Morgunblaðið - 25.03.1941, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 25.03.1941, Blaðsíða 4
4 M ORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 25. mars 1941 i BYGGINGARFJELAG VERKAMANNA. | Aðalfundur [ £= = 12 mííj. kr. gjaídeyrís varasjóðtir Súkkat er væntanlegt næstu daga. i^dert Kriwlján^nn & C». h.f. ■ B BEST AÐ AUGLYSA I MORGUNPLAÐINU m fjelagsins verðUr haldinn næstkomandi laugardag | | kl. 8y2 í Baðstofu iðnaðarmanna. J FUNDAREFNI: Venjuleg aðalfundarstörf. I Árstillögum fjelagsmanna fyrir árið 1941 verður | 1 veitt móttaka í skrifstofu fjelagsins Austurstræti 1 | | daglega frá kl. 6—7 til næstk. föstudags. Kvittunin | 1 fyrir rrgjaldinu gildir sem aðgöngumiði að fund- J | inum. STJÓRNIN. | millllllll!lllll!!l!:'!!.’!lllllllllllll!lllllllllll!lll!ll!ljl!!ll!llllll!llllllllllll!lllllllllllllll!lll!l!lll!lllllll!!llllllll!l!ll1llllH!l!lllilllllillllir Ffutningur til íslands Reglulegar hálfsmánaðar ferðir frá vesturströnd Bret- lands til Reykjavíkur. 3—4 skip í förum. Sjerstaklega hagkvæm' flutningsgjöld ef um stærri vörusendingar ei að ræða. Tilkynningar um vörur sendist Culliford & Clark L»i Bradleys Chambers, Lpndon Street, Fleetwood, eða Geir H. Zoega ‘ er gefur frekari upplýsingar. Símar 1904 og 4017, FAram er komið á Alþingi nýtt *- stjórnarfrumvarp „um gjald- eyrisvarasjóð og eftirlit með er- lendum lántökum". Bfni frumvarpsins er í stuttu máli þetta: 1. Stofna skal gjaldeyrisvara- sjóð á þann hátt, að Landsbank- inn leggur til hliðar í erlendum gjaldeyri upphæð, er nemi jafn- gildi 12 milj. ísl. króna, umfram það sem bankinn skuldar erlendis á hverjum tíma. Hjer eru þó ekki með talin Ián þau, sem endurgreið- ast eiga á lengri tíma en 5 árum. 2. Bankar (aðrir en Landsbank- inn), sparisjóðir, bæjar- og sveitar- fjelög svo og opinberar stofnanir mega ekki taka lán erlendis nema með samþykki ráðherra þess, er fer með gjaldeyrismál, að fengn- um tillögum nefndar þeirrar, sem verður ráðgjefandi í þessum mál- um. 3. Skylt er öllum einstaklingum, sem skulda fje í erlendum gjald- eyri, að gefa Hagstofunni skýrslu um skuldir sínar ársfjórðungslega. 4. Skipa skal 7 manna nefnd, er hafi með höndum verkefni þau, er lögin fjalla um. Ráðherra sá, er fer með gjaldeyrismálin, er for- maður nefndarinnar • Sameinað AI - þingi kýs 3 með hlutfallskosningu og Landsbankinn 3; nefndin er óiaunuð. Frumvarp þetta er samið af milli þinganefndinni í gjaldeyrismálum, en hana skipa: Björn Ölafsson stórkaupmaður, Eysteinn Jónsson viðskiftamálaráðherra oog Gylf i Þ. Gíslason hagfræðingur. Rjett þykir að geta ]>ess, að nefndin hafði skilað þessu frum- varpi í hendur ríkisstjórnarinnar áður en flokksþing Framsóknar- manna gerði ályktun sína um þessi mál. Lenging hafnargarðs- ins á Akranesi Pjetur Gttesen flytur frv. um' hækkun ábyrgðarheimildar ríkisins fyrir láni til hafnargerðar á Akranesi um 250 þús. kr. (úr 500 upp í 750 þús. kr.). Segir svo í greinargerðinni: Mikil þörf er á því að lengja hafnargarðinn á Akranesi. Er í ráði að hefjast handa um þetta verk strax og möguleikar til þess eru fyrir hendi. Verk þetta verður injög kostnaðarsamt sökum þess, hve mikið dýpi er við garðinn. í þessu frv. er farið fram á, að ábyrgðarheímiid ríkisstjórnarinnar fvrir láni til hafnargerðarinnar verði hækkuð um 250.000 kr. Fulltrúaráð Sjálfstæðisfjelag- anna í Hafnarfirði hefir nýlega verið endurskipað. í ráðinu eiga nú sæti 24 manns og hefir það ný- lega kosið sjer stjórn, en hana skipa: Bjarni Snæbjörnsson, form., Jón MatthieSen, varaform., Stefán Jónsson, ritari, Ingibjörg Ög- mundsdóttir, brjefritari og Ólafur Einarsson, gjaldkeri. Aukning fiskiskipa- flofan§ igurður Kristjánsson flytur í sameinuðu þingi svohljóðandi þingsályktunartillögu: „Alþingi ályktar a,ð skora á rík- isstjórnina að gera ráðstafanir til þess, að á þessu ári verði keypt og flutt til landsins efni í skipa- smíðastöð og 40—50 fiskibáta úr eik. Auk þess efni í nokkra tcgara. Skal skipaverkfræðingur sendur til Ameríku til þess að sjá um kaup efnis í skipin og skipasmíða- stöðina, strax og samist hefir um innflutninginn og öflun gjaldeyr- is“. I greinargerð segir; Það er augljóst, að smíði báta og skipa til fiskveiða íslendinga verður að fara fram algerlega hjer á landi, meðan ófriðurinn varir, og eflaust er heppilegast, að svo verði einnig að ófriðnum loknum. Miklir örðugleika eru á því að fá efni til skipabygginga, og skipa- smíðastöð vantar einnig til bygg- ingar hinna stærri fiskiskipa. Er þess naumast að vænta, að úr þessu verði bætt án atbeina ríkis- stjórnarinnar. • Skiptapar hafa orðið mjög tíðir það sem af er þessu ári, bæði af orsökum óhagstæðrar veðráttu og styrjaldar þeirrar, er nú geisar. Því miður eru ríkar ástæður til að ætla, að Islendingar eigi enn eftir erfiðustu árin. Og að sjálfsögðu ber Alþingi að gera allar þær ráð- stafanir, sem í þess valdi eru, til þess að tryggja framtíðina. Verð- ur það varla gert betur á annan hátt en þann, að tryggja viðhald og aukningu skipastóls lands- manna. Hæstirjettur. Kúabússtjóri - Siglufjarðar fær 3000 kr. skaðabætur Hæstirjettur kvað í gær upp dóm í málinu: Bæjarstjórs Siglufjarðar f. h. bæjarsjóðs gegm Snorra Arnfinnssyni. Málavextir eru þeir, að árið 1933 var Snorri Arnfinnsson ráð- inn bússtjóri kúabús Siglufjarðar- kauptúns að Hóli. Hafði bæjar- stjórn ráðið hann til starfans. Hinn 2. febrúar 1939 samþykti mjólkurbúsnefnd (meirihlutinn) að segja bússtjóranum upp starf- inu frá 1. júní sama ár, en þessi ákvörðun er fyrst 11. mars borm undir atkvæði í bæjarstjórn og þá samþykt þar af meirihlutanum. Snorri leit svo á, að mjólkur- búsnefnd hefði ekki haft heimihi til þess að segja honum upp starf- inu og krafðist 4880 kr. skaða- bóta. Bæjarfógetinn á Siglufirði', sem dæmdi málið í undirrjetti, leit svo á, að eigi væru nægar sannanir fyrir því, að mjólkurbúsnefnd hafi haft vald til þess frá bæjarstjórn, að segja bússtjóranum upp. Dæmdi hann bæjarstjóra f. h. bæjarsjóðs til að greiða Snorra 3000 kr. í skaðabætur og 400 kr. í máls- kostnað. Hæstirjettur staðfesti dóminn og dæmdi bæjarsjóð Siglufjarðar tii að greiða Snorra 300 kr. í máls- kostnað fyrir Hæstarjetti. Pjetur Magnússon hrm. flutti málið fyrir bæjarstjóra Siglufjarð- ar,' en Lárus Jóhannesson fyrir Snorra. Stúlka, ábyggileg og rösk getur fengið atvinnu við af- greiðslustörf nú þegar við eina af stærstu verslun- um bæjaring. — Umsókn merkt „500“ sendist afgr. rgunblaðsins fyrir 31. þ. m. fíxni 1380. LITLA BILiTÖÐIH UPFH3TABIR MUJL Er nokktÆ «tói Daniel McLay Ltd Wh»le«ale Fisli Merchants 48 CLYDE STREET GLASGOW Seljum allar tegundir ísfiskjar í umboðssölu. Höfum haft viðskifti við ísland í mörg ár. ISfmar 1540, þrjár Ifnnr. • GÓÖir bflar. Fljót afgrei8«U I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.