Morgunblaðið - 24.05.1941, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.05.1941, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 24. maí 1941. Fjórði dagur orusfunnar um Krit „Þjóðverjar hafa að eins ejnn „stærstu |mikilvægan stað á eynni“ bardagarnir milii herskipa og steypi- flugvjela" Þýska herstjórnin hefir undan- farna daga skýrt frá gífur- legu herskipatjóni, sem hún segir að Bretar hafi orðið fyrir í Mið- jarðarhafi. f þýskum blöðum er talað um að breski Miðjarðarhafs- flotinn hafi beðið hinn alvarleg- asta hnekki og að herskipatjón Breta muni ráða miklu um úrslit styrjaldarinnar á Miðjarðarhafi. Það eru þýskar steypiflugvjelar, sem sagðar eru hafa valdið bresku herskipunum hinu mikla tjóni. Or- usturnar uiidanfarna daga milli herskipanna og steypiflugvjelanna eru taldar vera hinar mestu, sem nokkru sinni hafa verið háðar milli herskipa og flugvjela. Breska flotamálaráðuneytið hef- ir enga tilkynningu birt um þetta skipatjón, en í fregnum frá London í gær var kýrt frá því, að þótt þýsku fregnirnar um þetta tjón.væru stórum ýktar, þá væri ekki nema eðlilegt, að Miðjarðar- hafsflotinn hefði orðið fvrir nokkru tjóni, þegar tillit væri tekið til þess, hve mikilvægt hlut- verk hann hefði með höndum, en það væri að hindra að Þjóðverjar gætu flutt her eða hergögn sjó- leiðina til Krítar. ' í tilkynningu þýsku lierstjórn- arinnar í fyrradag var skýrt frá því, að eldur hefði verið kveikt- ur í 5 breskum beitiskipum, og auk þess hefði verið valdið tjóni á tundurspillum. í aukatilkynningu, sem þýska herstjórnin birti á fimtudagskvöld, var skýrt frá því, að 4 beitiskip- um og nokkrum tundurspillum hefði verið sökt. Auk þess voru tveir tundurspillar og eitt orustu- skip hæft. í gær tilkynti þýska lierstjórniu að 3 tundurspillum hafi verið sökt, en tveir voru laskaðir. Binnig voru mörg minni herskip hæfð. Ennfremur var 5 af 6 tundur- skeytabátum, sem voru á leiðinni til breskrar flotahafnar, sökt. ftalska herstjórnin tilkynti í gær, að ítalskir kafbátar hefðu hæft tvö bresk beitiskip með tundurskeyti. ftalska Stefani-frjettastofan birti í gær vfirlit yfir herskipa- tjón Breta á Miðjarðarhafi, bygt á tilkynningum herstjórna Þjóð- verja og ítala, á tímabilinu 9.— 23. maí. Samkvæmt þvx hefir ver- Þjóðverjar hafa ekkert minst á innrásina ennþá \ . . . FJÓRÐA DEGI orustunnar um Krít lauk án þess að Þjóðverjar hefðu skýrt nokkuð frá því, hvað þar er að gerast. En samkvæmt fregnum frá London og Kairo halda Þjóðverjar áfram að senda þangað fluglið og fallhlífarhermenn, en þegar síðast frjett- ist í nótt hafði þeim ekki tekist að koma þangað neinu liði sjóleiðina (að því er segir í fregn frá London). Orustan um Krít er alment talin undarlegasta orust- an, sem nokkru sinni hefir verið háð. í þessari orustu er engin framlína og engin baklína, heldur geta þýskar her- sveitir lent mitt á meðal bresk-grísku hersveitanna. Þxxð er þessvegna erfitt að fá heilsteypta mynd af ástandinu á eynni. En samkvæmt breskum fregnum hafa Þjóðverjar lagt aðaláherslu á að ná hafnarborgunum á norðurströnd Krítar á sitt vald. .1 fyrradag höfðu þeir um skeið tvær mikilvægar borgir, Heraklyon "(Kandia), en þar hafði gríska stjórnin og Georg Griklcjakonungur aðsetur sitt, og Rhethymnon, á sínu valdi. En í tilkynningu herstjórnarinnar í Kairo í gær, segir að bresk- grísku herirnir hafi sótt að þessum borgum og að ástandið þar sje nú „eins og á verður kosið“. FRAMH Á SJÖTTU SÍÐB Hinsvegar hafa Þjóðverj- ar nú um tveggja daga skeið haft einn af þremur aðal-fíugvöllum eyjarinn- ar, hjá Malemi, á vaid,i sínu. Malemi er um 15 km. frá höfugborginni Khan- ia. Khania er hernaðarlega mik- ilvægasta borgin á eynni, því að hún er við Suda-flóann, þar sem er eina örugga herskipa- lagið við Krít. Breskar hersveitir reyndu í fyrradag að ná Malemi-flug- vellinum frá Þjóðverjum, og gengu hernaðaraðgerðir þeim að óskum, en þá barst Þóðverj- um liðsauki úr lofti og í til- kynningu Kairo-herstjórnarinn- ar í gærkvöldi segir, að bardag- ar standi þar enn yfir. SJERKENNILEGASTA ORUSTAN Mr. CHurchill lýsti því í í'æðu í bxæska þinginu á uppstigning- ardag, hve sjerkennileg orust- an er, sem háð er um Krít, er hann skýrði frá því, að Þjóð- verjar yrðu að berjast án þungra fallbyssna og skrið- dreka, en Bretar yrðu að berj- ast án flugvjela. Bresku orustu flugvjelarnar, sem voru á Krít, hafa verið fluttar þaðan, vegna þess, að hættulegt þótti að hafa þær á flugvöllunum á eynni, þar eð Þjóðverjar höfðu miklu betri aðstöðu til að gera loft- árásir á þessa flugvelli, heldur en breskar flugvjelar, hafa til að verja þá, en þeir verða FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐTJ Georg Grikkjakonung- ur sagfiur farinn frá Krit Dótt ekkert sie minst í Þýska landi á bardagana um Krít, var skýrt frá því í fregn frá Berlín í gær. að Georg Grikkakonungur væri farinn frá Heraklyon, þar sem hann hafði haft aðsetur sitt eftir að hann flúði fi'á Aþenu, og að hann sje kominn til Kairo. Þegar hann kom til Kairo, voru þar fyrir allir ráðherarn- ir í gríska ráðuneytinu, sem komið hö.fðu þangað á undan honum (segir í fregninni). Frahbar eiga um liff eða danða að velja „PETAIN VALDI LÍFIÐ u Franskur heríoringi í Sýrlandi gengur i lið með de Gaulle Kolle, herforingi '(colonel), „einn af ágætustu herfor- ingjum Frakka í Sýrlandi11, hefir (að því er segir í fregn frá Lond- on) haldið burtu þaðan og er far- inn til Transjordaniu til að ganga í lið með frjálsum Frökkum þar. í ávarpi til franskra hermanna í Sýrlandi hvetur Kolle þá til að hindra, að Þjóðverjar fái fótfestu í nýlendum Frakka. Það hefir verið staðfest í Vichv, að Kolle sje farinn frá Sýrlandi. F RAMTÍÐ FRAKKLANDS veltur á úrslitum þeirra samninga, sem nú standa yfir milli Frakka og Þjóðverja“, sagði Darlan aðmír- áll, í útvarpsræðu til frönsku þjóðarinnar, sem hann flutti í gær. „Frakkar eiga um líf eða dauða að velja“. Petain marskálkur valdi lífið. í samningunum, sem staðið hafa yfir undanfarið, kefir Hitler aldrei lcrafist þess, að Frakkar ljetu flota sinn af hendi. „Jeg læt flotann ekki af hendi við nokkurn nxann“, sagði Darlan. Hann sagði að Þjóðvérjar hefðu ekki krafist þess að fá franskar nýlendur, eða að Frakkar segðu Breturn stríð á hendnr. Prien, frægasti kafbðtsforingi ÞjóOverja hafir farist Nafntogaðasti kafbátsforingi Þjóðverja, Gúnther Prien, sá er fór inn í Scapa-Flow í byrj- un stríðsins og sökti þar breska orustuskipinu „Royal Oak“, hefir farist. í tilkynningT.1 þýsku her- stjómarinnar í gær var skýrt frá því, að kafbáts hans væri saknað, og að gera yrði ráð fyrir að hann hefði farist. Prien var einn af þrem kafþáts- fpringjum Þjóðverja, sem hlotið höfðu riddarakross með eikarlaufi, sem er æðsta viðurkenning þýska hersins. Kreschmre, sem hloti'ð hafði sömu viðurkenningu, er nú stríðsfangi í Englandi, en þriðji kafbátsforinginn, Schepke, fórst með kafbát síuum nýlega. Prien hafði sökt, samkvæmt til- kynningum þýsku kerstjórnarinn- ar, 25tí þús. smálest.um af skipa- stól óvinanna. í tilkynningu þýsku herstjórnarinnar segir, að minning hans muni geyinast í hjörtum þýsku þjóðarinnar. „110 þús. smái. sukl" Itilkynningú þýáku herstjóm arinnar í gær, er skýrt frá því, að þýskir kafbátar hafi undanfarna daga sökt á At- lantshafi skipastól sem var samtals 110 þús. smálestir. „Þjóðverjar byrjuðu stríðið ein- ir, og þeir munu halda því áfram einir, án tillits til hvaða ríkjasam- bönd snúast gegn þeim. Darlan sagði, að Frakkar myndu halda áfram á þeirx-i braut, sem þeir hefðu valið sjer. Frakkar rnyndu fá þann frið, sem þeir ættu sjáifir skilið. Hann sagði, að það mætti ekki gleymast, að' Frakkar hefðu nú beðið hinn nxesta ósigur, sem um getur í sögu þeirra. Þeir hefðu beðið þenna ósigur vegna þess, að þeir memi, sem voru við stjórn- völinn í Frakklandi, er stríðið hófst, hefðu tekið að sjer að Vernda hagsmuni, sem ekki voru hagsmunir Frakklands. Franska þjóðin hefði verið látin taka að sjer verndun smáríkjanua í Ev- rópu, en þess liefði ekki verið gætt að láta smíða vopnin, til þess að geta veitt þessa vernd. I júní x fyrra hefðxx Þjoðverjar getað afmáð Frakkland af landa- brjefinu, eu þeir gerðu það ekki. Jean Darlau lauk máli sínu með því að hvetja frönsku þjóðiixa tii að fylg.ja Petaiix og stax-fi’ hans til endurreisnar Frakklandi. Hverju Darlan slepti ILondon vekur í'æða Darlans athygli, einkum fyrir það, sem aðmírállinn slepti að nxinn- ast á. Hann mintist t. d. ekkert á Sýrland og atburðina, sem gerst hafa þar undanfarna daga. Hann mintist heldur ekki á ræðu, sem Eden, utanríkismála- ráðherra Breta flutti í breska binginu daginn áður. í ræðu jþessari sagði Eden, að Bretar myndu dæma Vichystjórnina af verkum hennar. Hann sagði að ef stjórnin haldi áfram að veita Þjóðverjum stuðning, þá muni FRAMH. Á SJÖTTU SIÐU.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.