Morgunblaðið - 04.02.1941, Síða 7

Morgunblaðið - 04.02.1941, Síða 7
Þriðjudagur 4. febr. 1941. MORGUNBLAÐIÐ T 'Láns og leigu‘-frumvapiö — og Willkie PRAMH. AF ANNARI SÍÐU. vegna -\ æri ekki annað að gera, en að sætta sig við Jjað“. Wlieeler svaraði um hæl, að þetta væri „hel- ber lygi“. I umræðunum í fulltrúadeildinni er húist, við (að því er Lundúna- fregnir hermdu í gærkvöldi), að andstæðingar frumvarpsins leggi megináherslu á tvö atriði: 1) að ef frumvarpið verður samþykt, þá muni það hafa í för með sjer að Bandaríkin fara í stríðið og 2) að einræði sje komið á í Banda- ríkjunum. Andstæðingar frumvarpsins. Þrátt fyrir hvatning Willkies til flokksbræðra sinna um að sam- þykkja frumvarpið og um að and- æfa því ekki í blindni, því að það gæti haft í för með sjer að repu- blikanaflokkurinn yrði stimplaður sem einangrunarflokkur, en það myndi geta riðið honum að fullu — þrátt fyrir þessa yfirlýsingu sætir frumvai-pið megnri andstöðu frá forvígismönnum republikana- fíokksins. Aííir hinir gömlu for- ingjar flokksins berjast gegn frumvarpinu, eins og t. d. Herbert Hoover (fyrv. forseti), Landon (forsetaefni flokksins 1936), Thomas Dewey, Taft (sonur Tafts forsetaj, Yande'nberg Mc Nary, La Folette o. fl. berjast gegn frumvarpinu. I fregnum frá New York er á það bent, að þegar Willkie kom fram á sjónarsviðið og var kjör- inn forseatefni republikanaflokks- ins fyrir átta mánuðum (og bar þá hærra hlut yfir. Taft, Dewey og Yandenberg, sem allir gáfu kost á sjer), þá var hann í raun og veru óskrifað blað í , flokknum. Hinir gömlu foringjar flokksins fylgdu honum ekki nema af hálf- um hug í kosningabaráttunni og við yfirlýsingu hans um stuðning við láns- og leigu-frumvarpið hefir ándúð þeirra í garð hans aukíst. Hitler gefur miljón R.M til tiefmannaheimila í Noregi U itler hefir persónulega gefið miljón ríkismörk í sjóð, sem dr. Göbbels hefir stofnað, og sem verja á til að reisa hermannaheimili fyvi>’ þýská hermenn í Noregi. Dr. Göbbels hefir birt ávarp til þýsku þjóðarinnar og hvatt hana til að leggja eitthvað af mörkum til stofnunar slíkra heimila, og söfnuðust þegar fyrsta dagipn (segir í fregn frá Berlín) 4 milj. marka. í ávarpi dr. Göbbels er bent á, að þýsku hermennirnir í Nor- egi eigi við annað loftslag og önnur lífsskilvrði að búa, held- ur en þeir hafi átt að venjast, og þessvegna sje nauðsynlegt að reist sjeu fyrir þá hermanna heimili, þar sem þeir geti m. a. átt kost á að s.já kvikmyndir. Hinsvegar telja stjórnmálarit- stjórar í New York rangt að á- lykta, að allir þingmenn flokksins muni fylgja hinum gömlu foringj- um, heldur sje þingflokkurinn skiftur. Aftur á móti stendur demokrataflokkurinn næstum sem einn maður að baki Roosevelts. Framtíð Willkies. Um Willkie sjálfan og framtíð hans er mikið skrifað í Banda- ríkjablöðin þessa dagana og þar rifjað upp, að skömrnu eftir forseta kosningarnar gaf hann út ávarp til republikanaflokksins og hvatti hann til að fylgja sjer í sann gjarnri andstöðu við Roosevelt- stjórnina. í fyrstu hjeldu menn (eins og einn blaðamaðurinn í Bandaríkjunum hefir orðað það), að hann myndi leggja áhérslu á „andstöðuna“, en nú, eftir fram- komu hans síðustu vikurnar, þyk- ir sýnt, að hann ætlar að leggja megináherslu á „sanngimina“. En það sem fyrir Willkie vakir er álitið vera, að undirbúa jarð- veginn undir framboð sitt við for- setakosningarnar 1944. I mörgum áhrifamiklum New York blöðum hefir framkoma Willkies síðustu vikurnar hlotið eindreginn stuðning og lof. og í „Herald Tribune" er hann hyltur sem langþráður foringi „til þess að herða á ríkisstjórninni, eftir hálfkák hennar undanfarin ár“. 100. tilkplng grlsko tierstjúrnarinnar Hundraðasta tiikynning grísku herstjórnarinnar var gefin út í gærkvöldi. Tilkynningin var aðeins nokkur orð: „Lítilsháttar framvarðaaðgerðir og fallbvssu- liðið hjelt uppi skothríð". En frá blaðaskrifstofu grísku stjórnarinnar í Aþenu bárust í gærkvöidi frjettír um. að grískn hersveitirnar hefðu sumstaðar get- að sótt lítilsháttamfram. þrátt fyr- ir ákafar rigningar. Með bardögúnum í gær náðu þeir á sitt vald fjalli, sem gerir þeim kleift að drotna yfir svæð- inn fýrir austan Tepelini og yfir veginum í norður frá Klisura í áttina til Berat. í tilkynningu ítölsku herstjórn- arinnar í gær segir um aðgerð- irnar í Albaníu: „Venjulegar stór- skotaliðsaðgerðir". 50 ÞÚS. KANADISKIR HERMENN fj ermálaráðherra Kanada, ^ Rolston, sagði í gær, að gert væri ráð fyrir, að 50 þús. kanadiskir . hermenn yrðu sendir til útlanda á þessu ári. Er gert ráð fyrir, að sent verði m. a. heilt skriðdrekaherfylki (Division) og einnig eitt bryn- vagnaherfylki. Ráðherrann sagði, að á þessu ári væri gert ráð fyrir, að kalla þyrfti til herþjónustu í Kanada 80—90 þús. menn. Dagbóh •00«»00«0009 OOOOOOOOOOOO ÍD Helgafell 5941247-JV.-Y.-2. Næturlæknir er í nótt Björgvin Finnsson, Laufásevg 11. Sími 2415. Næturvörður er í Reykjavíkur Apóteki og Lyfjabúðinni Iðunn. Hallgrímssókn. Síra Sigurbjöm Einarsson biður væntanleg ferm- ingarbörn sín að koma til viðtals í Austurbæjarskólanum næstkom- andi fimudag kl. 5 síðdegis. (Geng- ið inn frá leikvellinum). Og síra Jakob Jónsson biður fermingar- börn sín að koma til viðtals við sig á sama stað og tíma. Spurningabörn síra Garðars Þov- steinssonar, sem eiga að fermast á þessu ári, og næsta ári, komi til viðtals í Flensborgarskólanum n.k. fimtudag kl. 6 síðdegis. Dánarfregn. Jóhannes Guðjóns- son, faðir Magnúsar V. fram- færslufulltrúa, ljest í Landakots- spítala á sunnudaginn var, eftir langa legu. Gaseitrun. Menn, sem voru að vinna um borð í Skallagrími í gær- morgun, en hann liggur nú í Slipp, urðu fyrir lítilsháttar gaseitrun. Gasið stafaði frá koksofni, sem var í lest slcipsins og hafður var þar til að þurka lestina. Mennirnir náðu sjer brátt. Atvinnuleysisskráning fer fram í Góðtemplarahúsinu í dag og á morgun og stendur vfir báða dag- ana frá kl. 10 að morgni til kl. 8 að kvöldi. Almælisskemtun í. S. f. í Iðnó á sunnudaginn fór hið besta fram. Forseti f. S. í„ Ben. G. Waage, setti skemtunina og banð gesti velkomna. Sveinn Björnsson sendi- herra flutti erindi um íþróttir í æsku hans. Fjórir piltar úr Ár- manni sýndu hnefaleika. Tveir piltar sýndu borðknattleik. Úr- valsfimleikaflokkur karla úr K. R. sýndi fimleika undir stjórn Vignis Andrjessonar, og loks ljekur skát- ar skopleik, sem nefndist „Mann- talið“. Um kvöldið fór svo fram dagskrá f. S. f. í útvarpi. Merkja- sala var á götunum, en vegna. þess hve kalt var úti og fátt manna á ferli mun merkjasalan hafa geng- ið lakar en biiist hafði verið við. Pyrirlestur Mr. C. Jackson, sendikennara Háskólans, um Lond- on. er í kvöld kl. 8.15 í Háskól- anum í kenslustofu nr. 1. Skugga- myndir verða sýndar með erind- inu. Sæbjörg dregur bát í höfn. Björgunarskútan Sæbjörg er nú í fylgd með fiskiflotannm hjer í Faxaflóa til að geta Verið til tkks ef eitthvað ber iit af. f fyi*radag dró Sæbjörg Keflavíkurbát inn til Keflavíkur. Hafði orðið vjelarbil- un í bátnum. Til bágstadda heimilisins. N. N. 5 kr. Haraldur 10 kr. Þ. G. 5 kr. A. 4 kr. E. H. 5 kr. Freyr 5 kr. Inger 5 kr. ,1. J. 5 kr. í brjefi 10 kr. Játvarður 5 kr. J. S. 10 kr. Ónefndur 10 kr. N. N. 5 kr. N. N. 5 kr. N. N. 2 kr. „0“ 10 kr. Hallgrímskirkja í Saurbæ. S. S. 5 kr. X. 10 kr. Útvarpið í dag: 19.25 Erindi: Uppeldismál. n (dr: Símon Jóh. Ágústsson). 20.30 Erindi : Kynþættir Evróþu (Ólafur Þ. Kristjánsson kenn- ari). 21.00 Tónleikar Tónlistarskólans: Sónata fyrir celló og píanó, C- dúr, eftir Beethoven (celló: dr. Edelstein; píanó: dr. Urbant- schitsch). 21.20 Hljómplötur; Symfónía nr. 1, eftir Sibelius. Nýk omið: Borðhnífar — Matskeiðar og Gaflar — Deserthnífar og Gaflar — Brauðhnífar — Salathnífar — Steikarhnífar og Gaflar — Sjálfblekungar ódýrir o. fl. K. Einarsson & Björnsson Bankastræti 11. Sfmar 1540, þrjár iinur. Góðir bílar. Fljót afgreiCcla. B. S. í. BEST AÐ AUGLYSA 1 MORGUNBLAÐINU. Hjer með tilkynnist vinum og vandamönnum, að GUÐBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR andaðist að heimili sínu, Bergstaðastræti 39 O. 2. febrúar. Aðstandendur. ELINBORG SIGRÍÐUR ÞORGRÍMSDÖTTIR andaðist í Hafnarf jarðarspítala sunnudaginn 2. þ. mán. Þorgerður Jónsdóttir, Aðalbjörn Bjamason og börn. Eiginkona og móðir okkar, GUÐLAUG ÁRNADÓTTIR, ljest á sjúkrahúsinu í Hafnarfirði 2. febrúar. Oddur ívarsson. Guðni Oddsaon. Konan mín og fósturmóðir, VILBORG JÓNSDÓTTIR, andaðist 2. þ. m. á heimili sínu, Hringbraut 108. Þórðnr Bjarnason. Lóa Þórðardóttir. ÞORSTEINN JÓNSSON, Grund, Akranesi, andaðist að heimili sínu 2. febr. síðastliðinn. Vandamenn. Paðir minn, tengdafaðir og afi, JÓHANNES GUÐJÓNSSON, andaðist að Landakotsspítalanum sunnudaginn 2. febrúar, Magnús V. Jóhannesson. Príða Jóhannsdóttir, Svala Magnúsdóttir. Elsku litli drengurinn okkar, TÓMAS HALLDÓR, andaðist 2. febrúar að heiimli okkar, Öldugötu 42. Jarðarförin ákveðin síðar. Þuríður Tómasdóttir. Kamillus Bjarnason, Jarðarför „ ÁRNA PÁLSSONAR, hreppstjóra frá Hurðarbaki, fer fram fimtudaginn 6. febrúar að Hraungerði kl. 2 e. hád. Aðstandendur. Okkar hjartans þakkii* til allra, er sýndu hluttekningu við greftrun mannsins míns og föður, GUÐMUNDAR SIGURÐSSONAR skipstjóra. Þóra Jóhannsdóttir. Kristín Guðmundsdóttir. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við fráfall og jarð- arför dóttur minnar og systur okkar, JÓHÖNNU GÍSLADÓTTUR, frá Mosfelli. Sigrún Kjartansdóttir og börn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.