Morgunblaðið - 19.09.1941, Side 3
Föstudagur 19. sept. 1941.
MORGUNBLAÐIÐ
3
U ndirb uningurinn
að bráðabirgða-
íbúðunum
Skýrsla borgarstjóra
á bæjarstjórnarfundi
Fyrirspurn var gerð um það til borgarstjóra á
bæjarstjórnarfundi í gær, hvað liði undir-
búningi undir byggingu bráðabirgðaíbúðanna.
Borgarstjóri skýrði svo frá.
í dag var lokið vinnuteikningunum fyrir byggingar þessar,
og er undirbúningi lokið að því leyti frá hendi verkfræðinganna.
Það er bæjarverkfræðingur, Valgeir Björnsson, Einar Sveinsson
og Hörður Bjarnason arkitekt, sem fulltrúi ríkisstjórnarinnar, sem
hafa háft þetta mál með höndum.
Er gert ráð fyrir timburhús-
um, þar sem verði 6 íbúðir í
hverju húsi, en hver íbúð 2 her-
bergi og eldhús. Verða her-
bergin lítil, og íburðarlaus.
Húsum þessum er ætlaður
staður inni í Höfðahverfi, aust-
an við veginn niður að Höfða,
fyrir neðan hið nýja húsahverfi
sem þar er nú verið að byggja.
Einnig hefir það verið at-
hugað, hvað til er af bygging-
arefni 1 hús þessi, en ekki er
víst ennþá, hvort nægilegt efni
er nú fáanlegt í landinu. Skipa-
tjón það, sem orðið hefir ný-
lega, hefir sennilega áhrif á
þetta. Þó timbur það, sem sökk
nýlega, ætti að fara í önnur
hjeruð, hlýtur það að hafa á-
hrif á timburbirgðir hjer í
i ykjavík, að það fór forgörð-
um.
Nú, þegar vinnuteikningum
er lokið, verður hægt að fara ao
mæla upp það timbur, sem fá-
anlegt er, og sjá hvað það
hrekkur í þessi hús.
Ráðgert er, að húsin verði
þannig gerð, að hægt verði að
taka þau í sundur og nota þau
síðar annars staðar.
Erfitt verður að útvega smiði
til þess að koma þessum húsum
upp.
Ráðgert er að reyna að bjóða
út smíði húsanna, og vonandi,
að iðnaðarmenn fáist til að
skifta þessu verki með sjer. Að
menn yfirleitt sýni þann þegn-
skap, að þeir leggi sig fram urn
að stuðla að því, að húsin kom-
ist upp.
En óumflýjanlegt verður, að
smíði húsanna dragist eitthvað
frarh á haustmánuðina, þó eng-
jn fleiri óhöpp komi fyrir en
orðið er.
Talsvert af fólki hefir fengið
húsaskjól í Austurbæjarskólan-
um, og í Franska spítalanum.
Skólana þarf að losa í október-
byrjun, en óvíst hvernig það
tekst. Athugun á því, hvaða
sumarbústaði er hægt að nota
tíl veturvistar, er ekki lokið.
Komið hefir til mála, að fá
,,Silungapoll“ handa húsnæðis-
lausu fólki. En á því eru ann-
markar.
Þá hefir verið athugað, hvort
ekki væri hægt að fá leigða Yal-
FRAMH. Á SJÖTTTJ SÍÐB
------Búðir-----------
opnar til kl. 6
í kvöld
Husmæður og aðrir!
Athugið að lokunartími
sölubúða og skrifstofa breyt-
ist í dag
í stað þess að opið hefir
verið til kl. 8 á föstudögum
yfir sumartímann, verður búð
um í kvöld og framvegis lok-
að kl. 6 e. h.
Á morgun, laugardag, verð-
ur ekki loKað kl. 1, eins og
verið hefir í sumar, heldur
kl. 8 e. h.. eins og aðra daga
vikunnar.
Háskóíabíó
um áramót
Tekar 385
manns í sætí
amþykt var í bæjarstjórn í
gær, að Háskólinn fengi til
afnota íshúsið við Tjörnina fyrir
bíórekstur.
Þriggja manna nefnd annast
undirbúning þess máls og er Niels
Dungal prót'essor formaður nefnd
arinnar, en aðrir nefndarmenn
þeir prófessorarnir Jón Hj. Sig-
urðsson og Gunnar Thoroddsen.
Er blaðið spurði Dungal í gær-
kveldi, hvenær þeir gerðu ráð
fyrir að bíóið gæti tekið til
starfa, sagði hann, að það yrði í
fvrsta iagi um áramót.
Hann sagði, að þegar húsið yrði
tilbúið sem bíó, gæti það orðið
vistlegt cg snoturt. Það á að taka
385 manns í sæti. Uppdrættir eru
þegar gerðir af allri væntanlegri
tilhögun hússins. Inngangur verð-
ur frá Tjarnargötu, en útgangur
í húsasundið fyrir norðan húsið.
Gert er ráð fyrir að jafnan
verði fleiri en ein sýning á dag,
og byrji sýningar síðarU hluta
dags. Yerði sýndar stuttar frjetta-
myndir áður en kvöldsýningar
byrja.
iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiimiiiimiiiiiiiiiiiimiiiiiui
. B
|„Hægri hönd“I
Roosevelts
Iðnþingtiiu
lauk i gær
^<4 ' •• v á s s s • ^-
s . s. ;
Myndin er (t. v.) af Cordell
IIull, utanríkistnálaráðherra
Baiidaríkjanna, „hægri hön“
Roosevelts forseta.
r
Yms merkileg
afgreidd
>ál
Dýftlðaruppbót á elli-
09 örorkubætur verflur
samkvæmt meðaltali
vlsitölunnar
Fátækir Dagsbrúnar-
menn njúta sama
styrks 09 Alþýðu-
sambandsmenn
Ireglugerð Styrktarsjóðs sjó-
manna og verkamanna er það
ákveðið, að engir megi njóta
styrks úr sjóði þessum, nema þeir,
sem eru í fjelögum innan Alþýðu-
sambandsins.
Fjelögum verkamanna, sem eru
utan sambandsins, hefir þótt þetta
hart að göngu og ákvæðið tilfinn-
anlegast eftir að fjölmennasta
verklýðsfjelagið, Dagsbrún, átti
ekki samleið með Alþýðusamband-
inu.
Bæjarsjóður hefir styrkt sjóð
þenna árlega. En í síðnstu fjár-
hagsáætlun er sú ákvörðun, að
bæjarráð ráðstafi þeirri upphæð,
sem ákveðin var til þessa styrkt-
arfjár.
Á bæjarstjórnarfundi í gær
gerði Jón A. Pjetursson mál þetta
að umtalsefni. Bar hann fram til-
lögu um að styrkurinn, kr. 3600,
yrði greiddur styrktarsjóðnum,
þar eð vænta mætti þess, að Dags-
hrún gengi í Alþýðusambandið.
Forseti bæjarstjórnar benti á,
að bæjarstjórn hefði ráðstafað
styrktarupphæðinni í hendur bæj-
arráði og gæti bæjarstjórn ekki
tekið þá ákvörðun til baka.
En borgarstjóri skýrði frá, að
hæjarráð hefði veitt Dagshrún fje
þetta, til þess að hæta fyrir það
ranglæti, sem Dagsbrún hefði orð-
ið fyrir, þar eð fjelagsmenn henn-
ar hefðu, fyrir óbilgirni Alþýðu-
sambandsins, verið sviftir styrk
úr sjóðnum undanfarin ár.
Bar -hann þvínæst fram svo-
hljóðandi tillögu:
„Bæjarstjórn felst á, að bætt
FRAMH. Á SJÖTTU SÖJU,
Iðnþinginu lauk i gær og hafði það þá staðið í
þrjá daga. Fundur hófst kl. 9 árdegis og stóð
hann yfir til kl. 1 y2.
Auk þeirra samþykta sem skýrt hefir verið frá áður, hafa þessar
tillögur verið samþyktar m.a :
„Vegiia hinna miklu örðugleikáj
sem iðnaðarmenn eiga við að
stríða, iim útvegun nauðsynlegs
efnis og áhaida til allskonar iðn-
aðarvinmi, skorar 6. þing Iðnþing
íslendiuga á Gjaldeyns- og inn-
flutningsnefnd og aðra þá aðilja,
sem þessum málum' ráða, að leyfa
nægan imiflutning á þessum uauð
synjavörum cg svo ríflegan gjald-
eyri í þessu skyni, að þörfum
þjóðarinnar um iðnaðarframleiðslu
verði fulinægt, eftir því sem föng
eru á.
Felur iðnþingið stjórn sambands
ins að fylgja svo fast eftir þessu
máli, sem hún frekast hefir tök á“.
Þar sem vitanlegt er, að á-
rekstrar hafa orðið milli iðngreina
um eðlilega þróun um nemenda-
töku í ákv. iðngreinum, vill Iðn-
þingið heina því til stjórnar
Landssamb. Iðnaðarm., að fáist
ekki viðunandi aukning að álití
iðnfulltrúa, íðnmeistara og ann-
ara þeirra, er relsa iðnaðarstarf-
semi með fullgildum meisturum
í viðkomandi iðngreinum, beiti
Landssamb.stj. sjer fyrir lausn
þeirra mála á þ.ann hátt, sem hún
telur heppilegasta á hverjum
tíma.
Þá var rætt um skilgreiningu
iðju og iðnaðar og kosin sjö
manna uefnd til þess að athuga.
málið og gera tillögur í því.
Með tilliti til örðugs fjárhags
Iðnsamhandsins var samþykt að
hækka sfeatt fjelaganna til sam-
bandsins upp í 8 kr., en að hver
sambandsfjeiagi fengi tímaritið
ókeypis.
Viðvíkjandi lögumvum raforku-
Abæjarstjórnarfundi í gær
var dýrtíðaruppbót á elli-
laun og örorkubætur til um-
ræðu. Gerði Bjarni Benedikts-
son borgarstjóri grein fyrir því
máli, en Jón A. Pjetursson hafði
gert um það fyrirspurn.
Skýrði borgarstjóri svo frá,
að sjer hefði einmitt nýlega ver-
ið falið af framfærslunefnd að
athuga þetta, m. a. við Trygg-
ingarstofnun ríkisins.
Dráttur hefir orðið á því, að
ganga frá þessu máli, m. a.
\ egna þess, að þurft hefir að
safna skýrslum hjá styrkþegun-
um, um tekjur, sem þeir hafa
j haft. Hefir það gengið treglega
að fá þá til þess að fylla út eyðu-
blöðin. Og það sem verra er.
Komið hefir fyrir, að menn hafa
orðið þess varir, að skýrslur
þær, sem einstaka menn hafa
gefið, hafa ekki reynst rjettar.
Sannanlega hafa þessir menn
haft tekjur, sem þeir hafa ekki
talið fram.
Er engin ákvörðun tekin um
það, hvernig fara .eigi með slík
mál. En t. d. í Danmörku, þar
sem tryggingarlöggjöf er lengra
á veg komin en hér, hefir ver-
ið tekið mjög strangt á slíku.
Úthlutun uppbótarinnar
fer fram í þessum mánuði, en
hæpið að greiðslur hefjist
fvrri en í hinum næsta. Ákveð-
ið er, í samráði við Tryggingar-
stofnun ríkisins, að úthluta upp-
bót þessar? fyrir alt árið í einu,
og verður vísitala uppbótarinn-
ar miðuð við meðaltal af dýrtíð-
arvísitölu mánaðanna. Verður
hún um 15% hærri en í fyrra,
en þá var grunntalan 136.
Uppbótin verður greidd á öll
ellilaun og örorkubætur, sem
eru kr. 240 og þar yfir, ef á-
rtæður hafa ekki batnað frá því
aðalúthlutun fór fram. En hún
kemur ekki til greina, þar sem
bæturnar eru ekki nema kr.
200 eða hinn svonefndi „glaðn-
ingur“, sem ekki er annað en
Lugsun til fólks, er ekki þarf að
nota styrk þenna sjer til aðal-
lifsframfæris.
virki var eftirfarandi ályktun
gerð:
„í sambandi við framtíðarskipu-
lag iðnmálanna í landinu ályktar
þingið að vekja sjerstaka athygli
stjórnar Landssamhandsins á hin-
um nánu tengslum á milli starf-
semi Raímagnseftirlits ríkisins og
iðnaðarmanna í rafmagnsiðnaði og
í trausti þess, að Samhandsstjórn-
in standi vel á verði um hagsmuni
og rjettindi iðnaðarmanna á þess-
nm vetvangi, tekur þingið fyrir
næsta mál á dagskrá".
Um meistarapróf var eftirfar-
andi ályktun gerð:
„6. Iðnþing íslendinga felur
sambandsstjórninni að leita þess
við stærstu iðngreinarnar, að þær
fallist á; að meistarapróf verði
gerð að skilyrði ^yrir meistara-
hrjefi, og að gera ráðstafanir til
þess, að sjerstök námskeið til und-
irbúning:. slikum prófum verði
haldin*. @
Um fjölgun iðnnema var þessl
tillaga sarnþykt:
FRAMH. Á RJÖTTU BÉÐU.