Morgunblaðið - 14.08.1941, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.08.1941, Blaðsíða 2
T T MORmUNBLAÐIÐ Fimtudagur 14. ágúst 1941. Þjóðverjar ieggja ofurkapp á sóknina í jnverin falla ekki í hendur Hitlers te-wé im i — segja Rússar Eyðilegging i landbún- ,-.f Árv -.j jf v H Logn á undan stormi i Austur-Asíu -■V '' 4 ■ ' ' Hraðvaxandi styrjaldar- viðbúnaður ]apana Loftárásir Breta á 9 þýskar borg- ir i fyrrinótt EGINÞUNGINN í viðureign Rússa og Þjóð- verja liggur enn í Ukrainu. Þjóðverjar til- kynna þar áframhaldandi þýska framsókn og skipulagslausah flótta rússnesku hersveitanna. Endur- táka þetr fyrri tilkynningar sínár um, að þýskar hersveit- ir sjeu komnar til strandar Svartahafsins alt austur til Nikolayev. Sp fregn hefir enga staðfestingu ^fengið í Moskva. Rússar tilkynna, að her þeitra hafi látið undan síga í Ukrainti, en iðjuverin í Austur-Ukrainu sjeu enn óhult og muni verða varin. Þjóðverjum muni lítið gagn verða að landbúnaðarhjeruðum þeim, sem þeir ná á vald sitt. Fýrir því muni rússnesku bændurnir sjá. Alt nýtilegt, ætt og óætt sje eyðilagt um leið og fólkið yfirgefi löndin. Þjóðverjar komi því að auðn einni í Ukrainu. Þá segjast Rússar og sums staðar á Ukrainuvígstöðvunum hafa gert skæð gagnáhlaup. — Á Eistlandsvígstöðvunum segjast Þjóðverjar einnig vera í sókn, en Rússar tilkynna að engar mikilvægar breytingar hafi orðið þar. I London er ekki talið, að Leningrad sje í yfirvofandi hættu, hvorki af sókn Þjóðverja um Eystrasaltslöndin nje frá Finnlandi. Á Smolensk-vígstöðvunum er enn barist, að því er Rússar tii- kynna, en í London er sagt, að örðugt sje að sjá hvernig víg- stáðan sje á þeim stöðum. Þjóð- verjar fara háðulegum orðum um þá fullyrðu Rússa að þeir hafi Smolensk enn á valdi sínu. Kvittur kom um þáð í Berlín í gær, að Rússar hefðu viðurkent fall Smolensk. En engin stað- festing hefir fengist á því, hvorki frá Moskva nje London. í tilkynningu rússnesku her- stjórnarinnar 1 gær, var mikið gert úr árarígri af loftárásum Rússa í Rúmeníu. Árás var gerð á brú eina mikla yfir Doná. — Gerðu 60 rússneskar flugvjelar árásina og var brúin eyðilögð að verulegu lejd;i. Telja Rússar að með eyðileggingu þessarar brúar sje landsamband þýska Hersins í Ukrainu við Constanza mjög torveldað og stórmikið tjón að. Brúin ér sögð hafa kost- að eina miljón sterlingspunda. Þá hafa og stórkostlegar loft- árásir verið gerðar á olíulinda- svæðið í Rúmeníu. Rússar segja að síðasta loft- árás Þjóðverja á Moskva hafi verið sú stysta, sem gerð hefir verið á borgina. Hafi fáar hinna þýsku flugvjela komist yfir borgina. í fregnum frá London í gær- kvöldi er bent á, að það ofur- kapp, sem Þjóðverjar leggi á sóknina í Ukrainu og sá trylL ingur sem þeir berjist af þar, FEAMH Á 8JÖTTU SlÐT3 EINN TALSMA©UR japönsku sijórnannnar komst svo að orði í gær, að ástandinu í Austur- Asíumálunum nu mætti líkja við logn á und- an stormi. Japanar herða nú stýrjaldarviðbúnað sinn gífurlega og er talið, að alt framleiðslukerfi landsins sje nú skipu- iagt í þágu hernaðarþarfa. Uver smávérksmiðja og íðjúver hefir verið tekið á eiiui eða ann- an háft í þjónustu hergagnaiðnaðarins. .Fafnframt þessu flytja téið tógar hersins ræður, þar sem rætt ér um, hvaða stefnu Japanar liljóti að fylgja í Áustur Asíu. Góðar undirtekt- irTyrkjavið boði Breta og Rússa 13 oði Breta og Rússa til tyrk- r.esku sijómarinnar um að ábyrgjast sjálfstæði Tyrklands og koma því til aðstoðar ef á landið yrði ráðist, hefir verið vel tekið í Tyrklandi, bæði af blöðum og útvarpi og utanríkis- málaráðherra Tyrkja hefir far- ið viðurkenningarorðum um til- boðið, þó enn hafi ekki borist opinbert svar stjórnarinnar. Útvarpið í Ankara sagði í gærkvöldi að hjer væri um vina- tilboð að ræða, s-em sýndi, að Tyrkir ættu hauka í horni þar sem væri Stóra-Bretland og So v j et-Rússland. Það hefir vakið athygli, að sendiherra Þjóðverja í An- kara, von Papen, hefir verið kallaður heim, og er hann lagður af stað til Berlín. Sarajoglu, utanríkismálaráö- herra Tyrklands hefir látið svo um mælt um tilboðið, að það sje afar þýðingarmikið fyrir Tyrki. Hnígur : þar ait á þá sveiLað ,þeim beri að herða sóknina gegn þeim stórveldum, sem seilist ti’. áhrifa í Austur-Asíu. T. d. komst yfirmaður japánska fiotans í Suður-iKína þannig að orði í ræðu, sém hann flutti í gær, áð Japanar yrðu að koma í veg fyrir, að lýðræðisríkin slægju hring 11111 þá í Kymdiafi og þröngvuðu upp á Asíuþjóðirnar forystu .sinni. Þoliumæði japöirsku þjóðarinnar ætti sjer takmörk, en þegar hún væri búin, mætti bú- ast við sprengingu. I [ndó-Kína heldur herbúnaði áfram hröðum skrefum. Þá hefir Matzuoka fyrverandi utanríkismálaráðherra Japana ver ið gerður að sendiherra Japana í Indó-Kína Halda Japanar úú uppí harð ari I oftárásum á Chungkmg en nokkrti sinni áður. Seinást þegar frjettist hafði loftárásamerki stað ið vfir í 12 klukkustundir lát- laust. Eru Japanar téknir að gera loftárásir á kínverskar borgir frá stöðvum sínum í Indó-Kína. Talið er. að Japana,r hafi nú um 180 þúsund manna her í Indó Kína. í Washington áttu fulltrúar Ástralíu, Oanada og Nýja-Sjá- lands fund með Mr. Cordell Hull í gær. Er ætlað, að þar hafi verið rædd framvinda Asíu- málanna. Þá hefir og Duff Cooper, sem uú er vestra, einnig átt tal við Mr. Hull. Tilkynt hefir verið. að ást- ralska stjórnin hafi samþvkt að senda ráðherra til London ög er talið líklegt., að Mr. Menzies for- sætisráðherra muni fara þá för. I Singapore og annarsstaðar á Malajaskaga efla Bretar varnir sínar sem óðast. Undanfarið hafa stöðugt borisr, frjettir um, að Bretar ætluðu ékki að láta Japana koma að bakdyr- um síriuni sjer að óvörum og ó- viðbúnum, Mikitsverð tilkym- ing frð bresku stjðrninni i dag Það var boðað í London í gærkvöldi, að Mr. Attlee innsiglisvörður konungs, myndi flytja bresku þjóðinni mikilsverða tilkynningu frá ríkisstjórninni. Tilkynninguna flytur Mr. Attlee í breska útvarprð kl. 14 í dag (12 á hád. ísl. tími). Verður ræðu hans útvarpað um aliar stöðvar B.B.C. .Þjóðverjar þurfa á hjálp Frakka að halda* Ummæli um ræðu Petains marskálks, sem birt hafa verið utan einræðisríkjanna, þykja benda til, að alment sje Iitið svo á, að ræðan hafá leitt í ljós tvent: 1) óvinsældir Darlans meðal frönsku þjóðarinnar. 2) Að Þjóðverjar þurfi á að- stoð Frakka að halda og þessvegna leggja þeir alla áherslu á að vinna Vichy- stjórnina til fylgis við sig. Frá aðalbækistöðvum de Gaulle hershöfðingja var í gær gefin út tilkynning, þar sem segir að ræða Petains hafi leitt í ljós, að Vichystjórninni hafi gersamlega mistekist starf sitt íyrir frönsku þjóðina. Cordell Hull utanríkismála- ráðherra Bandaríkjanna sagði í gær, að hann biði eftir skýrslu frá sendiherra U.S.A. í Vichy, áður en ákveðið yrði hvaða stefnu Bandaríkjastjórn tæki gagnvart Frökkum. BRESKI flugherinn hjelt hjelt áfram lofthernaðar- sókn sinni á borgir Þýskalands í fyrrinótt og segja opinberar breskar tilkynningamir að árás- irnar hafi bæði verið víðtækar og harðar. 13 sprengjuflugvjel- ar segjast Bretar hafa mist í árásunum í fyrrinótt. í árásunum tóku þátt Weii- ington, Blenheim, Stirling og fleiri tegundir sprengjuflug- vjela. Árásir voru gerðar á níu þývskar borgir, þ. á. m. Berlín, Magdeburg, Hannover, Kiel, Essen og Osnabruck og fleiri borgir í Þýskalandi. VeðurskiL yrði voru slæm yfir Norðursjó, en þrátt fyrir það teljá hrésku flugmennirnir áð mikill áráng- ur hafi náðst méð árásuhum. ÁilÁSIN Á BERLÍN Árásin á Berlín var hörð og þar var mótspyrna Þjóðverja sterkust. Höfðu flugmennirnir frá mörgu ævintýralegu að .segja er þeir komu heim. Einri flugmaður hjelt að fjelagi sinn í flugvjelinni hefði sparkað í sig til að leiða athygli hans að eín- hverju, en síðar kom í Ijós, ao „sparkið“ var sprengjukúlubrot úr loftvarnabyssukúlu, sem lent hafði í flugmanninum. Breskar onnstuflugvjelar gerðu skyndiárásir á strendur Norður-Frakklands í gær, en slíkar árásir hafa verið daglegir viðburðir síðustu vikur. Bretar gera lítið úr loftárás- um Þjóðverja á England í fyrri- nótt, en þó var varpað niður nokkrum sprengjum í Miðlönd- um og fórúst þar 5 menn. Þjóðverjar tilkynna hins- vegar loftárás á Manchester í fyrrinótt. 1200 milj. £ ný fjár- veiting samkvæmt láss- og lelgulögunum Tilkynt var í Washington í gær, að farið yrði fram a nýja fjárveitingu samkvæmt láns og leigulögunum, sem nemi 1200 miljón sterlingspundum, en það samsvarar rúmlega 30.000 miljón krónum. Eje þessu á aðallega að verja til matvælakaupa og verða mat- væiin send tiJ lýðræðisþjóðanna,' sem berjast gegn einræðisþjóðun- um. Nokkru af fjenu á þó að verja til flúgvjelakaupa. Stjórnin hefir ennfremur til kynt, að afnuminn verði .8 stunda vinnudagur í vinnu við gevð nýrra flugvalla, byggingu henuanna- skála og vinnu, sem varðar land- varnir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.