Morgunblaðið - 15.07.1941, Blaðsíða 6
6
MORGUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 15. júlí 1941.
Víxandi fþrótta-
llf f Vestmanna-
eyjum
Samtal við Karl Jóns-
son fararstjðra K, V.
T7 estmannaey j astúlkur nar 11,
* sem keptu á handknattleiks-
motinu, eru íarnar til Eyja. Eru
þær úrval úr íþróttafjelögunum
Týr og Þór.
Morgunblaðií} hitti fararstjóra
þeirra, Ivarl Jónsson, sem mjög
hefir verið við íþróttamál í Eyjum
riðinn, að máli í gær og spurði
hann um ferðina og íþróttalíf í
Vestmannaey jum.
— Við erum mjög ánægð með
ferðina, segir Karl Jónsson. Við
keptum tvö leiki, þann fyrri við
Akureyrarstúlkurnar og töpuðum
með 1:2, eftir mjög skemtilegan
leik. Hinn leikinn, er við ljekuin
vjð Ájmann, unnum við með 2:1.
Stúlkurnar fara heim glaðar og
ánægðar.
r—.Ferðuðust þíg nokkuð hjer
um nágrennið?
— Já,- við fórum til Þingvalla
í boði Armanns og bæjarstjórnar
Reykjavíkur. Annars dvöldum við
hjer á vegum Armanns og feng-
um ágætar móttökuri.Bið jeg yður
að þakka Reykvíkingum prýðileg-
ar samvistir.
Við förum heim með bjartar
minningar um dvölina.
— Hvað er tíðinda af íþrótta-
lífinu hjá ykkur í Vestmanna-
eyjum ?
!— Jeg hygg að það sje mjög
í luppgangi. Þar eru starfandi tvö
íþróttafjelög, auk sundfjelagsins,
sem heldur uppi sundkeiislu. Sund
hefir verið kent í 2 mánuði í sum-
ar og. kendi Friðrik Jesson sund-
kennari. Við höfum sundlaug npp
hjtaða með kolum. Er sund mikið
stundað og margir syndir. Eru að
jafnaði haldin námskeið fyrir sjó-
menn, og var eitt slíkt námskeio
nýlegaj iv- ;;<-jM/j , ;,.r,
— Stupdið þið , ekki frjálsar
íþróttir ?
\— Já, við höfum uip all-langt
skeið stundað hlaup, kringlukast,
sljökk og áði'ar' frjálsar íþróttír.
llafa íþróttamenn í þessum íþrótta
greinum, sem við höfum sent á
mót utanbæjar, getið sjer góSan
orðstí.
Við ei gtim ágætt íþróttah’ús ög
er að því mikill styrkur.
— Hvaðá iramtíðarmál eruð þið
nieð á prjónunum?
— Við þurfum að bæta knatt-
sþyrnuvöll okkar. Það er malar-
völlur. Er í ráði að gera hann að
grasvelli.
Þá er og í ráði að koma upp
gufubaðstoíu. Rann allur ágóði
af 17. júní hátíðahöldunum til
þeirrar framkvæmdar. Standa
bæjarsjóður' óg íþróttafjelögin
sameiginlega að henni.
Við Vestmannaeyingar, segir
iKarl Jónsson að lokum, trúurn
margir á gildi íþróttanna. Jeg
vona að íþróttamál okkar eigi
sjer góða framtíð.
Skjaldbreiðarför
Ferðafjelagsins
I
tilefni af því, að hundrað
ár voru liðin í gær síðan
Jónas Hallgrímsson varð við
skila við lest sína og fjekk að
minsta kosti hugmyndina að
kvæði sínu um „Fjallið Skjald
breiður“, efndi Ferðafjelag Is-
lands til skemtiferðar á Skjald
breið í fyrradag. Þátttaka var
mikil, um 60 manns, og varö
þó að neita mörgum vegna bif-
reiðaskorts.
Sigurður Nordal prófessor
sýndi fjelaginu þá miklu velvild
að slást í förina og mintist hann
í ræðu Skjaldbreiðarferðar Jón
asar fyrír hundrað árum, við-
stöðu Jónasar á Þingvöllum áð-
ur en hann lagði í ferðinna o.fl.,
á þann hátt að ferð „náttúru-
skoðarans“ og skáldsins varð
ljóslifandi fyrir þeim, er á
hlýddu, og að sama skapi var
framsetning prófessorsins skipu
leg og skemtileg. Að lokinni
ræðunni var „Fanna skautar
faldi háum“ sungið við raust af
öllum viðstöddum — öll erind
in.
Mistur allmikið var orðið
lofti, þegar upp á fjalið var
komið og útsýni ekki gott. Það
var helst Þórisjökull, Hlöðufell
og Skriðan, sem mistrinu tókst
ekki að fela. En þegar köm nið-
ur að möldunum í Sandkluftun
um og á Ormavöllum, var þar
þjetting-s sandbylur. Eigi að síð
ur undi fólk ferðinni hið besta
og þótti deginum vel varið, og
olli þar miklu um hin prýðilega
ræða próf. Nordals.
Hjálparbeiðni
Fyrir röskum tveim vikum
bað jeg bæjarbúá að minn
ást ungrar, heilsulausrar stúlku
-— að ljetta henni sjúkleikabýrð
ina með nokkurri fjárha^shjálp
til stundarúrlausnar á brýnustu
þorf. Jég hefi veitt viðtöku eftir
töldurn gjöfum:
Frá N. N. 10 kr., frá G. 5;
kr.,-frá P. og J. 10 kr,, frá V.
o. Jl. .30 Hx., fr;á J, E. J kr„ frá
Ó. B. 200 kr„ frá R. S. 10 kr.,
frá Ben. Kr. 10 kr. Samtals kr.
279,00.
Kærar þakkir fyrir þessar
gjafir. En hver vill bæta við? —
Morgunblaðið er fúst til fyrir-
greiðslu. Svo og undirritaður.
Sigurbj. Einarsson
Breska setuliðið
tilkynnir
Stórskotaliðs- og vjelbyssu-
skotæfingar fara fram
miðvikudagnin 16. júlí 1941,
milli ’kl. 11,00 og'13,00 á Mið-
dalsheiði. Skotið verður í norð-
austur átt.
Það þykir ekki ástæða til að
loka neinum vegum í sambandi
við péssár æfingar.
HernaOar-
bandalag Breta
og Rússa
>>
Tyinn stysti og ljósasti alþjóða-
sáttmáli, sem nokkru sinni
hefir verið gerður“ — þannig lýsa
bresk blöð hernaðarbaijdalagssátt-
málanum, sem undirskrifaður var
í Moskva á sunnudaginn.
Samningurinn er í tveim liðum.
Breska stjórnin og Sovjet-stjóru
in skuldbinda sig til
1) að veita hvor annari allan
hernaðarlegan stuðning, í barátt-
unni gegn Hitler-Þýskalandi,
2) að gera enga sjersamninga
við Þjóðverja um vopnahlje eða
frið, nema því aðeins að hinn að
ilinn veiti samþykki sitt til þess.
Samningurinn gengur í gildi
þegar í stað og þarf ekki fulln
aðarsamþyktar.
Sir Stafford Cripps undirskrif-
aði samninginn fyrir hönd Breta
og Molotoff fyrir hönd Rússa.
I breskum blöðum er samningn-
um fagnað. Einnig í samveldis-
löndum Breta hefir honum verið
vel tekið.
Arás rússneska
Eystrasaltsflotans
ð þýskan skipafloia
í tilkvnningu rússnesku herstjórn
* arittnar í nótt vár skýrt frá
árás, sem rússneski Eystrasalts-
flotinn ér ságður hafa gert á
þýskan skipaflota í EýstráSalti á
laugardaginn." Rússnesk strand-
virki eru einnig sögð hafa skotið
á skipaflqtann,, sem varinn var af
týskum herskipum.
Ilússar; segja að tveiin tundur-
spillum og 13 herflutninga- og
hergagnaflUtningaskipum hafi ver-
ið sökt, en þriðji tundurspillirinn
og önriur þréttán herflutningaskip
hafi laskast.
Sjálfir segjast þeir ekki ’ hafa
Æfifjelagi í. S. í. hefir nýlega
gerst lngólfur Guðmundsson húsa-
smíðameistari í Reykjavík, og eru
nú æfifjelagar Sambandsins 114 að
tölu. Hver verður næstur?
orðið fyrir neinu tjóni.
50 Rússum haldið
eftir í Þýskalandi
Fxýski sendiherrann í Moskva,
“■ starfslið hans og aðrir Þjóð-
verjar, seip dvöldu í Rússlandi,
komu til Tyrklapds í gær á heim-
leið. — Rússneski sendiherrann í
Berlin og um 100C) Rússar, aem
dvöldu í Þýskalandi, eru einnig
komnir til Tyrklands.
Fimtíu þýskir menn eru enn eft-
ir í Rússlandi, og þar til þeir eru
komnir til Tyrklands, verður 50
Rússum haldið eftir í Þýskalandi.
Næsta spor
Roosevelts
Roosevelt kallaði leiðtoga ame-
ríska Þjóðþingsins, fulltrúa-
deildarinnar og öldungadeildarinn-
ar á fund sinn í gær til þess að
ræða við þá um tillögu Georges
Marshalls, yfirmanns foringjaráðs
ameríska hersins, sem fer í þá átt,
að þingið heimili, að þjónustutíma,-
bil þeirra manna, sem kvaddir
voru í herinn til eins árs í fyrra,
verði framlengt og að leyft verði
að senda ameríska hermenn út fyr-
ir vesturhvel jarðar.
Einn af leiðtogum utanríkismála
nefndar öldungadeildarinnar ljet
svo um mælt, að vitnisburður
Marshalls muni hafa þau áhrif, að
þingleiðtogarnir muni láta sanu-
færast þegar í stað.
Frjettastofufregnir herma þó, að
tillaga Marshalls muni hljóta
mikla andstöðu bæði í fulltrúa-
deildinni og öldungadeildinni.
flngwfelatfón
Þfóðverfa
Þý$k llngvfel
yflr Svíþjóð
K ýsk flugvjel flaug í gær inn
* vfir Suður-Skán í Svíþjóð.
Hlutleysisliðið hrakti flugvjelina
aftur á haf út.
T7T lugvjelatjón Þjóðverja frá
*- stríðsbyrjun er gert að um
talsefní í Times 11. þ.m. Er
niðurstaðan í 6 liðum:
1) Yfir Bretlandi hafa verið
skotnar niður 3688 þýskar flug-
vjelar, og yfirgnæfandi meiri-
hluti voru sprengjuflugvjelar.
Hjer með eru aðeins taldar þær
flugvjelar, sem óyggjandi vissa
er fyrir um að hafi farist.
2) í orustunum í Frakklandi
skutu flugvjelar Vorar niður um
1000 þý^kar flugvjelar, en ,sí}
tala er ábýggilega of lág.
3) Breski flotinn telur sig hgfa
skotið niður 328 flugvjelar. f
4) 426 óvinaflugvjelar hafa
Bretar skotið niður yfir Þýska-
landji og hernumdu löndunum,
5) Við Miðjarðarhaf hafa öx-
ulríkin mist samtals 1969 flug-
vjelar, og þar af voru um 400
þýskar.
6) Breskar flugvjelar hafa því
samtals skotið niður um sex þús
und flugvjelar, þ. e .a. s. Þjóð-
verjar hafa mist um 15000 æfða
flugmenn.
Urp hve m,örgum bandamenn
vorir hafa grandað, er ekki ó-
hætt að fullyrða, en þær eru
a. m. k. aldrei færri en 1500.
Ef reiknaður er 2*4 maður til
jafnaðar á hverja flugvjel, þá
væri flugmannatjón þeirr
18750 flugmenn.
Flugvjelaverksmiðjur Þjóð-
verja hafa orðið fyrir mikium
eyðileggingum og 7—8 þúsunu
flugvjelar er mikið tjón, en þó
er hitt tilfinnanlegra fyrir þá,
og það er flugmannatapið. —
Tækni og allur útbúnaður flug-
vjela er orðinn svo mikill og
margþættur, að hver flugmaður
þarf a. m. k. hálft ár til æfir.ga,
og jafnvel Þjóðverjar komast
ekki af með minna.
Best að auglýsa
í Morgunblaðinu.
Sfinanæturvðrð-
ur 120 Ir
FRAMH. AF FIMTU SlÐU.
sem fætur toguðu upp á B og
svaraði þar. Þegar mikið var að
gera, var jeg altaf á þönum upp
og ofan stigann alla nóttina. Jeg
man sjerstaklega eftir einni
jnótt, þegar verið var að telja
atkvæði eftir kosningu, þá var
jeg svo sveittur eftir öll hlaupin
að ekki var á mjer þur þráður.
En þá þegar komið var fram
undir morgun hringdi til mín
maður frá einni kosningaskrif-
stofunni og þakkaði mjer fyrir
skjóta afgrtiðslu. Það þótti
mjer vænt um.
Svo var bygt ofan á húsið og
símastöðin fjekk nýjan sal á
efstu hæð. Þá enduðu hlaupin.
Þá urðu númerin 2400. Þó var
oft allmikið að gera, og svo kom
fyrir að menn vildu trufla mig,
þegar þeim varð liðugt um mál
beinið, er komið var fram und-
ir morguninn.
— Þú hefir fengið vitneskju
um margt í bæjarlífinu?
Magnús hristi höfuðið, og það
kom raunasvipur á andlitið.
— Uss, nei, nei, sagði hann.
Jeg hef reynt að gleyma því
öllu saman.
— Er hægt að gleyma öllu,
sem maður heyrir?
---Já, mikil ósköp, bara ef
maður vill, þá er það hægt.
Og það var auðsjeð á hinum
margreynda símanæturverði,
að er hann vakir getur aldrei
farið neitt af' því, er náung-
inn hefir trúað honum fyrir á
löngum næturvökum.
— Ertu ekki stundum syf jað
ur, að vaka svona aleinn alla
nóttina ?
— Stundum kemur það fyrir.
Helst undir morguninn, ef illa
gengur með dagsvefninn. Þegar
maður sefur þetta t. d. einn- til
tvo tíma og bíður í 7—8 tíma
eftir n-æturdúr, en fær hann
aldrei. Það fer í taugarnar á
manni Annars hefi jeg nú frá
í vetur fengið frí eina nótt viku.
Áður varð jeg að vaka allar
nætur, nema þann tíma, sem jeg*
fjekk sumarfrí.
— Þú hefir vanist einlifinu
og næturvökunum, og aldrei
gifst neinni af símastúlkunum,
sem í 20 ára hafa unnið í kring
um þig?
— Onei, þær segjast ekkí
vilja mig, því að jeg sje aldrei
heima nema stund úr degi. Og
syo vita þær líka, blessaðar, sem;
er, að laun símánæturvarðar-
ins eru ekki til tvískiftanna, seg
ir Magnús með sínú góðláta
glotti, sem allar hjnar lokuðu
einverustunda-næturvökur hafa
ekki getað máð úr svip hans eða
huga.
Kanske unir hann við það í
einveTunnli, að rifja þiað upp
fyrir sjálfum sjer, sem hann
hefir heyrt og sjeð í 20 ár, en
aldrei kemur út fyrir hans varir.
V. St.
Forseti í. S. f. biður þann, sem
kom með ritvjelina á skrifstofu
Sambandsins nú um helgina, að
koma til viðtals, sem allra fyrst.