Morgunblaðið - 11.06.1941, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.06.1941, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 11. iúní 1941. BRETAR VIÐ HLIÐ DAMASKUS Darlan ræðir um „einu leið- ina til bjargar Frakklandi“ Mussolini og Churchill ræða horfurnar FREGNIR frá vígstöðvunum í Sýrlandi eru mjög óljósar. í tilkjmningu, sem birt var í Kairo í gærkvöldi, segir þó að framvarða- sveitir Breta sjeu aðeins 20—25 km. frá Damascus, höf- uðborg Sýrlands. Herfróðir menn í Kairo segja, að Frakkar hafi veitt viðnám á dreifðum stöðum. Yfirleitt er litið svo á, að Arabar taki bresku hérsveitunum vel, en frönsku her- mennirnir heiman frá Frakklandi eru sagðir trúir Vichy- stjórninni. Bresku hersveitirnar, sem sækja að Damaskus, sækja fram ur tveim áttum, frá Palestínu, en þaðan eru 65 km. til Damaskus, og frá Transjordaniu, en þaðan eru 95 km. til höfuðborgarinnar. En auk þess sækja breskar hersveitir fram norður með strönd- inni. Þeim hefir ekki sóst sóknin eins vel og öðrum hersveitum Breta, vegna eyðilegginga á vegakerfinu. En nú hefir verið sigr- ast á þessum hjallanum (segir í fregn frá London) og miðar hern- um ,nú vel áfram. Breski flugherinn er sagður veita landhernum virka aðstoð. Það er enn algeriega á huldu, hvaða afstöðu ÞjóSverjar ætla aS taka til atburSanna í Sýrlandi, Mr. Churchill vakti athygíi á þessu í gær og varaSi við of mikilli bjartsýni á meS- an ekki væri vitaS hvað ÞjóSverjar gerSu. Darlan. Darlan aðmíráli flutti ávaro til frönsku þóðarinnar í gær, og hvatti hana til að styðja Petain. Hann varaði við því, að hlýða á „hið daglega slúður“, sem út- varpað væri frá erlendri út- varpsstöð til Frakk'ands og varaði einnig við de Gaulle xg kommúnistum. Darlan vakti athygli á því, að Þjóðverjar gætu á hvaða stundu sem væri riftað vopna- hljessáttmálanum og lagt þung- ■ar refsingar á frönsku þjóðina. Hann ræddi um pað, sem hann kallaði undirbúning Frakka undir íriðinn. Hann sagði, að starf frönsku stjórn- arinnar miðaði að því, að skapa hentug skilyrði til friðar.. Menn mættu ekki láta tilfinn- ingar glepja sjer sýn. Hann sagði, að skarð það, sem skapast hefði milli Þjóð- verja og Frakka, yrði að fyll- ast, það væri skilyrði fyrir friði í Evrópu. Ef þetta skarð yrði ekki fylt, þá væri vá fyrir dyr- um. Frakkar kynnu þá að missa lönd heima og í nýlendum sín- um. Frakkland myndi þá aldrei rísa aftur. Hann sagði, að stefna Vichy- stjórnarinnar væri eina björgun Frakka. Auk Darlans fluttu Chur- chill og Mussolini ræður í gær. Churchill. Churchill ræddi um horfurnar og sagði m. a., að maímánuður hefði, frá sjónarmiði Breta, verið besti mánuður Atlantshafsorust- unnar um laugt skeið. Hanh sagði, að Bretar hefðu getað valdið öxul- ríkjunum skipatjóni sem væri 3/4 af tjóni Breta sjálfra. Þegar, lit.ið væri á horfurnar í Austurlöndum i heild, þá væri ástandið betra en búast hefði ruátt við. Þetta yrðii menn að hafa í huga, þegar nýr og e. t. v. alvar- legri þáttur væri’ að hefjast. á þessum vígstöðvum. Ef við höldum áfram að standa vörð við Nílardalinn eftir sex mánuði frá þessari stundu, sagði Churchill, þá vil jeg halda því fram að frægur kafli hafi verið skráður í sögu Bretlands og bresk i beimsveldisins. Mussolini. Mussolini flutti ræðu í ítalska þinginu, í tilefni af því að ár var liðið í gær frá því að ítalir fóru í stríðið. Mussolini ræddi um bardagana í Albaníu og Grikklandi og sagðu að ítalir hefðu brotið viðnám Grikkja á bak aftur. Grikkland er nú viðurkent hagsmunasvæði ftala, sagði Mussolini, við miklai- undirtektir. Mussolini ræddi einnig afstöð- una til annara þjóða og sagði, að ef Bandaríkin færu í stríðið, þá myndi það engin áhrif hafa, nema að stríðið myndi lengjast. Öxul- ríkin væru örugg um úrslitasígur. Fyrirspurn var borin fram í breska þinginu í gær um það, hvort Hess hefði flutt einhverjar tillög- ur til Englands. Churchill svaraði og sagði að hann myndi gefa skýrslu um Hess-málið, þegar hann teldi það heppilegt í þágu almenn- ingsheillar. Hann upplýsti að Bandaríkjastjórn hefði nú fengíð skýrslu um alt Hess-málið. Japanar hafa I hótunum f Austur-Asfu C* regnir frá Tokio í gærkv. ■*• hermdu, að til alvarlegra átaka væri að draga milli Jap- ana og stjórnarvaldanna í hol- lensku Austur-Indlandseyjun- um. Samningar um verslunar og viðskiftamál hafa staðið yfir milli hollensku stjórnarváld- anna og japanskrar sendinefnd- ar í Batavia, höfuðborg Austur- Indlandseyjanna um nokkurra mánaða skeið. Fyrir nokkrum dögum skiluðu hollensku stjórn arvöldin svari við tillögum Jap- Ifcna, og var sú skoðun þegar látin í Ijós af hálfu Japana, að svarið væri ófullnægjandi í mörgum atriðupi. Fullyrt er að hollensku • vfirvöldin hafi lýst vfir því að hollenfsku Austur- Indlandseyjarnar myndu ekki taka þátt í neirm „nýju sldpulanf í Austur- Asíu. f fyrstu var lýst yfir því, af hálfu japönsku sendinefndarinnar aS samn- ingum myndi samt sem áður verða lialdið áfram. En í gær hvöttu blöðin í Tokio einum rómi þess, að samninga- umleitunum yrði slitið- Blöðin ráðast á yfirvöldin í Bata- vía, og segja að þau hafi gengið ófús ti) samninga, og að þau vilji enga samvinnu við Japana. Þau viiji bjóða Japönum byrginn í trartsti þeirrar hjálp- ar, sem Bretar og Barrdaríki i hafa heit- ið þeim. Slitni upp úr samningunum er álitið að þa'ö kanni að hafa ófyrirsjáanlegar afleiðingar í Bandaríkjunum hafa horfurnar við Kyrrahaf verið forsíðufrjettir undan- farna daga. Hafa blöSin fuHyrt, að Norrmra, sendih. Japana í Wa&hington hafi nndanfarið verið að leita hófanna hjá Bandaríkjastjóm rnn það, hvort Bandaríkin vildu ekki gera hlutleysis- sáttmála við Japana, svipaðan rúss- nesk-japanska hlutleysissáttmálanum. Cordell Hull hefir nú borið til baka, Að Japanar hafi lagt fram tillögur í þessa átt. En umtalið um þenna hlutleysissátt- mála hefir gefið Bandaríkjaiblöðunum tilefni til að láta í Ijófe skoðun sína á afstöðu Bandaríkjanna til Japans, og hafa öll áhrifamestu blöðin hvatt til festu og stutt Cordell Hull í því efni, en hann ljet svo um mælt fyrir nokkrum dögum, að Bandaríkin þyrftu engan sáttmála að gera við Japana, þau myndu dæma stjómina í Tokio eftir verkum henuar. Þýsk flugvjel hrapar yfír Irlandi að var tilkynt í Uublin í gær, að þýsk flugvjel hefði í gærmorg- un hraþað í björtu báli yfir íriandi. Churchill svarar gagnrýnendum sínum Umræður um Krít í breska þinginu INSTON CHURCHILL svaraði í gær gagn- rýnendum sínum um leið og hann gerði breska þinginu grein fyrir orustunum um Krít. I umræðunum, sem fóru fram ví þinginu komu enn fram raddir um nauðsyn þess, að mynduð yrði sjerstök stríðsstjórn, sem skipuð væri forsætisráðherrum samveldislandanna. Einn þing- maður, Beverley Baxter hjelt því fram, að sumir af ráðherrum þeim, sem nú eru í stríðsstjórninni sjeu ekki einu sinni með hug- ann við stríðið. Hore Belisha sagði, að allir Bretar vildu keppa að því, að efla Churchill til dáða, en breska stjórnin hefði enn ekki náð í hernaði sínum þeim hraða og þeirri ráðkænsku, sem einkendi hernað Þjóðverja. Amerfskt skip skotið f kai „lnnan ameríska hluta Atlantshafsins“ TTt regnir hafa borist til New York um að ameríska skipið „Robin Moore“ hafi verið skotið í kaf í Suður-Atlantshafi. Skipið var á leið til Höfðaborgar í Afríku. Stephen Eariy, fulltrúi Roose- velts, sagði í gær, að Bandaríkja- stjórn hefði sannfrjett, að skipið hafi verið skotið í kaf vel innan ameríska hluta Atlantshafsins. En hann bað menn um að forðast állaáfellisdóma, þar til nánar’. fregnir hafa borist. Frjettaþulir í Bandaríkjunum láta í ljós þá skoðun, að atburð- úr þessi muni ekki vekja eins mikla andúð, eins og orðið hefði, ef þetta liefði gerst í'yrir ári, eða eins og svipaðir atburðir vöktu í síðustu styrjöld, en þá kom hinn ótakmarkaði kafbátahernaður Þjóðverja öllum á óvart. „Innrás á Cyprus“ Fregnirnar af vígstöðvunum við austanvert Miðjarðar’- haf eru mjög óljósar og ófull- komnar. Fregnir hafa jafnvel borist hingað — að vísu algerlega ó- staðfestar — um að öxulsríkia hafi gert innrás í Cyprus og að bardagar hafi staðið þar síð ustu þrjá daga. G^gnrýnin, sem fram kom að öðru leyti í þinginu, snerist eink um um tæknisleg efni. Lee Smith spurði hversvegna það hafi ekki verið hindrað, úr því að breskar flugvjelar gátu ekki notað flugvellina á Krít, að Þjóðverjar gætu notað þá. Einn ig sagði hann. að þýsku her- mennirnir hefðu haft betri byss- ur. Hann sagði, að það væri auðsætt, að breska herstjornin hefði búist við árás á Krít af sjó og áð hún hefði ekki verið viðbúin árásum ír lofti. „Við höfum ekki efni á því, að hirða ekki um þá lexíu, sem við get- um lært af þessari innrás á Krít“, sagði Lee Smith. Hore Belisha ræddi um nauð- syn þess, að breski flol^nn hefði stuðning frá flugher, sem bæki- stöðvar hefði á landi. Aðrir ræðumenn lögðu einnig áherslu á þá lexíu, sem breski heima- herinn gæti lært af því, sem gerðist á Krít. Churchill svarar 1 svari sínu sagði Churchill, að eng- inn, sem ekki hefði nákvæma vitneskju um herstyrk Breta- gæti dæmt um. hvernig raða ætti niður þessum her- styrk, þegar um það væri að ræða, hvort rjett hefði verið að veikja her- vai-nirnar til þeþs að efla vamimar í Austurlöndum, þá yrði að taka tillit til þess, að hergögnin, sem send væru til Austurlanda, væm 3 mánuði á leiðinni þangað og lægju ónotuð þenna tíma- En breska stjórnin hefði sent til Aust- urlanda; hverja loftvarnabyssu, sem hún gat án verið, og að ráðstafanir hefðu verið gerðar til þess að efla breþka flugherinn þar til stórra muna. Churehill svaraði Hore Belisha og sagði, að ekki yrði hjá því komist. að skýra frá því, að ástand breska hers- ins, er Hore Belisha hvarf úr hermála- ráðuneytinu, eftir 10 ára dvöl þar, hefði verið afjeitt, einkum hefði verið skortur á loftvamabyssum, skriðdreka bysþnm og skriðdrekum. FRAMH. Á SJÖUNDU SÍÐU.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.