Morgunblaðið - 04.02.1941, Side 8
0
Þriðjudagur 4. febr. 1941.
wrwwrqt
VENUS RÆSTIDUFT
fdrjúgt — fljótvirkt — ðdýrt.
Nauðsynlegt á hverju heimili.
HÚSGÖGNIN YÐAR
mundu gljáa ennþá betur, ef
þjer notuðuð eingöngu Rekord
húsgagnagljáa.
NÝBORIN KÝR
á besta aldri til sölu. Einnig
taða. Uppl. í síma 4323.
GÓLFTEPPI TIL SÖLU.
iUpplýsingar í síma 5698 frá kl,
|4—6 í dag.
KÝR
komin að burði, óskast ti
kaups. Upplýsingar í síma 1865
kl. þl—12.
NÝKOMIÐ
fTaft, Ullartau, Kápufóður og
Gutermans Silkitvinni í mörgum
litum. Saumastofa Ólínu og
Bjargar, Ingólfsstræti 5.
2—3 KOLAVJELAR
og 2—3 kolaofnar, litlir, ósk-
ast til kaups. Uppl. í síma 4433
Glænýr feitur
ROÐRIFINN STEINBÍTUR
Saltfiskbúðin. Sími 2098.
TAUSKÁPUR,
eem má breyta í fataskáp, lít-
ið skrifborð og stofuborð, ti
eölu með tækifærisverði í Mið-
bæjarskólanum hjá kyndaran-
um kl. 5—7 síðdegis.
GOTT PIANÓ
eða Orgel-Harmonium óskasl;
keypt. Tilboð merkt: „Gott
hljóðfæri“, sendist Morgun-
blaðinu fyrir 10. þ. mán.
Vil kaupa góða
SKRIFVJEL,
lítið notaða. Uppl. í síma 3831
MEÐALAGLÖS og FLÖSKUR
keypt daglega. Sparið milllllð-
Ina og komið til okkar, þar sem
þjer fáið hæst verð. Hringlð
síma 1616. Við sækjum. Lauga-
vega Apótek.
I>AÐ ER ÓDÝRARA
að lita heima. Litina selur
Hjörtur Hjartarson, Bræðra-
borgarstíg 1. Sími 4256.
KALDHREINSAÐ
þorsaklýsi. Sent um allan bæ.
Bjðrn Jónsson, Vesturgötu 28.
Bfmi 3694.
KÁPUR og FRAKKAR
fyrírliggjandi. Guðm. Guð-
tnundsson, dömuklæðskeri - -
Kirkjuhvoli.
KAUPUM FLÖSKUR
btórar og smáar, whiskypela,
rlös og bóndósir. Flöskubúðin,
lergstaðastræti 10. Sími 5395.
teekjum. Opið allan daginn.
KAUPUM FLÖSKUR og GLÖS
háu verði. Sækjum samstundis.
Bími 5333. Flöskuversl. Kalk-
iofnsvegi við Vörubílastöðina.
EFTIRMIÐDAGSKJÓLAR
blússur og pils altaf fyrirliggj-
andí. Saumastofan Uppsölum.
Bími 2744.
HARÐFISKSALAN
JÞvergötu, selur góðan og þurk-
taðan saltfisk. Sími 3448.
HAMINGJUHJÓIID
47. dagnr
Eftir GWEN BRISTOW
Kester svaraði, eins og hann
væri að skýra vandamál fyrir tor-
næmum áheyranda.
„ísahellu finst sem sje hún gest-
ur á æskuheimili sínu. Hana lang-
ar til þess að fá aftur amerískan
ríkisborgararjétt. > Hún verður
að útvega sjer atvinnu og lifa á
tekjum, sem fyrir einu ári hefðu
ekki hrokkið fyrir skóm handa
henni. Hún verður að reyna að
venja sig við líf, sem hún var
húin að gleyma og hún er óham-
ingjusöm“.
„ímyndar hún sjer kannske, að
hún sje eina manneskjan, sem
verður að breyta lífsvenjum sín-
um vegna stríðsins?“, spurði Elea-
nor með fyrirlitningarsvip.
„Já, Eleanor, það gerir hún“,
svaraði Kester brosandi. „Þú þekk-
ir ekki ísabellu!“
„En þú virðist gera það. Hvern-
ig nennir þú að eyða tjma í svona
flón ?“
„Jeg hefi aðeins reynt að vera
henni vinur. Henni finst það hugg-
un að tala við mig“.
„Jeg efast ekki um það. En
hvers végna fer liún ekki til mála-
færslumanns, ef hún þarfnast leið-
beiningar ?“
„Jeg hefi einmitt ráðlagt henni
það, og það ætlar hún að gera“.,
„Ætli það?“
SKÍÐAMENN K. R.
Fjölmennið í skíðaleik-
fimina í kvöld kl. 814.
VÍKINGAR)
Fjelagar knattspyrnufjelagsins
Víkingur, komið á skemtifund
fjelagsins í Bindindishöllina
kl. 8 í kvöld.
I. O. G. T.
ST. VERÐANDI NR. 9.
Fundur í kvöld kl. 8.
1. Inntaka nýliða.
2. Vígsla embættismanna.
3. Mælt með umboðsmanni.
4. Hagnefndaratriði annast frú
Kristín Sigurðardóttir og
Karl Bjarnason.
5. Dans.
TEK PRJÓN.
Fídes Þórðardóttir, Þormóðs-
stöðum.
DUGLEGUR,
reglusamur maður, vanur skrif-
stofu- og innheimtustörfum,
óskar eftir atvinnu. Þeir, sem
kunna að hafa þörf fyrir slíkan
mann, leggi tilboð sín, inn á af-i
greiðslu Morgunblaðsins í dag
eða á morgun, merkt: „Reglu-
semi“.
MIG VANTAR
lipra, prúða aðstoðarstúlku.
Frjálslegt starf. Gott kaup. —
M. Júl. Magnús læknir.
OTTO B. ARNAR
Iðggiltur útvarpsvirki, Hafnar
stræti 19. Sími 2799. Uppsetn-
Ing og viðgerðir á útvarpstækj-
um og loftnetum.
Hann leit spyrjandi augnaráði á
hana: „Við hvað áttu?“
Eleanor svaraði með annari
spurningu: „Segðu mjer, Kester,
hefirðu kyst hana,“
„Já, jeg kysti hana, þegar jeg
var að hugga hana, eins og hver
annar frændi myndi hafa gert“.
„Frændi?“, sagði hún. „Já, það
heldur þú, og það er einmitt það,
sem liún vill láta þig halda. Og
þú nýtur þess að heyra hana segja,
að liún geti ekki lifað, nema þú
hjálpir henni. En vertu viss. Hún
ætlar sjer að fá þig aftur“.
Kester kveikti sjer í öðrum
vindling.
„ísabella er ekki heimsk, Elea-
nor. Hún veit vel, að jeg elska
I’ig“.
„Þess vegna fer hún svona kæn-
lega að ráði sínu“, sagði Eleanoor.
„En segðu mjer, Kester, varstu
mjög hrifinn af lieiinif'
Hann ypti öxlum. „Fyrstu þrjá
mánuðina var jeg mjög ástfang-
inn. Það eru liðin sjö ár síðan.
Jeg hafði engar hugsjónir um
lyndiseinkunn hennar“, sagði
Kester. „En hún var sú fallegasta
kona, sem jeg hafði nokkru sinni
sjeð“.
„Og það er hún víst enn?“
★
Kester andmælti henni ekki, og
hún hjelt áfram:
„Sjerðu ekki, Kester, að hún er
að reyna að vinna þig aftur? Þú
ert mjög laglegur maður, sjálf-
sagt lagíegri nú en síðast þegar
hún sá þig. Kohur halda oft, að
þær geti ávalt unnið menn aftur,
þó að þær hafi einln'erntíma vísað
þeim á bug. Meðan ísabella var í
Evrópu og hafði nóg.af aðdáend-
um í kringum sig, hugsaði hfin
ékki um þig. En nú hefir hún
lent hjer, sjer hvað þú ert yndis-
Iegur maður og iðrast þá eftir, að
hún skyldi nokkurntíma sleppa
þjer/ En hvað þú ert blindur, að
sjá ekki, hvað hún ætlar sjer!“
Kester fór að skellihlæja.
„Mjer hefir aldrei dottið í hug,
að þú liefðir svona mikiðj ímynd-
unarafl, elskan mín“, sagði hann.
„Hún bað þig að koma aðeins
einu sinni“, sagði Eleanor ákveðin.
„Og þú hefir þegar heimsótt hana
þrisvar sinnum“.
„Eleanor, bara að þú skildir, hve
litlu máli þetta skiftir“, sagði
hann. „Heyrðu! Ef þú hefir á-
hyggjur út af þessu — þó að það
sje algerlega ástæðulaust — skal
jeg lofa þjer því, að hitta Isa-
bellu ekki oftar. Yiltu það ?“
Eleanor kinkaði kolli.
„Jæja“, sagði hann og kysti
hana. „Jeg skal lofa því að hitta
hana ekki, nema þegar við hitt-
umst af tilviljun, eins og til dæm-
is í kvöld“.
„Þakka þjer fyrir“, sagði Elea-
nor og tók í hönd hans. „Jeg er
ánægð með það. En heyrðu, Kest-
er“, sagði hún svo. „Veit nokkur
hve náið samband var ykkar á
milli á þessum árum?“
„Nei“.
„•Jeg er fegin því. Þá verður alt
miklu auðveldara. Viltu ekki segja
mjer nánar um ykkar kynni?“
„Það get jeg varla gert, án þess
að vera ódrengilegur. Og þó ....“
„Jæja, byrjaðu þá“, sagði Elea-
nor. Og er Kester byrjaði að
segja henni frá fyrstu kynnum
sínum og ísabellu, fann hún, að
hann elskaði hana, Eleanor, og
vildi alt fyrir hana gera, svo að
hún væri ánægð. Hún mátti sjálfri
sjer um kenna að hafa ekki talað
hreinskilnislega við hann strax.
Sjöundi kapítuli.
aðir ísabelLu hafði á sínum
efri árum orðið ástfanginn í
Ijómandi laglegri, ungri stúlku
með glóbjart hár. Hún dó eftir
skamma sambúð og eftirljet hon-
um mikið fje og litla dóttur. Hann
var í engum vafa um, hvernig
hann ætti að fara með þá fjár-
sjóði. Peningana notaði liann eins
og best liann gat, en sendi dótt-
urina í skóla, sem var viðurkend-
ur fyrir að útskrifa vel mentaðar
ungar stúlkur.
Isabella var 18 ára, þegar hún
kom úr skólanum ,yndisleg á að
líta, fögur og blíð, með fallegan
málróm, glóbjart hár, sem var
heilan meter að sídd, og stór og:
sakleysisleg augu.
En undir sakleysissvipnum var
ísabellá bráðskörp og slungin.
Hún var sannfærð um, að örlög:
ungrar stúlku væru mikið undir
því komin, hverjum hún giftist,
og hún var staðráðin í því að
giftast góðum — og ríkum —
manni. Enda hafði hún öll skil-
yrði til þess. Hún var fögur ásýnd-
um, dansaði vel, kunni þá list að
hlusta, þegar aðrir liöfðu orðið,
ljek á slaghörpu og hafði svo
góðan smekk fyrir því að klæða
sig, að hún hlaut að vekja eftir-
tekt hvar sem hún fór.
Þegar hún kom heim frá skól-
anum byrjaði hiin að taka þátt í
samkvæmislífinu og hugsaði jafn-
framt um framtíðina. Eu hiin ætl-
aði sjer ekki að eyða lífi sínu í
að halda kaffiboð og ala upp-
börn.
★
Það leið ekki á löngu, áður en
Isabella var orðin vinsælasta stúlk-
an í New Orleans. Ilún var „önn^
um“ kafin frá morgni til kvölds.
Á hverjum dansleik \'ar danskort
lienna útfylt viku fyrirfram, og
sumum dönsunum varð Iiún að
tvískifta til þess að aðdáendurnir
yrðu ekki fyrir of miklum von-
brigðum. Herbergi hennar var eitt
blómahaf og konfektkassa fjekk
hún í tugatali. Þrír biðlar vorm
hryggbrotnir.
ísabella var ánægð yfir aðda-
endunum, því að þeir færðu henni
heim sanninn um ,að hún væri á
rjettri leið. En enn var hún langt
frá takmarkinu.
Ilún vildi giftast til fjár. Og þó
að hún væri svona eftirsótt, hafðf
hún ávalt gott orð á sjer. Að gefa
koss, leyfa blíðlegt faðmlag í dans-
inum, eða vera úti ein síns liðs,.
nei, við það var ekkert unnið
Því erfiðara sem \-ar að öðlast'
eitthvað, þess dýrmætara var það..
Hún var ákveðin í því, að enginm
af þessum ungu aðdáéndum skyldu
hljóta það hnoss að fá hennar.
Framhi.
nmuT onru^qumkxj^unjj.
Breskur blaðamaður átti tal við
kínverskan • embættismann um
stríðið mil-li Kínverja og Japana
og landvinninga þeirra í Kína.
Kvað blaðamaðui’inn, að erfitt
myndi fvrir Kínvérja að reka
Japana af höndum sjer, einkum J
Mansjúrín, þar sem þeir hefðu
tekið sjer fasta bólfestu.
„Mansjúría er og verður kín-
versk“, sagði Kínverjinn ákveðinn.
„E11 Japanar liafa sest þar að“.
„Þeir koma þangað, en verða
þar ekki lengi“.
„Hvað eigið þjer við með
„lengi“?“, spurði blaðamaðurinn.
„í hæsta lagi 150—200 ár“,
svaraði kínverski embættismaður-
inn hinn rólegasti. ■
★
Elsti maður í heimi andaðist
fyrir skömmu í Rúmeníu. Ilann
varð 122 ára gamall og liafði
aldrei verið *veikur á ævinni, fyr
en hann fjekk lungnabólgu, er
dró hann tilydauða.
Hann tók þátt í þremur stríð-
um móti Tyrlrjum, og vann alla
sína ævi, uns liann var orðinn 117
ára gamall. Hann lætur eftir sig
131 barn og barnabarn, þar á
meðal áttræðan son.
★
Eiginmaðurinn í síma: Má jeg
tala við konuna mína?
Rödd í símanum: Hvaða númer
ætluðuð þjer að fá?
— Númer ? Haldið þjer að jeg
hafi kvennabúr?
★
— Jæja, Ilans litli, sagði kenn-
arinn. Hjer sitja tveir fuglar. Ann-
að er hrafn, hitt kráka. Geturðu
sagt mjer hvor er krákan?
— Það hlýtur að vera sá, sem
situr hjá hrafninum!
★
— Hvað er pabbi þinn?
— Veikur!
— Hvað gerir hann?
— Hóstar!
★
Læknirinn: Þjer hafið óstyrkar
taugar. Sofið þjer vel á næturnar?
Sjúklingurinn: Nei, mjög sjald-
an. —
Læknirinn: Vitið þjer, hvers
vegna ?
Sjúklingurinn: Líklega af því
að jeg er næturvörður.
★
— Geturðu ráðið drauma?'
— Ó-já, það held jeg!
— Hvað þýðir það, þegar kvænt-
an mann dreymir,. að hann sjœ.-,
piparsveinn?
— Að hann verði fyrir von-
brigðum, þegar hann vaknar!
★
— í fyrra kom nokkuð fyrir-
mig, sem jeg vildi ekki óska mín-
um versta óvini.
— Á, livað var það? Slasaðir
þú þig?
— Nei, jeg vann liæsta vinning
í happdrættinu.
★
— Altaf er verið að tala um
sóttkveikjur! En jeg liefi nú ver-
ið götuhreinsari í 20 ár og aldrei
s.jeð eina einustu sóttkveikju!
★
Farðu vel með tímann, þá ferr
hann vel með þig. Dickens.