Morgunblaðið - 26.03.1941, Side 2

Morgunblaðið - 26.03.1941, Side 2
MÖIfcGUMiáLAÐIÐ Miðvikudagur 26. mars 1941. ÞJOÐVERJAR LÝSA HAFN- BANNI Á ÍSLAND Stækkun á hernaðarsvæð- inu umhverfis England „Hafnbannsbrjótar nota dönsku eyjuna Island sem bækistöð“ ÞÝSKA ÚTVARPIÐ tilkynti í gærkvöldi, í öllum útsendingum sínum, „að ísland væri komið á ófriðarsvæðið“. Hefir hafnbannssvæðið um- hverfis England, sem Þjóðverjar settu í fyrrasumar, ver- ið stækkað, svo að ísland er nú innan þess. Hafnbannssvæðið nær alllangt norður fyrir ísland og vestur á bóginn, alla leið vestur að landhelgi Grænlands. Tilkynning þýska útvarpsins var á þessa leið ,,að vegna hins ólögmæta hernáms Breta á dönsku eyjunni íslandi, yrði ekki hjá því komist að láta ófriðarsvæðið ná yfir ísland“. Það hefir komið í ljós, ,,að breskir hafnbannsbrjótar notuðu ísland sem bækistöð“, og þessvegna yrði að færa út hernaðar- aðgerðasvið Þjóðverja. Síðan var skýrt frá takmörkum þessa nýja hernaðarað- gerðasviðs. Var sagt vera þetta. Frá Belgíuströnd, þar sem 3. gráða austlægrar lengdar sker ströndina, að 62. gráðu norðlægrar breiddar, þaðan að 68. gráðu norðlægrar breiddar og 10. gráðu vestlægrar lengdar, þaðan eftir 68. gráðu vestur til Grænlands. Síðan frá 65. gráðu norðlægrar breiddar og 38. gráðu vestlægrar lengdar og til 45. gráðu norðlægrar breiddar og 20. gráðu vest- lægrar lengdar. , Takmarkalínurnar eru þessar: Lengdarbaugurinn 3° aust- lægrar lengdar er frá Belgíuströnd skamt austan við England, og er hið auglýsta svæði takmarkað að austan með þeirri línu norður á móts við Færeyjar, en 62. breidargráðan liggur um miðjar eyjarnar. Frá staðnum 3° austlægrar lengdar og 62° norð- lægrar breiddar, sem er nálægt Noregsströnd, liggur takmarka- línan svo að 68. gráðu norðlægrar breiddar og 10. gráðu vest- lægrar lengdar og er sá staður alllangt norðaustur af Langanesi. Þaðan liggur takmarkalínan eftir 68. gráðu vestur að land- helgi Grænlands og fylgir henni suður til Angmagsalik. Þaðan liggur takmarkalínan að 45. gráðu norðlægrar breiddar og 20. gráðu veslægrar lengdar, og er sá staður allangt vestur í hafi, vestur af Biscayaflóa. Eftir að hafa skýrt frá takmörkunum hins nýja hafnbanns- svæðis gat þýska útvarpið þess, að þann 17. ágúst 1940 hefði verið birt tilkynning um hafnbannssvæði umhverfis England. Hver sá, sem fari um þetta hafnbannssvæði stofnaði sjer í hættu. Nú, er Þjóðverjar hefðu stækkað þetta hernaðarsvæði, þá stofn- uðu þau skip, sem færu um þetta svæði, sjer í hættu, að þeim verði tortímt. Þýskaland mun ekki telja sjer skylt að bæta það tjón, sem skip þessi yrðu fyrir. Júgóslafar 8. þríveldabanda- lagsþjóðin Ókyrð i Júgóslafín JÚGÓSLAFAR undirskrifuðu þríveldasáttmálann í gær, og undirskrifuðu þeir allar greinar sáttmál- ans, en eru ekki undanþegnir ákvæðum um gagnkvæma hernaðarlega aðstoð, eins og gert hafði verið ráð fyrir. En eftir að Cvetkovic, forsætisráðherra Júgóslafa og Markovic, utanríkismálaráðherra höfðu undirskrifað sátt- málann, voru þeim afhentar tvær yfirlýsingar frá Þjóð- verjum og ítölum, önnur um að Þjóðverjar og ítalir muni ekki um alla framtíð gera neinar landakröfur á hendur Júgóslöfum, en hin um að Þjóðverjar og Italir muni ekki í þessari styrjöld fara fram á að leyfð verði för eða flutn- ingur herliðs yfir Júgóslafíu. SKÝRING BRETA. í fregn frá London í gærkvöldi var skýrt frá því, að fulltrúar þýsku stjórnarinnar hefðu bent blaðamönnum, sem spurðu um mikil- vægi þessarar síðari yfirlýsingar, á, að í henni væri talað um herlið eu ekki hergögn. Er alment álitið, í samræmi við fregnir, sem áður höfðu borist frá Júgóslafíu, að gert sje ráð fyrir að Þjóðverjar og ítalir fái að flytja um landið hergögn og særða menn. í London var einnig vakin athygli á því í gærkvöldi, að þótt Þjóðverjar og ítalir hefðu lýst yfir því, að þeir ætli ekki að gera landa kröfur á hendur Júgóslöfum, þá felist ekki í þessu nein vernd á landa- mærum Júgóslafíu, og að Ungverjar, Rúmenar og Búlgarar hafi ó- bundnar hendur til að gera það sem þeir vilja. FORDÆMING BRETA. Skoðun bresku stjórnarinnar á spori því, sem júgóslafneska stjórnin hefir nú stigið, var lýst þannig í gær, að Júgóslafar hefðu opnað dyrnar að íhlutun Þjóðverja í innanríkismálefni sín. Þeir hefðu ekki aðeins leyft Þjóðverjum íhlutun í samgöngumálum land3- ins, heldur gætu komið fyrir ýmsir atburðir, sem hefðu í för með sjer margskonar viðtækari afskifti Þjóðverja. Júgóslafar væru komnir inu á hina hálu braut undanlátsseminnar. ítalir hafa mist 70 sinnum fleiri menn Page-Croft, aðstoðarhermála- ráðherra Breta skýrði frá því í breska þinginu í gær, að fram til 23. febrúar hefði mann- tjón Breta í Afríkustyrjöldinni verið 604 menn, en 2362 menn hefðu særst eða týnst. ' Á sama tíma mistu ítalir 200 þús. manns, en þar af hafa 180 þús. manns verið teknir til fanga. Enn dularfull .aðvörun* Rússa Spanska blaðið Alkazar birti' þá fregn í gær, að sendiherra Júgóslafa í Moskva hefði sent júgóslafnesku stjórninni orðsend- ingu, þar sem hann varar hana við því að undirskrifa þrívelda- sáttmálann og segir, að Rússar telji sig enn hafa hagsmuna að gæta á Balkanskaga. Sáttmálinn sem Júflóslafar undirskrifuðu Oáttmálinn, sem Júgóslafar ^ undirrituðu í gær, er í þrem liðum: 1) Júgóslafar gerast að- ilar að þríveldasáttmálanum, er Þjóðverjar, ítalir og Japanar gerðu með sjer 27. sept. síðast- liðinn, 2) Ef ákvæði 4. greinar þessa sáttmála um ráðagerðir varðandi framkvæmd hans, snerta Júgóslafa beinlínis, skulu sjerfræðingar frá þeim taka þátt í þessum ráðagerðum, 3) Orðalag þessa samnings fylgir sem fylgiskjal í þýskri, ítalskri, japanskri og júgóslafneskri þýðingu. Samningurinn gengur í gildi sama dag og hann er undirskrif- aður. Gerður í Vínarborg 25. mars 1941, á 19. ári fascista- tímatalsins, sem svarar til 25. dags 3. mánaðar, 16. árs Sai- yoga-tímatalsins. Þríveldasáttmáliim, sem gerður var 27. sept. 1940, var á þessa leið: 1. gr. Japanar viðurkenna og virða forustu Þjóðverja og ítala í stofnun nýs skipulags í Evrópu. 2. gr. Þjóðverjar og ftalir viður- kenna og virða forustu Japana í stofn- un nýs skipulags í Austur-Asíu. 3. gr. Þjóðverjar, ítalir og Japanar hafa komið sjer saman um að vinna saman í viðleitni sinni samkvæmt fram- ansögðu. Ennfremur fallast þeir á, að aðstoða hver annan á allan stjómmála- legan, viðskiftalegan og hemaðarlegan hátt, ef ráðist verður á einhvem hinna þriggja samningsaðila af herveldi, sem ekki tekur nú þátt í Evrópustríðinu eða kínversk-japönsku deilunni. 4. gr. Til þess að geta staðið við þenna sáttmála, skulu sjerfræðinga- nefndir, sem stjómirJÞýskalands, ftalíu og Japan skipa hver um sig, koma sam- an á fund án tafar. 5. gr. Þýskaland, Ítalía og Japan staðfesta að skilmálar þeir, sem að framan era taldir, hafa ekki á neinn hátt áhrif á stjómmálasamband það, sem ríkjandi er nú milli hvers hinna þriggja samningsaðila og Sovjet-Rúss- lands. 6. gr. Samningur þessi gengur í gildi undir eins og hann hefir verið undir- skrifaður, og skal gilda í 10 ár frá þeim degi, sem han ngengur í gildi. Hvenær sem hentugt þykir, áður en þessi frestur er liðinn, skulu samnings- aðilar, ef einhver þeirra æskir þess, koma saman og hef ja samninga, til þess að endumýja hann. Engin viðskiftamál gætu hafa neytt Júgóslafa til að stíga þetta spor, því að ef þeir heíðu haldið trúnað við vini sína Breta og Grikki, þá myndi það hafa styrkt málstað frelsisins. En samvinna Júgóslafa við Þjóðverja og ítali myndi hafa alvarlegar afleiðingar í för með sjer fyrir þá, og þannig beri að skilja orðsendingu Breta frá því í fyrradag, þar sem því var lýst yfir, að breska stjórnin myndi ekki geta fyrirgefið slíkt spor. ÓKYRÐIN. Júgóslafnesku ráðherrarnir fóru frá Vínarborg með sjer- stakri lest í gærkvöldi, eftir að þeir höfðu átt klukkustundar viðræður við Hitler í nærveru von Ribbentrops. í London er á það bent, að ráð- herrarnir hverfi ekki' heim til lands, þar sem ríki kyrð og ró. Þvert á móti höfðu í nótt borist fregnir um vaxandi andúð og ó- kyrð í sveitum landsins, og einn- ig í Belgrad. Ókyrð þessi er aðallega sögð vera í Serbíu og Montenegro. Fjelagsmálaráðherran í stjórn Cvetkovie sagði af sjer í gær, en hann er foringi serbneska bændá- flokksins. Sex öldungadeildarþing menn úr serbneska bændaflokkn- um hafa tilkynt að þeir muní leggja niður þingmensku. Páll ríkisstjóri er sagður hafa ætlað að ávarpa þjóðina í útvarp í gær, en að ávarpi þessu hafi tví- vegis verið frestað. En hinsvegar hafa heillaskeyti farið á milli rík- isstjórans og Hitlers í tilefni dags ins. Breskar frjettastofufregnir herma, að þegar aukablöðin voru gefin út í Belgrad í gær, um að Júgóslafar hefðu undirskrifað sáti málann, hefði víða mátt sjá menn. gráta vfir blöðunum á götunum. FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐD

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.