Morgunblaðið - 26.03.1941, Side 3
Miðvikudagur 26. mars 1941.
MORGUNBLAÐIÐ
3
Togararnir búast til salt
fisksveiða fyrst um sinn
Þar til siglingar til Eng-
lands verða öruggari
Samtai við Kjartan Thors
framkvæmdastjóra
TOGARARNIR safnast nú hver af öðrum í höfn
og er enn alt í óvissu um, hvernig úthaldi
þeirra verður hagað í náinni framtíð. En
vegna þess að togaraútgerðin snertir svo mjög hag og af-
komu fjölda einstaklinga, bæjarfjelaga og þjóðfjelagsins
í heild, fór tíðindamaður Morgunblaðsins í gær á fund
Kjartans Thors framkvæmdastjóra, en hann er formaður
Fjelags ísl. botnvörpuskipaeigenda, og spurði hann, hvað
nú yrði gert með togarana. Honum sagðist þannig frá:
— Strax og frjettist um liina hryllilegu árás á „Fróða“ greip
ótti og skelfing útgerðarmenn, sjómenn og alla landsmenn. Sýnilegt
var, að hjer var komin ný, alvarleg hætta fyrir siglingar okkar til
Englands.
Tveimur drengj-
um bjargað frá
druknun
Lá víð slysí
á Akiíreyrar-
polií
Frá frjettaritara vorum
á Akureyri.
veir drengir, 5 og 6 ára gaml-
ir, synir Samúels Kristbjarn-
arsonar rafvirkja, fóru í gærdag
fram á ótraustan lagís hjer á
höfninni, norðaustur af Prent-
smiðju Odds Björnssonar við
Hafnarstræti.
Er þeir voru komnir skamt und-
an landi, brast ísinn undan fótum
þeirra, svo þeir lentu á kaf í sjó-
inn.
Menn, er þarna voru allnærri,
heyrðu hljóðin í drengjunum og
brugðu skjótt við og gátu með
naumindum bjargað þeim frá
druknun.
Voru drengirnir fluttir fyrst í
prentsmiðjuna allmjög þjakaðir og
hjiíkrað þar. Síðan voru þeir flutt-
ir heim til foreldra sinna og hrest-
ust þar von bráðar, fyrir góða að-
hlynningu, og líður nú vel.
Fyrsti fundur
Reykiavíkur-
fprófastsdæmis
yrsti hjeraðsfundur Reykja-
víkur prófastsdæmis var
haldinn í gær á heimili dómpró-
fasts Friðriks Halgrímssonar.
Fundurinn staðfesti samþykt-
ir þær, er gerðar voru á safnað-
arfundum allra safnaða pró-
fastdæmisins síðastliðinn sunnu-
dag, að kirkjugjöld skyldi vera
5 krónur á hvern gjaldskyldan
safnaðarmann.
Ennfremur var samþykt þessi
ályktun: „Hjeraðsfundurinn
samþykkir að skora á ríkis-
stjórnina að hlutast til um, að
orðið sje við framkomnum ósk-
um safnaðanna í prófastsdæm-
inú um að greitt verði á þessu
ári það 300,000 króna tillag til
nýrra kirkjubygginga í Reykja-
vík, sem gert er ráð fyrir í lög-
um nr. 76, 1940“.
Rædd voru einnig fleiri mál,
er prófastsdæmið varða.
Iivað átti nú að gera? var
fyrsta spurningin, sem vaknaði
hjá okkur útgerðarmönnum, hjelt
Kjartan Thors áfram. Útgerðar-
menn komu strax saman á fund.
Á þeim fundi var óskað viðtals
við atvinnumálaráðherra, til þess
að ráðgast við hann um, hvaða
möguleikar væru á því, að gera
siglingarnar öruggari og trygg-
ari. Yar m. a. rætt við ráðherr-
ann um möguleika á, að sigla í
samflota undir vernd herskipa, og
ýmislegt fleira bar á góma í þeim
viðræðum.
Atvinnumálaráðherra hrást vel
við og lofaði að athuga, hvaða leið
tiltækilegast væri að fara. Kvaðst
hann mundu ræða þetta við yfir-
stjórn breska setuliðsins hjer og
sendiherra Breta.
Nokkruy síðar skrifuðu stjórnir
sjómannafjelaganna ríkisstjórn-
inni og óskuðu þess, að atvinnu-
málaráðherra boðaði á sinn fund
fulltrúa allra stjettarfjelaga sjó-
manna og útgerðarmenn, til þess
að ræða sameiginlega þetta nýja
viðhorf. Atvinnnmálaráðherra
varð strax við þessum tilmælum.
Síðan hafa verið haldnir marg-
ir fundir með þessum aðiljum og
er þeim ekki lokið enn. Ráðherr-
ann hefir einnig oft rætt málið
við bresku herstjórnina hjer og
sendiherra Breta.
SKIPIN í HÖFN.
En hvað varð um skipin? spurð-
um vjer Kjartan Thors.
— Strax og þessi málaleitan
hófst, hjeldu útgerðarmenn skip-
um sínum í höfn, svarar Kjartan.
Með hverjum degi fjölgaði' skip-
unum í höfnunum, sum fullfermd,
reiðuhúin að sigla. Þessi skip
hiðu með farminn nokkra daga.
En þar sem þessar málaleitanir
hafa enn engan árangur borið,
hafa útgerðarmenn ekki sjeð sjer
annað fært en að taka fiskinn upp
úr skipunum og verður hann nú
ýmist saltaður eða seldnr við
skipshlið. Einstaka útgerðarmenn
hafa haft mögnleika til að frysta
fiskinn í landi.
— Eru það margir togarar, sem
þurft hefir að losa hjer þannig?
— Hjer í Reykjavík eru það sex
heilir farmar og einn hálfur. Einn-
ig nokkur skip í Hafnarfirði.
— En hvað varð um skipin, sem
voru ytra?
— Þegar hingað bárust hin
hryllilegu tíðindi af Fróða og síð-
ar af Reykjaborginni, voru all-
mörg skip ýmist á útleið eða stödd
í enskri höfn. Eftir ákvörðun þá,
sem tekin var á fundinum með
atvinnumálaráðherra, símaði hver
einstakur útgerðarmaður til síns
umboðsmanns ytra og gaf fyrir-
skipun um, að fresta burtför skip-
anna uns frekari ákvörðun yrði
tekin. En áður vorn nokknr skip
lögð af stað heim og eru þau nú
öll komin, heilu og höldnn. Þessi
skip höfðu haft fregnir af árásinni
á Fróða og einnig óljóst hugboð
um Reykjahorgina, Þau tóku því
það ráð, að sigla í samflota heim.
Enn eru þó ytra 6 togarar, auk
nokkurra smærri skipa, sem bíða
þar, nns þau fá nánari fyrirskip-
an.
Á SALTFISKS-
VEIÐAR.
— En hvað verður nú nm tog-
arana ?
— Yfirleitt munu útgerðarmenn
helst kjósa, þar til úr raknar, að
senda skipin á saltfisksveiðar. Er
og þegar ákveðið, að allmargir
togarar hefji þessar veiðar.
En eins og sakir standa er, því
miður, ekki útlit fyrir langvar-
andi úthald skipanna á saltfisks-
veiðar. Er margt sem því veldur.
Fyrst og fremst saltleysi, þar sem
menn höfðu ekki gert ráð fyrir,
að til þess kæmi, að saltfisksveið-
ar yrðu stundaðar á þessari ver-
tíð. Svo er, a. m. k. að því er
FRAMH Á SJÖTTTJ SÍÐD
,-A
Stúlkurnar í Ármanni eru
frægar fyrir jafnvægisæfing-
ar á hárri slá.
Glæsílegar fimleika-
sýningar I íþrótta-
húsinu
Olímufjelagið Ármann hjelt í
gærkvöldi fimleikasýning-
ar í íþróttahúsi Jóns Þorsteins-
sonar. Var þangað boðið bæjar-
stjórn, heiðursfjelögum Ármanns
og mörgum fleirum.
Sýningarnar vöktu mikla at-
hygli áhorfenda, enda er fimleika-
fólk Ármanns annálað fyrir leikni
sína.
í kvöld verða sýningarnar end-
urteknar fyrir almenning og verð
ur vafalaust margt um manninn í
íþróttahúsinu, því bæði er það, að
langt er síðan fimleikasýningar
hafa verið haldnar, svo og, að þar
sem Ármannsfólkið sýnir listir
sínar, er jafnan margt áhorfenda.
Aðgöngumiða er hægt að fá í
Bókaverslun ísafoldarprentsmiðju
og við innganginn, verði eitthvað
óselt um þann tíma, sem sýning-
arnar hefjast. Vivax.
Intlúenza breiðist ðrt
út á Akureyri
Frá frjettaritara vorum
á Akureyri.
¥ nflúenzan breiðist nú allmjög
•* út hjer á Akureyri og ná-
grenni, svo fjöldi fólks liggur
rúmfastur.
Mentaskólinn hefir verið lokað-
ur vegna veikinda nemenda, en
verðnr þó opnaður til kenslu aft-
ur í dag. Aðrir skólar starfa og
meira og minna, þó allmjög skorti
á fulla tölu nemenda, er þá sæbja.
Leikfjelag Reykjavíkur sýnir
leikritið Á útleið, eftir Sutton
Vane kl. 8 annað kvöld og hefst
sala aðgöngumiða kl. 4 í dag.
Verkfall hðr
grelOslustúlkna
uppleyst
VT erkfalli hárgreiðslustúlkna,
sem staðið hefir síðan í
janúar, hefir nú verið leyst upp.
Á fundi Sveinafjelagsins s.l.
sunnudag var samþykt að leysa
upp verkfallið. Eru flestar
stúlkur því byrjaðar vinnu aft-
ur, án þess fjelagið gerði nokk-
urn samning fyrir þeirra hönd.
Verður hver einstök stúlka að
semja fyrir sig.
Þessi endalok er mikill hnekk-
ir fyrir Sveinafjelagið og stúlk-
urnar, sem treystu því, að fje-
laginu tækist að ná viðunandi
samningum fyrir þeirra hönd.
Vafalaust hefðu og náðst þol-
anlegir samningar, ef fram-
kvæmdastjóri Alþýðusam-
bandsins hefði ekki haft þar
spillandi áhrif. En hins er líka
að vænta, að meistararnir láti
stúlkurnar á engan hátt gjalda-
þess, að fjelagið sem heild sem-
ur ekki ,heldur semur hver ein-
stök stúlka um sín kjör.
Minningar-
athöfnin í gær
Minningarathöfn var haldin í
Dómkirkjunni í gær um
skipverjana á vjelbátnum Hirti
Pjeturssyni.
Hófst athöfnin á því, að sung-
inn var sálmurinn „Legg þú á
djúpið“.
Þá flutti síra Jakob Jónsson
minningarræðu.
Síðan var sunginn sálmurinn
„Lýs milda ljós“, en því næst var
flutt bæn.
Að lokum var svo sunginn sálm-
urinn „Hærra, minn Guð, til þín“.
Lík þess eina af skipverjum, er
fanst, Unnars Hávarðsson, var
flutt með Esju austur til Eski-
fjarðar í gærkvöldi.
Isar í Eystra
saltí
¥ sar hamla enn siglingum í
Eystrasalti. Frá því var
skýrt í fregn frá Svíþjóð í gær,
að skipið „Heimdal", sem lagði
af stað frá Ábá í Finnlandi á
laugardaginn, hafi ekki komið
til Stokkhólms (ca. 250 km.
vegalengd) fyr en í gær.
HÁLFS DAGS STRÍÐS-
ÚTGJÖLD.
Heimvamaliöið breska kostar Bretá
minna en háífs dags stríðsútgjöld (að
því er Pagé-Croft, aSstoðarutanríkis-
málaráðherra Breta skýrði frá í breskaj
þinginu í gær.)
„Mln Kamp“
Sænsk og norsk bókaforlög ætla áð
gefa út bók Hitlers „Mein Kampf“ i
þýðingu (skv. fregn frá Berlín í gær.)