Morgunblaðið - 25.03.1941, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 25.03.1941, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 25. mars 1941. MORGUNBLAÐIÐ 3 Þeir tóku allir morðárásinni með stillingu og kjarki Harmsaga togarans Reykja- borgar verður kunn Mennirnir sem björguðust á góðum batavegi ÞEGAR togarinn „Vörður“ kom hingað á dög- unum með sundurskotinn björgunarfleka „Reykjaborgarinnar“, gat enginn verið í vafa um, að þetta stærsta skip togaraflotans var ekki lengur ofan sjávar. En þar sem svo virtist, sem menn hefðu hafst við á björgunarflekanum, vöknuðu vonir manna um það, að fleiri eða færri af skipverjum hefðu komist lífs af. Síðar barst fregnin um það, að breskt herskip hefði bjargað í hafi tveim mönnum af áhöfn Reykjaborgarinn- ar. Var óhugsandi, að hinum hefði einnig verið bjargað? spurðu menn — og vonuðu, að enn gætu borist góð tíðindi. En nú er öll von úti. Nú er hinn blákaldi veruleiki kominn í ljós. f gær barst ríkisstjórninni eftirfarandi tilkynning frá sendifulltrúa íslands í London: RlKISSTJÓRNINNI barst í morgun símskeyti frá sendifulltrúa Islands í London, er segir frá því, að Sigursteinn Magnússon, ræðismaður íslands í Edinborg, hafi átt tal við þá tvo menn, sem vitað var, að hefðu bjargast af b.v. „Reykjaborginni". RÆÐISMAÐURINN segir, að þeir hafi skýrt svo frá, að kl. 9,25 síðdegis mánudaginn 10. mars, 140 mílur út frá Barra-höfða, í myrkri en lygn- um sjó, hafi „Reykjaborgin“ orðið fyrir ákafri skothríð frá kaf- bát, og hafi hún sokkið innan klukkustundar. - Stöðug skothríð hafi dunið á brúna og þilfarið og eyðilagt alla yfirbyggingu skipsins. Skip- brotsmennirnir telja, að aðrir skipsmenn hafi verið dánir af skotsárum, þegar skipið sökk. SIGURÐUR Hansson, Eyjólfur Jónsson og annar kyndari kom- ust undan, þegar skipið sökk, en annari kyndari dó af sár- um og þreytu innan 36 stunda. Hinum tveimur var bjarg- að á fimtudagskvíld 13. mars. Þeir segja, að allir á skipinu hafi tekið morðárásinni með stillingu og kjarki. LlÐAN skipbrotsmanna er sæmileg, og máttu þeir fara á fæt- ur í gær. Sigurður Hansson er særður í handlegg og lítið eitt á fæti, en Eyjólfur Jónsson í handlegg, og auk þess í bakið og á fæti. Eyjólfur Jónsson, háseti. Siff. Hansson, kyndari. Þessir menn fórust með Reykja- borginni: Ásmundur Sigurðsson skipstjóri, Víðimel 53, f. 21. júní 1901; kvæntur Karólínu Karlsdóttur, barnlaus. Ásmundur Sveinsson, I. stýri- maður, Sveinsstöðum, f. 24. febr. 1905; ókvæntur. Guðjón Jónsson, II. stýrimað- ur, Barónsstíg 33, f. 29. jan. 1894; kvæntur Hólmfríði Oddsdóttur, 1 fósturson. Óskar Þorsteinsson, I. vjelstjóri, Víðimel 53, f. 24. mars 1902; kvæntur Þorbjörgu Karlsdóttur, barnlaus. Gunnlaugur Ketilsson, II. vjel- stjóri, Shellveg 2, f. 3. maí 1912; kvæntur Elsu Breiðfjörð, 1 barn 4 ára. Daníel Kr. Oddsson, loftskeyta- maður, Hlíðarhús B, f. 21. júlí 1890; kvæntur Jóhönnu Friðriks- dóttur, 8 börn, 4 innan 16 ára. Jón Lárusson, matsveinn, Grandavegi 37, f. 25. sept. 1915; kvæntur Guðbjörgu Hjartardótt- ur, 1 barn á 1. ári. Hávarður Jónsson," háseti, Flóka götu 12, f. 19. apríl 1901; kvænt- ur Aldísi Magnúsdóttur, barnlaus. FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU Síra Jón Thorarensen: „Þessa menn máttum við slst missa" Því að vjer vitum, að þótt vor jarðneska tjaldbúð verði rifin niður, þá höfum vjer hús frá Guði, inni, sem eigi er með höndum gjört, eilíft á himnum. II. Kor. 5. annig mælti einn höfuðforvíg- ismaður kristindómsins forð- um. Hann var að innræta mönnum, sem ekki þektu eilíft líf, þá von og trú, sem er hyrningarsteinn kristindómsins, þann boðskap hugg unarinnar, að þótt vor jarðneska tjaldbúð — líkaminn sje eyðilagð- ur, þá eigi sála vor samt sem áður hús frá Guði, —• andlegan líkama, sem að eilífu lifir annars heims. I í Guðs orði stendur einnig: Föð- urland vort er á himnum. Þetta minnir oss á tvent, hvað fátt oss er útmælt af dögum, hvað ævi vor er skammær. Vjer erum eins og gestir og framandi á jörðunni, sem andgustur er líður hjá, en með því að vjer eigum föðurland á himnum, þá hefir Guð hagað því svo til, að vjer eigum ekki ein- ungis hús frá Guði, heldur og hús hjá Guði, þegar oss er burtu kipt af jörðunni. ★ Undanfarnar vikur hefir Reykja vík, sem annars er glaðvær borg og athafnasöm, hnípt í skugga mikilla harma. Engill sorgarinnar, hinnar sárustu, sem snortið getur mannlegt hjarta, hefir kvatt dyra í húsi eftir hús, og hann hefir sest þar að, til þess að vera lang- dvalargestur alla þá stund, sem minningar ástvinanna lifa um sjó- mennina, sem hrifsaðir hafa verið burt með skelfilegum atburðum. Allur hugur samborgaranna stefn- ir með innilegri og harmsárri sam- úð til þessara heimila, til ástvina og aðstandenda þeirra sjómanna, sem nú hafa fallið í valinn. Yið finnum það öll, að þó harmurinn sje sárastur þeim, sem næstir standa, þá eigum við öll hlutdeild í honum, við erum öll fátækari eftir. Sigð dauðans hefir að þessu sinni ekki aðeins kipt á brott elskuðum eiginmönnum, feðrum og sonum einstakra heimila, heldur FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU Ásmundur Sigurðsson, skipstjóri. Ásmundur Sveinsson, I. stýrimaður. Runólfur Sigurðsson, skrifstofustjóri. Óskar Þorsteinsson, I. vjelstjóri. Guðjón Jónsson, II. stýrimaður. Gunnl. Ketilsson, II. vjelstjóri. Daníel Kr. Oddsson, loftskeytamaður. Jón Lárusson, matsveinn. Hávarður Jónsson, háseti. Þorsteinn Karlsson, háseti. Árelíus Guðmundss.. háseti. Oskar Vigfússon, kvndari. Óskar Ingimundars., kvndari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.