Morgunblaðið - 24.05.1941, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 24.05.1941, Blaðsíða 5
■Laugardagur 24. maí 1941. Atcrof.: H.f. ArvaJcur, JMrUttlk, Ritatjðrar: Jðn KJartanaaon, Valtýr Stef&naaon (á,bTraOarm.), Aaglí'singar: Árnl óla. KStatJðrn, augrlýalnarar or afrralOala: Austuratrœtl S. — Blaal 1(00. i&akriftarrJald: kr. 1,10 A asánuOl lnnanianda, kr. 4,00 ctanlanda. I&usasölu: 20 aura aintaklO, 25 aura maO Leabðk. V_______________________________ Sumardvölin T^YRSTI reykvíski barnahóp- •*- urinn á vegum sumardval- .larnefndar fór í gær út í sveit- ina. Það voru 50 börn, sem dvelja á Brautarholti á Skeið- am. Aðrir barnahópar leggja af stað næstu daga. ★ Það er ekki víst, að Reyk- víkingar geri sjer alment ljóst, hve mikið þeir eiga að þakka |>eim fjelögum og einstakling- um, sem vinna að því, að koma bömunum í sveit. Eftir því, er Morgunblaðið veit best, munu nm 600 börn dvelja á barna- heimilum yfir sumarmánuðina, á vegum sumardvalarnefndar. Svipaður mun vera barnahópur- inn, sem dvelur á sveitaheimil- um víðsvegar um land, á vegum nefndarinnar. Þá hefir nefndin einnig komið fyrir á sveitaheim- ílum 60—70 mæðrum, sem hafa bar börn með sjer. Loks eru svo mæðraheimilin og eru þegar ráðin fimm slík heimili með 55 mæðrum og með þeim á annað hundrað ungbörn. Enn er ekki ráðið hve margar mæður dvelia ‘á Laugarvatni og í Valhöll. ★ Af þessum fáu tölum geta menn sjeð, að það er ekkert smá ræðis uppeldisstarf, sem hjer er verið að vinna í þágu okkar bæjarfjelags. En það er alvið- urkent, að dvöl kaupstaðar- harna í sveitum er ekki aðeins heislulind fyrir börnin, heldur ■ er fátt eða ekkert meira þrosk- andi fyrir þau. Á þetta sjerstak- lega við um þau börn, sem dvelja á sveitaheimilum og taka virkan þátt í starfinu með ; sveitafólkinu. Þetta er áreiðan- Jega besti skólinn, sem börnin geta fengið. Hjer kynnast þau sveitalífinu, læra að umgangast skepnur, en eínmitt það verður til þess, að börnunum fer að þykja vænt um skepnurnar. Það • er göfgandi fyrir þau. Stundum sjer maður kaupstaðarbarn — jafnvel þó stálpað sje — kasta steini til hests, er gengur eftir götunni. Þetta er ófögur sjón. Slíkt gerir sveitabarn aldrei og ekki heldur kaupstaðabarn, er hefir dvalið í sveit og lært að umgangast „þarfasta þjóninn“. Þau ganga að hestinum og fara að gæla við hann, hlaupa inn til mömmu og biðja um brauð- bita handa honum. Það eru hin göfgandi uppeldisáhrif í sveit- ínni, sem hafa þessi og lík’ áhrif á barnið. Þau eru meira virði fyrir barnið en löng seta . á skólabekk. Það er þess vegna meira virði en flesta grunar, hið mikla og óeigingjama starf, sem verið er að vinna, með því að koma börnunum í sveitina. Þetta á að vera fastur líður í uppeldi ■ barnamm. Daniel BernViöfi bakarameisfari áiiræönr Vinnan læknaði hans mein 13R hefi ekkert að segja 9 9** Jeg byrjaði að vinna í bakaríinu þegar jeg var 12 ára, en fyrir alvöru þegar jeg var 14. Það er að vísu orðinn nokkuð langur tími, bráðum sjötíu ár. En um þetta er ekkert að se_e;ja“. Þannig fórust Daníel Bernhöft orð, er jeg hitti hann að máli. — Faðir yðar hefir rekið Bern- höftsbakarí, þegar þjer byrjuðuð að vimía! — Nei. Hann dó þegar jeg var 10 ára. En afi minn lifði lengi eftir það. Hann var að vísu liætt- ur að liafa afskifti af rekstrinum. Það var móðir mín sem rak brauð- gerðarhúsið. Hún var stjórnsöm og dugleg kona. Svo sigldi jeg árið 1881 og- var í Höfn í 6 mánuði til að læra, kökugerð o. fJ. Fult pakkhúsloft af brauðum. Framleiðslan var eklti fjölbreytt í gamla daga. Á fyrstu áratugum bákarisins var ekkí bakað annað en rúgbrauð og lítilsháttar pipar- kökur, til sælgætis. Rúgbrauðs- baksturinn var mikill, og það ekki síst í mínu ungdæmi. Við byrjuð- um eftir áramótin að baka „upp- lag“ af rúgbrauðum. Við þurft- um að fylla heilt pakkhúsloft af brauðum. Því þegar kom fram á vertíð þá byrjaði hin mikla brauða úttekt. Þá komu verslanirnar með sleða og tóku út brauð. Fischers- verslun t. d., sem var einna stærst, tók 1000 brauð í einu, en hinar minni þetta 4—-500. Þetta var handa viðskiftamönnunum, handa vermönnum víðsvegar að. Langur vinnutími. — Urðu brauðin ekki nokkuð hörð við geymsluna? — Nei. Þau mýktust í stöflun- um á pakkhúsloftinu. Svo kom .„skútuöldin“, Og þá byrjuðum við að baka fyrir skúturnar. Sá sprettur stóð yfir ált frá áramót um framundir Jónsmessu. Það var erfitt. En maður vandist því. Við gátum bakað 180 brauð í ofninum í einu. En meðan annirnar voru og mest lá á, þurftum við að baka þrisvar á sólarhring. Jeg þurfti altaf að fara síðastur á kvöldin, og vera fyrstur á fætur á morgnana. Síðustu brauðin voru fullbökuð um kl. 3 á nóttunni. Það tók mig um hálftíma að taka þau út. Svo fór jeg að sofa. Klukkan 5 kom svo Gísli gamli Sigurðsson og barði í rúðuna hjá mjer, til merkis um, að nú væri mál að vakna. Hann hafði' oft orð á því, hve fljótur jeg væri að* komast á fætur. Þurausinn brunnur. 'Gísli var einhver húsbónclaholl- asti maður sem jeg liefi þekt um dagana. Aldrei sá hann svo nagla að hann ekki hirti hann. Hann sagðist hafa lært það hjá afa mín- um. Fyrsta verk hans á morgnana var að bera vatn í bakaríið. Hann tók vatiiið í póstinum utan við I nálega 70 ár við bakaraofninn Baníel Bernhöft bakarameistari er einn af elstu borg- urum þessa bæjar, borinn og barnfæddur hjer og rótgróinn Reykvíkingur. Hann er einn af þeim mönnum, er aldrei vill vamm sitt vita. Allir, er kynnast honum, bera fyrir honum fölskvalausa virðingu. Hann á áttræðisafmæli á mánudaginn kemur. Jeg heimsótti hann hjer um daginn, og sagði hann mjer sitthvað um sína löngu starfsæfi. girðinguna í Bakarabrekkunni. Mig minnir að sá . póstur hafi stundum verið lokaður með lás, og Gísli hafi haft þar einhver lyklavöld. Því þarna þurftum við að fá vatn. I brunninum niðri á túninu var vatnið ónothæft. Nokkuð var það, að Gísli' var snemma á ferðinni. Og þegar þurkar gengu og-lítið var í brunn- unum var hann stundum búinn m'eð alt vatnið í Bakarabrunnin- um þegar kerlingarnar komu ki. 6 á morgnana. Þá b>'rjaði söngur- inn — og þá fekk Gísli gamli margt óþvegið orð í eyra, hjá þeim sem ekkert fengu. Þegar skútunum fjölgaði gátum við ekki haldið því áfram, að baka brauð fyrir allar skúturnar. Enda var ekkert upp úr því að hafa. Við þurftum oft að kaupa rúg- mjölið, og lána það til þess að fá það borgað í mjöli eftir dúk og disk. En fyrir bakstur úr rúg- mjölssekknum, fengum við kr. 4.66. Seinna var það lækkað í 4 krónur. En úr sekknum fengust 44 heilbrauð. Þessi viðskifti enduðu með því, að mamma neitaði alveg að baka rúgbrauðin fyrir þetta verð, handa skútunum. „Það er ekkert upp úr því að liafa“, sagði hún. Sunnudagahvíld. — Hvernig gátuð þjer haldið heilsu og kröftum með því að sofa ekki nema UJj—2 tíma á sólar- hring ? — Það fór upp í wuia. Maður mátti til. Það var enginn til að taka við, ef jeg bilaði. Einu sinni t. d. lagðist jeg í rúmið með hita. Læknarnir sögðu að jeg mætti ekki hreyfa mig. Jeg fekk ein- hverja bóJguheJJu yfirum mig. Það var talið að hún stafaði af áreynslunni við að leggja brauðin í ofninn á Jöngum brauðskúffum. Sjerstakt lag þurfti við það og nákvæmni. Jeg þurfti altaf að stelast, upp úr rúminu á hverjum degi til þess að vinna þetta, verk. En læknirinn mátti vitanlega ekki vita af því. Svo hafði maður sunnudagana til að hvíla sig. — Hvernig var þá sú hvíld. — Frá barnæsku hafði jeg mikla ánægju af því að koma á hestbak og fást við veiðar. Jeg átti lengi vel góða hesta, Margir áttu góða hesta í Reykjavík í gamla daga, t. d. þeir kunningjar mínir Jóhannes Nordal og Hannes Thorarensen. Þegar Hannes var búinn með sín búðarstörf um kl. 11 á laugardagskvöldin og jeg laus úr bakaríinu um líkt leyti, þá höfðum við reiðhestana til og fórum út úr bænum á veiðar. Daníel Bernhöft. Við voruin á ferðinni alla nóttina ! og komum heim um kl. 2 á sunnu- dagana. Þá hvíldi maður sig vel á eftir. Jslendingur. Það var yfirleitt regla hjá mjer, þegar jeg fór af bakaríislóðinm, þá fór jeg út úr bænum. Þess vegna var það, að þegar Fran- siska systir mín gifti sig Guðmundi heitnum Olsen hjerna í Dómkirkj- unni um árið, það var haustið 1897, þá þekti kirkjufólkið mig ekki, margir sem aldrei höfðu sjeð mig, hjeldu að þetta væri einhver aðkomumaður. — Afi minn og amma komu hingað fyrir nál. 110 ár- um. Móðir mín var dönsk, ætt- uð frá Helsingjaeyri. En jeg er alt fyrir það fslendingur. Eða ekki finn jeg betur. 1 uppvexti mínum var aðallega töluð danska á heim- ilinu. Þess vegna var það, að hefð- arfrú ein hjer í bæ vildi altaf tala við mig dönskú, er hún kom í búðina. Mjer fjell það altaf illa, og sagði henni eins og var, að jeg væri íslendingur. En hún sat við sinn keip. Sumt fólk er svo einkennilegt. Hvítinffur. — Daníel Daníelsson segir í ævimjnningum sínum, að þjer haf- ið verið mikill hestamaður. — Það var mitt líf og yndi að fara hratt yfir landið á góðhest- um í kunningjahóp, og reka marga lausa hesta. — Hvaða hest áttuð þjer best- an ? — Hann hjet Hvítingur. Hvítingur var borgfirskur að ætt. Þar fann Eggert Gunnarsson hann og seldi hann Þorste'ini Thor- arensen að Móeiðarhvoli. En jeg fjekk hann frá Grími í Kirkju- bæ. Meðan Þorsteinn átti hann fekk síra Matthías Jochumsson að koma honum á bak, og kvað þá um hann þessa vísu: Þýtur frani hinn fljóti, fljótari skotnu spjóti hvata vill glæsisgoti, grjóteldingar þjóta. Skeiðsnotur ber ei skata skrautlegri jór á brautu. Hlaut alt — hver vill neita? Hvítingur, nema lýti. Svona er vísan. Þjóðskáldið fann. á honnm engin lýti. í mínum aug- um var hann lýtalaus, gammfjör- ugur, en svo taumþpur, að hægt var að stjórna honum með tveim fingrum. Hann var eins og hugur manns. — Hve gamall varð hann. —- Hann varð 24 vetra. .Teg þoldi ekki að sjá honum fara aft- ur. En það var erfitt að skilja viS hann. Læknar ráðlögðu hvíld. — Þjer hafið altaf verið vi5 góða heilsu um dagana? Fyrir mörgum árum, það var um svipað leyti og Friðrik VEQ. kom hingað, var jeg heilsutæpur um tíma. Læknarnir sögðu aS þetta stafaði af því að jeg hefði, eins og oft kemur fyrir með bak- ara, fengið mjölryk í lungun. Best væri fyrir mig að hætta að vinna, enda væri jeg orðinn það fullorð- inn að tími væri kominn til þess að jeg færi að hvíla mig. Jeg lilýddi því, og hjelt að starfstími minn væri á enda. En þegar jeg hætti að vinna varð jeg fárveikur og lagðist £ rúmið. Svo jeg sá ekki annað ráð en byrja aftur. Og það hefir dug- að mjer vel. Þ. e. a. s. í fyrra. leið mjer stundum ekki vel, þurfti. að leggja mig útaf um miðjan daginn, hafði verlc í fótunum og fanst að jeg gæti varla hreyft mig. En í ár er jeg miklu hressarL Vinnan læknar mörg manna mein. -— Betur að fleiri fengju þann lífselixír af vinnunni eins og þessii áttræði heiðursmaður, hugsaði jeg með sjálfum mjer. Síðan fórum við að tala unt stríðið, skömtunina og kökubann- ið. Komst Bernhöft m. a. að orðl á þessa leið: — Jeg hjelt nú satt að segja, að jeg myndi ekki lifa nema eina heimsstyrjöld með mjölskorti og kökubanni. En verra var það í fvrra stríðinu, en það er orðið f þessu. Þá komu þeir hver af öðr- um inn í búðina til okkar, til að yita hvort jeg bakaði ekki eitt- hvað eða hefði eitthvað óleyfilegt á boðstólum. Og aldrei hafði jeg neitt af því tagi. En langt uppi á Laugavegi var útlendingur sem bakaði alt sem honum datt í hng og græddi fje. Blöðin liafa oft verið vond við okkur bakarana, sagði hann, og við þá ekki haft menn til þess að svara nægilega vel fyrir okkur. ★ Undarlegt fólk þessir blaða- menn, hugsaði jeg, að geta feng- ið af sjer að angra annað eins Ijúfmenni eins og Daníel Bern- höft. V. St.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.