Morgunblaðið - 15.07.1941, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 15. júlí 1941.
MORGUNBLAÐIÐ
3
íslendingur ráðinn til
breska upplýsinga-
málaráðuneytisins
Tekur við íslenska
úfvarpinu i London
UPPLÝSINGAMÁLARÁÐUNEYTIÐ BRESKA
hefir nýlega ráðið til sín Bjarna Guðmunds-
son til starfa í London. Fór hann til Eng-
lands í vikunni sem leið.
Bjarni á að annast sendingar á frjettaskeytum til Reykjavíkur-
biaðanna og tala vikulega í breska útvarpið á íslensku. En starf hans
'■.erður ákveðið nánar þegar hann kemur til London.
IJpphaflega var áætlunin, að
Bjarpi yrði íslensku : blaðamöntt
unúm samferða tii Englands. en
hann var ekki ferðbúinn fyrr eu
nú, (mda þurfti hann í ýms horn
að líta, áður en hann færi af landi
burt til 'dvalar.
Bjarni er Reykvíkingur að ætt,
sonur Guðmundar Guðnasonar gitll
smíðameistara og koriu hans,
Nikolínu Sigurðardóttur frá Litla-
Seli. Hann iauk stúdentsprófi 1927
og innritaðist. í norrænudeild;: en
hvarf frá námi vorið 1929 og
rjeðist til Morgunblaðsins. Hausfið
1930 sigldi hann til náms í Þýska-
landi og lagði stund á blaða-
mensku. Næsta vetur dvaldi hann
í París við samskonar nám, enn-
fremur um tíma úGenf í Sviss og
síðár í London.
^ < 'j i \'j; ':í» •v'
I ársbyrjun 1933 rjeðst hánn á
skrifstofu H.f. Kol & Salt, og varð
árið eftir skrifstofustjóri ])ess
fýrirtækis, en þar starfaði harm tii
1939. í stríðsbyrjun varjhann út-
nefndur kolaeftirlitsmaður 1
Reykjavík, en nú í ársbyrjun
fjekk hann sig lausan frá þv'i
starfi til þess að starfa hjá bresku
sendisveitinni, hjá dr. Mckenzie
blaðafulltrúa.
Bjarni er ágætlega að sjer í
landaíræði Evrópu og þjððhátt-
um, því ank þess, sem að framári
getur hefir. hann tvisvar farið uí-
an, í fyrra skiftið til Rússlánds og
Norðurlanda 1934, en í síðara skift
ið 1935 (brúðkaupsför með könú
sinni, Gunnlaugu Briem) til Erig-
lands, Frakklands, Þýskalands og
Dánmerkur.
Bjarni er manna best að sjer í
útbreiðslustarfsemi (propaganda),
enda lagt mikla stund á að menta
sig vel í þeirri grein. Hann er
ágætur tungumálamaður, talar
ensku, þýsku og frönsku, auk
Norðurlandamála og er „gutlfær
í spönsku og ítölsku“ eins og
hann segir sjálfur.
Þótt starf Bjarna sje að mestu
einskorðað við kynningu og út-
breiðslustarfsemi fyrir Breta, þá
mun hann geta orðið Islandi að
margskonar liði og til þess er
Bjarni manna hæfastur. Hann er
glæsimenni á velli, menntaður vel,
hæverskur og öruggur í fram-
komu.
: !' j; j; Bjarrii Guðmundsson.
Fram gerði jafn-
tefli við ísfirðinga
Meistaraflokkur Fram og
úrvalslið Harðar og
Vestra tþreyttu knattspyrnu-
kappleik í fyrradag á Isafirði.
Jafntefli varð, 2 mörk hjá
hvorum. Áhorfendur voru geysi
márgir og leikuririri var skemti
legur og hinn drengilegasti.
Völlurinn þótti fremur slæmur
og háði það Reykvíkingunum
nokkuð, að þeir voru honum ó-
vanir.
Tjeikurinn var allharður á köfl-
um og iirðu nokkrir knat.tspyrmi-
mannanna fyrir smámeiðslum. Mið
framherji Fram, Jón Magnússon,
varð fyrir því óhappi, er hann var
fyrir opnu marki, að spyrna fæti
svo fast í jörðu, að hann varð að
ganga úr leik vegna meiðsla á fæti,
Reykvísku knattspyrnúmennirn -
ir búa við liið besta atlæti hjá
ísfirðingunum og eru veittar hin-
ar bestu móttökur. í gær voru
þeir í ferðalagi um nágrennið í
boði knattspyrnufjelaganna.
í 4ag þreyta þeir síðari leik-
inn við úrvalslið ísfirsku knatt-
spyrnufjelaganna.
Keppir Sæmundur Gíslason þá
með Fram, en þann kepti ekki
fyrri leikinn.
Síldin
. Siglufirði í gær.
Lítil síld hefir borist hingað
en þó hefir verksmiðjan
Rauðka fengið nokkra farma,
og er nú hafin vinsla þar.
Síldin veiðist öll við Lango-
nes, en er afar grunt. Næst
helst ekki nema í grunnnætur.
Rafn kom í dag með 1000
mál. Er þetta önnur hleðsla
skipsins. Hefir Rafn grunnnót
og fjekk síldina í hana.
Síld fjekst hjer í morgun út
á Sundi í snurpinót, annars er
allur flotinn austur frá.
Þeir bátar, sem reynt hafa
með reknet, hafa fengið góðan
afla austur af Grímey, 80 tunn
ur í 10 net..
Kalsa-tíð hefir verið undan-
farið.
Sjómenn segja síldina stygga
og mjög stutt uppi í einu.
Fiskilítið er hjer núna.
STÆKKUN DR. POULS-
VERKSMIÐJUNNAR
I vor og sumar hefir verið unn
ið að stækkun dr. Pouls-verk-
smiðjunnar. Var byrjað á þess-
ari Mækkun árið 1939, en varð
ekki lokið þá, vegna siglinga-
teppunnar eftir að stríðið hófst.
En nú er verkinu lokið og voru
vjelarnar r^yndar í gær. og
reyndust þær góðar.
Stækkunin nemur 2500 mál-
um, sem verksmiðjan afkastar
nú meira en áður.
1100 MÁL TIL RAUFAR-
HAFNAR
Til Raufarhafnar komu í gær
Valbjörn með 800 mál og Búða
klettur með 300 mál.
2000 MÁL TIL DAG-
VERÐAREYRAR
Akureyri í gær.
Afla sinn hafa lagt á land á
Dagverðareyri undanfarna
þessi skip: Kristjana, Súlan, Kol
brún og Andey. Samtals 2000
má Isíldar.
„Sæbiörg“ eyðilagQi
trð tundurdufl í gær
Björgunarskútan Sæbjörg, sem
um 'þessar mundir er fyrir
Norðurlandi, skaut í gær niður
tvö tundurdufl á Húnaflóa.
Fyrir skömmu hafði borist til-
kynning frá Súðinni um tvö tund-
urdufl á skipaleiðum á Húnaflóa
og má því ætla að svo vel hafi til
tekist að Sæbjörg hafi hitt á þau.
Annars hefir frjetst til tundur-
dufla víðar fyrir Norðurlandi, við
Siglunes og Mánareyjar.
„Sigurinn vinst
með þvf nð allir
færi lórnir"
Ivar Guðmundsson
talaði í íslenska
Lundúnaútvarpið
á sunnudaginn
I var Guðmundssori blaðamáður
* við Morgunblaðið flutti erindi
í ísienska útvarpið í London á
sunnudaginn var.
Hann talaði m. a. um þá frá-
bærn gestrisni og alúð sem ís-
lensku blaðamönnunum hefir ver-
ið sýnd í Englandi, jafnt af æðri
sem lægri. Sagði hann, að vin
semd í garð Islendinga hefði ekki
einasta komið fram hjá þeim á-
hrifamönnum, sem sjerstaklega
hafa tekið á móti blaðamönnun-
um, lieldtir og tneðal verkamanna
og almúgafólks, sem blaðamenn-
irnir hitta af heridingu. Hvarvetna
kom í Ijós innileg ósk urn, að
ísland férigi í framtíðinni að vera
sjálfstætt fullvalda ríki.
Ræðumaður lýsti ýmsu því, er
þeim blaðamönriunum liefir verið
sýnt. Hafa þeir skoðað flugvjelar
og flugvjelaverksmiðjnr og annan
hergagu aútbúnað.
Þeir hafa kynst æfingum og
starfi heimavarnaliðsins, komið á
eina æfingástöð þéss og sjeð hvern-
ig fójk frá öllum starfssviðum og
á Öllum aldri notar allar frístund-
ir sínar við 'æfingar þessar. Því,
sagði hann, þó Bretar sjeu vissir
urn sigur sinn,: treysta því, að
þeir sem fyrr vinni „síðustu or-
ustuna“, þá vit.a þeir líka, að þeir
vinna ekki sigur í þetta sinn,
nema hver einasti einstaklingur
þjóðarinnar færi fórnir. Það er
þessi fórnarlund, samhugurinn og
æðruleysið, sem er sterkasta vörn
bresku þjóðarinnar í þessari styrj-
öld.
Ræðumaður sagði m.. a. frá því
er þeir blaðamennirnir gerigu á
ffind Anthony Eden, utanríkis •
málaráðherra, um veislur er þeim
hafa verið haldnar og um það hve
bresku blöðin hafa getið nákvæm-
lega um ferðir þeirra og það sem
fyrir þá hefir borið.
Ilefir, för blaðamannanna til
Englands sýnilega orðið hin ágæt-
asta. ,
14 ára drengur
druknar
Asunnudaginn varð það
sorglega slys, að 14 ára
gamall drengur, Ingi Valberg
Einarsson druknaSi í ElliSa-
vatni.
Var hann að baða sig í vatn-
inu, og er álitið, að hann hafi
fengið krampa og sokkið. Ann-
ar piltur var með honum og
sagði hann frá álysinu, óg náð-
ist drengurinn fljótlega og voru
gerðar á honum lífgunartilraun
ir, sem reyndust árangurslaus-
ar.
Sflglingarnar:
Sjómenn feldu
tillðgu sótta
nefndar
Dátttakan í atkvæSagréiðslu
sjómanna um sáttatillögu
sáttanefndar í togaradeilunni
var mjög lítil.
Fjögur fjelög tóku þátt í
henni, Sjómannaf jelag Reykja
víkur, Sjómannafjelag Hafnar-
fjarðar, Vjelstjóraf jelag ls-
lands og Fjel. ísl. loftskeyta-
manna.
Hjeldu fjelög þessi fundi á
laugardag til þess að ræða til-
Tögu sáttanefndar.
tfrslit atkvæðagreiðslu er fór
frani á fundunum, urðu þessi, er
atkvæði voru talin í gærmorg-
nn:
95 sögðu nei við tillögunni,
29 sögðu já, 8 seðlar voru auðir
og 3 seðlar ógildir. Als voru
greidd 135 atkvæði.
Útgerðarmenn samþyktu til-
löguna.
Ætla má, að í þessúm fjelög-
um sjómanna sjeu um 15—16
hundruð meðlimir.
Matvælaseðlum
úthlutað fyrir
tvo mánuði
Simkvæmt upplýsingum, sem
blaðið hefir aflað sjer
verður sú úthlutun matvæla-
seðla, sem fram fer í lok þessa
mánaðar aðeins fyrir tvo mán-
uði.
En áður hefir verið úthlutað
seðlum til lengri tíma eins og
kunúugt er. Síðast var úthlutað
til 4 mánaða, en sú úthlutun
framlengd í 5 mánuði. ,
Af kaffi hefir oftast áður ver-
ið úthlutað 300 gr. á mann á
mánuði, miðað við brent kaffi.
Við seinustu úthlutun vora
það 412 y2 gr. á mann, en þeg-
ar framlengingin kom, fór kaffi
skamturinn niður í 303 gr. Nú
verður úthlutað 375 gr.
Af sykri var við seinustu út-
hlutun ætlast til að 2 kg, kæmu
á mann á mánuði, en við fram-
lenginguna fór það niður í 1500
gr. - . .
Nú er ætlast til að sykurskamt-
urinn verði 1750 gr. á mann.
Af kornvörum var við síðustu
úthlutun ætlast til að 6y2 kg. kæmi
á mann, en við framlenginguna
urðu það 5 kg. En það var síðau
bætt upp svo endanlegur skamt-
ur varð nálægt 6 kg.
Við næstu úthlutun verður korn-
vöruskamturinn 6% kg.
82 ára er í dag ekkjan Sigríð-
ur Þorláksdóttir, Shellveg 2,
Skerjafirði. Hún er borinn og baru
fæddur Reykvíkingur og hefir al-
ið hjer allan sinn aldur.