Morgunblaðið - 05.01.1941, Side 7
Sunnudagur 5. janúar 1941.
M 0 R G UNBLAÐIÐ
7
Háskólinn
FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU.
5. Kirkjusöngur á Islandi í
kaþólskum og lútherskum sið.
6. Islensk tónskáld að fornu og
nýju, sjereinkenni þeirra og þýð-
ing fyrir þróun innlendrar tón-
listar.
7. Erlend áhrif á íslenskar tón
listahókmentir.
8. Tónlistin og sess hennar í
vérkum Einars Benediktssonar.
Eins og menn sjá, er hjer hið
merkilegasta efni.
Aðrir fyrirlestrar.
Loks hefir verið ákveðið að
sendikennari Breta, dr. Jackson
flytji 10 fyrirlestra á ensku. Yerð-
nr efni þeirra úr menningarlífi
Breta.
Dr. Símon Jóh. Agústsson held-
ur áfram með sína fyrirlestra um
uppeldisfræði. Sömuleiðis sænski
sendiliennarinn, frk. Osterman, um
sænska menningu.
Verður nánar tilkynt um þessa
fyrirlestra síðar.
Hvar er útvarpið?
— Er ekki þessum merkilegu
háskólafyrirlestrum útvarpað ? —
Sunhudagsfyrirlestrarnir virðast
þó tilvalið útvarpsefni.
— Nei, útvarpsráð hefir alls
ekki farið fram á slíkt. Meira að
segja var ekki farið fram á, að
sjálfri háskólahátíðinni í haust
væri útvarpað. Þar var þó fluttur
mjög merkilegur fyrirlestur um
hugverk (próf. Ól. Lárusson).
Það hafa í vetur verið — og
verða áfram — fluttir í tugataii
ágætir fyrirlestrar um allskonar
efni úr sögu þjóðarinnar, um heil-
brigðismál, um menningu ná-
grannaþjóðanna o. s. frv. En allir
þessir fyrirlestrar hafa verið inni-
lokaðir. Engum Arerið útvarpað.
En þetta virðist þó tilvalið út
varpsefni.
Ef sá siður væri upp tekinn, að
útvarpa merkustu háskólafyrir-
lestrunum, yrði Háskólinn sann-
kallaður þjóðskóli. Og það á hann
vissulega að vera, en ekki fyrir
Reykvíkinga eina.
— Er nokkuð því til ívrirstöðu
af Háskólans hálfu, að þessum
fyrirlestrum verði útvarpað?
— Nei, síður en svo. Háskólan-
um Aræri einmitt kært að komast
á þann hátt í samband við þjóð-
ina. Hann myndi því vilja haga
flutning fyrirlestranna á þeim
tíma, sem útvarpinu hentaði; ann-
ars virðist tíminn 6—7 s.d., sem
nú ei’, heppilegur. Sunnudagafyr-
irlestrarnir myndu áreiðanlega
henta vel útvarpshlustendum.
Við Háskólann eru flestir bestu
fyrirlesarar, sem völ er á hjer á
landi. Þeir, sem sí og æ eru að
skrifa um þjóðskója, ættu vissu-
lega að stuðla að því, að Háskól-
inn komist í náin tengsl við þjóð-
ina, gegn um útvarpið.
Þá fengjum við hinn eina sanna
og rjetta þjóðskóla.
•HllllullHIIUIUlUIIIHHIIIUHtllllHMtHUIIiminillUUUIHUIIII^
Reglusamur maður, |
í fastri stöðu í Hafnarfirði, |
óskar eftir herbergi og helst |
fæði á sama stað. Nánari upp- §
lýsingar gefur Eyjólfur Krist- |
jánsson. Sími 9071 og 9326 §
Átökin
á Balkanskaga
FRAMH. AF ANNARI SÍÐU.
hans, að hann misti föður sinn eftir
ára^nótin.
I gær var ítarlega getið í þýskum
blöðum nýs blaðs, sem farið er að
gefa út í Búlgaríu og sem kallað er
„Búlgaría á morgun“.
I fyrsta tölubla,ði þessa -biaðs skrif-
ar m. a. fyrverandi yfirmaður búlg-
arska herforingjaráðsins, sem var yf-
irmaður þess í heimsstyrjöldinni, og
segir hann að Búlgarar geti ekki
hliðrað sjer hjá þátttöku í hinum
miklu breytingum, sem eru að gerast í
Evrópu. Hvetur hershöfðinginn Búlg-
ara til að taka þátt í hinni „nýju
skipun“ Þjóðverja í Evrópu.
Um stjórnmálasambúð Þjóðverja, og
Grikk.ja upplýsti fulltrúi þýska utan-
ríkismálaráðunevtisins í gær, að hún
væri óbreytt. En hann neitaði að
ræða hernaðaraðstöðuna í Albaníu.
í Tvrklandi heldur von Papen á-
fram, að reyna að sundra Tyrkjúm eg
bandamönnum þeirra Bretum. Hann
flutti um áramótm ræðu fyrir starfs-
mönnum þýsku sendisveitarinnar og
Þjóðverjum búsettum í Ankara og
komst m. a. þannig að orði í þessari
ræðu, að tyrkneskir stjómmálamenn
þyrftu að gera sjer ljóst hverjir væru
hinir raunverulegu vinir þeirra.
Úthlutun
Mentamálaráðs
FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU.
Karl Ó. Runólfsson, Margeir
Jónsson, Þórunn Magnúsdóttir.
Kr. 500.00 hlutu:
GuSmundur Davíðsson,
Hraunum, Guðmundur Ingi
Kristjánsson, Jóhann E. Kúld,
Jóhann Sveinsson, Jón Stefáns-
son, dr., Jón Þorsteinsson, Arn-
arvatni, Kristleifur Þorsteins-
son, Svava Jónsdóttir.
Kr. 400.00 hlutu:
Friðgeir H. Berg, Halldór
Helgason.
Kr. 300.00 hlutu:
Guðmundur Kristinsson,
myndskeri, Þorsteinn Bjarna-
son, Háholti.
Dansskóli Báru Sigurjónsdóttur
tekur aftur til starfa eftir jóla-
fríið n.k. þriðjudag.
Fundur verður haldinn í
Dagsbrúnardeild málfundafé-
lagsins ,,Óðins“ í Varðarhús-
inu í dag (sunnudag) þann 5.
þ. m., kl. 1 e. h. Áríðandi að
allir mæti.
Nýársfagnað heldur St. Fram-
tíðin í G. T.-húsinu í kvöld og
kemur St. Varmá í Mosfellssveit
þangað í heimsókn. Skemtunin
hefst kl. 10, en fundur í stúkunni
kl. 8, uppi á lofti.
Fiskaklettur, Slysavarnadeildin
í Hafnarfirði, hefir beðið Morg-
unblaðið að færa áætlunarbílum
Hafnarfjarðar þakkir fyrir rausn-
arlega peningagjöf á gamlársdag.
Vikuna
5.—11. janúar gegna þeir lækn-
arnir -Ólafur Helgason og Friðrik
Björnsson iæknisstörfnm mínum.
Ólafur Þorsteinsson,
Skólabrú 2.
^^^.Flutninour til Islands
□ Edda 59411105 — Jólatrje í
Oddfellowhúsinu.
I. O. O. F. 3 = 122168 =
Helgidagslæknir er í dag Ey-
jór Gunnarsson, Laugaveg 98. —
Sími 2111. '
Næturlæknir í nótt er Þórarinn
Sveinsson, ÁsAmllagötu 5. Sími
2714.
Næturvörður er í Reykjavílcur
úpóteki og Lyfjabúðinni Iðunni.
Næturakstur annast næstu nótt
Bifreiðastöð Reykjavíkur. Sími
1720. Aðfaranótt þriðjudags ann-
ast íxæturakstur Bifreiðastöðin
Geysir. Sími. 1633.
85 ára verður á morgun, 6.
janúar, Jensína Jónsdóttir, Lauf-
ásveg 6.
Barnaguðsþjónusta verður í
Bænhúsinu í Gamla kirkjugarðin-
um í dag kl. 2 síðd.
Hjónaefni, Trúlofun sína hafa
opinberað Jóna Ágústsdóttir,
Þvergötu 4, og Óskar Sveinbjörns-
sou trjesmíðameistari, Láugaveg
147.
Leikfjelag Reykjavíkur sýnir
„Háa Þór“ kl. 8 í kvöld, og hefst.
sala aðgöngumiða kl. 1 í dag.
Vatnsleysustrendingar halda
Skemtun í Oddfellowhúsinu þanu
24. janúar n.k.
Dr. Helgi Pjeturss flytur erindi
í útvarpið í dag kl. 3 e. h. um eðli
drauma.
Útvarpið í dag:
9.45 Morguntónleikar (plötur):
Óperan „Tosca“ eftir Puccini. 1.
þáttur.
11.00 Messa í Dómkirkjunni (síra
Friðrik Hallgrímssort).
12.10—13.00 Hádegisútvárp.
15.00 Erindi: Sannfræði og van-
fr;eði um eðli drauma (dr. Helgi
Pjeturss).
15.30— 16.45 Miðdegistónleikar
(plötur). Óperan „Tosca“ eftir
Puccini. 2. og 3. þáttur.
18.30 Barnatími. (Nemendur Kenn
araskólans).
19.15 Hljómplötur: Þjóðlög frá
ýmsum löndum.
20.00 Frjettir.
20.20 Sænsk kórlög (plötur).
20.30 „Svíþjóð á vorum dögum“.
IJppléstur (Guðlaugur Rósin-
kranz yfirkennari).
20.50 Sænsk alþýðulög (plötur).
21.00 Úr ritum Alberts Engström
(Ásgeir Ásgeirsson alþingism.).
21.25 Sænskir dansar og söngvar
(plötur).
21.50 Frjettir.
22.00 Danslög.
Útvarpið á morgun:
12.00 Hádegisútvarp.
13.00 Ðönskukensla, 3. flökkur.
15.30— 16.00 Miðdegisútvarp.
18.30 íslenskukensla. 2. fl.
19.00 Þýskukensla, 1. fl.
19.25 Hljómplötur: Álfalög.
20.00 Frjettir.
20.30 Um daginn og veginn (síra
Bjarni Jónsson).
20.50 Útvarpshljómsveitin: Álfa-
dansar og þjóðlög.
21.00 Þjóðsögur (Lárus Pálsson
leikari).
21.20 Einsöngur (ungfrú Kristín
Einarsdóttir).
Útvarpshl jómsveitin: íslensk
þjóðlög og garnlir dansar.
22.00 Danslög.
21.50 Frjettir.
Reglulegar hálfsmánaðar ferðir frá vesturströnd Bret-;
lands til Reykjavíkur. 3—4 skip í förum. Sjerstaklega|
hagkvæm flutningsgjöld ef um stærri vörusendingar er
að ræða.
Tilkynningar um vörur sendist
Culliford & Clark Ltd.
Bradleys Chambers,
London Street, Fleetwood, .
eða
(1 íxlfj
Geir H. Zoega
Símar 1964 og 4017,
er gefur frekari upplýaingar.
tknt
LITLt tlLSTðSfll
UPPHTTAflf* BtLAK.
Fyrirliggfandi:
RÚÐUGLER 24 ounz.
Eggert EitsffAnsion A Co. h.f.
Sími 1400.
>0
íslenskustu barnabækurnar
eru Trölli, Ljósmóðirin í Stöðla-
koti og Sæmundur fróði.
- w 1 '**'
Hjer með tilkynnist vinum og vandamönnum að faðir
okkar og tengdafaðir,
JÓN ÓLAFSSON,
andaðist að heimili sínu, Bergþórugötu 16 A, að morgni þess
4. þ. m. — Fyrir hönd aðstandenda.
Helga og Gunnar Rocksén.
Konan mín,
GRJETA MARÍA JÓNSDÓTTIR,
Ijest aðfaranótt 4. janúar í Landakotsspítala.
Jón Þórðarson.
Jarðarför hjartkærs eiginmanns síns, föður, tengdaföður,
fósturföður og afa,
GUÐMUNDAR SVEINSSONAR,
fer fram frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 7. jan. og hefst með
húskveðju frá heimili hins látna, Frakkastíg 11, kl. 1 e. h.
Guðrún Guðmundsdóttir.
Sveinn Ó. Guðmundsson. Þórfríður Jónsdóttir,
Svanhvít S. Sveinsdóttir. Guðmundur Sveinsson.
Guðrún Sveinsdóttir.
Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarð-
arför mannsins míns og föður okkar,
ÁGÚSTS MAGNÚSSONAR verkstjóra.
Sjerstaklega þökkum við Verkstjórafjelagi Reykjavíkur og
forráðamönnum Knattspyrnufjelagsins Fram.
Lilja Guðjónsdóttir og börn.
Hjartans þakkir færum við öllum er sýndu vinarhug og
hluttekningu við andlát og jarðarför dóttur okkar og stjúp-
dóttur,
ÓLAFÍU KRISTÍNAR SIGURGEIRSDÓTTUR.
Guðmunda Ólafsdóttir, Sverrir Sigurðsson og systkini.
'•imiiiimiiimmmmimiimmmiumiiimiiiiiiiiiiiiimiimiMr