Morgunblaðið - 05.01.1941, Page 6

Morgunblaðið - 05.01.1941, Page 6
* MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 5. janúar 1941 Vinnustöðvunin og breska setuliðið Frásögn kommúnista um hið háa kaup- gjald austanfjalls reynist tilhsfulaus ÞEGAR Morgunblaðið skýrði frá Dagsbrúnar- fundinum á nýársdag var frá því sagt, að fram hefðu komið á fundinum upplýsingar um það, að breska setuliðið hefði gert samninga við verka- menn austanfjalls um hærra tímakaup en fólst í tillög- run samninganefndar Dagsbrúnar. Þessu var ekki mótmælt á fundinum, og liafa menn alment hald- i«, að þetta væri rjett. En í gær fjekk blaðið að vita, að þessi saga hefði við engin rök atS styðjast. Þeir Þjóðvilja-menn hafa búið hana til, til þess að villa mönnum sýn, í þeim tilgangi að telja verkamönnum trú um, að Bretar ijetu sig einu gilda um kaupgjaldið. Tímakaupið eystra mun vera kr. 1.75. Breska setuliðið hefir á hinn bóginn alstaðar greitt samkvæmt kauptaxta verkalýðsfjelaganna, og hækkaði kaupið samkvæmt vísi- tolureikningum. Viðskifti herstjórnarinnar og Dagsbninar í kaupgjalds og vinnu- stöðvunarmálinu hafa eftir þeim upplýsingum, sem blaðið hefir feng- ið, í aðalatriðum verið þessi: Að fulltrúi frá Dagsbrún sneri sjer til liðsforingja yfir verklegum framkvæmdum kl. 11 á nýársdagskvöld, og skýrði honum frá því, að engir verkamenn myndu vinna hjá setu- liðinu næsta dag, ef herstjórnin skrifaði ekki undir auglýstan kaup- taxta fjelagsfundar. Síðan gerðist það í málinu, sem kunnugt er, að flestir verkamenn mættu ekki á vinnustöðvum, og sá herstjjórnin því, að verkfall hafði verið ákveðið áður en nokkur tilkynning kom til hernaðaryfirvaldanna um að það væri í vændum. Fulltrúar Dagsbrúnar stöðvuðu vinnu við höfnina að morgni þess janúar eins og til stóð, og skýrði liðsforingja, sem þar var, frá vinnustöðvuninni, sem þar ýrði, ef hann undirskrifaði ekki yfirlýs- ingu um, að greitt yrði kaup samkvæmt hinum auglýsta taxta. En um slíkt var ekki að ræða, að því er liðsforinginn skýrði frá, þareð hon- um hafði verið fyrirskipað að greiða ekki annað kaup en áður hafði verið sámið um. Sama sagan endurtók sig á öðrum vinnustöðvum Breta hjer í bænum og í nágrenninu. ! Hjer er í stuttu máli skýrt frá því, hvernig vinnustöðvunin kom fram gagnvart setuliðinu. Er frá þessu sagt hjer vegna þess, að öli- um kemur saman um, að afstaða herstjórnarinnar til vinnustöðvun- arinnar skifti miklu máli. En eftir því, sem blaðið frjetti í gær, er húm í stuttu máli fyrst og fremst sú, að stjórn setuliðsins telur sig ekki geta verið hóða vinnutruflunum í framkvæmdum sínum, og hef- ir því tekið það mál upp, að flytja hingað vinnulið, ef stöðvunin veld- ur truflun á framkvæmdum. Fyrirsláttur kommúnista um, að út- gjaldahliðin komi ekki til greina í þessu máli, er líka mjög varhuga- veríSur, eins og allir hljóta að sjá, enda ber brjéf herstjórnarinnar til ríkísstjórnarinnar vott um, að svo sje. Nt BÓK : DR. EINAR ÓL. SVÉINSSON: Sturlungaöld Drög um íslenska menningu á þrettándu öld. Verð kr. 6.50 heft, kr. 8.50 í bandi og kr. 12.75 í skinnbandi. (Nokkur tölusett eint. á betri pappír í skinnbandi kr. 20.00) AÐALÚTSALA: Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar og Bókabúð Austurbæjar, B. S. E., Laugaveg 34. Grein Richards Thors FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU. Þá ber þess að gæta, að flök- un veitir mikla atvinnu, og er það ekki hvað síst mikilsvert. LÝSIÐ F þorskalýsi hefir verið framleitt og útflutt rúm- lega 5000 smál., að verðmæti um 12 miljónir króna. Er það að magni til nokkru minna en árið áður, en tvöfalt að verðmæti. Að heita má alt lýsið liefir selst til Bandaríkjanna, eins og und- anfarin ár, í kærkomnum doll- urum, sem síst hefir verið van- þörf á, til að ljetta undir greiðsl um fyrir matvörur og aðrar nauð synjar, sem vjer höfum orðið að afla oss úr þeirri átt. Hrogn úr þessa árs fiskafla hafa aðallega verið send ísvarin og fryst. NIÐURSUÐA tflutningur á niðursoðnum fiski hefir mikið aukist, og er mikill undirbúningur hafinn um aukningu á niðursuðutækj- um, en eftirspurn talsverð, enda er aðstaða hjer hin ákjósanleg- asta til að sjóða niður glænýjan fisk í verstöðvunum. Hlýtur nið ursoðin matvara að vera einkar hentug fyrir það ástand er nú ríkir erlendis, sjerstaklega í ó- friðarlöndunum. Hún er hentug í geymslu og tafsömum flutning um, fljót til matreiðslu, og senni lega engu dýrari en annað fisk- meti. SlLDARAFURÐIR egna ófriðarástandsins eru allir fyrri markaðir fyrir síldarafurðir lokaðir, nema Bandaríkin. Samningar höfðu lengi staðið við umboðsmenn Bresku ríkisstjórnarinnar um sölu á saltsíld og verksmiðjuaf- urðum, en þar eð Englendingar telja sig ekki þarfnast þessara afurða, höfðu samningar gengið treglega, og endanlegur árang- ur ekki náðst fyrir byrjun síld- arvertíðar. Leið svo fram yfir miðjan júní að síldveiðar lágu niðri, en 21. júní leyfði atvinnu- málaráðherra síldarverksmiðj- unum að veita síld móttöku gegn kr. 12,00 út-á-greiðslu fyr- ir málið af bræðslusíld fyrst um sinn. Eftir það fóru skipin á veiðar, en almennt var talið, að síldarverðið yrði talsvert hærra, og bygðu menn það á orðrómi um að Englendingar ætluðu að festa kaup á talsverðu magni af verksmiðjuafurðum, lýsi og mjöli, og að þannig yrði um hnútana búið, að hægt myndi reynast að greiða mun meir en kr. 12.00 fyrir málið til veiði skipanna. Samningar tókust síðar um að Breska ríkisstjórnin keypti 25000 tonn af síldarlýsi @ £ 23,- 00,00 og 25000 tonn af mjöli @ £ 18.00.00, hvorttveggja C. f. Stóra-Bretland. SÍLDVEIÐI Síldveiði var afar mikil og að heita mátti óslitin all- an júlí og ágúst. Var stöðugur landburður af síld, og löndunar- teppa hjá flestum verksmiðjun- um þráfaldlega. Bætti það ekki úr, að síldin var óvenju feit, og spiltist fljótt í skipum og þróm, og telja þeir sem lengst hafa haft með höndum þennan at- vinnurekstur, eins og til dæmis Indbjör verksmiðjustjóri á Dag- verðareyri, að þeir hafi aldrei fyr haft til vinslu síld, sem eins örðugt var að vinna úr. Þegar sýnt þótti, að búið var að afla næga síld fyrir hið selda afurðamagn, var verðið fært úr kr. 12.00 niður í kr. 9.00 málið, þ. 20. ágúst, en flestar verksmiðj urnar veittu síld móttöku áfram, enda þótt alger óvissa væri um sölur á afurðunum. Veiddist síld nokkuð eftir þann tíma, eða fram í fyrstu vikuna í september, en þá spilt- ist veðrið og skip hættu alment veiðum og snjeru sjer að þorsk- veiðunum. Alls nam bræðslusíldaraflinn tæplega 2y% milj. hl. Ekki hefir tekist að selja Bret um meira af afurðunum en upp- haflega umsamið, og hafa nú all ar verksmiðjur nema ríkisins, selt alt síldarmjöl sem umfram var til Bandaríkjanna, fyrir milli göngu viðskiftanefndarinnar og aðalræðismannsskrifstofu ís- lands í New York, fyrir verð, sem er mikið lægra en enska samningsverðið, en Kinsvegar hefir ekki tekist að selja neitt af lýsinu enn. Um 10.000 smál. munu óseld- ar af síldarlýsi. Um saltsíldina er það að segja, að Bretar voru ófúsir til kaupa. Ríkisstjórnin ákvað þó að ljetta undir með þessum at- vinnurekstri og ábyrgist fram- leiðslukostnað á um 50.000 tunn um saltsíldar fram yfir þær 25.- 000 tn. matjesíldar, er seldar voru til Ameríku. Auk þess að vera stuðningur saltendum, þeim er stöðvar höfðu á landi og fest höfðu kaup á tómtunnum og salti, var upprunalega ætlunin, að reknetasíldin skyldi njóta þessara hlunninda, ,en þegar sú veiði brást, voru þau færð yfir á herpinótasíld, enda var hún á- litin hentugri til Matjessíldar söltunar. Stóðu stöðugir samningar yf- ir við Svía í alt sumar um sölu á saltsíld, Vilja þeir kaupa síld og má víst telja að þeir hafi fest kaup á því, sem fáanlegt er, en síldina verður að flytja yfir Petsamo, og veldur flutningur- inn aðalle^a öírðugleikum, og kostnaðurinn er mjög tilfinnan- legur. Af Faxasíld hafa verið salt- aðar aðeins nokkur hundruð tn., sökum veiðibrests. Hefir ekki veiðst næg síld til að fullnægja þörfum fyrir beitusíld, enda þótt nokkrir bátar hafi verið gerðir út á síldveiðar langt fram á vet- ur. NIÐURLAGSORÐ il að annast samninga um viðskiftamál við Breta var Viðskiftanefnd stofnsett á árinu. Er hún skipuð fimm íslending- um, en Bretar hafa útsendan full trúa og aðalræðismann sinn hjer á staðnum til að gæta þeirra hagsmuna í nefndinni. Útflutningsnefndin, sú er skip uð var í: ófriðarbyrjun, hefir starfað alt árið, og meðal annars haft eftirlit með verðlagi á út- flutningsvörunum, en einnig á- kveðið lágmarksverð á ýmsum þeirra, svo sem nýjum fiski til útflutnings o. fl. Sökum þess, að megnið af að- alútflutningsvörunum hefir ver- ið ýmist selt til Englands eða greitt í sterlingspundum, hefir ó- umflýjanlega safnast álitlegur sjóður hjá viðskiftabönkunum í Englandi. Innflutningurinn hefir hins- vegar verið með minna móti, og er það mjög bagalegt, þar eð kaupgeta almennings hefir ver- ið óvanalega mikil. Hefir þetta stuðlað að hækkandi vöruverði í landinu, sem þrátt fyrir allar til- raunir hins opinbera er örðugt að reisa rönd við. Ekki verður á móti mælt, að" atvinnuvegum landsmanna hef- ir farnast vel á árinu, og á það sjerstaklega við um sjávarútveg- inn, en einnig er talið, að land- búnaðinum hafi farnast vel. Þá hefir og atvinna í landi verið meiri en undanfarin ár. Öllum er ljóst, að atvinnuá- standið, sem nú er í landinu, er á ótraustum grundvelli. Við- fangsefnið næsta framundan er, að ákveða, hvernig skuli búið að útgerðinni, svo að hún geti dafn- að í meðalárum. Við þær ákvarðanir verða menn að taka til greina hvernig útgerðinni farnaðist á tímabilinu milli styrjaldanna. Því þegar á alt er litið, var á henni taprekst- ur meirihluta þess tímabils. En þar eð útgerðin er sá atvinnu- vegur landsmanna, sem mest á veltur fyrir afkomu og allan bú- skap þjóðarinnar, er mönnum orðið það Ijóst, að þannig verð- ur að honum að búa í framtíð- inni, að af arði góðæranna verði hægt að fleyta honum yfir örð- ugleika vondu áranna, og þá um- fram alt tryggja það, að hægt verði að endurnýja fiskiskipa- flotann. i mn*nnimn»i>wiiim«iiWMinmtui«itiimmwwmmwwmm>» 5 jDagleg sfúlkaj | getur fengið atvinnu frá 15. § 1 janúar á kaffi og mjólkur- | | sölu við Miðbæinn. Þarf að § | vera vel að sjer í reikningi | 1 Nánari upplýsingar í síma | 5471. A U O A Ð hvBist með gleraugum frá THIELE BL...„.... ........................ ........3E1 □ 0 Delicious Epli. ví$in Langaveg 1. Fjölnisveg 2. □ □ HEHi., i=]|'-^-^U===H ilB STÚLKA óskast í vist nú þegar. Gott kaup. álín Hólm, Vífilsgötu 6.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.