Morgunblaðið - 02.04.1941, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.04.1941, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 2. apríl 1941 Bretar taka Asmara Höftíðborgína í „elsttí ný- lendtí Itala“ >--4; w; - J2 S-y1BV Breska herstjórnin í Kairo til- kynti síSdegis í gær, að Asmara, höfuðborgin í elstu ný- lendu ítala, Eritreu, hefði gefist upp. Laust fyrir íniðnætti í nótt barst skeyti til London, um að æðsta yfirvald borgarinnar hefði í gær komið til aðalbækistöðva bresku herstjórnarinnar í Ka, skarnt fyr- ir vestan Asmara, borið hvítan fána og til lcynt að borgin gæfist upp. Asmara er ekki aðeins höfuðborg í elstu nýlendu ítala, heldur er hún stærsta boigin í nýlendum ítala og vel skipulögð. Hún liggur 7000 fet yfir sjávarmál.. Ibúar þar eru um 100 þús., þar af um 50 þús. ítalir. Með töku Asmara lokast enn ein samgöngnleið Itala í Austur-Afríku til hafsins. Með lokun samgönguleiðanna til Mogadisku í ítalska Somalilandi, Berbera í 'breska Somalilandi, Djibouti í franska Somalilandi og nú Massawa í Eritreu, á ítalska vamarliðið í Addis Abéba í raun og veru aðeins eina sam- gönguleið opna til hafs, um smáborgina Assab, syðst í Eritreu. Fregnin um töku Asmara hefir eins og vænta mátti vakið feikna fögnuð í Englandi. A tæpri viku hafa Bretar tek- ið Keren, Harar, Diredawa og nú As- mara, en á tveim mánuðum, eða frá því 6. febrúar hafa þeir tekið höfuðborg- imar í þremur nýlendum Itala: Beng- hazi í Cyrenaica, Mogadishu í ítalska Somalilandi, og Asmara í Eritreu. Það varð greinilegt, að tilkynningu, sem herstjóroin í Kairo hafði birt fyr í gær, að illa horfði fyrir ítalska herlið- inu, sem var á undanhaldi frá Keren, því að tilkynt var að teknir hefðu ver- ið 800 fangar, þ. á m. einn herforingi. Herfróðir menn í London benda á, að ekki sje hægt að segja að svo stöddu hvaða áhrif fall Asmara hefir á sókn Breta, eða ekki fyr en kunnugt er hvar hersveitir hertogans af Aosta, sem vörðu Keren, hafa tekið sjer varnarstöðu- En þó er talið, að ekki geti liðið á löngu FRAMH. Á SJÖUNDU SÍÐU Bretar og Grikkir undirbúa stórfelda sókn í Albaníu Liðssamdráttur Júgóslafa með- fram landamærum Albaníu Djoðverjar segja horf- urnar um Júgóslafíu „mjög ískvggilegar“ Frjettaritari New York Times hefir símað blaði sínu, að yfirvofandi sje stórfeld grísk, bresk og — ef svo ber undir júgóslafnesk — sókn í Albaníu, með það fyrir augum, að kasta ítalska herliðinu þar í sjóinn. Eru Grikkir og Bretar sagðir hafa mikinn liðssafnað meðfram öllum landamærunum, alla leið frá júgóslafnesku landamærunum ti lstrandar, við Otranto- sundið. Júgóslafar eru sagðir hafa mikið lið norður með öllum landamærum Albaníu, norður til Svartfjallalandsins. Frjettaritarinn skýrir frá því, að síðustu dagana hafi breskir brynvagnar sjest frá júgóslafnesku landamærunum, nálægt víg- stöðvunum í Albaníu. ÞaS verður ráðið af herstjórnartilkynningum Grikkja síð- ustu tvo dagana, að Grikkir eru nú aftur, eftir langt hlje, í sókn. I herstjórnartilkynningunni í fyrradag var skýrt frá því að tvær ítalskar sveitir (compagny) hefðu verið gjör- sigraðar í skyndiárás á miðvígstöðvunum og yfir 200 fangar teknir. I gærkvöldi tilkynti herstjórnin, að yfir 80 fangar hefðu verið teknir í orustu á miðvígstöðvunum, og auk þess annað herfang. í tilkynningu ítölsku herstjórnarinnar í gær var talað um að áhlaupum Grikkja á vígstöðvunum þar sem 11. ítalska herfylkið er, hafi verið hrundið". FERÐALAG EDENS. Hin nýja heimsókn Edens og Dills til Aþenuborgar er álitin í London mjög mikilvæg. Fregnir, sem þýska frjettastofan birti í gær um að Eden og Dill væru komnir til Belgrad, virðist ekki hafa við rök að styðjast, því að í gærkvöldi var skýrt frá því í London, að Eden hefði farið í heimsókn til Georgs Grikkjakonungs. Þýska frjettastofan hafði snemma í gær skýrt frá því,-að Eden væri kominn til Belgrad, og hefði sennilega þegar hafið við- ræður við júgóslafneska stjórnmálamenn, en nokkru síðar skýrði Reuter-frjettastofan frá því, að enga staðfestingu væri hægt að fá á þessari fregn í London. Amerískir frjettaritarar í Ber lín síma, að í gærmorgun hafi þýskir stjórnmálamenn alt í einu breytt um tón í dómum sínum um horfurnar í Júgóslafíu, og að þeir teldu horfurnar nú mjög al- varlegar. En áður höfðu stjórn- málamennimir talað gætilega um horfurnar þar, þótt þýsku blöðin hafi látið ógætilegar. Fulltrúi þýska utanríkismála- ráðuneytisins sagði í gær, að heimköllun þýska sendiherrans í Belgrad til að gefa skýrslu og för júgóslafneska sendiherrans til Belgrad, væri vottur um hve mjög horfurnar væru alvarleg- ar. Þýski sendiherrann, von Heeren fer beint á fund Hitl- ers, til að gefa honum skýrslu. Samkvæmt fregn frá London lagði júgóslafneski sendiherr- ann í Berlín af stað frá Belgrad, áleiðis til Berlín í gærkvöldi, eftir að hafa setið lengi á ráð- stefnu með hinum nýja forsæt- isráðherra Simovich. FRAMH Á SJÖTTU SlÐt Vörður settur um franska skipið „Normandie*- T3 osevelt hefir sett vörð um 7 1 frönsk skip í höfnum í Bandaríkjunum, þ. á m. haf- skipið „Normandie". En franski sendiherrann í Washington hef- ir skýrt frá því, að Bandaríkja- stjórn muni ekki leggja löghald á þessi skip. Þjóðverjar og ítalir mistu 6 skip í höfnum í Suður-Ameríku, Venezuela og Peru í gær, á þann hátt, að áhafnirnar kveiktu í skipunum. Tvö þýsk skip reyndu að sigla úr höfn í Peru, en peru- ansk beitiskip stöðvaði þau, og kveiktu áhafnirnar þá í skipun- um. Skipin voru hlaðin baðmull og logaði því glatt í þeim. 60 þýsk og ítölsk skip liggja í höfnum í Suður-Ameríku. Hvernig byltingin í Júgóslafíu var gerð Frjettaritari „The Times“ í Belgrad hefir sent blaði sínu eftirfarandi frásögn af því, hvernig byltingin í Júgóslafíu var framkvæmd. Liðsforingjar úr júgóslaf- neska hernum, alt ungir menn, sem vildu binda enda á þjónkun Júgóslafa við Hitler. áttu aðal-upptökin að því, að byltingin var gerð. Nú síðast um nokkurt skeið höfðu þeir haft stuðning frá lífvarðarliði konungs, sem höfðu það hlut- verk að vernda Pjetur konung. EORYSTUMENNTNIR komu saman í hemaðairáðuneytinu á miðnætti, hina örlagaríku nótt. Þangað símuðu hjálp armenn þeirra skýrslur sínar, en þa'ð voru alt liðsforingjar úr flughemum, sem falið hafði verið það hlutverk að handtaka ráðherrana og ná opinber- nm byggingum á sitt vald. Er verki þessu hafði verið lokið, eins og til var ætlast og allar stjórnarbyggingar og opinberar byggingar höfðu verið teknar, ók Simovich hershöfSingi til konungshallarinnar og bað um að konungur yrði vakinn. ÞJÓNARNIR mölduðu í móinn í fyrstu, en hershöfðinginn endurtók þá ósk sína. Og nokkram mínútum síðar kom hinn ungi konungur í náttfötum og með stírurnar í augunum inn í eina setustofuna í höllinni, þar sem hers- höfðinginn beið. „Yðar hátign, frá þessari stundu em þjer konungur Júgóslafíu, hafið öll æðstu völd í yðar höndum", sagði hershöfðinginn. RAKOTCHEYITCH, höfuðsmaður, sem hafði með sjer sveit 40 flugliðs- foringja, vakti forsætisráðherrann, Draghisa Cvetkovitch. Hann ávarp- ,aði forsætisráðherrann og sagði: „Gerið svo vel og fylgið mjeríf Cvet- ■kovich fölnaði- „Með hvaða rjetti skipið þjer svo fyrir?“ spurði hann. „Þjer getið verið viss um að jeg mun ekki hlýða“. Liðsforinginn dró þá fram skammbyssu sína og sagði: „Af * stað, eða jeg hlyepi af“. Eorsætis- ráðherrann hlýddi. Þegar Cvetkoviteh kom í hermála- ráðuneytið, krafðist hann að fá að tala við Simovich. „í hvers nafni haf- ið þjer tekið völdin í yðar hendur?“ spurði hann Simovich. „t nafni þeirra, sem þjer hafið aldrei haft for- ustu fyrir“, svaraði hershöfðinginn stuttlega. STMOVICH og aðrir æðri flugliðsfor- ingjnr höfðu lagt á ráðin um það, hvemig valdatakan skyldi fara fram. 1 Belgrad var ráðgert að taka lög- „Kraftaverka- dagurinn" í forustugrein í „The Times“ (London) er fimtn- dagurinn 27. mars kallaður „dies miribilis“ — krafta- verkadagnrinn. — Þenna dag var byltingin gerð í Júgó- slafíu, sjóorustan í Joniska hafinu („Matapan-orustan“, eins og „Times“ kallar hana) hófst, og breskar hersveitir í Eritreu tóku Keren, og í Abyssiníu Harrar. Matztioka gengíir á páfaftmd T itli guli maðurinn“, Matzu- oka utanríkismálaráðherra Japana, gengur á páfafund í dag. í gær gekk liaim á fund Viktors Emanuels konungs og átti ráða- gerðir með Mussolini og Ciano greifa. í gærkvöldi var honum haldiu veisla í Rómaborg, þar sem hann drakk full ti lsigurs ítölum og Þjóðverjum. Hann sagði að Japan- ar myndu standa við hlið ítala á komandi árum. Japanar, ítalir og Þjóðverjar væru að endurbyggja heiminn, sagði ráðherrann. I samtali við blaðamenn í gær, skýrði Matzuoka frá því, að hann myndi fara aftur til Berlínar, og eiga þar viðræður við von Ribben- trop og Hitler. Amerískur blaðamaður spurði hann, hvort hann myndi koma við í Bandaríkjunum á ferð sinni. „Til þess verður enginn tími“, svaraði ráðherrann. En fulltrúi japönsku stjórnar- innar í Tokio skýrði frá því í gær, að viðskiftasamningum Jap- ana og Rússa miðaði svo vel á- fram, að þess væri ekki langt að bíða, að undirskrift gæti farið fram. Matzuoka kann þess vegna að eiga erindi til Moskva á heim- leiðinni. FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐ6 Franco sýknar 35-40 þúsund pólitíska fanga Fj' í-ancesco Franco hjelt hátíðlegt 2 * ára afmæli sigurs síns í borgara- styrjöldinni á Spáni me'ð því að sýkna alla pólitíska fanga, sem teknir vorn í varðhald í boi-garastyrjöldinni. Er á- ætlað að 35—40 þús. manns fái þannig aftur frelsi sitt. Eina sldlyrðið, sem sett er fyrir sýkn- uninni er að fangamir taki sjer ekki bólfestu aftur í grend við fyrri átthaga sína.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.