Morgunblaðið - 02.04.1941, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 02.04.1941, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 2. apríl 1941, Otgcf,: H.f. Arvaknr, RayklavHt. Rltatjörar: Jðn KJartanaaon, Valtýr Stefánsson (ábyrcBarm.). Auglýsíngar: Árnl Óla. Rltstjðrn, auglýslngar o* afsrelBsla: Austurstrœtl 8. — Slssl HOO. Askriftargjald: kr. í,60 á ssánutjl lnnanlanðs, kr. 4,00 utanlands. lausasölu: 20 aura elntaklB, 26 aura meB Lesbök. Prófastsfrú Guðrún Sigurð- ardóttir frá Flatey Þingið ALÞINGI hefir nú setið á rök- stólum fullar sex vikur. All- mörg mál hafa verið lögð fyrir þingið, auk stjórnarfrumvarpanna, en flest eru þau nauðaómerkileg og snerta ekki á neinn hátt það alvarlega ástand, sem nú* ríkir, Satt að segja finst manni að hægt væri að verja tímanum betur nú ~til einhvers annars, en að vera að ntunga löggjöf, sem engin þörf er ,á og öllum er sama um. En þing- rmönnum finst þeir verða að hafa 'eitthvað sjer til dundurs, meðan beðið er eftir stóru málunum, sem væntanleg eru frá stjórninni. En væri ekki skynsanilegt að 'hraða þessum stórmálum, afgreiða þau og síðan fresta þingi þangað til í september? Þá vrði einnig frestað kosningum þeim, sem fram eiga að fara á vori komanda. Það er ýmislegt sem mælir með því, að þessi léið verði farin. All- ar líkur benda til þess, að næstu mánuðir verði yiðburðaríkir í stríðinu. Orustan um Atlantshafið er byrjuð. ísland verður mitt í þeim hildarleik, enda hefir Þýska- land lýst algeru hafnbanni á land- ið og boðað hernaðaraðgerðir á sjó við stréndur landsins. Heim- sóknir hinna þýsku hernaðarflug- vjela undanfarið gætu og Lent tii þess, að hjer mætti einnig vænta hernaðaraðgerða úr lofti, af þeirra hálfu. Yið vitum ekki hvað framtíðin felur í skauti sínu. En alt bendit’ til þess, að næstu mánuðir verði svo viðburðaríkir, að þjóðin hafi annað þarfara við sinn tíma að gera en að vera að rífast í kosn- ingum. Hitt er einnig mjög senni’- legt, að á komanda vori og sumri verði úr því skorið, hvorir sigra í orustunni um Atlantshafið. En þegar þeirri orustu er lokið, ger- breytist alt viðhorf hjer hjá okk- ur. Sumir kunna að segja sem svo, að með því að fresta kosningum í vor fáum við haustkosningar, en þær sjeu síður en svo æskilegar. Petta er rjett, alment skoðað. En það þýðir ekki að loka augunum fyrir því, að ástandið er í augna- blikinu þannig, að æskilegast væri að losa þjóðina við kosningar í vor. Hyggilegast væri því, að fresta þingi fram í september. Lík- urnar eru miklar fyrir því, að þá verði viðhorfið gerbreytt og auð- veldara fyrir Alþingi að taka á- kvarðanir fyrir framtíðina. ★ Næstu mánuðir krefjast áreið- anlega skjótra framkvæmda á ýmsum sviðnm. Þá fer best á, að ráðherrarnir sjeu með óskiftan hnga við þau vandamál, en ekki :«ð rífast á kjósendafundum. Stjórn og þingflokkar ættu að iatlmga ]>et.ta mál gaumgæfilega. Með hverjum deginum, sem líður, lengist og hækkar sólargangurinn, er flytur með sjer vor og gróður, síðan fegurð og mildi sumarsins. Skjól og gleði þess tíma óskum við að fá að njóta sem lengst, en rás tímanna stöðvast ekki. Við hittum á leiðum lífsins fólk, sem í hug og hjarta gevmir ljós einkenni um skyldleika sinn til vors og sumarfegurðar. Návist þess gerir lífið bjartara og hlýrra og færir nýja lífsstrauma í kal- brodda þá, sem nepja dimmra daga var að heltaka. Tími þessa fólks á meðal okkar er einnig takmarkaður. En minningarnar lifa. í dag verður til grafar borið lík eins slíks vinar, prófastsfrúar Guðrúnar Sigurðardóttur, frá Flatey. Hún var kona, þeirri gæfu búin að gefa frá sjer ljós og yl, er vermdi alla í nálægð hennar. Þeir, sem samvista nutu við frú Guðrúnu, urðu óðar varir sumar- heiðríkjunnar, er stafaði frá henni — og aldrei sortnaði. Skref fyrir skref aftur í tím- ann, um 79 ára skeið. segja sam- ferðamenn hennar nákvæmlega sömu söguna. alt frá því að hún í fvrsta sinn leit ljós dagsins í Flatey á Breiðafirði, 20. febr. 1862. Foreldrar frú Guðrúnar voru hjónin Sigurður kaupm. Johnsen í Flatev og Sigríður Brynjólfs- dóttir, Bogasonar Benedictsen. Sigurður var af merkum bænda- ættum kominn. Segir Matthías Jochumsson um þennan náfrænda sinn, er hann kyntist á æskuárum sínum í Flatey, að hann hafi ver- ið mesta spákmenni, manna fríð- astur og best á sig kominn, og um Brynjólf Benedictsen segir Matthías ennfreniur, að hann hafi verið hinn mesti merkismaður, er þá var í Breiðafirði, fyrst að at- gerfi, en þó fremur a.ð mannkost- um, svo sem mannúð, trygglyndi og góðfýsi. Þessir glæsilegu eiginleikar eru nefndir hjer sökum ])ess, að frú Guðrún fjekk þá alla og óskifta að erfðum frá feðrum sínum. Á æskuheimili sínu, í foreldra- húsum, naut frú Guðrún þess besta uppeldis, sem kostur var á. Móð- i'r hennar, frú Sigríður Johnsen, var kvenskörungur, stjórnsöm og reglusöm og var fyrirmyndar bragur á öllum heimilisháttum þar. Börn þeirra Sigurðar kaupm. Johnsens og Sigríðar, önnur en Guðrún, sem var næst vngst í systkinaröðinni, voru þau -Tófríð- ur, gift Jóni kaupmanni Guð mundssyni í Flatey, Bryn dís, gift Geir Zoega, rektor, Jón, læknir í Húsavík, andaðist á l>esta aldri, og Ragnheiður, gift Boga kaupm. Sigurðssyni í Búðardal. 011 eru systkinin löngu látin. Þau voru mannkostarík og glæsileg í sjón. Tvítug að aldri giftist frú Gúð- rún síra Sigurði Jenssyni, presti í Flatev. Með honum skóp húu heimili, er stóð föstum fótum þar í eyjunni um 40 ára skeið. Frá þessu heimili geymast minningar, er marka spor í sögu Flateyjar hrepps, er seint eða aldrei munu iyrnast, ekki fvrir það eitt, að húsbóndinn, presturinn og önd- vegishöldur allra sveitarmálefna aflaði heimilinu álits og virðing- ar með tiginmensku sinni og skap- festu, eins og hann átti kyn til, heldur öllu fremur fyrir það, að þar áttu allir skjól hjá örlátri og hjartahlýrri húsmóður. Þau hjónin, síra Sigurður og Guðrún eignuðust 7 börn. Eitt þeirra. Olöf að nafni, dó í æsku. Hin öll náðu þroskaaldri: Har- aklur, fyrsti vjelst.jóri á e.s. Gull- fossi', Jón, rafmagnsfræðingur, andaðist 1928, Jens, gasstoðvar- stjóri í Tönsberg í Noregi, Jón Sigurður, bóndi og póstafgreiðslu- eitt maður í Flatey, andaðist 1924, Brynjólfur, gasstöðvarstjóri í Reykjavík og Ólöf, kona Ólafs Sveinssonar, skipaskoðunarstjóra í Revkjavík. Síra Sigurður ljet af embætti árið 1921, eftir 41 árs prestsþjónustu í Flateyjarsókn. Skömmu síðar flutt ust þau hjón til Reykjavíkur. Þar andaðist hann 5. jan. 1924. Eftir lát manns síns bjó frú Guðrún hjá börnum sínum, fyrst lijá Brynjólfi og síðar, frá 1928, hjá dóttur sinni og tengdasyni’. Þar andaðist hún 19. mars s.I. eftir langa og erfiða sjúkdóms- legu. Hún fjekk uppfylta ])á ósk sína að vera samvistum við dótturina og njóta seinustu aðstoðar í lífinu frá hennar hendi. Þær höfðu lengst af verið saman og auk ætt- arbandanna voru þær nátengdar hvor annari í hugsun og öllum athöfnum. Henni var því veitt hin seinasta aðstoð af ríkri fórnar- lund og ástúð. Frú Guðrún var tíguleg kona að lífs vallarsýn, fríð og sviphrein svoivenja er. í fyrsta lagi af bar. Á æskualdri kom í ljós I prestskonustöðu hennar og höfuðeinkenni sem var gjafmildi og lijálpsemi. Hún gat ekkert aumt vitað í ná- lægð sinni. Þessi orð eru höfð eftir systkin- um hennar, meðan þau iill dvöldu í foreldrahúsum, í æsku: ,,Það þýðir ekkert að gefa lienni Gunnu, hún gefur ]>að alt aftur“. Það mun hafa verið satt. En hún gaf meira en hlutina; hún gaf traust og samúð. Um það vitnaði g'lögt örugga, hlýja handtakið hennar, er nam hjarta hvers eins, er þess naut. í því var engin uppgerð, engin hálfvelgja, heldur persónán sjálf, hugheil og sönn. Það gefur að skilja, að frú Guð- rún var vinmörg. Jafnt sú stysta sem hin lengsta viðkynning við hana skapaði vináttu. í sókn manns hennar, þar sem vagga hennar stóð og þar sem hún lifði langa og merka starfs- æfi, var hún virt og elskuð af hverju einasta mannsbarni. Samband hennar við sóknar- börnin og aðra nágranna var af tveimur ástæðum almennara en vegna i öðru lagi stóð heimili hennar ávalt op- ið öllum, sem að evjunni konra. Þangað sóttu rnenn póstbrjef sía og blöð, því þar var póstafgreiðsla. Þangað komu menn vegna sveit- armálefna, því maður hennar var lengst af oddviti hreppsnefndar, og þangað kom fólk ekki síst til þess að leita á náðir húsfreyjunui- ar. Það kom þangað með gleðí sína og sorg, til þess að njóta skilníngs og samúðar, og þaðan fór enginn hjálparþurfi tómhentur nje kalinn á hjarta. Þrátt fyrir þetta blóingaðist efnahagur prestshjónanna. Þaa hennar, voru samtaka í hagsýni og fyrir- hyggju í búskapnum, enda var sambúð þeirra hin ástúðlegasta. Lengst af höfðu þau hjón með höndum landbúnað í Flatey. Var því heimili þeirra mannmargfc meðan börnin voru öll heima. Þótt þau hefðu úrvals fijú, kom oft til kasta frú Guðrúnar að leysa ýms vandamál heimilisins, því maður hennar var löngum fjarverandi á sumrum, vegna margra ára þing- setu í Reykjavík. Húsbóndaráði'n, jafnt og húsmóðurstörfin fóru henni prýðilega og skörulega úr höndum. Verkstjórasambandið A ðalfundur Verkstjó''asam-1 atvinnumálaráðherra. bands íslands var haldinn Það helsta sem gerðist á fund- hjer í Reykjavík liinn 30. mars. inum var þetta: Forseti sambandsins, Jóhann 1. Samþvkt var að hefjast ’handa Iljörleifsson verkstjóri gaf ítar-lum stofnun almenns styrktarsjóðs lega skýrslu um störf þess á liðnu fyrir verkstjóra innan sámbands- starfsári-. Gat hann þess, að í sam- ins bandinu væru nú milli 80 og 90 fjelagar. Verkstjórafjelög hefðu verið stofnuð á árinu á Akureyri og nágrenni, Sauðárkróki, Skaga- fjarðar- og Austur-Húnavatns- sýslum og í Hafnarfirði. Þá hefði og stjórn sambandsins beitt sjer fyrir því, að komið yrði á kenslu fyrir verkstjóra njer á landi líkt og tíðkast liafði elt til þessa í Danmörku og víðar á Norðurlöndum. Ilefði stjórn sam- bandsins meðal annars leitað til Helga H. Eiríkssonar skólastjóra og spurst fyrir um álit hans i málinu. Jafnframt fyrirspurn um það, hvort tækilegt mvndi að fá þessari kenslu komið á, í samoandi við Iðnskólann. Ilefðu undirtekt- ir skólastjórans verið hinar bestu. Væri málið nú til athugunar hjá 2. Skorað var á stjórnina að taka upp samninga við Vinnuveit- endafjelag Islands, svo og við for- stjóra fyrir ríkis- og bæjarfyrir- tækjum o. fl. um kjör verkstjóra, sjerstaklega að fá komið á meiru samræmi á kaup þeirra hjá liin- um ýmsu stofnunum. Ennfremur að fá samninga um greiðslur til þeirra vegna ve'iltindaforfalla. Súmarleyfi o. fl. 3. Rætt var nokkuð um útgáfu blaðs, er verið gæti til gagns og skemtunar fyrir verkstjórastjett- ina, og því beint til stjórnarinn- ar að flýta útgáfu þess eftir föng- um. St.jórn sambandsins skipa nú: Jóhann Hjörleifssoii forseti, Jón G. Jónsson gjaldkeri, Jónas Ev- vindsson ritari. Þegar hugur minn á þessari stundu er bundinn minningunni um frú Guðrúnu, er ekki óeðlí- legt, þótt hann um leið hvarfli vestur yfir fjöllin, heim til Flat- eyjar, er hún oftast í ávarpi nefndi „blessuðu eyjuna sína“. Jeg veit, að við andlátsfrega frú Guðrúnar draup Flatey og Flateyjarsókn af söknuði yfir missi einnar hinnar merkustu og bestu konu, er þar hefir lifað um langt skeið, eins og jeg veit hitt, að þar eru gróðursettar dýrusta minningarnar, er frú Guðrún bar í brjósti sínu. Nafn frú Guðrúnar stendur ekki í skáldaröðum, en enginn óð- ur nje orð eru mjer hugstæðari, en þegar hún leiddi mig í frá- sögnum sínum lieim til Klaustur- hóla, þar sem heimilið hennar stendur á hæsta og fegursta stað eyjarinnar, — þar sem víðsýnið er mest, — og sagði frá því, sem hún hafði sjeð og lifað í Flatey. Þar var fegurð himinsins, gróð- ur jarðarinnar, tign hinna bláu fjalla og bros spegilsljettra sunda dregið upp fyrir augum mínum af skáldi af guðs náð, með lista- mannslund, heitu hjarta og næm- um tilfinningum fyrir sannri og göfgandi fegurð. Þar sem sambandi hennar við menn og málleysingja lýst með þeim orðum, að enginn vafi gat á því leikið, að hjá henni áttu allir vinskjól. Nú er lokið lífsstarfi hennar, en fyrirmyndin, sem hún gaf, mun geymast sem leiðarljós þeim, sem leita fegurðar í lífinu. Trú hennar á lífið var sigur lífs hennar og fyrir þann trúar- styrk sinn sá hún æðra Ijós og æðri tilveru, er hún stefndi ör- ngg að. G. Jóhannesson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.