Morgunblaðið - 28.12.1940, Síða 5

Morgunblaðið - 28.12.1940, Síða 5
Xaugardagur 28. des. 1940. S Útgef.: H.f. Árvakur, HnyfcJavlM.. Kltstjörar: J6n KJartan««on, Va 11ýr Stefá-nsaon tábyrgttarm,) Aug.lýsingar: Árnl Óla. Rltatjðrn, auglýalugar ot afgrelbaia Austurstrætl 8. — Simi 1800 Áakrlftargjald: kr. 8,50 á nánuOl lnnanlands, kr. 4,00 utanlanda f lausasölu: 20 aura eintakiO, 25 aura meb L,e«bö« llli. 99 HAI ÞOR u Nú reynir á '¥"*AÐ gerist lítið í kaupg’jalds- samningunum enn sem kom- ið er og eru þó aðeins fjórir dag- ar til áramóta, en þá renna gild- andi samningar út. Ekki er vafi á því, að í þessnm málum öllum hefir ríkt of mikil Ijettúð hjá okkur íslendingum. Við gátum og áttum að hafa meiri hemil á dýrtíðinni en gert var. Vanrækslan í þessu efni kemur -okkur áreiðanlega í koll síðar. Dýrtíðin hefir farið vaxandi .jafnt og þjett og er nú orðin mjög þungbær almenningi. Frá áramótum falla úr gildi þau á- 'kvæði gengislaganna, sem lögbinda kaupið, og flest eða öll verk- lýðsfjelög sögðn npp gildandi -samningum á tilsettum tíma. Og tnú standa fyrir dyrum nýir samn- ingar, sem eru þó mjög skamt á veg komnir ennþá. Það mun vera æði mikið, sem Tber á milli. En þar fyrir er ekki iástæðá til að örvænta. Það hefir altaf gengið þannig til, þegar íkaupsamningar hafa staðið fyrir -dyrum, að mikið djúp liefir verið : á milli deiluaðilav til að hyrja með, því að háðir setja fram ýtrustu kröfur. En þó hefir oft tekist að brúa á milli og samningar náðst á síðustu stundu. Við vonum, að þannig verði l>að að þessu sinni. Er því ástæðu- Jaust og til ills eins, að vera með skæting í garð ánnars sanínings- aðilans, eins og. Alþýðublaðið í •:gær. Slík skrif geta engu góðu :til leiðar komið. Og það lýsir full- 'komnu ábyrgðarleysi, að vera með -slíka úlfúð áður en samningsaðilar ..ræðast við. Til þessa hafa litlar sem engar viðræður átt sjer stað; aðeins lítilsháttar brjefaskifti far- Jð fram milli aðilanna. TÞáð er svo mikið í húfi fyrir ['þjóðfjelagið í heild, að samning- : ar takist giftusamlega, að allir verða að leggjast á eitt um það, að svo megi ýerða. Ef að sú ógæfa . aetti að henda okkar þjóðf jelag nvi, • áð alt logaði hjer í kaupdeilum • og verkföllum eftir áramótin, • myndi afleiðingarnar af því verða geigvænlegar og vafasamt hvort ’ þau -sár myndu gróa heilt aftur. En það er ekki aðeins mikils- ■ vert fyrir þjóðfjelagið í heild, að ; friðsöm og fársæl lausn fáist jiú 'í kaupgjaldsmálunum, heldur get,- nr þetta haft varanlega þýðingu fyrir þá aðila, sem hjer4 eiga hlut að máli. Það hefir verið vilji allra flokka, að eigi þurfi oftar að grípa til þess, að löggjafinn hindi hendur samningsaðilanna í kaup- gjaldsmálum. Nú reynir á þrek læirra. Takist þeim að leysa mál- ið friðsamlega, þá hafa þeir sýnt í verki, að löggjafinn á ekki og «1 á ekki- hlanda sjer í þessi mál. Þess er að vænta, að giftusam- lega takist. Ein af sögunum um Sneglu- Halla er sú, að eitt sinn gekk hann fyrir Harald, kon- ung Guðnason. Kvaðst hann hafa ort drápu um konunginn og sótti um leyfi hátignarinn- ar til að flytja kvæðið. Kon- ungur varð við bón Halla, og spurði að kvæðislokum hirð- skáld sitt, hversu honum lík- aði drápan. Hirðskáldið Ijet vel yfir. Konungur bauð nú Halla með sjer að vera og vildi að menn næmu drápuna. Þótti honum lítil upphefð í kvæði, sem enginn kynni. En Halli þóttist þurfa að hafa hraðann á. Þá kvað konungur Halla verða að sætta sig við það, að hann fengi ekki önnur laun fyr- ir drápuna en það silfur, sem tyldi í hári hans. Halli fjelst á það. Gekk hann síðan út, bar tjöru í höfuð sjer og „skrýfði hárinu sem diskur væri“. Var síðan silfrinu helt yfir hann og var mikið fje. En því var Halla svo umhugað að komast burt, ,,að hann hafði eigi kvæði ort um konung annað en endileysu og mátti hann því eigi kenna það“. Svona sneri Sneglu-Halli á konung. Nú á dögum eru ýmsir þeir, sem þykjast hafa göfug skáldverk að flytja, en hafa raunar lítið meira fram að bera en Halli forðum. En slíkir menn þurfa ekki að flýja, þótt menn nemi „endileysu“ þeirra, því altaf eru einhver hirðskáld boð- in og búin að hæla því, sera flutt er, og ef það er öllum ó- skiljanlegt, þá er sú skýring altaf á takteinum, að þetta sje svo mikil list að ekki sje von að fjöldinn skilji. Það þykir því hlýða, að sitja hugfanginn og dást að listaverkinu, þótt enginn botni upp eða niður í neinu. * * Tækni nútímans hefir tekist að gera spámenn úr bófum, svo það þarf enginn að láta sjer bregða þótt sniðugir andleys- ingjar sjeu stundum settir á bekk með mestu bókmenta- jöfrum allra alda. Ög hvar mundi islíkt auðveldara en 1 Ameríku, hinu fyrirheitna landi skrumsins og auglýsinga- tækninnar? Okkur var boðið upp á leik- ritið „Hái Þór“ til hátíða- brigða um jólin. Leikurinn heitir á frummálinu „High Tor“, sem þýðir hái klettur, en ekki hái Þór. Höfundur leiksins heitir Maxwell And- ersson. Það er mynd af þessum manni í leikskránni og mikið af honum gumað. Það er eins og leggi svarta tauma niður eftir andlitinu á myndinni. Það skyldi þó ekki vera, að hinn á- gæti Mr. Andersson hafi mak- að fullmikilli tjöru í hár sjer? Það er engin ástæða til að efast um að þetta leikrit hafi fallið mönnum vel í geð á Broadway. En það er trúlegt, Leikstjóri Lérus Páisson Leikstjórinn Lárus Pálsson í hlutverki Indíánans. að leikhúsin þar eigi kost á dálítið meiri tilfæringum en' völ er á í Iðnó. Trúlegt að draugarnir þar hafi verið eitt- hvað dálítið draugalegri en hjer. Að minsta kosti eru hinir lifandi leikendur altaf að tala um að þeir hafi sjeð í gegnum þá. Hjer var engu slíku til að dreifa, en einmitt þessvegna sáu menn líka betur „gegn um“ sjálft leikritið. Nekt þess stakk miklu meira í augun, vegna þess að leikhúsið hefir ekki nægileg tæki til þess að gera það dularfulla dularfult. Þetta átti Leikfjelagið að gera sjer ljóst, áður en það rjeðst í þessa sýningu. ★ Þegar jeg hugsa um þennan til verka. Framsögn háns er til- gerðarlaus með öllu, rómur- inn hreimmikill^ og þægilegur og málfarið svo skýrt, að hvert atkvæði mátti nema, án þess nokkurrar áreynslu yrði vart. Það eru mikil líkindi til að Lár- us Pálsson eigi eftir að verða íslenskri leiklist hinn þarfasti maður. ★ Það er mikið óhapp, að Leikfjelagið skyldi ekki gera sjer ljóst fyrrifram, að það gat ekki sýnt þennan leik, svo nokkur mynd væri á. Ef nokk- urt gagn á að vera í drauga- gangi, þarf hann að vera svo „eðlilegur“ að áhorfendom finnist sem kalt vatn renni þeini milli skinns og hörunds. En hjer var engu slíku til að dreifa. Flestir draugarnir, nema Brynjólfur voru að vísu ósköp draugslegir og leiðinleg- ir, en það var als enginn mold- arþefur af þeitn, alls ekkert, sem gaf til kynna annað en að þetta væri okkar góðkunnu leikarar í tvö eða þrjú hundr- uð ára gömlum búningum. Sannast að segja vorkendi jeg þessu fólki, því það sveittist blóðinu til að standa sig sem best. Það má vel vera, að þetta leikrit sje samið af allmikilli tækni. En tækni leikrits og leik enda kemur ekki að notum, nema tækni leikhússins, hinn ytri útbúnaður sje samsvarandi. Á þessu hefir Leikfjelagið flaskað. Á þessu má Leikfje- lagið ekki flaska. Leikritið á að vera alt í senn, spekings- legt, dulrænt og skemtilegt. En vegna skorts hinna ytri skil- yrða verður það að innantóm- um samsetningi, ósönnum, há leik, dettur mjer í hug vinur værum og andlausum. Mjer er minn Jóhannes Kjarval. Við vorum einu sinni á gangi fram og aftur um miðbæinn fyrir mörgum árum. í búðarglugga var sýnt mályerk eftir ungan málara. Myndin var í íburðar- mikilli umgerð. Mjer þótti hún falleg og var altaf að hafa orð á þessu við Kjarval, þegar við gengum framhjá. Kjarval tókj ekkert undir þetta, þangað til alt í einu að hann staðnæmdist fyrir framan myndina og seg- ir: „Já, þetta er alveg rjett, mikið andskoti er þetta falleg- ur rammi“. Ramminn um þennan leik er býsna góður. í upphafi leiksins og lok kemur fram gamall Indí- áni og mælir nokkur orð í bundnu máli. Lárus Pálsson leikur Indíánann. Jeg hafði aldrei hlýtt á framsögn Lárus- ar, nema lítilsháttar í útvarp á dögunum. En það duldist ekki, þótt hlutverk hans væri ekki umfangsmikið að þessu sinni, að hjer var maður, sem kunni nær að halda, að leikritið sje frá höfundarins hendi að miklu leyti amerískt „bluff“, en „bluffið“ kemst upp af því a, hið ytra „bluff“ leikhústækn- innar vantar. Leikfjelagið hefir litlar af- sakanir fyrir sig að bera út af þessari sýningu. Það getur val- ið úr bestu leikritum heimsins. Við erum svo settir, að við þurf um ekki að bera neitt silfur í tjörukoll Maxwells Anderssons eða annara, þótt við sýnum verk þeirra. Þetta eigum við að nota okkur. Sem betur fer erum við ekki enn orðin svo „leikhúsmett“, að við þurfum fyrst um sinn að seilast í nein æsilyf leikritagerðarinnar. Við þolum meira af ómenguðum skáldskap og andagift, áður en við þurfum að hlaupa eftir, allri nútíma „tækni“, — hversu vel sem hún kann að njóta sín í hæfilegu umhverfi — til að fylla út í eyður verðleikanna. Árni Jónsson. Bjarni I Hamri fimtugur I dag ¥ dag er fimtugur einn af mæt- ustu borgurum þessa bæjar, Bjarni Jónsson verkstjóri hjá h.f. Hamri. Bjarni Jónsson er fæddur hinn 28. desember 1890 að Ási í Hegra- nesi í Skagafirði. Fluttist hann ungur til Reykjavíkur, lauk prófi við Vjelstjóraskóla íslands áriS 1913, var í siglingum sem vjel- stjóri á togurum í síðasta heims- ófriði. T. d. var hann 1. vjelstjóri á b.v. Braga þegar það skip var tekið af þýskum kafbáti á leið til Englands. Um þennan sögulega atburð hefir verið skrifað í Lesbók Morgunhlaðsins. Fáir munu þeir útgerðarmenn, sjómenn og aðrir, sem að opinbern athafnalífi standa, sem ekki þekkja Bjarna í Ilamri, enda er það skiljanlegt, þegar tekið er til- lit til þess, að hann hefir svo lengi haft á hendi verkstjórnina hjá einu stærsta og elsta vjela- verkstæði þessa lands, enda mnnn þeir hafa reynt, að þar er maðnr, sem er hviinn og boðinn til að gera alt fyrir alla og maður sem aldrei deyr ráðalaus. Þetta herraris ár er merkisár í lífi Bjarna Jónssonar, því á þessn ári er hann fimtugur, á þessu ári áttu þau hjónin silfurbniðkaup og á þessu ári er Bjarni búinn að starfa í 20 ár samfleytt hjá h.f. Hamri. Bjarni er giftur Ragnhildi Ein- arsdóttnr (Jónssonar, listmálara), mestu sæmdarkonu, og eiga þau 6 mannvænleg börn. Er heimili þeirra alþekt fyrir hina mestn gestrisni, enda eiga, þau marga vini. Það sýndi sig hest á silfur- brúðkaupi þeirra hjóna fyrir skömmu. Bjarni er hraustleika maður eins og hann á kyn til (hann er hróð- ursonur Eldeýjar Hjalta), sístarf- andi og myndu fáir trúa því, sem sjá Bjarna, að hann eigi svo mörg ár að haki sjer. Munu vafalaust margir verða til þess að árna þessum heiðurs- manni allra heilla á þessum tíma- mótum í æfi hans. J. G. Eftir beiðni íbúa við Laugarnes- veg, og að fenginni skýrslu raf- magnsstjóra, hefir bæjarráð sam- þykt að setja, svo fljótt sem unt er, götuljós við Laugarnesveginn, á svæðinu frá Suðurlandsbráut að Kirkiubólsbni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.