Morgunblaðið - 20.02.1941, Blaðsíða 4
4
AÐALFUNDUR
RAFVIRKJAFJELAGS REYKJAVÍKUR
Verður haldinn í Baðstofu iðnaðarmanna föstudaginn 21.
þ. m. kl. 8.30.
STJÓRNIN.
Duglegur
unglÍKigtir
éikast lil að bera Morgunblað-
ið fil kaupenda í Langholbð.
Tilkynning frð setuliðinu.
Skotið verður úr fallbyssum fimtudaginn 20. febrúar
kl. 11 f. h. í áttina frá Álafossi til Kollafjarðar í autt
svæði fyrir sunnan Kollafjörð.
Vegurinn frá Álafossi að aðalveginum verður lok-
aður.
Flutningur til íslands
Reglulegar hálfsmánaðar ferðir frá vesturströnd Bret-
lands til Reykjavíkur. 3—4 skip í förum. Sjerstaklega
hagkvæm flutningsgjöld ef um stærri v'MW'-vndinimr ei
að ræða.
Tilkynningar um vörur sendist
Culliford & Clark Lid.
Bradleys Chambers,
London Street, Fleetwood,
eða
Geir H. Zoega
Símar 1964 og 4017,
er gefur frekari upplýsingar.
b\ TTVFR?
MOHGUNBLAÐIÐ
Fimtudagur 20. febr. 1941.
4 atriði sem stuðluðu
að sigrunum í Atríku
Samtal við Waveli
Miðfarðarliafs>
hernaðurinn:
Fyrsta þýska
skipinu sökt
f Miðjarðarhafi
61 loftárás á Malta
Londno í gær.
Breska flotamálaráðuneytið til
kynti í gær, að flugvjelar
flotans hefðu sökt 4 þús. smálesta
þýsku birgðaskipi, um miðbik Mið-
jarðarhafsins, og er álitið að þetta
sje fyrsta þýska skipið, sem Bret-
ar sökkva á þessum slóðum.
ítalir notuðu þetta skip senv
birgðaskip.
Flugvjelarnar hæfðu einnig 6
þús. smálesta ítalskt birgðaskip
og þegar þær skildu við það mar-
aði stefni þess í kafi og reykstrók-
ur stóð upp af því. Einnig var 4
þús. smálesta ítalskt kaupskip og
ítalskt hjálparbeitiskip laskað.
Flugvjelarnar komu allar aftur
heifu og höldnu.
í tilkynningu breska flotamálaráðu-
neytisins segir, að 2 milj. smálestum
af kaupskipastól Þjóðverja og ítala
hafi veriS sökt frá því að stríðið hófst.
Frá því að flotamálaráðuneytið gaf
síðast skýrslu um skipatjón Þjóðverja
og ítala 7. jan. síðastliðinn, hefir tal-
an hækkað um rúmlega 257 þús. smá-
lestir (á hálfum öðrum mánuði), þar
af voru þýsk skip 23 þús. smál., ítölsk
skip 170 þús. smálestir (sökt aSallega
í höfnum í Norður-Afríku) en hitt
skip annara þjóða, sem verið hafa í
siglingum fyrir annaðhvort Þjóðverja
eða Itali.
Deutsches Nachrichtenburo
skýrði frá því í gær, að
öflugar þýskar sprengjuflug-
vjelasveitir hefðu tekið sig upp
frá Sikiley til þess að gera loft-
árás á Malta.
Síðustu vikurnar hefir verið
gefið 61 loftárásamerki á
Malta.
í fregn frá London er skýrt
frá því, að óvinaflugvjelar hafi
verið yfir Suez-skurðinum í
gærmorgun, en ekkert tjón hafi
hlotist.
,W'
Alþintíi
Innilokun pundanna
1A rumvarp stjórnarinnar nm
*- gjaldeyrisverslun, þ. e. nm
pnndaskamtinn, var til 1. umræðu
í neðri deild í gær.
V i ðskiftamálará ðh erra fyl gd i
frnmvarpínu úr hláði nieð nolckr-
um skýringum á efni þess* og til-
drögum.
Engar umræður urðu um frum-
varpið og var því síðan vísað til
2. umræðu með samhljóða atkvæð-
um og til fjárhagsnefndar.
’ELLINGTON breska heimsveldisins“ er
Sir Archibald Wavell, „hinn mikli sig-
urvegari í Afríícu“, kallaður í gríska
blaðinu „Vradyni“, en frjettaritari blaðsins hefir átt tal
við Wavell um herförina í Afríku.
„Það er fernt, sem stutt hefir hina sigursælu herför“, sagði
Wavell við blaðamanninn:
1) Fullkomin samvinna milii
landhers, sjóhers og flughers.
2) Hinn mikli dugnaður her-
foringjanna, sem jeg hafði und-
ir minni stjórn, Wilsons, O’Con-
nors og liðsforingjanna sero
stjórnuðu indversku hersveitun-
um, er rjeðust fyrst inn í Sidi
Barrani.
3) FramlínuhermeiyiirnirjSem
börðust af hreysti og þolgæði
við fáheyrðar þrautir. Hin-
ar djarflegu atlögur þeirra og
hraði þeirra hafði í för með
sjer að ítalir gátu aldrei safn-
að kröftum að nýju eftir hið
hræðilega áfall þeirra í Sidi
Barrani.
4) Flutningastarfsliðið, sem
rækti starf sitt af frábærri ná-
kvæmni, en án þess hefði ekki
verið hægt að koma vistum til
hermannanna þúsund kílómetra
frá upphafs bækistöðvum
þeirra. I flutninga starfsliðinu
gátu Kyprusmenn sjer ágætan
orðstý, með því að hafa aðdá-
unarverða samvinnu".
SIGRAR GRIKKJA.
Wavell sýndi mjer (þannig
heldur frjettaritarinn áfram),
skeyti frá yfirhershöfðingja
okkar, Papagos og hjelt áfram:
Við erum fúsir að viðurkenna
að hinir hraustu grísku banda-
menn okkar voru á undan okk-
ur með hina dásamlegu sigra
sína í Albaníu og greiddu með
þeim Itölum hræðileg högg.
Sigrar þeirra eru ekki aðeins
mikilvægir þar á staðnum.
Þeir höfðu áhrif á allan gang
stríðsins“.
Með þessum orðum lauk
samtalinu við Bonaparte blökku
manna álfunnar, sem gjörsigr-
aði italska herinn, 250 þús.
menn, á 50 dögum“.
Hver er mtm-
ttrínn á fangelsí
og varðhaldí?
Menn veittu því athygli, að í
dónmum í dreifihrjefsmál-
inu voru 4 dæmdir í fangelsi og
tveir (ritstjórar Þjóðviljans) í
varðhald. Hver er munurinn á
þessu?, spyrja menn.
í fangelsi má dæma æfilangt
eða tiltekinn tíma, ekki skemur
en 30 daga og ekki lengur en 16
ár.
Fangar, sem dæmdir eni til
skammrar fangelsisvistar, skulu
að jafnaði taka út refsinguna í
einrúmi, en aðrir í fjelagi. Vinnu-
skylda fylgir fangelsisvist og
skulu fangar þar fylgja þeim
reglum, sem settar eru um vinnu
fanga. Um fæði og annan aðbún-
að skal farið eftir settum reglum.
í varðhald má dæma tiltekinn
tíma, ekki skemur en 5 daga og
elcki lengur en 2 ár.
Varðhaldsvist skal að jafnaði
taka út í einrúmi, nema annað
sje nauðsynlegt vegna aldurs eða
heilsu fangans. Ekki má hafa varð-
haldsfanga með föngum, er dæmd-
ir hafa verið til fangelsisvistar.
Várðhaldsfangar þurfa ekki að
láta sjer nægja venjulegt fangar
viðurværi. Þeim er heimilt að út-
vega sjer sjálfir og taka við fæði,
húsmunum, bókum og öðrum per-
.sónulegum nauðsynjum, að svo
■miklu leyti sem það fer ekki í
hág við öryggi og góða reglu í
varðhaldinu.
Varðhaldsfangi iná sjálfur út-
vega sjer vinnu, sem samrýmist
öryggi og góðri reglu. Arðinn af
vinnunni -á fanginn sjálfur.
4 gjaldþrot
(14 árið 1939)
Fjögur gjaldþrot urðu hjer á
landi síðastliðið ár (skv.
skýrslu Ifagstofunnar), en árið áð-
ur 14, árið 1938 18, árið 1937 12
og árið 1936 23. Meðaltal g.jaid-
þrota á landinu síðustu áratugina
hefir verið;
Skip slííur frá bryggju
í hvassviðri
1908—11
1912—20
1921—25
1926—30
1931—35
1936—40
28.5
5.9
20.6
20.0
30.8
14.2
Ihvassviðrinu í fyrrakvöld
sleit tvö skip frá Björns-
bryggju og fóru skipin með
flötu og barðist annað þeirra
við uppfyllinguna. Voru þetta
vjelskipið Grótta og línuveiðar-
inn Pjetursey.
Hafnsögumenn fengu vit-
neskju um, hvernig komið var
og fengu þeir dráttarbát til
þess að koma skipunum til að-
stoðar. Tókst þeim að draga
skipin frá uppfyllingunni og
binda þau við festar á ný.
Ekki er vitað að nokkrar telj-
andi skemdir hafi orðið á skip-
unum.
EF LOFTUR GETUR 1>AH EKTCT