Morgunblaðið - 20.02.1941, Síða 3
r
Fimtudagur 20. febr. 1941.
MORGUNBLAÐIÐ
Erlendar viðikiftaleiðir okkar:
120 milj. króna úíflutningur
til fjögurra þjóða
en ein þeirra tók
þó bróðurpartinn
SKÝRSLUR HAGSTOFUNNAR, sem nýlega
hafa verið birtar, sýna hvert viðskiftaleiðir
okkar til annara þjóða liggja. Meginhlutinn
af útflutningsvörum okkar fór til aðeins fjögurra þjóða,
en þó langsamlega mest til Englands. Þessar 4 þjóðir eru:
England fyrir kr. 91.333.000
Bandaríkin — — 18.153.000
Spánn — — 6.011.000
Portúgal — — 4.748.000
Samtals kr. 120.245.000
Þá verða eftir af heildarútflutningnum tæpar 12,7 miljónir
króna.
Nýa vurwmnK
revyan
MIN NÝJA REVÝA Reykjavíkur Annáls, sem
allir bæjarbúar hafa beðið eftir með mik-
illi eftirvæntingu, verður sýnd í fyrsta sinn
næstkomandi mánudagskvöld.
— Hvað heitir nýja revyan?, spurði Morgunblaðið tvo af
höfundunum, er þeir komu inn á skrifstofu blaðsins í gær.
Nafnið, sem hingað til hefir verið haldið leyndu, er: Hver
maður *inn skamt.
En þar af fór 10,4 miljón
króna verðmæti til fjögurra
þjóða, Norðurlandanna þriggja,
og Ítalíu, sem við gátum rekið
viðskifti við aðeins fyrstu 3—5
mánuði ársins, en sem nú eru
lokuð fyrir okkur. Útflutningur
þessi nam:
til Íftalíu fyrir kr. 4.549
— Danmerkur — — 3.376
—* Noregs — — 1-0488
— Svíþjóðar — — 0.989
Þegar fjögur aðal-markaðs-
lönd okkar eru talin og þessi
fjögur gömlu markaðslönd
okkar, sem nú eru lokuð, þá
heildarupphæð
2,2 miljónir
verða eftir af
útflutningsins
króna, sem skiftast að mestu
leyti á milli Brazilíu (kr.
1.296.000), Cuba (657 þús.)
og Kanada (115 þús.).
Viðskiftaleiðir okkar liggja
einnig aðallega til Bretlands og
Bandaríkjanna, þegar um inn-
flutninginn er að ræða,, því að
af 74 miljón króna heildarinri-
flutningi árið sem leið, fjellu á
Bretland kr. 32.206.000
Bandaríkin — 19.535.000
Tvð tunMufl
ðtaf Kolbeinsvlk
TA ítirlitsskip, sem vinnur að
slæðingu tundurdufla sá
í dag 2 dufl á reki, annað út af
Kolbeinsvik, en hitt við Gríms-
ey.
Vegna veðurs vár ekki hægt
að sinna duflunum.
Frjettaritari.
eða samtals kr. 51.741.000
Frá Norðurlöndunum þrem
og Ítalíu, sem voru okkur opin
aðeins fyrri hluta ársins, keypt-
um við fyrir rúmlega 10 milj-
ónir króna (Italíu 3,5 milj.,
Danmörgu 3,2 milj., Noregi 2,5
milj. og Svíþjóð 1,2 milj.) og
frá öðrum löndum, sem nú eru
einnig lokuð, Hollandi, Belgíu,
Frakklandi og Þýskalandi (420
þús.!) fyrir kr. 1,3 milj., svo að
frá öðrum Iöndum, sem enn eru
opin, höfum við fengið vörur
fyrir tæpar 11 milj. króna.
Þessi lönd eru:
Curacao
Kanada
Spánn
Portúgal
Brazilía
Spitzbergen
Ekki sundur-
greint
FEAMH.
fyrir kr. 2,9 milj.
_ — 2,5 —
— - L2 —
— — 0,7 —
— — 0,3 —
— —0,3 —
_ _ 2,5 --
Á SJÖTTU SfÐU.
Frð Búnaðarþingi
A fundi Búnaðarþings í gær
hélt Árni G. Eylands stutt
erindi um útlit og horfur um
kaup á tilbúrium áburði á körii-
ándi vori. Virtist útlitið um
þáð.vera alt annað en glæsilegt.
Afgreidd var frá Búnaðar-
þingi tillaga um að mæla með
því að Alþingi veiti fje tií
landvarna í Meðallandi. Liggja
stór svæði þar mjög undir
skemdum vegna ágangs sands-
ins.
Fundur er í Búnaðarþingi í
dag kl. 13,30 og mun verða rætt
um breytingar á jarðræktarlög-
unum og má búast við allmikl-
um umræðum um það mikils-
verða mál.
Fárviðrið
í Portugat
Tjón af völdum hins gífur-
lega fárviðris í Portúgal
um síðustu helgi er metið á 1
miljarð eskutos.
12 menn fórust og þúsundir
manna særðust.
Vindhraðinn var 170—200
km. á sekúndu.
Stjórnarfrumvörp.
Barnsmeðlög ákveðin
til eins árs I senn
Atta stjórnarfnimvörpum var
útbýtt á Alþingi í gær. Sjö
eru staðfesting á bráðabirgðalög-
um, sem stjórnin hefir gefið út
milli þinga.
Eitt frumvarpið er nýmæli og
er það flutt af fjelagsmálaráð-
herra. Er það breyting á 1. nr. 39,
19.35, um afstöðu foreldra til ó-
skilgetinna barna.
Segir svo í 1. gr.:
„Annar málsliður 1. mgr. 1. gr.
laganna orðist svo:
En upphæð meðalmeðgjafa með
óski'lgetnum börnum ákveðnr fje-
lagsmáíafáðuiieytið, að fengnum
tillögum sýsluriéfnda og bæjar-
stjórna, fyrir hvert sveitarfjelag,
nm eitt ár í senn og skal miða með
almeðgjöf við aldur barna binn
sama á öllú lándinu. Meðlagsárið
er frá 1. ágúst ár hvert til 31.
júlí næsta ár á eftir“.
f greinargerðinni segir m. a.:
„Sökum hinnar vaxandi dýrtíð-
ar og hinna öru breytinga á fram-
færslukostnaði allra landsmanna,
hefir nú verið npp tekin sú regla,
að láta alt kaupgjald og launa-
greiðslur fara eftir dýrtíðarvísi-
tölu. Er því éðlilegt, að einnig
meðlögum með óskilgetnum börn-
um sje hægt að breyta til sam-
ræmis við það, sem telja verður
hæfilegan framfærslukostnað barns
á hverjum tíma, þar sem meðlagið
verður að skoðast aðalframfærslu-
eyrir barnsins, og fyri'r það er
frumvarp það fram borið, sem hjer
liggur fvrir“.
Nii eru meðlög ákveðin fyrir-
fram til þríggja ára, en í frv. er
lagt til, að þau verði ákveðin til
eins árs í senn.
Næturvörður er í Reykjavíkur
Apóteki og Lyfjabúðinni Iðnnn.
— Er það nokkuð leyndarmál
hverjir eru höfundamir?
— Höfundarnir eru hinir
sömu og sömdu ,,Fornar dygð
ir“, sem Reykvíkingar kannast
við. Ekki meira um þá. En revy-
an er að þessu sinni í fjórum
dráttum og tveim glaðningum.
— Einmitt það — en persón-
urnar?
— Aðalpersónurnar eru:
Miljóníus Morgan og kona
hans (sem er húsbóndi á sínu
heimili), Jasína dóttir þeirra,
Spectator Blaðran, tilvonandi
tengdasonur þeirra; Sólon ts-
landus og Sólon Sokrates; fræg
ir Petsamófarar, í fyrsta drætti,
og gegna öðrum embættum, er
á líður; Nitouche, upprennandi
revy-stjarna og Sjækfnundur,
elskhugi hennar; Masína, vinnu
kona í vandræðum. Auk þess
ýmsar aðrar persónur, svo sem
kvenpólití, skíðameyjar og far-
fuglar — að ógleymdum Lár-
usi Ingólfssyni, sem kemur fram
í óteljandi gerf.um.
— Hvar gerast öll þessi ó-
sköp?
— Að þessu sinni gerist öll
revyan hjer á landi Vegna
stríðshættu þorðum við ékki að
láta einn þáttinn gerast 1 útt-
löndum ,eins og vanalega.
Fyrsti drátturinn gerist í
hljómskálagarðinum, annar í
sertugsafmæli hins fiskríka
Miljóníusar, þriðji á kapp-
móti við Skíðaskálann —
þar sem annar Sóloninn setur
heimsmet í langstökki. Loks
gerist 4. dráttur við laxveiðar.
— Leikendurnir?
— Flestir hinir sömu, er áður
hafa leikið í revýum annálsins,
svo sem Friðfinnur,' Emilía Borg,
Alfreð, Haraldur, Tryggvi og Lár-
us Ingólfsson. Af nýjum leikend-
um má nefna; Drífu Viðar, Helgu
Gunnars, Svövu Einarsdóttur,
Guðuýju Ástu Ottesen, Hjördísi
Einarsdóttur, Gógó Helgadóttur,
Svövu Jónsdóttur, Kristínu Guð-
mundsdóttur, Sigfús Halldórsson
og Ólaf Beinteinsson.
FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU
100% aukoing
sutlaveltunnar
árið 1940 !
Hjer fara á eftir nokkrar !
tölur, sem sýna þróun
viðskiftalífsins hjer á landi
síðastliðið ár;
Seðlaveltan var í ársbyrjun
12.7 milj., i árslok 25.2 milj.
(tæp 100% aúkning).
Innlög í bönkunum námu í
ársbyrjun kr. 78.9 mi'lj., í árs-
lok 130.4 mil.i. (ca. 65% aukn-
iug).
Útlán bankanna nátnu í árs-
byrjun kr. 104.7 milj., í árs-
lok 97.2 milj. (~ 7%).
Afstaða bankanna gagnvart
útlöndum nam í ársbyrjun
kr. — 12.7 milj., en í árslok
+ 59.6 milj. (batnaði þannig i
á árinu um 72.3 milj.).
Hæstirjettur.
Guymslugjaldið
1200 krónur
Hæstirjettur kvað í gær upp
dóm í máli Síldar-
bræðslunnar á Norðfirði gegn
Versl. Sigfúsar Sveinssonar og
gagnsök.
Tildrög málsins eru þau, að
Síldarbræðslan hafði komið
síldarmjöli í geymslu hjá Versl.
Sigf. Sveinssonar. Krafðist hún
svo rúml. 4000 kr. geymslu-
gjalds, sem Síldarbræðslan neit-
aði að greiða. í undirrjetti var
hún dæmd til að greiða kr.
2736.96, én Bíldarbræðslan >á-
frýjaði. Hæstirjettur ákvað
gjaldið 1200 kr. 1 forsendum
dómsins segir m. a.:
„Gagnáfrýjanúi geynuU í búsnni
sínum fyrir aðaláfrýjanda 1686 poka
sfldarmjöls frá 24. júlí 1939 til 14.
nóv. s. á. og 89 poka fiskimjöls frá 20.
sept. 1939 til 15. nóv. s. á. Eftir að
dómur gekk í hjeraði, hefir hjeraðs-
dómarinn atS beiðni aðaláfírýjajnda
dómkvatt tvo menn til þess að meta
gjald fyrir geýmslu þessa. Telja mats-
menn hæfilegt geymslugjald kr. 876,12,
og tjáir aðaláfrýjandi sig nú fúsari til
að greiða þá fjárhæð. Gagnáfrýjandi
krefst þess hinsvegar, eins og í bjer-
aði, að gjaldið verði ákveðið kr. 1,50
fyrir smálest um hverja viku géymslu-
tímans. ,-. Á
f málinu er ekki upplýst, að var-
an hafi verði afhent gagnáfrýjanda
til geymslu með nokkra ákveðna skips-
ferð fyrir augum, og jafnvel óvíst, að
geymslu hafi veri heðist í því skyni, að
varan yrði flntt á skipum þeim, er
gagnáfrýjaudi annaðist afgreiðslu fyr-
ir. En þótt til þess hefði verið ætlast,
að varan yrði síðar flutt til útlanda
á þeim skipum, þá reyndist geymslu-
tíminn svo langur og óákveðinnn, að
verð það, er skipaafgreiðslur taka fyr-
ir geymslu á vörum, hefði verði ó-
sanngjamt eins og hjer stóð á. Bet
því að ákveða geymslugjaldið eftir því,
sem sanngjamt þykir, sbr. 5. gr. laga
nr. 39 frá 1922. Yerður þá aðallega
FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU