Morgunblaðið - 15.07.1941, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 15. júlí 1941.
MORGUNBLAÐÍÐ
Noröurlandsmeistarar
I handknattleik
kvenna
Handknattleiksmót kvenna
fyrir Norðlendingafjórð-
ung fór fram á Akureyri dag-
ana 11., 12. og 13. júlí. Úrslit
urðu þessi:
I I. flokki sigraði Völsungur
frá Húsavík. fjekk 4 stig.
1II. flokki sama fjelag, fjekk
3 stig.
í III. flokki sigraði K. A.,
fjekk 2 stig.
1 IIII. flokki sama fjelag,
fjekk 2 stig.
Leikar fóru þannig í I. flokki,
að Völsungur vann Þór (%lands
meistarana) með 6 mörkum
gegn 3, Þór vann K. A. með 2
mörkum gegn 1. Völsungar
unnu því Norðlendingameistara
titilinn 1941.
í II flokki urðu úrslit þessi:
Völsungar unnu Þór með 2 mörk
um gegn 1, Völsungur og K.A.
gerðu jafntefli, 2 mörk gegn 2,
og Þór vann K. A..
Úrslit í III. flokki: K. A. vann
Þór með 2 mörkum gegn 1.
Úrslit í IV. flokki: K. A.
vann Þór með 1 marki gegn 0.
Dómarar voru Sigmundur
Björnson, Jón Kristinsson, Her-
mann Stefánsson og Friþjófur
Pjetursson.
Veðurblíða var dagana. er
mótið fór fram. K. A. sá um
mótið. Gleðskapur var fyrir þátt
takendurna í Samkomuhúsi bæj
arins á sunnudagskvötdið. —
Verðlaun afhenti formaður K.
A., Hermann Stefánsson Menta
skólakennari.. Húsavíkurstúlk-
urnar hjeldu heimleiðis á mánu
dagsnótt, og höfðu svo sem áð-
ur er sagt sigur í I. og II flokki.
H. Vald.
Sokkar
Bómullarsokkar.
ísgarnssokkar,
Silkisokkar,
Silkisokkar pure,
Bondor,
Kayser og Aristoc,
o. fl.
Dvngja
Laugaveg 25.
A U G A Ð hvflist
taeC gleraugmn frá
Raða Nygaardsvolds,
forsætisráðherra
Athugaserod frá
charge d’affaires Svia
. Herra ritstjóri!
eg væri yður þakklátur, ef
unt væri að gefa rúm eftir-
farandi leiðrjettingu í heiðr-
uðu blaði yðar á morgun:
1 Morgunblaðinu á sunnudag
inn var birt ræða sú, er norski
forsætisráðherrann hafði hald-
ið fyrir íslensku blaðamennina,
sem nú eru í Englandi.
í ræðu þessari heldur forsæt-
isráðherrann því fram, að ís-
lenskir blaðamenn sjeu einu nor
rænu blaðamennirnir, sem nú
geti ritað frjálst, og ennfremur
heldur hann því fram, að Is-
land sje eina landið, sem ekki
sje undirokað af erlendum ríkj
um eða verði að Júta skipunum
erlendis frá .
Þar eð Nygaardsvold forsæt-
isráðherra, er nú hefir dvalið
lengi í London, hafi sýnilega
gleymt því, að fyrir austan Nor
eg er lítið land, sem enn er ekki
undirokað, sem engu eríendu
valdboði lýtur, og blöð þess rita
frjálst, en að vísu ekki ábyrgð-
arlaust, undir vernd hinna 130
ára gömlu sænsku laga um prent
prelsi, vil jeg hjer með minna
hann og lesendur Morgunblaðs
ins á þesar staðreyndir.
Virðingarfylst.
Otto Johannsson.
Chargé d’Affaires.
Hressingarhæli
drykkjumauna
Arangurinn af fjársöfnun
Stórstúku íslands til hress
ingarhælis fyrir drykkjumenn
hefir um land alt orðið sem
hjer segir:
Reykjavík samtals kr. 17.894,17
Aðrir kaupstaðir — 2.568,90
Kauptún og sveitir— 2.961,94
Heildarupphæð, sem safnast
hefir í landinu: kr. 23.425,01.
Hjer með vottast ölum gef-
endum og starfsmönnum við
söfnunina um land alt innileg-
ust þakkir.
Rvík, 10. júlí ’41.
F.h. forstöðunefndarinnar:
Fr. Ásmundsson Brekkan.
U. M. F. Valur á Reyðarfirði
hefir nýlega gengið í í. S. 1. Tala
fjélagsmanna er 104, en formaður
Sigfús Jóelsson. Eru nú sam-
bándsfjelög í. S. I. 110. með yfir
15 þús. fjelagsmönnum, víðsvegar
um landið. Ættu öll fjelög, sem
íþróttir iðka, sjálfs sín vegna að
vera í í. S. í.
Dagbók
Næturlæknir er í nótt Jóhannes
Björnsson, Sólvallagötu 2. Sími
5989.
Næturvörður er í Ingólfs Apó-
teki og Laugavegs Apóteki.
Hjónaband. Nýlega voru gefin
saman í hjónaband af síra Friðrik
J. Rafnar vígslubiskupi Daisy
Saga Jósefsson, Hótel Borg, og
Lárus G. Lúðvígsson framkvæmda-
stjóri. Hjónavígslan fór fram í
Fríkirkjunni.
Hjónaefni. Nýlega hafa opinber-
að trúlofun sína ungfrú Berdís
Ingimundardóttir frá Akranesi og
Friðþjófur Helgason, starfsmaður
hjá Reiðhjóláverkstæðinu Örninn,
Reykjavík.
Leiðrjetting. í frásögn hjer í
blaðinu nýlega, þar sem sagt er
frá doktorsvörn Óskars Þórðar-
sonar læknir í Khöfn, var minst
á Halldór Kristinsson lækni, en
greinarhöfundur hefir misritað
nafnið, því læknirinn sem átt er
við er Halldór Kristjánsson Jóns-
sonar dómsforseta. — Ennfremur
fjell niður nafn dr. J. JónaSsens
lándlæknis. sem einnig varði
doktorsritgerð við Hafnarháskóla.
Til Hallgrímskirkju 1 Reykjavík.
Afhent af síra Bjarna Jónssyni 50
kr. frá Einari. Afhent af síra Sig-
urbirni Einarssyni: Áheit frá R.
S. 5 kr. Frá N. N. 5 kr. Frá II.+H.
2+5- kr. Tíund frá N. N. 10 kr.
Kærar þakkir. Gísli Jónasson.
Sjómaðurinn kom út í morgun.
Er þetta júní—ágúst heftið. Efni
þess er meðal annars: Forsíðu-
mynd af leiðum þeim, sem Colum-
bus fór í 1. og 3. ferð sinni til
Ameríku og til samanburðar leið
Leifs heppna og „Capitana“, hins
nýja skijis Magnúsar Andrjesson-
ar, sem var forystuskip .1 léið-
angri, er Harward-háskóli efndi
til 1939. Er og í blaðinu grei'u
uin þennan leiðangur, með mörg-
um myndum. Þá birtir blaðið sam-
tal við Pál Ilalldórsson fjrrverandi
skólástjóra um sjómantiáfræðina,
anuað samtal með myndum um
mestu standbjörgun við fsland og
auk Jiess Jiessar greinar: Sönn
saga um 8 ára hetju, Hrakningar
á sjó fyrir 55 á.rum, Hræðilegar
fimm mínútur, Um FLöskufjelagið
heimskunna, Strokið af skipi
vegna hjátrúar, Þegar Frakkarnir
Actu og Alfonse fóru á sjó í
Þorlákshöfn árið 1885, Innan borðs
og utan og tvö kvæði. Er þetta
hefti mjög mvndarlegt og læsilegt.
Útvarpið í dag:
12.00—-13.00 Hádegisútvarp.
15.30—16.00 Mimdegisútvarp.
19.30 Hljómplötur: Lög úr óper-
20.00 Frjettir
ettum og tónfilmum.
20.30 Erindi: Barist um Libanon
og Damaskus (Magnús Jónssoij
prófessor).
21.00 HljÓmplötur: Fáust-symfóní-
án eftir Liszt.
Manntjónið f loftárás-
unum á England ®
f júní fórust í loftárásum í
*■ Englandi 399 manns, en 461
særðust svo alvarlega að flytja
varð þá á sjúkrahús. Af þeim,
sem fórust voru 175 karlmenn,
160 kvenmenn og 64 börn, inn-
an 16 ára.
Fyrstu 6 mánuði ársins fórust
í loftárásum á England 18320
menn. Síðari árshelming síðast
liðins árs fórust 23,960 manns.
Bre§ka herstjórnin
á Islandi tilkynnir:
að allar kröfur á herstjórnina, sem stofnaðar eru fyrir 1.
júní 1941, verði að sendast: Heirings Office, Laugaveg l(j,
Reykjavík, fvrir lok júlímánaðar 1941.
THIELE
_________________________7i
Skuldabr j ef
til sölu.
1. veðrjettar skuldabrjef, að upphæð kr. 30.000.00,
trygt með veði í ágætri fasteign í Reykjavík til 20 ára,
með jöfnum árlegum afborgunum, 6% ársvöxtum. Enn-
fremur skuldabrjef, trygt með 2. veðrjettí, á sama hátt,
kr. 15.000.00, til 15 ára, 6% ársvöxtum.
Tilboð, merkt „Trúnaður“, sendist afgreiðslu blaðsins
fyrir kl. 12 á hádegi þ. 16. þ. m.
Þýðingarlaust að senda önnur tilboð en sem eru yfú*
100%. Fullkomnum trúnaði heitið. ;
Brjefaskriftir.
Karl eða kona, vel fær í ensku og vjelritun, getur fengið
atvinnu nú þegar. Tilboð, helst með mynd, merkt „15. júlí“,
sendist Morgunblaðinu.
Hraðrilara
♦
í ensku og íslensku vantar strax. — Tilboð, með mýnd,
sendist Morgunblaðinu, merkt „Hraðritari“.
Bifvirkjanemi
getur fengið pláss nú þegar. A. v. á.
Maðurum minu,
GUÐMUNDLR JÓNSSON járnsmíðameistari.
andaðist laugardaginn 12. þ. m. — Jarðarförin fer fram frá
Dómkirkjunni föstudaginn 18. þ. m. og hefst með húskveðju
á heimili mínu, Vesturgötu 52 C, kl. 1% e ú
Sigurbjörg Stefánsdóttir.
Unnusta min og móðir,
GUÐRÍÐUR INGÍBJÖRG GUDMUNDSDÓTTIR,
verður jarðsunginn miðvikudaginn 16. júlí frá Dómkirkjunni,
og befst athöfnin að heimili hennar, Karlagötu 24, kl 1 e. faád
Athöfninni í kirkjunni verður útvarpað.
Steinn Július Árnason og börn
Maðurinn minn,
KARL BJÖRNSSON,
verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 16. jújí
kl. 4 síðd. Jarðað verður í garala kirkjugarðinum.
Halldóra Björnsson.
Þökkum innilega sýnda aðstoð og samúð við andlát og
jarðarför
GUÐRÍÐAR MAGNÚSDÖTTUR.
Setbergi við Stokkseyri
Jakob Þórðarson ' Jóhann Jakobsson.
Þökkum anðsýnda samúð og hluttekningu við andlát og
jarðarför
GUÐRÚNAR ÞORVARÐARDÖTTUR
frá Ási í Grindavík
Ólafur Guðjónsson. Þorvarður Ólafsson.
Fanney Guðjónsdóttir. Björgúlfur Þorvarðsson