Morgunblaðið - 15.07.1941, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 15. júlí 1941.
Þjóðólfur
er seldur á þessnm sföðum ■ Reykjavík
AUSTURBÆR:
Veitingastofan Svalan, Laugaveg 72.
Þorsteinsbúð, Hringbraut 61.
Veitingastofan Laugaveg 45.
Tóbaksbúð Austurbæjar, Laugaveg 34.
Bókabúð Austurbæjar, Laugaveg 34.
Veitingastofan Fróðá, Laugaveg 28. 1
Bókaskemman, Laugaveg 20 B.
Verslunin Rangá, Hverfisgötu 72.
Verslun Gunnars Jónssonar, Grettisgötu 2.
Verslunin Helgafell, Bergstaðastræti 54.
Miðstræti 12. Brauðabúð.
MIÐBÆR:
Bókastöð Eimreiðarinnar.
Bókaverslun ísafoldarprentsmiðju.
Bókaverslun Guðmundar Gamalíelssonar.
Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar.
Sælgætisverslunin Kolasundi.
Sæbúðin, Löngulínu.
VESTURBÆR:
Konfektgerðin Fjóla.
Veitingastofan Vesturgötu 48.
Jafet Sigurðsson, Bræðraborgarstíg 29.
Bifreiðaeigendur.
Athygli yðar skal hjer með vakin á, að iðgjöld fyrir á-
byrgðartryggingu bifreiðar yðar fyrir tímabilið 1. júlí 1941
til 1. júlí 1942 fjellu í gjalddaga 1. þ. m., og eruð þjer
ámintir um að greiða þau á skrifstofum okkar nú þegar,
eða til næstu umboðsmanna okkar.
Reykjavík, 15. júlí 1941.
SJÓVÁTRYGGINGARFJELAG ÍSLANDS H.F.
TROLLE & ROTHE H.F.
Hlutdeildarskuldabrjef.
f»eir, sem óska að kaupa 51//}} hlutdeildarskuldabrjef til
20 ára, trygð með 1. veðrjetti í stórhýsi, sem á að fara
að reisa, gjöri svo vel að hringja til okkar eftir frekari
upplýsingum.
Fasteigna & Vertfbrfefastofan
(Lárus Jóhannesson hrm.),
Suðurgötu 4. Símar 2324 og 4314.
Ungnr, duglegur
•og reglusamur skrifstofumaður (talar og skrifar ensku og
norsku) óskar eftir góðu framtíðarstarfi nú þegar eða í
haust, við skrifstofu eða verslun. — Tilboð sendist til af-
greiðslu blaðsins, merkt „1.2.3.4.“.
Er kaupandi að
góðu húsi,
1 Reykjavík, hálfu eða heilu, með öllum þægindum og
lausri einni íbúð 1. okt. — Góð útborgun. — Upplýsingar
í síma 9139 eftir kl. 6 eftir hádegi til 18. þ. m.
-— Brfef send Mbl. -
BALFARIR
Herra ritstjóri!
Mjer þótti aftur leitt, að Sig-
urjón skrifaði aðra grein.
Mjer fanst það nóg að við skrif-
uðum sína greinina hvor, og gat
svo hver dæmt um, sem vildi. Að
halda áfram er venjulega að taka
upp aftur hið sama öðruvísi,
stundum að viðhættum móðgun-
um, sem eru þeim verri, er fer
með, en fyrir verður. Samherjar,
um flest sammála ættu ekki að
deila opinberlega um aukaatriði.
Hað vekur tortryggni gegn aðal-
málinu hjá öðrum, sem segja að
þannig sje það ált, óvissa og sund-
urlyndi, sem við S. P. vitum vel,
að er ekki. Sjerstaklega þykir
mjer tilgangslaust, að vekja deilu
um mál, sem eru til fulls ákveðin
og hafa framgang hvort sem við
viljum eða ekki, svo að þegar
deilunni lýkur, stendur alt í sama
stáð. Bálstofumálið hefir fengið
fulla menningarlega viðurkenn-
ing í flestum löndum, þar sem
ekki eru trúarlegir fordómar til
fyrirstöðu. Og spíritistar berjast
ekki móti því, heldur ekki hjer,
og S. P. hefir heldur ekki gjört
það þótt það hafi verið áratugi
á döfinni. Plestir sem jeg veit til,
hafa verið því meðmæltir. Jeg hef
hþlst orðið var við, að viðkvæmar
konur, sumar miðlar, (og geta
þá skeytin verið lituð af undir-
vitundinni) hafa óhug á brensi-
unni í líkingu við hræðslu við
kviksetningu, sem er að vísu horf-
in að mestu, en þó enn til, og
eins mun þessi hræðsla hverfa.
Jeg álít ekki æskilegt að vekja
hræðslu við það, sem óhjákvæmi-
legt er, hvort sem er gröf eða
bálstofa.
Um leið og jeg vísa til fyrri
greina minna, verð jeg þó að
gjöra nokkrar athugasemdir við
grein S. P.
1. Útför oltkar Einars H. Kvar-
ans er einkamál vandamanna okk-
ar, sem skiljanlega óska ekki að
það sje gjört að blaðamáli, síst í
deilugreinum. En jeg hef þó leyfi
til að segja, að lík E. H. Kvarans
var ekki brennt, aðeins af því að
bálstofan var ekki komin. Þetta
hef jeg sagt S. P. og kom því á
óvart það sem hann sagði og sýn-
ir þetta aðeins, hve drátturinn á
bálstofunni er bagalegur. Og eftir
sömu hugsunarreglu og hann i
lyktar um mig, ætti jeg að álykta
um hann, að hann sje staðráðinn
í að láta brenna sig.
2. Andstæðingar spíritista á-
mæla þeim fyrir að þeir raski ró
framliðinna með því að kalla þá
fram. Þetta vitum við Sigurjón
Pjetursson að er ekki rjett, viS
getum ekki fengið samband við
þá, nema þeir vilji, eftirgangs-
munirnir eru þeirra. Jeg get því
ekki kallað E. H. Kvaran til við-
tals við mig og líklega ekki birt
neitt eftir honum, síst svo að S.
P. líki. Hann hefir haft tækifæri
til að tala við mig, hefir gjört
það og sannað sig allvel; jeg tel
víst, að hann befði sagt mjer og
ástvinum sínum frá háskanum,
sem S. P. talar um, ef hann hefði
þekkt hann og lýst ánægju yfir að
lík hans var ekki brent. En jeg
tek ekki maric á því, sem tjíii
Svar til Sigurjóns Pjeturssonar
sig vera frá honum, nje ,öðrum,
nema þeir sanni sig; fer þá eftir
eigin skynsemi og þekking. Hitt
fyrirgef jeg fúslega, að S. P. gef-
ur í skyn, að jeg hafi ekki sjálf-
stæða þekking á því, sem jeg tala
um, en eigi að trúa öðrum, að jeg
tali ekki prestlega og kallar greiu
mína lítilsvirðingarnafninu „skrif1*
Hann hefir frá fvrstu sýnt mjer
þá vinsemd, að jeg veit að þetta
er ekki í móðgunarskyni.
3. Jeg talaði í grein minni ein-
mitt um sama aðalatriði og S. P.,
vþ. e. frá sjónarmiði sálarrann-
sóknarmanna, um menningar og
hollustu hliðina ætlaði jeg öðr-
um að rita. En nú get jeg tekið
fram, að einnig sú hlið befir þá
brodda sem ekki er til neins að
spyrna móti. Líkaminn er fat, sem
sálin getur ekki notað lengur og
verður að fjarlægja lifandi mönn-
um. Til þess eru eldurinn og mold-
in jafngóð fyrir sálina og frarn-
haldslífið. Því gat jeg ekki ritað
um að annað væri betra, S. P.
ritaði og rjeðist hart á bálstofu-
málið af því að hann er spíritisti.
En af því að skoðun hans er ekki
skoðun spíritista yfirleitt, varð
önnur rödd að heyrast úr þeirri
átt, og verður þá að muna, að
spíritisminn er mannkynsmál og
því hafa öll atriði hans sjálfs og
gagnvart honum í öllum löndum
sama gildi, hvort seni miðlarnir
eru þroskaðri í einu landi en
öðru, um það er óþarft að deila. I
nokkuð mörg ár hef jeg ekki sjeð
minst á líkbrenslu í spíritistablöð-
um, sem sýnir að málið er tekið
af dagskrá og bálstofurnar í friði
fyrir ofsóknum. Væri þessi háski
yfirvofandi, mundi það ekki fara
fram hjá hinum frægu miðlum og
stjórnendum þeirra og stærstu
blöðin aldrei þagna á því.
4. S. P. segir að jeg viti um
vanlíðan manna, sem bafi verið
brendir, og „mæli þó með þessum
ósóma“. Þetta er ekki rjett. Að
vísu hefir mjer verið sagt frá ein-
um manni, en það var alt óstað-
fest og ósannað og alls ósennilegt.
Og á miðilsfundi var jeg, þar sem
sagt var að koma vildi kona, er
gengi erfitt að komast í gegn af
því að lík hennar var brent. Þeg-
ar jeg rengdi það, var ekki lengra
farið út í það. Um vanlíðan var
ekki talað.
5. Það er satt, að jeg á ekki
úrskurðarvald á þessu máli og
hef elrki tekið mjer það. En jafn-
rjetti hef jeg til að segja það,
sem jeg veit. Og óvandur er nú
eftirleikurinn hjá mjer, að hælast
um að S. P. bafi heldur ekki þetta
vald, enda mun það best fara, að
hvorugur hafi og skynsemd al-
mennings skeri úr.
6. Tycbo Brahe nefndi jeg sem
dæmi þess, hve góðir og merkir
menn geta verið tregir að aðhylL-
ast nýmæli. S. P. er ekki vansi
gjör, að vera líkt við slíltan mann,
en má þó honum til varnaðar vera.
7. Fræðsla S. P. um orkubönd,
kalda og heita geisla og eins
frystihús hjá bálstofunni, er mjer
of þungskilin, enda varla ætlast tit
að jeg taki í alvöru. Spíritisman-
um gagna ekki annað en vandleg-
ar sannanir, sem allir geta skilið,
að eru sannanir, en ekki ósann-
anlegur og ósennilegur hugarburð-
ur.
8. Fallegt finst mjer, að móðir
hirði vel leiði barnsins síns, cf
það ekki dregur úr því, að hún
hugsi um það þar sem það er; en
í gröfinni er það ekki. Raymond
Lodge bað föður sinn Sir Oliver,
að gjöra sjer ekki þá fyrirhöfn að
grenslast um gröf hans í Frakk-
landi; „jeg hef aldrei verið í
neinni gr<if“. Blaðið ,,Light“, 20.
maí 1932 segir frá því að Erie
Oraham, sem fjell í heimsstyrjöld-
inni, sagði föður sínum og bað
hann taka vel eftir: „Það gildir
einu, hvort brent er eða grafið,
það verður að bíða þangað til
rotnun er byrjuð. í heitum lönd-
um verður að jarða innan sólar-
hrings, en þá er rotnunin byrjuð“.
Þessu líkt er vfirleitt ofan á hjá
sálarrannsóknarmönnum. En svo
eru altaf Tycho Braharnir, sem
hafa það til að rugla gang reiki-
stjarnanna, þó að Kopernicus
hafi fundið hann rjettan.
9. Nei eldurinn er ekki stærsti
óvinur mannanna. Þeir geta ekki
án hans verið. Og þó að hann geti
stundum orðið áleitinn og illvíg-
ur, þá þarf ekki slökkvilið, ef
hann ætlar að ráðast á sálina, því
að hún er ekki eldfim, hvorki
þessa heims nje annars. Það verð-
ur eittEvað annað og annars eðlis,
sem veldur henni erfiðleikum á
seinna stígi, og getur orðio full-
erfitt samt og best að gjalda var-
huga við eftir því sem hver hefir
vit og siðferðisþroska til, þó að
það verði ekki stundlegur nje ei-
lífur eldur.
Já, Sigurjón, sálin er gullið og
því grandar ekki eldur.
Kristinn Daníelsson.
Gúða ljósmynd
eignast þeir,
sem skifta við
THIELE
Daglegar IiraðferfHr
Reykjavfk — Akureyri
Afgreiðsla í Reykjavík á Skrifstofu Sameinaða. Símar
3025 og 4025. Farmiðar seldir til kl. 7 síðd. dagirm áður.
Mesti farþegaflutnirigur 10 kg. (aukagreiðsla fyrir flutn-
ing þar fram yfir). Koffort og hjólhestar ekki flutt.