Morgunblaðið - 27.02.1941, Page 5
Fimtudagur 27. febrúar 1941
ft
= ^lorguttblaíið --------------------------------
Útget.: H.f. Arvakur, Raykjavfk.
Bitstjörar: J6n KJartansson o* Valtjr Stefánsson (ábyrKtJarmatJur).
Auglýsingar: Á rnl 6la.
Ritstjórn, auglýslngar og afgrelbela: Aueturstrœtt 8. — Slml 1C00.
Áskriftargjald: kr. 8,60 tnnanlanda, kr. 4,00 utanlands.
í lausasölu: 20 aura slntaklO — 26 aura meO Leebók.
lltttluriiin hans $>kúl»
SKÚLI Guðmundsson hefir
verið að leita að hattinum
sínum — seinast í Tímanum á
laugardaginn var. Hann hefir
í skrifum sínum undanfarið
sífelt verið ap vitna í útvarps-
erindi Ólafs Thors, um atvinnu
rnálin 1940, og staðfest það
álit Ólafs, að auk togaranna,
hafi hin bætta fárhagsafkoma
ársins verið að þakka síldar-
verksmiðjunum, frystihúsunum
og því, að við áttum skipakost,
til þess að koma afurðunum
frá okkur.
Hinsvegar hefir Skúli jafn-
framt haldið því fram, að alt
væri þetta Pramsókn að þakka.
Fellur þetta vel inn í málflutn-
ing Tímans, því aldrei er þar
svo minst á þjóðnytjamál, að
Framsókn eigi ekki allan heið-
: urinn.
„Er það minn eða þinn sjó-
hattur“, heitir grein Skúla á
laugardag. Þar er enn Fram-
sókn eignað þetta alt — og
Skúli tekur sig eiga sjóhatt-
:inn. Er nú best að skoða hatt-
:inn hans Skúla.
*
Hjer í blaðinu hefir verið
sýnt fram á, að hugmyndin um
verkun og útflutning hraðfrysts
fisks hafi — að því er lög-
gjöfina snertir — fyrst komið
fram í frumvarpi Sjálfstæðis-
manna um fiskiráð; þáverandi
stjórnarlið hafi hinsvegar tek-
ið upp hugmyndina, með þeirri
einu frávikningu, að fela ger-
samlega þekkingarsnauðum
mönnum á þessu sviði fram-
lcvæmdir málsins, sbr. frum-
varp þeirra um fiskimálanefnd.
Verður að líta svo á, að
Skúli hafi gefið upp alla vöm
1 þessu máli, þar sem hann
hefir nú ekki annað fram að
færa en það, að Sjálfstæðis-
menn hafi barist gegn frum-
varpinu um fiskimálanefnd. —
Um leið verður hann að við-
urkenna, að hugmyndin sje
runnin frá Sjálfstæðismönnum,
en baráttan aðeins staðið um
það, hvort þekking eða van-
þekking ætti að vera við stýrið.
★
Um síldarverksmiðjurnar
: segir Skúli:
„Fyrsta síldarverksmiðja rík-
ísins tók til starfa 1930. Þá var
Tryggvi Þórhallsson atvinnu-
málaráðhferra. Á næstu 8 árum
voru verksmiðjurnar stækkað-
ar mjög oft og afköst þeirra
margfölduð. Á þeim árum voru
atvinnumálaráðherrar frá Fram
sóknarflokknum og Alþýðu-
flokknum, en aldrei frá Sjálf-
stæðisflokknum“.
Sannleikurinn er hinsvegar
þessi: Það voru Sjálfstæðis-
menn, sem fyrstir byrjuðu
starf rækslu sí ld arverksmið j u
, árið 1926. Það voru Sjálfstæð-
ismenn og Framsóknar-
menn. sem áttu * frumkvæðið
. aö byggingu fyrstu ríkisverk-
smiðjunnar. Á árunum 1932—
’34 var Magnús Guðmunds-
son atvilnnumálaráðherra;
þessu þýðir Skúla ekki að neita.
En einmitt á þessum árum var
verksmiðjunum fjölgað úr 5
upp í 12 og afköstin aukin úr
7 þúsund málum á sólarhring
upp í 17 þúsund mál. Var þó
afurðaverðið mjög lágt á þess-
um árum. En frá þeim tíma
hefir ríkisstjórnin enga verk-
smiðju látið byggja, fyr en, er
Ólafur Thors var atvinnumála-
ráðherra, að hann flutti frum-
varp um verksmiðjuna á Rauf-
itírhöfn, sem hefir fimm þúsund
mála afköst. Hinsvegar bygðu
Alliance og Kveldúlfur verk-
smiðjur, sem gátu unnið 12
þúsund mál á sólarhring.
★
Deilan um kæliskipið er
hlægileg. Það er óhrekjanleg
staðreynd, sem þingtíðindin
bera glegst vitni um, að það
var Magnús Guðmundsson, er
bar fram frumvarpið um bygg-
ingu kæliskipsins Brúarfoss. —
Hann samdi við Eimskip um
þetta mál og bar það fram til
sigurs á Alþingi. Hitt kæliskip;-
ið, ,,Arctic“ keypti fiskimála-
nefnd, eftir að Ólafur Thors
var atvinnumálaráðherra.
★
Svona er nú sannleikurinn í
þessum málum.
En hvar er þá hatturinn hans
Skúla? Hugmyndinni um frysti-
húsin og hraðfrysta fiskinn var
hnuplað frá Sjálfstæðismönn-
um. Síldarverksmiðjumar hafa
að langmestu leyti risið upp,
meðan ráðherrar Sjálfstseðis-
flokksins fóru með atvinnumál-
in. Það var íráðherra Sjálf-
stæðisflokksins, sem tókst svo
giftusamlega með kæliskipið
Brúarfoss.
En hatturinn hans Skúla?
Það skyldi þá aldrei koma
upp úr kafinu, að Skúli hafi
hjer engan hattinn — fremur
en á kollinum!
Tundurdutl reki
ð StrOndum
Frjettaritari Morgunblaðsins á
Djúpavík símar, að í fyrra-
dag hafi rekið tundurdufl á
Reykjanesi á Ströndum, skamt ut-
an við Gjögur.
Duflið, sem rak í Ávík á dögun-
um hefir nú verið gert óvirkt og
fólkið, sein flýði bseina, var ftutt
í þá aftur.
Tvö tundurdufl eru nýrekin á
liornströndum, annað í Fljótavík
og hitt í Tllöðuvík.
Yeður hefir verið liið versta á
Ströndum tmdanfarna viku, norð-
austan rok, liörkufrost og iðulaús
liríð. Ilefir niiklum snjó kyngt
niður.
Sexlu^nr ð
Sveinn Björnsson
Sveinn Bjömsson sendi-
herra á sextugsafmæli
í dag:. Hann hefir dvalið hjer
í Heykjavík síðan í vor, að
ríkisstjórnin kallaði hann
heim. Kom hann hingað með
syni sínum Hendrik um New
York, en kona hans kom með
Petsamoferð Esju, og hafa
hau hjón nú heimili sitt á
Sóleyjargötu 13 hjer í bæn-
um.
Síðan Sveinn sendiherra kom
heim í vor hefir hann unnið að
undirbúningi löggjafar um utan-
ríkisþjónustu íslands, en auk þess
haft með höndum fyrirgreiðslu
nokkurrá vandamála, sem mjög
eru háð ófríðarþjóðum.
★
Æfi Sveins Björnssonar hefir á
einkennilegan hátt verið skift milli
Reykjavíkur og Kanpmannahafn-
ar. Hann er fæddur í Kaupmanna-
höfn. Hann les lög og lýkur námi
í Kaupmannahöfn. Og þegar þjóð-
in felur honum það starf, sem
lyftir honurn og nafni hans út úr
flokkadeilum og dægurríg þó fær
hann aðsetur í Kaupmannahöfn,
sem fyrsti sendiherra íslands er-
lendis, fyrsti og um langt skeið
einasti slíkur erindreki þjóðarinn-
ar iit á við.
Þeir, sem ókunnugir eru starfs-
ferli föður hans, Björns Jónsson-
ar ritstjóra, kunna að furða sig á
því, að Björn skuli hafa átt heim-
ili í Höfn fýrir 60 árum síðan,
því ísafold sína stofnaði hann
1874, og hafði stofnað prentsmiðju,
þegar hjer var ltomið sögu. Hann
var svo áberandi maður í íslensku
þjóðlífi síðustu áratugi æfinnar,
að sá kaflinn skyggi'r á þann
fyrri. Björn sat árum saman í
Höfn eftir að hann hafði komið
sjer hjer fyrir með blað og prent-
smiðju. Svo virðist senx hann hafi
talið að hann væri of ungur til
þess að setjast ,,í helgan stein“
hjer heirn. Hann þyrfti nokkrum
áruni betur að drekka í sig erlend
áhrif, áður en hann varpaði sjer
úl í blaðamensku og umhótahar-
áttu hjer heima. Hann var vel
undirbúinn. Þar kom fram gætni
hans og vandvirkni.
★
Jafnaldrar og námsf jelagar
Sveins Björnssonar spáðu honum
mikilli framtíð senx stjórnmála-
manni með þjóðinni Hann hafði
til þess öll skilyrði. Heimili for-
eldra haxxs var miðstöð íslenskrá
framfara- og menningarmála.
Haxm sjálíxxr áhugasaixxur, gætinn,
athafnasamur.
Það var bróðir hans, Olafur
heitinn, sem tók xxpp blaðamensk-
una. Sveinn fór aðra leið, er hann
hafði lokið lögfræðiprófi. Hann
valdi s.jer það hhxtverk að „vinna
á akrinum", eins og Danir kom-
ast að orði, að sjá unx, að ýmsar
þær nýjungar og framfaramál, seni
talað var nm í franifarablöðunx
lamfsins, kæmust í framkvænxd.
Haim varð ekki svo nxjög orðsins
maður, heldur frekar athafnamað-
ur.
En störf hans og athafnir, aðrar
en dagleg málaflutningsstörf,
sendiherra
Sveinn Björnsson.
beindust yfiileitt öll í sjálfstæðis-
átt, að gera atvinixulíf þjóðarinn-
ar sem óháðast erlendum áhrifum
og fyrirtækjum. Þeir, senx töluðu
meira uixi sjálfstæðismál þjóðai’-
innar í þá daga, vöktu á sjer
meiri eftirtekt í upphafi. En fljót-
lega varð ]>að öllxxnx lýðunxi ljóst,
að hjer var maður á ferð, sem
leyst hafði sjálfstæðismál þjóðar-
innar óveujulega vel í sína frum-
parta, sjeð, að pappírssjálfstæði er
fánýtt plagg, ef ekki fylgir sjálf-
stæði atvinnulífsins .•
★ ’
Jeg hefi eltki tölu á þeirn fjelög-
xxm og sanxtökum sem Sveimx efndi
til, studdi og starfaði að á árxxix-
um fyrir og xun 1918. En hann
var, senx kunnugt er, eiixn af aðal-
forgöngumönmim Eimskipafjelags-
ins, Sjóvátryggingarfjelagsins.,
Brunabótafjelagsins, en öll þessi
f jelög miða að því hvert á
Sínxx sviði, að gera íslenskt
athafnalíf öðrum óháðara en
það áður var — og kveðu'r þó
rnest að Eimskipafjelaginu. Hanu
mun og t. d. hafa kornið við sögxx
er h.f. Hamar var stofnaðixr. Þar
var lagður grundvöllur að mikilli
iðju í landimi, senx stuðlár að því
að gera okkur sjálfbjarga á sviði
skipasmíða, og er drjúgur spotti'
að vísu ófarinn enn af þeirri leið.
Hjer mætti til tína mörg fleiri
þjóðþrifafyi’ii'tæki, sem Sveinn
Björnsson Iielgaði krafta sína,
studdi eða konx af stað. En jeg
læt rnjer nægja að benda á meg-
instefnu haxxs.
Framfarastarfsemi á þessu sviði
var honuni að skapi. Hann hafði
áhugann alt frá æskuárum, og þá
samningalipurð og mýkt hugans,
sem laðar menix til að verða sam-
taka.
Þó Sveinn væri á þessum ár-
um, meðan hann var hjer í bæj--
arstjórn og á þingi, ákveðina
flokksmaður, þá mun altaf þaíl
viðhorf hafa verið ofarlega kjá
honum, að hugsa unx land og þjóð
sem eitt heimili, þar sem menn
þyrftxi að temja sjer, meira en gert
hafði verið, að líta á sameiginlega
hagsmuni ofar flokka- og stjetta-
liagsmunum. Sveinn hefir þann
eiginleika, sem er nokkuð sjald-
gæfur, að líta að nokkru leyti
sem hlutláus áhorfandi á öll mál,
jafnvel þótt hann sje þar þátttak-
aixdi sjálfxxr. Þetta er mikils virði,
fyrir þá, sem leggja vilja alúð við
eindrægni og sanngirni í hverjn
máli. En jafnframt var hann kunn-
xir að því, að hafa uæma tilfinn-
ing fyrir sjálfsvirðing og sjálf-
stæðisþrá þjóðarinnar.
★
Þessir eiginleikar Sveins, sem
jeg hjer lxefi lýst, og sú viðkynn-
ing senx þjóðin hafði fengið af
þeinx mun hafa orðið til þess,
framar öðru, að hann var valinn
senx fyrsti sendiherra íslands.
Yegsauki hans af því er ekki
bundinn við hið virðulega embætti
sjálft, heldur mikið frekar er
hann af því sprottinn hvaða mann-
kostir haixs gei’ðxx hann að heita
mátti sjálfkjörinn til starfsins.
í þessari stuttu hlaðagrein verð-
ur ekki reynt að rekja starfsferil
Sveiixs Björnssonar í sendiherra-
emhættinu. En vel má á þa'5
minna, hve margskoixar vandi hef-
ir steðjað að hinum fyrsta íslenska
FRAMH. Á SJÖUNDU SÍÐU