vegna lienni fanst hún sjálf svo langt liafin yfir lífs- skoðanir þeirra. Hún spurði því Kester hvað lionum fyndist um þetta. En varð eiginlega ekkert hissa, þegar hún uppgötvaði, að hann hafði aldrei hugsað urn það. ★ Iíann elskaði bómullina sína, liafði yndi af því að fylgjast með er ,hún byrjaði að blómstra, sjá þegar blómin urðu hvít og síðan ljósrauð og fjellu loks af, svo að litlu, grænu hnapparnir komu í ljós og opnuðust síðar og hið fið- urljetta og hvíta innihald þeirra sást. Hann elskaði að sjá hinar hvítu akurbreiður, er bó'mullin var fullþroskuð. Og hann elskaði þessa bláleitu febrúardaga, er nv- plægð moldin angaði á móti hou- um. Hann hlakkaði til sumarsins, er jörðin vaknaði upp og blómstr- aði í öllu sínu almætti, svo miklu, að mennirnir urðu að vinna og vinna, ekki til þess að örfa vöxt,- inn, heldur til þess að lialda hon- um í skefjum. Og hann elskaði að fara á veiðar, dansa og synda og vera í góðum vinahóp. „En þjer vitið líklega alls ekki, hvort yður finst gaman að hugsa eða ekki“, sagði Eleanor. „Þjer hafið aldrei reynt það“. Þau voru á heimleið frá Ardeith og Eleauor var með fangið fult af blómum. Hún var að flýta sjer heim til þess að hafa eftirlit með því að Randa legði fallega á borð, þar sem von var á tveimur verk- fræðingum til matar. ★ Kester sendi henni gletnislegt augnaráð, er hann svaraði’: „Og um hvað ætti jeg svo sem að hugsa spurði hann. „Finst yður ekki gaman að hugsa og komast að raun um hvers vegna fólk er eins og það er?“, spurði Eleanor. „Nei, það finst mjer satt að segja ekki. Fóllc er nú einu sinni eins og það er. Jeg gæti ekki gert það öðru vísi“. „En viljið þjer ekki gjarna skilja fólk?“ Hann leit aftur til hennar og var íbygginn á svip, er hann svaraði; „Eleanor. Jeg skil fólk miklu betur en þjer getið nokkurn tíma skilið það“. „Nei, það gerið þjer ekki“. „Jú, það geri jeg“, svaraði hann rólega. „Sjáið þjer til. Jeg lít á fólk sem einstaklinga, en þjer lít- ið á það eins og dæmin, sem þjev reikniÓ fyrir verkfræðingana“. „Við ernm víst mjög ólík, Kest- er“, sagði hún hugsi. Hann kinkaði kolli. „Já, mjög ólík“, svaraði hann. „Þjer gerið mig hvað eftir annað forviöa“. „Og hvort okkar haldið þjer að hafi á rjettu að standa?“ „O, Eleanor. Fólk hefir ekki beinlínis rjett fvrir sjer eða rangt. Það er aðeins ólíkt, eins og blá augu og briin eru ólík“. Þau voru nú komin út á veginn á akrinum, sem lá upp að flóo- garðinum. „Kannske við skemtum okkur svona vel saman þess vegna? Af því að við erum ólík, á jeg við?“ „Það er líklega efn af ástæðim- um“. „Það er undarlegt. Hjer eruð þjer og jeg — fædd í sarna ríki, tilheyrum sama kynflokki og sömu kynslóð, og þó erum við að mörgu leyti svo ótrúlega ólík“. Húu þagði um stund og bætti síðan við: „Jeg held, að jeg viti í hverju þetta er fólgið“. ★ „Má jeg heyra?“ sagði liann, eins og honum þætti það eigin- lega ekki miklu máli skifta. „Þjer eigið lieima í Suðurríkj- unum, en jeg er Ameríkani!“ Kester fór að hlæja. „Þjer eruð hrífandi", sagði hann. „Og jeg er hrifinn! Þjer áorkið sjálfsagt ein- hverju framúrskarandi í þessu lífi. En, þegar jeg- dey, mun standa á minnisvarðanum: Hjer hvílir maður, sem naut lífsins“. Eleanor fór líka að hlæja. Þau voru nú komin að stíflunni, og Kester fylgcli henni að tjaldinu. Þegar þau komu að dyrunum, sagði hann: „Jeg kem aftur á morgun“. Og síðan hrosti hann til hennar og sagði: „Þjer eruð yndisleg á að líta með fangið fult af blómum. Þjer eruð yfirleitt al- veg yndisleg manneskja“. „Það eruð þjer líka“, svaraði Eleanor. Hún stóð lengi og horfði á eft- ir honum, er liann klifraði fim- lega upp stíflugarðinn. Þegar hann var kominn alla leið upp, leit hann um öxl og veifaði til hennar. Elanor brosti, er hánn hvarf sjónum. Síðan tók hún eitt hlómið út' vendinum og hyrjaði að reita blöðin af því. „Hann elsk- ar mig; hann er ljettúðugur. Hann elskar mig; hann er ljett- úðugur . . . .“ Síðasta blaðið lenti á: „Haim er ljettúðugur“. Eleanor fleygði blóminu frá sjer og hugsaði með sjer, að hún væri mesta flón, ef hún tryði á svona vitleysu. Síða'i flýtti hún sjer inn í tjaldið,- ★ Kester söng glaðlega á heimleið- inni. Hann lagði það ekki í vana sjnn að hngsa langt frarn í tím- ann. En hann vissi, að honumr þótti skemtilegast af öllu að vera. með Eleanor, og hann óskaði þess- með sjálfum sjer, að hún væri ekki svona samviskusöm við vinn- una, svo að þau gætu verið enn- þá meira saman. Hann skildi bílinn eftir fyrir * utan aðaldyrnar og gekk inn, Foreldrar hans sátu í dagstofunni, og voru augsýnilega niðursokkin. í alvarlegar viðræður, þegar hanii; kom inn. Denis stóð fyrir fram- an arininn, en Lysiane sat rjett hjá lionum og horfði alvörugefin. upp til hans. Rjett í því er Kester kom inn, heyrði liann, að íaðir hans sagði: „Það getur ekki við- gengist lengui'". Kester fleygði frakkanum sínum . á sófann og gekk að aminum. „Jæ.ja, hjer sitjið þið!“ sagðií hann glaðlega. „Hvar hefir þú verið?“ spurði faðir lians. „Jeg var áð fvlgja Eleanor heim“. „Það datt mjer í hug“, sagði Lysiane lágt. Kester laut niður og skaraði í eldinum, en faðir hans leit á konu sína og ypti öxlum. Þá sneri Kester s.jer við, rjetti úr sjer og horfði all þóttalega á foreldra sína. „Ykkur líst víst ekki sjerlega , vel á Eleanor, eða livað?“ sagði hann. s.Við erum ekkert á móti henni,- Kester“, andvarpaði móðir hans. „En........“ Framhald. □ Q er miðstöð verðbrjefavið- skiftanna. GJ m ——:—;ii= vmE SMURT BRAUÐ fyrir stærri og minni veiálur. — Matstofan Brytinn, Hafnar- stræti 17. BASAR, Þeir, sem ætla sjer að styrkja basar Sálarrannsóknarf jelags Islands, eru mintir á, að hann verður haldinn 8. des. Nánar auglýst síðar. ^HAPPDRÆTTI Húsmæðraf jelags Reykjavíkur. Dregið var hjá. lögmanni og komu upp þessi númer: 979, 168, 1612, 562, 619, 2751, 988, 1623, 2067, 2225, 499, 2159, 3334, 340, 2342, 110, 1077, 1475, 2559, 1632. Handhafar vinningsmiðanna gefi sig fram við Kristínu Sigurðardóttur, sími 3607. rn\S5 7rw^u/nha^lm.u^ Edward Cotton r London átti sjalclgæft afmæli um daginn, og jafnvel óskiljanlegt, mælt á mæli- kvarða íslenskrar stundvísi. Hanu hafði verið í 60 ár á opinberri skrifstofu og aldrei komið míu- útu of seint nje látið sig vanta einn eimista dag. ★ Sænskt blað segir frá því, að í Stokkhólmi sjeu til að minsta kosti fjórir menn, sem lieiti sama nafni og heimskunnir menn. Þeir heita: Stalin, Göring, Hitler og Blum. Stalin er bílstjóri, Göring kaup- maður, .Blum forstjóri og Hitler húsgagnabólstrari. Hinn sænski Hitler var í fyrra á ferð í Þýskalandi. En þar kall- aði hann sig Andersson —• til þess að forðast allan misskilning. ★ Ekki alls fyrir löngu var brjef (sent frá Southampton í Englandi og átti að fara til næsta bæjar, Durley. En ógreinilega var skrif- að utan á brjefíð, svo að það var sent til Durban í Suður-Afríku, og þaðan í ógáti til New York. Loks komst það síðan í rjettar hendur í Englandi eftir langa mæðu. En innihald hins víðför- ula brjefs var ekkert aunað eu einn reikningur upp á 6 krónur fyrir skósólningu. ★ 1 fyrra var selt á uppboði í London brjef frá Mussolini, rit- að eigin hendi, fyrir 2000 —, tvö þúsund — sterlingspund. En fyr- ir skömmu var annað handskrif- að brjef frá sama. manni boðið til sölu á sama stað. í það bauð að- eins ein kona. Og upphæðin, sem hún bauð, var y2.— hálfur penny. ★ Það er óskiljanlegt, hve mörg- um einkennilegum hlutum fólk getur gleymt, er það ferðast I járnbrantarlestum og sporvögn- um. Um daginn var í London gerð skrá yfir muni, sem höfðu verið skildir eftir í sporvögnum horg- arinnar síðustu ár. Þar voru með- al annara einkennilegra muna ein- ir hundrað gómar með gerfitönn- um! ★ Korni það fvrir á kfnversku; heimili, að eiginmaður slái komz sína og hún kæi'i til yfirvaldanna, er það algengt sumstaðar í Kína,.. að maðurinn sje leiddur út á torg,. þar sem allir, er framhjá gangar geta hýtt liann og smánað, uns konan biðst vægðar fyrir hann. ★ Nýjasti lífelixír, sem * koinið hefir á'markaðinn í Berlín, heitir „Lugutate“ og var sagður ver® kominn frá Indlandi. En þegar betur var að gætt, reyndist harm vera ómengaður sveskjulögur! ★ í líkræðu yfir öldruðum manni„ lirósaði presturinn mjög konu hin.s látna og sagði: „Jeg get vottað' það, að húis< gerði ait til að stytta honuiro stundir í banalegu hans“. ★ Auðgetið er illræmi„

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.