Morgunblaðið - 02.04.1941, Síða 7

Morgunblaðið - 02.04.1941, Síða 7
Miðvikudagur 2. apríl 1941. MORGUNBLAÐIÐ Aðalf undur Skaft- fellingafjelagsins Aðalfundur Skaftfellingafje- lagsins hjer í Reykjavík var haldinn að Hótel Island föstudaginn 28. þ. m. Var fund- urinn mjög fjölmennur. 1 byrjun fundar mintist for- maður fjelagsstjórnarinnar, Hjalti Jónsson, með nokkrum orðum sjómannanna, sem látið hafa lífið undanfarið og sjer- staklega þeirra Skaftfellinga, sem druknað hafa, en sú sýsla hefir sem kunnugt er goldið mikið afhroð. Fundarmenn risu úr sætum til minningar um hina látnu. Þvínæst hófust hin venjulegu aðalfundarstörf. Stjórnin gaf skýrslu um störfin á liðnu starfs- ári og lagði fram reikninga. Var stjórnin öll endurkosin. Á fundinum voru kjörnir 5 heiðursfjelagar, þeir Hjalti Jónsson framkvæmdastjóri, Gísli Sveinsson sýslumaður, Lár- UÍS Helgason bóndi, Kirkjubæj- arklaustri, Sigurður Jónsson bóndi Stafafelli og Þorleifur Jónsson fyrv. alþm. í Hólum. Gísli Sveinsson var mættur á fundinum og þakkaði þenna sóma f. h. sína og hinna fjar- stöddu Skaftfellinga. Er fundarstörfunum var lok- ið, skemti fólk sjer við söng, -dans og spil fram til kl. 2. s lí Kaupum I Selskinn og Kanínuskinn | hæsta verði. M AGNI, Þingholtsstræti 23. Sími 1707 (2 línur). ]ll!ll!lllll!lll!l!ll!ll<lllll!ll!llllllllllllll!ll!!!ll!!l!ll!ll!i!!!lll1 SkíOamút á Húsavfk Frá frjettaritara vorum í Húsavík. Okíðamótið í Húsavík helt áfram ^ á sunnudag og var veður á- gætt. Kepnin í svigi hófst kl. 2 og urðu úrslit þessi: 1. Gunnar Sigurðsson (Völsung- ur) 77.8 sek., 2. Steingrímur Birg- isson (Völsungur) 84.8 sek., 3. Stefán Sv. Guðjohnsen (Völsung- ur) 84.9. f svigi var flokkakepni um svig- bikar, gefinn af 12 Húsvíkingum í Reykjavík, og unnu Völsungar hann. Stökk hófust kl. 5, og urðu íír- slit þessi: 1. Birgir Lúðvíksson (Völsung- ur), stökk 19.5 og 20 metra, 211.5 stig,- 2. Sigurður Jónsson (íþrótta- fjelag Reykdæla), 17 og 20 m., 208.5 stig; 3. Gunnar Sigurðsson (Völsungar) 19.5 og 20 m., 208.2 stig. Lengsta stökk sem hægt hefði verið að stökkva á stökkbrautinni var ca. 24 metrar. í samanlagðri göngu og stökki var veitt iiorn að verðlaunum og nafnbótin Skíðakapjji Þingeyinga, og hlaut hann nú Jón Jónsson úr íþróttafjelagi Reykdæla. í 18 km. göngunni var kept um ,,K. Þ. bikarinn“, gefinn af Kaup- fjelagi Þingeyinga, og vann hann, eins og áður er um getið, Ung- mennafjelagið „Gaman og alvara“, Köldukinn. Mótið fór hið besta fram. Asmara FRAMH. AF ANNARI SÍÐU þar til Massawa, síðasta mikilvæga hafnarborg ítala í Austur-Afríku, fell- ur einnig. Massawa er 60—70 kin. fyrir vestan Asmara. En með töku Asmara opnast Bretum enn ný IeiS til sóknar inn í Abyssiníu, eftir ágætum vegi, sem ftalir hafa lagt frá Asmara til Addis Abeba. Vega- lengdin frá Asmara til Addis Abeba er 700 til 800 kílómetrar. Breski flugherinn hefir undanfarið verið á sveimi yfir þessum slóðum ,meðal ann- ars var gerð loftárás á Dessye fyrir nokkru. ítölsku hersveitimar sem tóku Addis-Abeba árið 1936 komu einmitt þessa leið. En Addis Abeba er hætta búin úr fleiri áttum. Bresku hersveitimar, sem tóku Diredawa um síðustu helgi, sækja nú vestur á bóginn eftir jámbrautinni og þjóðveginum í áttina til Hawasa- fljótsins (þar sem búist er við að ítalir reyni a8 veita viðnám) og til Addis Abeba. HandknattleikamútiO A laugardagskvöldið s.l. helt ^ handknattleiksmótið á- fram. Fór þá fyrst fram leikur milli Vals og Víkings í 2. fl. Leikar fóru svo, að Valur sigr- aði með 20:15. Þá fór fram leikur milli Ár- manns og F. H. í 1. fl.. Lauk þeim leik með sigri Ármanns 25:24. f fyrrakvöld keptu svo A-lið K.R. og B-lið K.R. í 2. fl. Ljek A-liðið mun betur, hafði örugg- ari samleik og meiri hraða. Mesta eftirtekt vakti minsti leikmaðurinn í A-liðinu, Finn- bogi Guðmundsson. Strax á eftir fór fram leikur milli Hauka og Í.R. í 1. fl. Leik- urinn var frá upphafi til enda mjög hraður og spennandi, en full harður á köflum. Lauk leiknum með sigri Hauka 26 :22. í gærkvöldi hjelt svo mótið á- fram. Keptu fyrst Ármann og Haukar 2. fl.; lauk leiknum með sigrí Ái’manns 24:14, eftir skemti- legan og vel leikinn leik. Þá fór fram kepni milli A- og B-liðs Ármanns í kvenflokki. Leik- ur þessi var daufur og frekar leið- inlegur, sem stafaði fyrst og fremst af því, hve mikið sterkara A-liðið var. Þrátt fyrir mikinn markamismun, 29:5, er styrkleika- mismunurinn ekki’ rjettur, þar sem auðsjeð var, að A-liðið lá all- veriilega á liði sínu. Að lokum keptu í. R. og Fram í 1. fl. sigraði í. R., 21:17. Leikur þessi var illa leikinn, og jafnvel full hrottalegur á köflum. Áber- andi skortur var á allri leikni og knattmeðferð hjá Fram. en hjá t. R.-ingunum bar stundum á ó- þarfa hrottamensku. I kvöld heldur mótið áfram, keppa þá fyrst Víkingur og K. R A-lið í 2. fl. og þá B-lið Vals og Haukar 1. fl. S. »RáðherrarM fara að herfa IVr or;sI;;l frjettastofan í London skýr- ” ir frá því samkvæmt fregn frá Osló, að Quisling-ráðherramir Jonas Lie, og Sverre Risnæs sjeu famir til Þýskalands til þess að ganga í minsta herfylkið „NordIand“. Til bráðabirgða hafa aðrir menn verið settir til að gegna störfum þeirra. í Osló saknar þeirra sennilega enginn (bætir frjettastofan við). All cívílían Brítísh subjects resident in the Reykjavik area are requested to register at the British Consulate General, Þórs- hamar, Templarasund, Reykjavik, and to call for this purpose with their passports at their early convenience, between the hours of 10—12 and 2—5 (except Saturdays). Brítísh Consulate General Ðagbók □ Edda 5941447 = 2 Næturlæknir er í nótt Halldór Stefánsson, Ránargötu 12. Sími 2234. Næturvörður er í Reykjavíkur Apóteki og Lyfjabúðinni Iðunni. Föstuguðsþjónusta í Dómkirkj- unni í kvöld kl. 8.30. Síra Friðrik Hallgrímsson prjedikar. Föstumessa í Fríkirkjunni í kvöld kl. 8.15, sr. Árni Sigurðsson. 70 ára verður í dag frú Guð- ríður R. Bjarnadóttir, Sölfhóls- götu 14. Hjónaefni. Nýlega hafa opiiiber- uðu trúlofun sína ungfrú Guðrún Jónsdóttir, Njálsgötu 43, og Ein- ar Sæmundsson, Bergstaðastræti 2. Bæjarstjórnarfundur verður hald inn á morgun kl. 5 e. h. í Kaup- þingssalnum. 11 mál eru á dag- skrá. Silungapollur. Vegna ástands- ins byrjar barnaheimili Oddfell- ©wa við Silungapoll starfsemi sína miklu fyr í ár en venjulega. Þeir, sem vilja koma börnum sínum þar fyrir, þurfa að senda umsóknir fyrir 8. þ. inán. Tónlistarfjelagið og Leikfjelag Reykjavíkur sýna óperettuna ,,Nitouche“ í kvöld. Revýan ,Hver maður sinn skamt' verður næst sýnd annað kvöld. Sökum þess hve margar leiksýn- ingar eru á ferðinni í sama hús- inu, verður ekki hægt að sýna revýuna aftur fyr en eftir páska. Eftirtöldum mönnum hefir bygg inganefnd veitt viðurkenning til að tanda fyrir húsasmíði í Reykja- vík: Sem trjesmiðir: Bergþór ÓI- afsosn Theodórs, Hávallagötu 48; Páll Kristjánsson, Njálsgötu 6, og Páll B. Oddsson, Mímisveg 2. Sem Múrarar: Ásmundur Ólason, Hring braut 34, og Kristján Kr. Skag- fjörð, Njálsgötu 87. Samþyktir sjómanna í Hafnar- firði. I sambandi við frjettina af sjómannafundinum í Hafnarfirði £ blaðinu í gær, skal það tekið fram, að það voru eingöngu sjómenn, sem vinna á Hafnarfjarðartogur- unum, sem samþyktu að sigla ekki áfram nema þeir fengju greidda áhættuþóknun. Áður um kvöldið hafði verið haldinn fundur í Sjó- mannafjelagi Hafnarfjarðar, en sá fundur tók enga afstöðu til þessa máls. IJtvarpið í dag: 15.30 Miðdegisútvarp. 20.00 Frjettir. 20.20 Föstumessa í dómkirkjunni (síra Friðrik Hallgrímsson). — Sálmar nr. 30, vers 8—12, 31, vers 7—12, 33, vers 10—13 og 34, vers 9—11. 21.20 Útvarpshljómsveitin: Laga- syrpa eftir Suppé. 21.50 Frjettir. Siglingar. Vjer höfum 3—4 skip stöðugt í förum milli vestur- strandar Englands og íslands. Tilkynningar um vörur sendist ( Culliford & Clark Ltd. BRADLEYS CHAMBERS, LONDON STREET, FLEETWOOD, eða Geir H. Zoéga Símar 1964 og 4017, ER GEFUR FREKARI UPPLÝSINGAR. Cífrónur eru væntanlegar eftir nokkra daga. Eggert Kristjánsson & Co. h.L Sími 1400. Jarðarför systur okkar, ÖNNU EIRÍKSDÓTTUR, frá Litlu-Háeyri, fer fram frá Fríkirkjunni fimtudaginn 3. apríl og hefst með húskveðju að Leifsgötn 11 kl. 1 e. h. Fyrir hönd syátkinanna. Einar Eiríksson. Jarðarför sonar mins, SIGURJÓNS JÓNSSONAR, læknanema, fer fram fimtudaginn 3. apríl og hefst með hús- kveðju að Skarphjeðinsgötu 4 kl. 10.30 f. hád. María Sigurbjörnsdóttir. EF LOFTUR GETUR ÞAD EKKl — — ÞÁ HVER?

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.