Morgunblaðið - 15.07.1941, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ
i'l
Þriðjudagur 15. júlí 1941.
Þjóðverjar tala um „loka-
árásina“ á rauða herinn
Rússar skýra frá gagnárásura
á öllum vígstöðvum
ITILKYNNINGU rússnesku her
stjórnarinnar í.nótt var skýrt
frá hörðum gagn-árásum á öll-
um þrem vígstöðvunum, sem nefndar
hafa verið undanfarna daga: Norður-
vígstöðvunum, þar sem Þjóðverjar sækja
fram til Leningrad; miðvígstöðvunum í
Hvíta-Rússlandi, og á suðurvígstöðvun-
um í Ukraníu. í tilkynningunni eru þó
ekki nefndir neinir ákveðnir staðir.
I tilkynningu þýsku herstjórnarinn-
ar í gærdag var aðeins sagt, að þýsku
herirnir haldi áfram, samkvæmt áætlun,
hernaðaraðgerðum þar sem víglína Rússa
hafi verið rofin.
Í! þýskum fregnum í gærkvöldi var lát-
ið í veðri vaka, að þýsku herirnir væru víða
komnir 80 km. fram hjá Stalin-línunni. Meðal
herfróðra manna í Berlín í gær var látin í ljós
sú skoðun, að sókn Þjóðverja í gegnum Stalin-
línuna, samsvaraði sókninni í gegnum Wey-
gand-línuna við Somme í Frakklandi í fyrra.
Nú væri líkt komið fyrir Moskva, eins og fyr-
ir París í fyrra, þegar Weygand-línan var rofin.
Þeir segja, að árangurinri af því, að Stalin-
línan hafi verið rofin, muni verða hinn sami
og af því, er Weygand-línan var rofin. Tala
þeír nú um loka-árásina á rauða herinn.
Sá orðrómur gengur í Berlín, að sovjet- ,
stjóruin sje þegar farin að gera ráðstafanir tih 1**4
að flýja burt frá Moskva (að því er frjetta-
ritari National Broadcasting útvarpsins í Ber-
lín símar).
Erlendir sendiherrar eru einnig sagðir vera farnir að gera ráðstafanir til að flytja frá
Moskva.
Þýska frjettastofan segir,, að hið ákafa viðnám, sem rússneski herinn veiti á einstaka stöð-
um, stafi af því, að hann eigi engrar undankomu auðið lengur, svo að hann eigi ekki annars
kost en að reyua að verjast, eða verða tekinn til fanga.
Frjettastofan segir, að þess
verði þó stöðugt meira vart,
hve kjarkur rússneska hersins
sje farin að bila. Rússneskir her
menn eru sagðir unnvörpum ger-
ast liðhlaupar.
! Berlín er skýrt frá því, að
ótrúlegur glundroði ríki í her
línu Rússa. Sumstaðar hitti Þjóð
Verjar leifar úr ólikustu her-
fylkjum, sem hnoðað hafi ver-
ið saman. Einnig tala Þjóðverj-
ar um að mikið sje farið að
sjást af varaliði og jafnvel ó-
þjálfuðum nýliðum í her Rússa.
Hernaðaraðstaðan á vígstöðv
unum virðist vera þessi:
FINNLAND
Finska herstjórnin tilkynti í
gær, að finski herinn hefði að
undangenginni fallbyssuskot-
hríð, lagt til árásar á Rússa,
norðan og sunnan við Ladoga-
vatn síðastliðinn fimtudag (10.
júlí). Eftir að hafa sigrast á
hörðu viðnámi rússneska hers-
ins, hafi sókninni verið haldið
áfram, og er finski herinn sagð
ur vera kominn 60 km. frá gömlu
finsk-rússnesku landamærun-
um. Sóknin heldur áfram.
Rússar minnast ekkert á bar
daga á þessum vígstöðvum
Leningrad-
vígstöðvarnar.
Á vígstöðvunum austan við
Eystrasalt hafa engir staðir ver
ið tilnefndir frá því að Rússar
skýrðu í gærdag frá höi’ðum bar
dögum við Pskov.
En þó að þýsku framvarða-
sveitirnar sjeu komnar norður j
undir Pskov, þá eru bardagar!
þó enn háðir langt að baki þess \
um framvarðasveitum (segir íl eníidierr
fregn frá London), því að í þýsk
um fregnum í gær var talað um
orustur hjá Oporcka, um 20 míl;
ur innan Rússiands, frá landa
mærúm Lithauen.
Suður-Vígstöðvarnar.
í iíkraníu segjast Rússar hafá
sigrað þrjii þúsurul manna þýslct
lið, og eyðilagt fjölda skriðdreka,
brynvagna og bifreiða.
í tilkynningu ungversku lier-
stjórnarinnar í gær var sagt, að
ungverski herinn hjeldi áfram að
elta flótta óvinanna.
Friður
í Sýrlandi
Friðarsamningur var undirritað-
ur í Acca í Sýrlandi kl. 7.55
í gærkvöldi, að því er fregnir frá
London hernia. Samninginn tuíd
irrituðu af hálfu Breta, Maitlani
Wilson hershöfðingi og Cartroux
hershöfðingi (Frjáls Frakki), en
Verdiac hershörðingi af hálfu
Frakka.
Island og heimsyíirráð
Roosevelts
Island þar enn á góma í þýska
utanríkismálaráðuneytinu í
gær. Erlendur blaðamaður
spurði fulltrúa ráðuneytisins á
blaðamannafundinum í gær-
morgun, hvort þau ummæli
í „Berliner Börzenzeitung“, að
hervernd Bandaríkjanna á ís-
iandi væri þáttur í heimsyfir-
ráðia-ætlunar Roosevelts, bælri
að skoða sem álit þýsku stjórn-
arinnar, og svaraði fulltrúinn þá
með því að spyrja blaðamann-
inn, hvort hann hjeldi að þessi
ummæli hefðu birst í blaðinu,
ef það væri ekki í samræmi við
skoðun þýsku stjórnarinnar eða
þýska utanríkismálaráðuneytis-
ins.
Churchill varaij
við auknum loftt
árásum Þj óð verj a
„En við munum gjalda
í sömu mynt í stöðugt
vaxandi mæli'
14
MR. CHURCHILL flutti útvarpsræðu í gær
og bað bresku þjóðina að vera við því
búna, að Þjóðverjar svöruðu loftárásum
Breta á Þýskaland, með árásum, sem væru jafnvel enn-
þá meirí en í fyrra. En hann sagði, að ef breskir borgr
arar yrðu látnir greiða atkvæði um það, hvort þeir vildu
láta hætta loftárásunum, þá myndu þeir svara eínum
rómi: „Nei, nú erum það við, sem tökum við:".
Churchill flutti ræðu sína til starfsmanna í borgaraliði Luud-
úna. Fyr um daginn hafði hann gengið fram hjá fylkingum úr
borgaraliðinu í Hyde Park.
as?
Rússa í Brazilíu
hefir skýrt frá því, að þýski
he'rinn hafi notað gas á austur-
vígstöðvunum.
I I tilefni af þessu hefír þýska
j herstjórnin lýst yfir því, að hjer
sje um tilhæfulausan uppspuna að
Mið-vígstöðvarnar. jræða
Þjóðverjar segjasl sæk.ja frarn j Þetta bar á góma er erlendir
breiðri víglínu fyrir austan Drje-jblaðamenn voru í þýska utanrík-
per. Hjer virðast Þjóðverjar vera I ismálaráðuneytinu í gær. og l.jet
kotnnir í grend við Smolensk. En ; fulltrúi þýsku s tjómariunar þá.
á sama hátt og á Eystrasaltsvíg | svo um mælt, að verið gæti að
stöðvununi, virðast eirmig lijer j Rússar væru að búa heiminn undír
vera háðar orustur langt að baki að þeir notuðu sjálfir gas. sern
þýsku víglrnunni (segir í Lund | örþrifaráð, til að stöðva sókn
únafregn). Þannig er talað í þýsk- jÞ.jóðverja. En þýski herinn mun
um fregnum um ornstu hjá Mogi-‘þá gera viðurkvæmilegar ráðstaf-
lev vestan Dnjeper. anir, sagði fuUtrúinn.
Churchill sagði, að þegarÞjóð
verjar hófu loftárásír sínar í sept
ember í fyrra, er Hitler hótaðí
að afmá breskar borgir, þá hefði
hann verið kvíðinn. En Lundúna-
búar hefðu boðið Softárásunum
byrginn, og síðan hefðu aðrar
borgir einníg sýnt, að þær ljetu
ekki bugast.
í fyrya hefðu Bretar þurft að
taka við meiru, en þeir gátu gef-
ið. En loftsókn Breta undangeug-
inn mánuð væri upphafið að enn
þá harðari loftárásum. Nú væri
röðin komin að þeim að gef;'
meira, en þeir tækju á móti.
Churehill sagðí, að í sðastliðn-
um mánuði hefði burðarmagn
þeirra sprengja, sem varpað var
á Þýskaland, verið helmingur á
móts við þær sprengjur, sem
varpað var á England í allan
fyrravetur. Við höfum nú byrj-
að vísindalegar, kerfisbundnar
loftárásir á Þýskaland og við
munum halda þeim áfram í
í stöðugt vaxandi mæli næstu
mánuði og næstu ár, sagði
Churchill.
Hann talaði um „þýska hjer-
aðið, sem áður var Ítalía'", og
tilgði að ítalir myndu eixmig fá
að finna til loftárása Breta, þeg
ar nóttina færi að lengja.
Hann sagði, að búast mætti
við, að hlje það, sem verið bafi
í loftárásum Þjóðverja, myndi
brátt taka enda. Hann sagði, að
Þjóðverjar hefðu uægan flug-
flota í Vestur-Evrópu til þess að
gera harðar loftárásir á Eng-
land. Við vitum ekki hvers vegna
þetta hlje hefir verið, e. t. v.
stáfar það af því, að þeir sjeu
að spara kraftana, til að geta
gert enn öflugri árásír síðaf.
Ert það er þá tryggara að vita;
að þeir þurfa að spára.
Hann sagði, að hann hefði
gert ráðstafanir til þess að geta
mætt þessum árásum, og hann
hefði sannfærst um að ráðstaf-
anir þær, sem hann hefði fyrir-
skipað, væru framkvæmdaf.
Ráðstafanir þessar eru m. a.
fólgnar í fleiri Öflugum loft-
varnabyrgjum o. fl.
Churrhill sagði að lokum,
að breska þjóðin myndi aldrei
semja við Hitler. Hún mun
ganga sína, hversu örðug, sem
húr kann reynast.