Morgunblaðið - 08.01.1941, Síða 3

Morgunblaðið - 08.01.1941, Síða 3
Miðvikudagur 8. jan. 1941. MORGUNBLAÐIÐ 3 Ailsherfar atkvæðagreiðsla i Dagsbrún Dagsbrúnarmenn! Fjölmennið á kjörstað og greiðið atkvæði m e ð samkomulagstillögunum Norskt llnuskip strandar við Skaftárós Snemma í gærmorgun strand aði norskt línuveiðaskip, „Rundehorn“, á Kaustursfjöru, Kommúnistar hamast gegn samkomulaginu. Andúðin gegn þeim ter vaxandi eftir útöýting landrððaplaggsins á sunnudaginn Foringfar kommún* ista hlaupa í felur ALLSHERJARATKVÆÐAGREIÐSLA hófst í Dagsbrún í gær um samkomulagstillögurnar. Það var upphaf þess máls, að sáttasemj- ari ríkisins, dr. Björn Þórðarson, skrifaði stjórn Dags- brúnar brjef, þar sem hann fer fram á það við stjórnina, að hún efni til allsherjaratkvæðagreiðslu til þess að fá úr því skorið hver sje vilji meirihluta fjelagsmanna. Sáttasemjari segir í brjefi sínu, að hann geti ekki borið fram sáttatillögu, sem feli í sjer betri kjör, en þau, sem feli í sjer betri kosti en samninganefnd Dagsbrúnar hafði fengið fram- gengt í samkomulagstillögunum. Brjef sáttasemjara birtist á öð-r um stað hjer í blaðinu. Stjórn Dagsbrúnar varð strax við þessum tilmælum sáttasemj- ara. Atkvæðagreiðslan hófst kl. 5 e. h. í gær í Hafnarstræti 21 og stóð til miðnættis. Á þeim tíma kusu 784 af 2220, sem eru á kjörskrá. Atkvæðagreiðslunni á að verða lokið kl. 12 á mið- nætti í nótt. IJndir eins og atkvæðagreiðsl an hófst kom það í ljós, að kommúnistum var mjög illa við hana. Söfnuðust þeir á kjör- stað og höfðu hinn æsilegasta áróður í frammi, tóku menn tali hvern af öðrum, sem komu til að greiða atkvæði og báru í þá allskonar ósannindi. Rudd- ust þeir inn í ganga hússins. En þar eð þeim var misjaínlega tekið, lenti stundum í stymp- ingum. FORINGJARNIR SÁUST EKKI. Það vakti sjerstaka athygli, að í þessu áróðursstarfi sáust engir af þeim forsprökkum kommúnista, sem venjúlega láta mest á sjer béra. Bendir fjarvera þeirra til þess, að jafnvel þeir sjeu farnir að sjá, að framferði Kommúnista- flokksins síðustu daga er ekki giftusamlegt fyrir þann flokk og framtíð þeirra. Því, hafi menn áður verið í vafa, þá er það ekki hægt eftir daginn í gær að efast um, að meginþorri verkamanna hjer í bæ fordæma með öllu tiltæki kommúnista á sunnudaginn, er þeir rjeðust í það, að leita að- stoðar bresku hermannanna, jafnframt því sem þeir reyndu að fá hina erlendu hermenn til þess að óhlýðnast yfirvöld- um sínum. Eftir þetta tiltæki ætti áhrif kommúnista meðal íslenskra verkamanna að vera lokið. FÁMENNUR FUNDUR. 1 gærkvöldi reyndu þeir kommúnistar samt að efla fylgi sitt meðal Dagsbrúnarmanna, með því að kalla saman fund í Kaupþingssalnum. Þar var Jón Rafnsson aðal ræðumaðurinn. Þar komu ekki fleiri en 50 manns. Enginn af öðrum forsprökk- um kommúnista sást á fundin- um. Þeir, sem eru í fremstu röð í þeim flokki hugsuðu sjer í gær, að láta smala sína og „minni spámenn“ vinna verkin. Þátttakan. Það er mjög áríðandi að sem allra flestir fjelagsmenn í Dags- brún mæti í dag og greiði at kvæði, þar sém atkvæðagreiðslunni lýkur í kvöld. Ekki einn einasti Dagsbrúnarmaður, sem er andvíg- ur kommúnistum, má láta hjá líða að greiða atkvæði með samkomu- lagstillögum þeim, sem samninga- nefnd Dagsbrúnar og vinnuveit- endúr höfðu Orðið ásáttir um og fela í sjer miklar kjarahæbtur fyr- ir verkamenn. Atkvæðagreiðslan byrjar í dag kl. 7 fyrir hádegi og verð- ur lokið kl. 12 á miðnætti. Lygaframíeíðsla kommúnísta víðstöðtilatís Eftir að atkvæðagreiðslan hófst söfnuðust kommúnistar að kjör- stað og ljetu mjög dólgslega við verkamenn þá er þangað komu til áð greiða atkvæði. framh. á sjöttu síðu. FfárhagsAætlunin 1941 Vænst lækkunar á útsvarsstiganum Þó útgjöldin hækki vegna dýrtiðar og ófriðarástandsins FRUMVARPI BÆJARRÁÐS að fjárhagsáætlun fyrir Reykjavík fyrir árið 1941 var útbýtt til bæjarfulltrúa og blaða í gær. Átti Morgun- blaðið tal við settan borgarstjóra, Bjarna Benediktsson, í gærkvöldi um frumvarpið. Hann kvaðst ekki telja tilhlýðilegt að fara ítarlega út 1 málið áður en hann gerði grein fyrir þessu frumvarpi bæjarráðs á bæjarstjórnarfundi. Hann komst að orði á þessa leið: við Skaftárós. Skipið var að koma frá Eng- landi, hafði flutt þangað fisk, en var nú með kolafarm. Á- gætt veður var er skipið strand- aði og sjór dauður. Fóru menn- irnir í skipsbátinn og reru til lands. Á skipinu voru 9 menn, 4 Is- lendingar og 5 Norðmenn og voru þeir allir ómeiddir. Með skipið þessa ferð var Magnús Höskuldsson stýrimaður, en skipstjórinn varð eftir í Skot- landi ,vegna lasleika. Þetta er lítið skip, um 100 tonn; menn hjer í Rvík höfðu skipið á leigu. Byrjað var í gær að skipa kolunum upp úr skipinu, en ætlunin er að reyna að ná skip- inu út. Dagsbrúnaratkvæða- seðillinn er á bls. 6. Veítíng prestsemhættanna Kirkjumálaráðherr- ann valdi yfirdrotn- unarstefnuna Traðkar lýðræðinu UM HÁDEGI í GÆR barst sú fregn út um bæinn, að Hermann Jónasson kirkjumála- ráðherra væri búinn að skipa í hin nýju' prestsembætti í Reykjavík. Ráðherrann skipaði eftirtalda menn í embættin: I Nessókn var skipaður síra Jón Thorarensen, í Hallgrímssókn síra Sigur- björn Einarsson og síra Jakob Jónsson og í Laugarnessókn síra Garðar Svavarsson. Gjaldaliðir fjárhagsáætlun- arinnar hafa hækkað verulega. Stafa hækkanirnar af hinni vaxandi dýrtíð og þarafleiðandi verðlagsuppbótinni á kaupi manna. Auk þess þykir nauð- synlegt að bæjarsjóður hafi nokkurt handbært fje vegna ófriðarástandsins, t. d. vegna yfirvofandi vandræða t. d. ef atvinnuleysi skellur yfir. Til þess eru áætlaðar 200 þúsund krónur og 300 þús. krónur í •tryggingar. Hinsvegar þykir ekki fært að lækka fátækraframfærið, þó það hafi á undanförnu ári orðið lægra, en áætlað var, vegna hinnar algerðu óvissu um það, hvernig afkoma almennings verður á næsta ári. Niðurstaða áætlunarinnar hefir orðið sú, að leggja þurfi kr. 1600 þúsund á bæjarbúa umfram álögurnar síðasta ár. Fljótt á litið mætti ætla, að þetta hefði í för með sjer, að útsvör hækkuðu fyrir allan þorra bæjarbúa. En til þess á ekki að þurfa að koma. Er það mál að vísu í höndum niður- jöfnunarnefndar og löggjafar- valdsins og hefir bæjarstjórn ekki bein áhrif á hvernig því verður ráðið til lykta. Hinsvegar höfum við, við undirbúning fjárhagsáætlunar- innar gert ráð fyrir því, að sam- komulag fáist um það, að út- gerðin, sem í fyrra naut sjer- stakra hlunninda í útsvarsá- lagningu, greiði nú hæfileg út- svör. Sýnist eðlilegast, að á hana verði lagðar þær 1600 þús. kr. sem nú þarf til viðbót- ar frá í fyrra. Með því móti virðist ekki of hart að henni gengið, en hún taki með því fyllilega sinn þátt í byrðum FRAMH. Á SJÖUNDU SÍÐU. Ekkert við að athuga skip- un þeirra síra Jóns, sjra Sigur- björns og síra Garðars, því að þeir fengu flest atkvæði við prestskosningarnar. Með skip- an þeirra er fylgt viðurkendum lýðræðisreglum. Hinsvegar er með skipan síra Jakobs öllum lýðræðisreglum traðkað. Hann er fjórði 1 röð- inni að atkvæðamagni í kosn- ingunni og hefir 237 atkvæðum færra en síra Jón Auðuns, sem var annar í röðinni. I meira en aldarfjórðung hefir það verið ófrávíkjanleg venja við veitingu prestsem- bætta hjer á landi, að embættið hefir sá hlotið, sem flest at- kvæði hefir fengið, án tillits til þess, hvort kosnkig hafi ver- ið „lögmæt“ eða ekki. Núverandi biskup landsins, herra Sigurgeir Sigurðsson fylgdi í sínum tillögum þess- ari viðurkendu reglu. Hann lagði til, í tillögum sínum, að atkvæðin yrðu látin skera úr. Tillaga hans að því er Hall- grímssókn snertir, var því sú, að þeim síra Sigurbirni Einars- syni og síra Jóni Auðuns yrði veitt embættin. Þessa tillögu, að því er síra Jón Auðuns snert- ir, virðir ráðherrann vettugi, og skipar síra Jakob Jónsson í em- bættið. ★ Samviskan hefir sýnilega ekki verið sem best hjá kirkju- málaráðherranum, Hermanni Jónassyni, er hann ákvað þessa embættisveitingu. Áður en ráð- herrann gekk formlega frá veitingunni, hafði hann skrifað FRAMH. Á SJÖUNDU SÍÐU.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.