Morgunblaðið - 10.12.1940, Page 6

Morgunblaðið - 10.12.1940, Page 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 10. d«s. 1$40. * 9 Hildur Sveinsdóttir. Árni Á. Þorkelsson. Minning: Árni Á. Þorkelsstn frá Geitaskarði Qeitaskarð í ,Langadal hefir nm langan aldur verið höfð- ingjasetur. Þar bjuggu sýslu- menn og aðrir forvígismenn í málum Húnvetninga um lang'ú skeið. Jörðin er kostajörð, dalur- inn fagur og hlýlegur, útsýnið ánaggjulegt og bjart um að litast. Á þessum stað bjó Árni Þorkels- son í hálfa öld. Hann gerði þenna garð frægan á nútíðarvísu og bar margt til. Árni tók mikinn þátt í öllum fjelagsmálum Húnvetninga alla sína búskapartíð. Hann var einn af helstu sveitarhöfðingjum hjeraðsins. — Sveitungar hans treystu honum betur en öllum öðrum til að vera forvígismaður mála sinna. Ilann var þeirra sýslunefndarmaður í 50 ár, hrepp- stjóri í 25 ár og oddviti um langt árabil, en ekki samfleytt. Þegar hann tók við forystunni í málum Engihlíðarhrepps var sú sveit ver sett 'fjárhagslega en flestar eða allar aðrar innan hjeraðs, en þeg- ar hann eftir langa starfsæfi flutti burtu fyrir 10 árum til að njóta friðsællar elli í ástarfaðmi kærra vina, þá var sveitin hans orðin gerbreytt. Þá var hún fjár- hagslega sterk. Verklegar fram- farir orðnar mjög miklar og bjartsýni og umbótahugur ríkj- andi meðal íbúanna. Til þeirra miklu breytinga lágu margar orsakir, en þó er það víst, að enginn einn maður hefði átt eins mikinn og sterkan þátt í breytingunni eins og Árni Þor- kelsson. Hann var skjól og skjöld- ur í allri baráttu sinna hrepps- búa. út á við og innan sveitar. Þetta vita sveitungar hans manna best, enda kom skilningur þeirra og þakkarhugur glögt fram þeg- "ar hann var að flytja burtu. Þá hjeldu þeir sínum aldraða og ■ kæra forystumanni veglegt sam- sæti í virðingar og þakklætis- . skyni fyrir vel unnið og drengi- legt starf. Þar voru allir á eitt sáttir og rifjuðu upp minningar liðínna ára með því gleðibragði, sem einkennir þá menn, er sigr- ast hafa á margvíslegum örðug- leikum. Af þeim málum, sem varða hjer- a&ið alt, hafði Árni einna mest skifti af stofnun og starfsemi: Kvennaskólans, kaupfjelagsins, sláturfjelagsins og sparisjóðsins. TJm allar þessar stofnanir ljet hann sjer mjög ant, enda lifði hann lengst þeirra manna, er stóðu í fararbroddi, þegar til þeirra var stofnað. Einna mesta rækt lagði hann þó við Kvenna- skólann. Þeirri stofnun stjórnaði hann sem formaður skólanefndar mjög lengi og reyndist í því starfi forsjáll og skyldurækinn svo sem víða annarsstaðar. Árni var fæddur að Barkar- stöðum í Svartárdal 17. des, 1852 og var því nærri 88 ára er ham| ljest 2. þ. m. Hann giftist Hildi Sveinsdóttur 2. júní 1893. Þau eignuðust 5 börn og eru þau: Sig- ríður, gift Þorbimi Björnssýni bónda á Geitaskarði, Guðrún, gift Ólafi Johnson stórkaupm. í Reykjavík, ísleifur lagaprófessor, Jóhanua, gift Yalgarð Blöndal, póstafgreiðslumanni á Sauðár- króki, og Páll bóndi í Glaumbæ í Langadal. Jeg þekti heimilið á Geitaskarðl aðallega á því tímabili, þegar börnin voru að alast upp og eft- ir það. Var þar heimilisbragur með mikilli prýði innan húss og utan. Húsfreyjan var ágætis kona, glaðvær, háttprúð og fríð sýnum. f hennar verkahring var alt í sniðum. Gestrisni hennar og mynd arbragur samsvaraði því mæta vel höfðingslund húsbóndans, og við- mót og frjálslyndi systkinanna bar þess ljóst vitni, að þau voru að þroskast undir verndarvæng foreldra, sem ljetu þau fá að njóta sín sem best. Sjerstök alúð, örar veitingar og mikil glaðværð laðaði kunningja og ferðamenn að heimilinu. Þar var því oft gestkvæmt mjög. Margir áttu erindi við húsbónd- ann ýmsra hluta vegná, en hinir voru líka margir innan hjerað-; og utan, sem þangað lögðu leið sína til að njóta ánægjustunda á þessu glaðværa heimili. Búskapurinn var jafnan í á- gætu lagi. Þar var reglusemi og fyrirhyggja í allri starfsemi. Ár- ið 1910 bygði Ámi stórt og vand- að steinhús á jörð sinni og mun það vera meðal fyrstu slíkra húsa í sveitum þessa lands. Hann sljett- aði tún sitt mjög mikið og rækt- aði það, svo vel, að af bar. Bú- pening allan kynbætti hann mik- ið og um fóðrun hans var jafnan til vitnað sem einhverrar bestu, sem til þektist. Heyfyrningar voru oft miklar á Geitaskarði og muu oft hafa verið þangað leitað til hjálpar, þegar langvarandi harð- indi höfðu gengið. Höfuðeinkenni Árna Þorkels- sonar eins og framanritaðar lín- FEAMH. Á SJÖUHDU SÍÐU Ramfslenskar ibarnabækur: .. 8 i' Ljósmódirin í Sföðfakofi Sœmundur fróði i Jólabókín handa ungum stúlkum: TVÍBURASYSTURNAR. ísak Jóns- son kennari þýddi. Bókin er þýdd úr sænsku. Þegar hún kom fyrst út, vakti hún svo mikla athygli, að hún var talin besta bókin handa ungum stúlkum, sem út kom á því ári. Jeanne Oterdahl skrifar um hana: „Litlu smábæjarstúlkurnar tvær, sem með snarræði og dugnaði bjarga sjer úr öllum kröggum, sem að þeim steðja í höfuðstaðnum, ljóma af heilbrigði og lífsgleði“. Gurli Linder segir: „Djarfar og snar- ráðar, glaðar og kvikar, gæddar með- fæddum yndisþokka og aðlaðandi fram- komtt, eru þessar stúlkur ljómandi fyr- irmynd ungra nútíðarstúlkna“. Þetta er JÓLABÓKTN handa ungum stúlkum. Bókaverslun ísafoldarprentsmiðju.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.