Morgunblaðið - 08.01.1941, Page 4

Morgunblaðið - 08.01.1941, Page 4
I r 4 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 8. jan. 1941. Holt er heima hvað — er verkföll steðja að Samtal við Helgu Sigurðardóttur ÞAÐ reynir á dugnað og hagsýni húsmæðranna, ef engin brauð eða kökur fást í brauðsölu- búðunum, sagði ungfrú Helga Sigurðardóttir, er frjettaritari „Kvennasíðunnar“ hitti hana að máli í gær. Og hvernig sem verkfall bakarasveina fer í þetta sinn, ættu húsmæður að sýna, að þær geta komist af án brauð- sölubúða, ef í hart fer. Og jeg tel engin vandræði fyrir þær að komast af. I>að er ekki annað en vani að kaupa öll brauð og kökur til heimilanna í sölubúð- nm. Það er bæði ódýrara, drýgra og að mínu áliti betra að baka heima sem mest til heimilisþarfa. Enda var það svo áður fyrr, heldur matreiðslukonan áfram, að húsmæður bökuðu brauð sín heima, þó aðstæður væru mun erf- iðari en nú, rúgbrauð, hveitibrauð og smákökur, alt bakað í potti i' hlóðareldhúsi. Mikill er munurinn nú í Reyk.ja- vík, er tækninni hefir fleygt svo fram, að flest heimili höfuðstaðar- ins hafa fullkomnustu bökunar- tæki sem völ er á, mjer ligg- Tir við að segja, í heiminmn, raf- magnseldavjelarnar. Og hví skyldu þá ekki konur baka brauð til heim- ílisins í sínu eigin eldhúsi? — Áiítið þjer auðvelt að baka rúgbrauð í heimahúsum? — Já, jeg álít ofur auðvelt að þaka rúgrbauð í rafmagnsofni, og éins er mjög handhægt að baka flatkökur á rafmagnsplötunni. Og þá er að sjálfsögðu þægilegt að baka við rafmagn hveitibrauð, og yfirleitt öll brauð, hvort sem er úr heilhveiti, hveiti eða rúgmjöli. ★ Hvort heldur sem baka^er rúg- brauð eða hveitibrauð, heldur ung- frú Ilelga Sigurðardóttir áfram. þarf lyftiefni til bakstursins, svo að brauðin lyfti sjer, „hefist“. Að nota lyftiduft er fl.jótlegast Og fyrirhafnarminst. En brauð með pressugeri eru fyrirhafnarmeiri, en hafa þann kostinn, að meira verður rir þeim, og svo eru þau líka miklu hollari, vegna B-vitaminsins í pressnger- ínu, og ljettari í sjer. I staðinn fyrir pressuger tel jeg sjálfsagt að nota súrdeig í rúg: brauðið, eins og gert hefir verið frá fornu fari. Það kostar svo að seg.ja ekki neitt ,nema ofurlitla fyrirhyggju af hálfu húsmóður- ínnar. ★ — Hvernig er súrdeigið búið til ? — Ofurlítið salt er sett saman við 200 gr. rúgmjöl og sjóðandi vátni, 2. dl„ hrært saman við. Á ■deigið að vera vel þykt og jafnt. Það er látið í mjöli stráða skál, m’jöli stráð yfir og síðan látið liíða á volgum stað, í eldhúsinu 5 3—4 daga. En þurfi að nota súrdeigið fyr, má væta í því með sýru. Það er þá hæft til notkunar eftir einu sólarhring. Bakstur i heimahúsum Rúffbrauð. 2i/2 kg. rúgmjöl, V/í—V/2 1. .vatn, 1 tesk. salt, 4—500 gr. súr- deig. Saltinu og rúmgjölinu er bland- að vel saman við súrdeigið. Vætt í með heitu vatninu, og deigið kreist með höndunum, svo að súr- deigið jafnist sem best saman við það. Síðan er deigið hnoðað og lá.tið í smurðan blikkkassa, eða linoðað úr því brauð og látið í brauðskúffuna (steikarskúffuna).. Sje brauðið bakað í blikkkassa, er lokið haft á kassanpm, og kass- inn látinn í kaldan rafmagnsofn- inn. F\-rst er brauðið bakað víð minsta undir- og yfirhita, í 2 klst. Þá er ofnplata sett undir brauð- kassann, og undir- og yfirhiti sett- ur á aiinan hitastraum í iy2 klst. Þá er straumurinn aftur settur á fyrsta straum í 1—2 klst., en eft- ir það er allur straumur tekinn at og brauðið látið vera í ofninum, uns hann er orðinn kaldur, t. d. yfir nóttina. En á meðan ofninn er á öðrunt straum, má baka smá- hveitibrauð í honum eða kringlur. Hve mikinn hita brauðið annars þarf, fer eftir því hve stórt það er, og í hvernig íláti það er bak- að. En að sjálfsögðu má eins baka svona brauð í kolavjel eða gasvjel, með jafn góðum árangri. Flatkökur. 1 kg. rúgmjöl 4—5 dl. vatn, Y2 t.esk. salt. Heitu vatninu er blandað sam- an við rúgmjölið, saltað, og deigið hnoðað, uns ]>að er vel jafnt. Skift í kökur, sem hnoðaðar eru flatar með fitugum höndum, flattar út og bakaðar á vel heitri rafmagns- plötu, difið ofan í kalt vatn jafn- óðum og þær eru bakaðar, og sett- ar í stafla og línklút vafið utan um ]>ær. Sje deigið hæfilega hnoðað og kökurnar bakaðar við nógu mik- inn hita, verða þær ekki seigar, en þó mjúkar. Heilhveitibrauð. y2 kg. heilhveiti (eða hveiti), 30 gr. smjörlíki, 40 gr. pressuger, 1 tesk. salt, 1 tesk. sykur, 2y2—3 dl. mjólk og vatn. Smjörlíkið er mulið saman við hveitið. Gerið tekið í sundur, lát- ið í skál og salti og sykri stráð yfir. Látið bíða um stund, en síð- an hrært, uns það er orðið þunt. Mjólkin og vatnið er hitað, látið saman við gerið, og síðan vætt með þessu í hveitinu og deigið hnoðað, þar til það er vel jafnt.. Þá er það látið í fat og geymt á heitum stað, t. d. miðstöðvarofni, uns það hefir lyft sjer, stækkað um helming. Þá er deigið hnoðað aftur, og búið til úr því brauð, eða sett í smurt mót. Sje bakað í móti, má deigið ekki vera eins hart. í mótinu, eða á plötunni, er deigið látið bíða á ný í 20 mínút- ur. Þá smurt með mjólk og bakað við góðan hita í 3—4 stundar- fjórðunga. Fyrst á að vera meiri undirhiti. Því myndist skorpa fljótt á brauðinu, getur það ekki l lyft sjer og verður þá ekki eins ljett og gott. Eins og jeg sagði áðan, er brauð hollara með pressugeri, en það brauð verður þurt, nemá töluvert sje notað í það af fitu. ★ Loks er hjer, eftir áskorun, birt uppskrift á rúgmjölstertu, sem þykir mjög góð: Rúgmjölsterta. 250 gr. rúgmjöl, 250 gr. sykur, 250 gr. smjörlíki, 1 tesk. lyftiduft og 1 tesk. hjartarsalt, 2 tesk. kanel og 2 tesk, kakao, 14 líter mjólk. Hjartarsaltinu, lyftiduftinu, kanel, kakao og sykri er blandað í rúgmjölið og smjörlíkið mulið saman við. Vætt í með mjólkinni og hnoðað. — Skift í sex jafn stóra bita, hver biti látinn í tertu- mót, og deiginu jafnað með hend- inni í mótið. Bakað við mikinn hita, og er betra, að undirhitinn sje meiri. Þegar búið er að baka kökurn- ar, eru þær lagðar saman með sultutaui, þrjár kökur hafðar í hverja tertu. Er mjög gott að hafa smjör- krem í annað lagið á tertunni og tertan verður betri ef hún er geymd í 1—2 vikur áður en hún er borðuð. VITIÐ ÞJER: — — — að minna eyðist af gasi, ef látið er loga með litlum loga lengi, en stórum loga stutt. --------að þegar líkamshiti er tekinn með því að styðja með vísifingri á slagæðina, eiga eðlileg æðaslög barns að vera 90—140 á mínútu, hjá fullorðnum 60—80, og hjá gömlu fólki 70—90 (L mín- . útu. Það er ómissandi að eiga fallegar svuntur, enda líka ómyndarlegt að vera svuntulaus við húsverk. Iljer eru nokkrar góðar hugmyndir: Svuntan, sem hangir til þerris, er úr blá- og hvítköflóttu bómullar- efni með fjólubláum vösum og böndum. Kanturinn að neðan er líka fjólublár. Telpusvunten er mjög hentug í sniðinu, þar sem hún hlífir kjólnum mjög vel. Ilún er hnept á bakinu, en hnýtt á öxlunum. Efnið rauðleitt. Svuntan neðst til hægri er mjög skrautleg, úr bláu ljerefti, með rauðum, gulum og svörtum leggingum, En bak við litla „gluggann" með blómaskrúðinu er vasinn falinn. Og loks er „klemmu"- •svuntan. Hún er mjög hagkvæm til síns brúks! Sparnaðarráð Til þess að drýgja smjörið. Hjer segir húsmóðir frá því, hvernig hún drýgði smjörið í síðustu heims- styrjöld: Jeg sauð ca. 2 dl. af rjóma og lielti honum sjóðandi heitum yfir % kg. af smjöri, sem jeg sætti með eins og y2 teskeið af sykri og saltaði ofurlítið. Síðan lirærði jeg í með eggjaþeytara, uns það var aftur orðið álíka þykt og smjör, en skamturinn hafði auk- ist um helming. Samanlast brauð. Smjör þetta er ágætt til þess að smyrja með samanlagt brauð, og er vel til fallið að blanda ein- hverju saman við það, eins og t. d. rifnum osti, söxuðu reyktu svínakjöti, hangikjöti, saltkjöti, rúllupylsu, reyktri síld, rifinni gulrót, með sítrónusafa o. fl. Og sje svona samanlögðu brauði rað-' að snoturlega á fat og skreytt með salatblöðum eða öðru, sem fáanlegt er, má vel bera það fyrir gesti með kaffi eða tei, er bæði holt, bragðgott og tiltölulega ó- dýrt. MUNIÐ — --------að sítrónusafi dreguv úr lýsisbragði. Kjöt, fiskur og grænmeti Kjöt verður best, ef það er sett í sjóðandi heitt vatn og saltað, þegar farið er að sjóða. Kjöt á altaf að sjóða hægt, en ekki í moðsuðu. Fiskur. Þegar sjóða á fisk, er hann settur í sjóðandi vatn, salt- að, sje hann sundurskorinn, en í kalt vatn, sje liann ósundurskor- inn. Grænmeti með sterkum lit, t. d. gulrætur, á að sjóða í hlemmlaus- um ]>otti, svo að liturinn haldist. En grænmeti, sem á að vera sem ljósast, á að sjóða í potti með hlemmi yfir, þar sem gufan lýsir eða upplitar það. Handmál Skeiðar-grömm. Sykur, 1 matsk. kúfuð 25—30 gr. Sykur 1 — sljettfull 12—15 — Hveiti 1 — sljettfull 12 Hveiti 1 — kúfuð 25 — Kartöflum. 1 — kúfuð 25—30 — Smjörlíki 1 — kúfuð 35—40 — Sm.jörlíki 1 — sljettfull 15—20 —- Desiliter-grömm. Sykur 1 dl. vegur 80 gr. Hvciti 1 — — 55 — Kartöflumjöl 1 — —• 70 — * Hrísmjöl 1 — — 65 —

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.