Morgunblaðið - 25.03.1941, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 25.03.1941, Blaðsíða 7
í>riðjudagur 25. mars 1941. MORGUN BLAÐIÐ n Fundahöld um siglingarnar TT' ulltrúar útgerðarmanna og sjómanna hafa undan- farna daga verið á fundum til þess að ræða um siglingamálin, Og stýrir atvinnumálaráðherra þeim umræðum. Ekkert er hægt, að svo stöddu að segja frá því, sem gerst hef- ir á fundum þessum, enda eru engar fullnaðarályktanir tekn- ar. En eitt er víst, að á fundum þessum hefir ríkt algerð eining allra um það, að siglingar verði ekki teknar upp að nýju fyrri en sjeð er fyrir auknu öryggi á sjónum. Farið er nú að skipa upp fiski úr skipum þeim, sem hlað- in voru til útflutnings, er sigl- ingar teptust. Málfundafjelagið „Þór“ í Hafn- arfirði hjelt fund s.l. sunnudag. Gunnar Thoroddsen prófessor flutti erindi á fundinum um upp- haf og þróun verklýðshreyfingar- innar. Yar erindið ítarlegt og var ræðumanni tekið afburðavel. — Fundurinn var vel sóttur. Fund- urinn samþykti eftirfarandi til- lögu: „Fundur í málfundafjelag- inu Þór í Hafnarfirði lýsir yfir fylstu ánægju sinni með útgáfu blaðs Landssambands sjálfstæðis- verkamanna og sjómanna og heit- ir blaðinu fylsta' stuðningi sínum í framtíðinni“. ei 3E KAUPI OG SEL allskonar . Verðbrfef og j fasfeignir. Símar 4400 og 3442. Garðar Þorsteinsson. Bollapðrákr.1.10 iVatnsKlös á kr. 0.55 Bollastell 6 m. á — 25.00 Tekatlar á — 2.90 Matardiskar dj. og gr. á — 1.50 Desertdiskar á — 1.00 Vaskaföt á — 2.35 Náttpottar á •— 3.15 Hræriföt á — 3.00 Uppþvottabalar á — 6.25 Handsápa á — 0.50 K. Einarsson k Björnsson Bankastræti li. | Corn Flnkcs | , AII Bran Cocomalt i W1 ^ i Í Laugavefi- 1. Fjölnisveg 3 Þý§ka herstjórnar* fil kynningin Skip skotin I kaf við Færeyjar, Orkneyjar og Shetlandseyjar Þýska herstjórnin tilkynnir: K ýskur kafbátsstjóri hefir sent *■ skýrslu, um að hann hafi sökt 27.500 smálestum af kaup- skipastól óvinanna. Meðal skip- anna, sem sökt var, voru þrjú olíu- flutningaskip. Þýski flugherinn hjelt einnig áfram með góðum árangri árás- nm á hresk skip í Norðursjónum, í Atlantshafi og í Miðjarðarhafi. Yið Orkneyjar og Færeyjar var tveim litlum kaupskipum, samtals 2500 smálestir, sökt af þýskum könnunarflugvjelum. Ráðist var á 6 þús. smálesta vopnað kaupfar úr lítilli hæð á svæðinu við Shetlands- eyjar. í Miðjarðarhafi, í suður frá Krít rjeðust þýskar flugvjelar á tvö bresk kaupskip, sem hvort var um 6 þús. smálestir. Annáð þeirra var olíhflutningaskip, og síðast þegar sást til þess, var það að sökkva. Hitt kaupskipið lá hreyfingarlaust, mjög alvarlega laskað. I gær gerðu þýskar steypiflug- vjelasveitir tvær árangursríkar á- rásir á höfnina í Valetta. Fimm stór bafskip voru hæfð með sprengjum af þungri og þyngstu gerð. Ljett beitiskip var hæft með þremur sprengjum. Hafnarmann- virki voru eyðilögð, og einnig olíu- birgðastöð. ítalskar orustuflugvjel- ar, sem voru í fylgd með þýsku steypiflugvjelunum, er rjeðust á Valetta, ásamt þýskum orustuflug- vjelum, skutu niður í loftbardög um fjórar breskar flugvjelar af Hurrieane-gerðinni. Þýskar könnunarflugvjelar í Norður-Afríku rjeðust á herstöðv- ar Breta með sprengjum, vjelbyssu skothríð og fallbyssuskothríð. Kveikt var í olíuvögnum við járn- brautarstöð eina. Eldarnir, sem komu upp í árás þessari, sáust úr flugvjelunum, er þær voru á heimleið, úr meir en^tOO. km. fjar- lægð. Þýskar og ítalskar vjelahersveit ir fóru sameiginlegar könnunar- ferðir í austurhluta Sirte eyði- merkurinnar (Tripoli). í Búlgaríu heldur för þýska hersins áfram samkvæmt áætlun. prjár breskar flugvjelar komu í ljós yfir ströndum Hollands seint í gærkvöldi. Skutu þýskar orustu- flugvjelar niður tvær þeirra, af Bristol-Blehheim-gerðinni, í loft- bardaga. Breskar fhfgvjelar flugu yfir Norður-Þýskaland í gærkvöldi og rjeðust á höfuðborg Þýskalands. Tundursprengjum og eldsprengj- um var slept úr mikilli hæð á ýms íbúðarliverfi í Berlín. Eldar komu upp á mörgum stöðum í þakher- bergjum, en ekkert hernaðarlegt tjón hlaust. Nokkrir óbreyttir borgarar fórust eðá særðust. Flugvjelatjón Breta í gær nam þrem' flugvjelum, til viðbótar við orustuflugvjelarnar fjórar, sem skotnar vöru niður yfir Miðjarðar bafi. Þjóðv. mistn 6 flugvjelar. Júgóslafía FRAMH. AF ANNARI SÍÐU í því augnamiði, að reyna að vekja ókyrð. En fregnir frá New York í gær- kvöldi liermdu,,að öll orlöf í júgó- slafneska hernum hafi verið af- numin frá miðnætti í nótt. Einnig er öll lögreglan í Belgrad sögð höfð viðbúin allan sólarhringinn. Það hefir verið talið, að herfor- ingjar í júgóslafneska hernum væru andvígir öllum samning- um við Þjóðverja. En með tilliti til þess, að hermálaráðherrann í stjórn Cvetkovic, sem sjálfur er hershöfðingi, hefir stutt ákvarðan- ir stjórnarinnar, er búist við því, að þær hafi verið gerðar með sam- þykki júgóslafneska herforingja- ráðsins. Dagbók eooaootooooo oooooooooooo □ Edda 59413257 = 7. I. O. O. F. Rb.st. 1 Bþ. 903258i/2 Næturlæknir er í nótt María Hallgrímsdóttir, Grundarstíg 17. Sími 4384. Næturvörður er í Ingólfs Apó- teki og Laugavegs Apóteki. Næturakstur: Bæjarbílstöðin. — Sími 1395. Hjónaefni. Nýlega hafa opin- berað trúlofun sína, ungfrú íva Bjarnadóttir og Halldór Björnsson bílstjóri. Verslunarmannafjelag Reykja- víkur lieldur fund annað kvöld. Prófessor Guðbrandur Jónssojn flytur erindi, er hann nefnir „Tómatsósuglasið“. Blað Sjálfstæðisverkamanna. Lýðfrelsið, blað Sjálfstæðisverka- manna, 3. tolubl. er komið út. Helstu greinar þess eru þessar: Breyting á kjördæmaskipunihni ér aðkallandi nauðsyn, Alþýðusam- bandið 25 ára, Hlutdeild í ágóða, Stefna fólksins, Frjettaágrip o. fl. Er blaðið bið læsilegasta. Sænski sendikennarinn fil. mag. Anna Osterman flytur fyrirlest- ur í fyrstu kenslustofu háskólans annað kvöld kl. 8.15. Efni: íslensk endurnýjunaráhrif í sænsku menn- ingarlifi á 19. öld. (Upplestur). Fimleikasýningar heldur Glímu- fjelagið Ármann í íþróttahúsi Jóns Þorsteinssonar í kvöld kl. 8.30. Sýna þar úrvalsflokkar karla og kvenna. Fyrst sýna 20 karlar úr I. fl. alhliða þjálfunar og lið’k- unaræfingar. Þá sýnir kvenflokk- ur staðæfingar og jafnvægi á hárri slá og loks sýnir úrvalsflokk ur karla staðæfingar, dínustökk og fimleika við áhöld. Skíðaferðir. Skíðafjelogin efndu til skíðaferða nm helgina, en þátt- taka var frekár lítil. Langt er að sækja í snjó, en á háfjöllum var ágætt færi. f frásögn um skíðamót á Akur- evri hjer í blaðinu nýlega, var sagt frá því, að svigbrautin hafi verið 40 metrar, én átti vitanlega að vera 400 m. Útvarpið í dag: 12.00 Hádegisútvarp. 15.30—16.00 Miðdegisútvarp. 20.30 Erindi: Sjávarhiti og dýralíf í Norðurhöfum II. (Árni Frið- riksson). 20.55 Tónleikar Tónlistarskólans: Tríó í a-moíl, op. 50, eftir Tsjai- kovsky. 21.40 HljómplöturCapricéio Ital- ien, op. 45, eftir Tsjaikovsky. „Pantomime“-leikritið M J ALLII VIT verður leikið í Þormóðsstaðaleikhúsi fyrir almenn- ing n.k. fimtudagskvöld 27. þ. m. kl. 8. Aðalhlutverk: Sigrún Magnúsdóttir. Önnur hlutverk: Breskir setuliðsmenn. Aðgöngumiðar á kr. 2.00 og 4.00 eru seldir í Bóka- verslun Snæbjarnar Jónssonar, Bókaverslun Isafold- arprentsmiðju og Bókaverslun Sigf. Eymundssonar. Næsta og síðasta sýning fyrir almenning þriðjudag- inn 1. apríl. Kveðjti- og mínníngarathÖfn vegna skipshafnarinnar af vjelbátnum Hirti Pjeturs- syni fer fram í dómkirkjunni í dag, þriðjud. 25. þ. m. kl. 1 e. h. Athöfninni verður útvarpað. Lík Unnars Hávarðssonar verður flutt til Eski- fjarðar með Esju. Óskar Jónsson. Hjer með tilkynnist vinum og vandamönnum að unnusta mín og sonardóttir okkar VILBORG E. GUÐJÓNSDÓTTIR frá Ólafsvík andaðist langardaginn 22. mars. Karl Björnsson. Ragnheiður Eyjólfsdóttir. Ásbjörn Eggertsson. Jarðarför hjartkærs eiginmanns míns og föður okkar JÓNS LEVl GUÐMUNDSSONAR gullsmiðs fer fram frá dómkirkjunni miðvikudaginii 26. mars og hefst með húskveðju að heimili hans, Hallveigarstíg 6, kl. 1.30 s.d. Athöfninni í kirkjunni verður útvarpað. Lára Magnúsdóttir og börn hins látna. Jarðarför fósturmóður minnar RAGNHEIÐAR GUÐMUNDSDÓTTUR fer fram frá Hraungerði miðvikudaginn 26. þ. m. Hefst með bæn á heimili hennar, Nönnugötu 7, kl. 10 f. hád. Sigríður Tómadóttir. Jarðarför móðursystur minnar INGIBJARGAR HELGADÓTTUR frá Árbæ fer fram frá dómkirkjunni miðvikudaginn 26. þ. mán. kl. 4 e. hád. Fyrir mína hönd og annara aðstandenda Helgi Jónasson. Hjartans bestu þakkir til allra, sem auðsýndu okkur sam- úð, vinarhug og hjálp á einn eða annan hátt við andlát og jarðarför mannsins míns sjera PJETURS HELGA HJÁLMARSSONAR frá Grenjaðarstað. Fyrir mína hönd og annara vandamanna Elísabet Jónsdóttir. A;- i i-r.Vl Hjarlanle((ar þakkir fyrir samúð i sem okkur var sýnd rið hið svip- lega fráfall mannsins míns og föð- ur okkar ÓLAFS ÓLAFSSONAR fiskilóss, sem fórsl með B.v. GuII- fossi. Margrjet Guðmundsdóttir og börn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.