Morgunblaðið - 28.12.1940, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ
nnRnnnminnmiiiiniiiiiiiiiiiiiiiimiiii KT6nþfÓ5ÍD
Laugardagur 28. des. 1940.
IteiiniliiB mimiiiiimimiiumiimuiumiuuuimi
Stjðrnublys
Aðeins nokkrir kassar
óseldir.
Heildsölubirgðir:
H. Ólafsson & Bernhðft.
Húseignin
ur. 10 við Smáragötu, eign dánarbús dr. phil. Bened. S. Þórarinssonar,
er til sölu.
Upplýsingar gefur
Fastelgna- og Verðbr|elasalan
(LÁRUS JÓHANEESON, hrm.)
Suðurgötu 4. Símar 4314, 3294.
Frá Stjettarfjelapi barnakennara
I Reykjavfk.
Vegna áskorana nokkurra fjelagsmanna verður fund-
ur haldinn í Miðbæjarskólanum kl. 4 laugardaginn 28. þ. m.
Umræðuefni: Jólasamkomur setuliðsins fyrir börnin.
STJÓRNIN.
Tilkynning.
tlfer með er vakin athygli á
því, að þelr, sem enn bafa ekki
greitt tekju- og eignarskalf sinn
og lífeyrissjóðsgfald, verða að
greiða gjöld þessi i síðasfa lagi
þriðjudaginn 31. þ. m., ef þau
eiga að verða dregin frá skaff-
skyldum iekjum þeirra, þegar
gjöld þessi verða ákveðin á
nœsta ári.
Tollstfóraskrifsfofan,
Hafnarstræti 5, opin kl.10—12 og 1—4,
á laugardögum 10—12.
V is va rsg jaldendur
i Reykjavík
eru mintir á að greiða útsvör sín að fullu nú
fyrir áramótin, til þess að fá þau dregin frá
við ákvörðun skatta og útsvara á næsta ári.
BORGARRITARINN.
Maturinn um áramótin
MAXSEÐILLINN
GAMLÁRSKVÖLD: NÝÁRSDAGUR:
Sveppasúpa. Grænmetissúpa.
★ ★
Ræk j ubr auðkollur. Kalt hangikjöt með hrærðum
★ kartöflum og grænum baunum,
Hamborgarhryggur. eða steikt kálfabuff.
★ ★
Ávaxtaterta. Karamellubúðingur.
Eftir Helgu
Sigurðardóttur
Ræk j ubr auðkollur.
10—12 brauðkollur. 300 gr.
hráar gulrætur. 1—2 ds.
rækjur. 250 gr. mayonnaise.
3—4 tesk. sítrónusafi. %
tesk. úthrært sinnep. 1 tesk.
sykur. y2 dl. þeyttnr rjómi.
2 dl. hvít'ur soðkraftur. 5 gr.
matarlím (2y2 bl.). Kapers,
sítrónusneiðar.
Brauðkollurnar eru bakaðar úr
smjördeigi, eins og lýst var hjer í
blaðinu fyrir nokltrum dögum.
Gert er ráð fyrir að mayonnais-
en sje keypt tilbúin, þar sem egg-
in ern svo dýr. Mayonnaisen er
krydduð eftir smekk og síðast er
þeytta rjómanum blandað í hana.
Gulrætnrnar eru hreinsaðar og
rifnar á rif járni, og er þeim bland-
að saman við mayonnaisen. Af
þeim má hafa meira ef vill. Einn-
ig er betra að setja líka asparges
(spergil) saman við. Branðkoll-
urnar eru fyltar með þessu, rækj-
unnm raðað yfir, en safinn látinn
síga vel af þeim áður. Þeim er rað-
að þannig, að halarnir snúi inn,
svo stjarna myndist.í miðjuna eru
sett 3 kaperskorn. Soðið, sem verð-
ur að vera hvítt og vel tært, er
hitað. Matarlímið lagt í bleyti,
kreist upp og látið út í soðið,
hrært í þar til það er bráðið, kælt.
Þegar það er hálfhlaupið er það
sett gætilega yfir rækjurnar.
Rjett þennan má búa til daginn
áður en hans er neytt, en hest er
að gera það sama daginn, en þá
getur alt verið tilbúið til að setja
í brauðko]lurnar. Má þá sleppa
soðhlaupinu.
Brauðkollunum er raðað á fat
með pentudúk, og sítrónusneiðum
raðað í kring.
Hamborgarhryggur
(handa 10—12 manns).
3 kg. ofurlítið reyktur
og saltaður svínahryggur
(Hamborgarhryggur). 1 fl.
rauðvín. (Það er ekki nauð-
synlegt að nota rauðvín, en
það gerir rjettinn mikið
ljúffengari). Sykur.
Oftast er heppilegra að skera
hrygginn í tvo parta, það er auð-
veldara að sjóða hann þannig.
Kjötið er látið í pott, þar yfir er
helt 1 flösku af rauðvíni og vatni
í viðbót svo fljóti yfir kjötið. Soð-
ið við hægan eld % klst. Kjötið
tekið upp úr og himnan, sem er á
tekin af. Hryggurinn settur í vek
smurða bökunarskúffu, þannig að
beinið snúi niður. Sykri er stráð
yfir kjötið, það verður að vera
frekar þykt lagt. Skúffan sett
hægt inn í heitan ofn og kjötið
steikt þar til sykurinn er brúnað-
ur og myndast hefir brún sykur-
húð ofan á kjötinu.
Sósan:
150 gr. smjör. 100 gr. hveiti.
y2 1. rauðvín. 1 dl. ribs-
berjasaft, 1 dl. gott brúnt.
soð. Sinnep. Sósulitur.
Smjörið er brúnað í potti.
hveitinu hrært út í, þynt út með
y2 lítra rauðvíni, ribsberjasaft og
í viðbót soðinu, sem kjötið var
soðið í. Sinnep og salt er sett í eft-
ir smekk. Sje sósan ekki falleg á
lit, má láta 1—2 dropa af rauð-
um ávaxtalit í hana.
Hamborgarhryggurinn er settur
á fat, þar í hring er raðað frönsk-
um kartöflum og soðnu grænmeti,
best er að hafa sem flestar tegund-
ir af því. Sósan borin með í sósu-
könnu. Gott er og fallegt að raða
utan um á fatið útholuðum tómöt-
um, sem fyltir eru með frosnnm
rjóma, sem rifinni piparrót er
blandað í.
Ávaxtaterta.
125 gr. hveiti. 20 gr. smjör-
líki. 1 msk. syknr. 1 egg.
2—3 msk. rjómi. 1 hnífsodd
ur salt. y2 kg. niðursoðnir
ávextir, rabarbari og tómat-
ar. 3 bl. matarlím.
Smjörlíkið er mulið í hveitið,
þar í er hlandað sykri og salti,
vætt í með egginu og rjómanum,
hnoðað uns deigið er jafnt og
sprungulaust. Bíði á köldum stað
í eina klst.
Deigið er breitt iit í köku, 2 em.
stærri en venjulegt tertumót.
Tertumót, sem er með föstum
botni, er smurt að ntan og sett á
hvolf á plötu, þar yfir er kakan
lögð og henni þrýst vel niður með
hörmunum. Kakan er pikkuð með
gaffli og bökuð við mikinn hita.
Tekin gætilega af plötunni og
mótið tekið innan úr könnunni.
Daginn áður en borða á kökuna,
er hún fylt nieð ávaxtahlaupi.
Ávöxtumnn er helt á gatasigti,
svo að það sígi vel af þeim. Mat-
arlímið er lagt í kalt vatn í 15
mín., kreist upp tu" vatninu og
brætt yfir gufu; þá er það sett út
í ávaxtasafann og hrært í og rauð-
ur ávaxtalitur er settur út í saf-
ann þar til hann er hárauður. Á-
vöxtunum er raðað smekklega í
kökubotninn • þegar ávaxtasafinn
er byrjaður að þ.vkna er hann sett
ur með matskeið gætilega yfir á-
vextina. Borðað þegar hlaupið er
orðið stíft. Ef til vill má setja
þeyttan rjóma utan með kökunni.
Grænmetissúpa.
1 gnlrót stór. 2 kartöflur. 1
blaðlaukur eða laukur. þ't
seljurót. Grænkál, steinselja
eða spínat (saltað eða þurk-
að). iy2 1. vatn. 1 tesk. salt.
50 gr. smjör.
Alt grænmetið er hreinsað og
skorið í eldspýtuþykkar ræmnr,
sem eru 2 em. á lengd. Smjörið
brætt í potti, alt grænmetið sett
út í og hrært í þar til fer að sjatna
í pottinum, þá er soðna vatninu
helt á og saltað. Soðið í 20 mín.
Gott er að láta soðkraft í súpuna.
Steikt kálfabuff,
(handa 4—5 manns).
600 gr. beinlaust kálfskjöt.
100 gr. reykt svínsflesk. 75
gr. smjörlíki. 15 gr. hveiti
(2 tesk.). 2x/2 dl. mjólk. Salt
og sósulitur.
í rjett þennan er best kálfskjöt
af y2 árs gamalli skepnu. Kjötið
er þerrað með klút, sem undinn
er upp úr heitu vatni, skorið í
sneiðar eins og buff og barið.
Fleskið er skorið í ræmur og ræm-
nrnar þræddar sem jafnast í bnff-
sneiðarnar.
Smjörlíkið brúnað á pönnu,
buffsneiðunum snúið upp úr hveit-
inu og steiktar móbrúnar á háð-
um hliðum. Þá er hinni sjóðandi
mjólk helt yfir og sósulitur sett-
ur í eftir þörf. Soðið við mjög
hægan eld í 20 mín. Sje kjötið af
eldri skepnu, verður það að sjóða
lengur. Saltað eftir smekk, og sje
sósan ekki nægilega þykk, er hún
jöfnuð með 1 teskeið af hveiti,
sem hrært er út í köldu vatni.
Raðað á fat, sósunni helt yfir og
soðnum kartöflum raðað utan um.
Gott er að hafa hrísgrjón soðin í
tómatkrafti með.
Karamellubúðingur (úr broddi).
250 gr. sykur. 1 1. broddur.
1—2 dl. mjólk. Vanilludrop-
ar. 1 matsk. sykur. 1—2
dl. rjómi.
250 gr. sykur er látinn á pönnu,
sem sett er yfir mikinn hita.
Ilrært er viðstöðulaust í sykrin-
um. Ef hitinn er svo mikill, að
sykurinn ætli að brenna, er pann-
an annað slagið tekin af. Þegar
allur sykurinn er bráðinn og byrj-
uð að koma þjett froða, er pann-
an tekin af, og karamellunni rent
innan í hringmót eða aflangt jóla-
kökumót. Karamellan verður að
hylja mótið, 1—2 dl, vatn er sett
saman við það sem eftir er af
karamellunni og Söðið þar til það
er jafnt, helt í skál og kælt.
Rjett er að hleypa ofurlitlu af
broddi, ef hann verður of stinn-
ur, er hann blandaður með mjólk
eftir þörf. Vanilla og sykur sett
í. Broddinum helt í karamellumót-
ið, sett á pönnu og hlemmur þar
yfir, vatn er sett hálfa vegu upp
á mótið og soðið við hægan eld
þar til búðingurinn er hlaupinn.
Best er að búa búðinginn til dag-
inn áður en á að horða hann.
Rjóminn er þeyttur, þar í blandað
karamellunni sem eftir var. Búð-
ingnnm hvolft á fat og karamellu-
rjómasósan sett í miðjuna.
MUNIÐ —
— — — að lauklykt fer af
höndunum, ef maður þvær sjer úr
vatni með nokkrum dropum af
salmíaki í.
I