Morgunblaðið - 19.09.1941, Blaðsíða 6
6
MORGUNBLAÐIÐ
Föstudagur 19. sept. 1941
w
UR
DAGLEGA LÍFINU
Mjög gætinn og sannorður maður
spurði inig að því, áður en frjettist um
afdrif „Sessa“, hvort jeg hefði heyrt, að
hið danska skip, ^em Eimskipafjelagið
leigði frá Ameríku hefði „strokið heim
til sín“, eins og það var orðað. Skips-
höfnin hefði haft svo mikinn hug á því
að komast undir veldi Jíasistu. að hún
hefði lagt leið sína norður fyrir Island
til Noregs, og myndi nú vera komið alla
leið til Hafnar.
Sagði þessi sögumaður, að kunningi
sinn hefði sagt sjer. Jeg benti honum á,
að sagan væri harla ótrúleg. Hann við
urkendi það, en sagði að kunningi sinn
Hefði nafngreint mann er hefði sagt frá
fregn þessari, og gat jeg ekki neitað
því, að sá maður, sem nafngreindur
var, gat verið manna líklegastur til þess
að vita, ef einhver flugufótur væri fyr-
ir þessu.
Hánn sagði mjer líka, hjelt sögu-
maður minn áfram, að norskir flug-
menn væru altaf að hverfa hjeðan af
landinu með flugv.jelar sínar til Nor-
egs.
— Til þees að berjast með Hitl-
e*?(!!I)
— Já. Það er látið í veðri vaka,
pagði maðurinn.
Er þetta sagt hjer til þess að benda
á. tvent, hve klaufalega er logið, og hve
vel væri farið að menn hættu að taka
við slíkum fáránlegum söguburði.
★
Einasti Norðmaðurinn, sem var al-
menningi kunnur hér á landi áður en
Þjóðverjar hófu innrás sína í Noreg,
og þá reyndist fylgismaður Nazista, er
rithöfundurinn Knut Hamsun.
Síðan Þjóðverjar tóku við völdum
þar í landi hefir lítið til hans spurst. I
blaði Norðmanna í London var í sumar
sagt frá lítilfjörlegu atviki, er snertir
ssmbúð þessa víðkunnæ manns við hina
nýju vini hans.
Hamsun hafði skrifað grein í aðal-
málgagn Quislinga í Noregi, en blaðið
ekki sent honum nein ritlaun. Er leið
sVo um hríð, að ritlaun komu engin frá
blaðinu. skrifaði Hamsun ritstjóminni
og minti á gleymsku þessa.
Þá fjekk hann um hæl 15 krónur í
peningum. Nú þótti hinum aldurhnigna
rithöfundi sem sjer væri alvarlega mis-
boðið, og sendi aurana til baka um
hæl, með þeim ummælum, að seinni
villan væri verri hinni fyrri.
Mun honum hafa fundist, sem nazist-
ar í Noregi virtu lítils stuðning hans
við málstað þeirra.
★
Þ. 28. f. m. birti.st frásögn lijer í
blaðinu eftir mann, sem taldi sig hafa
orðið fyrir óþolandi ókurteisi í stræt-
isvagni, frá hendi konu einnar, sem
hann ekki nafngreindi, en vissi deili á.
K.ona þessi telur, að upptökin hafi
brjefritarinn átt ag svarar honum á
þessa leið:
Háttvirtur „brjefi'itari“ sleppir upp-
hafi sögunnar, því sem sje: að hann
sjálfur og hennennirnir tveir tóku til
að gera gys, með bendingum og orðum,
að fótabúnaði kvennanna, sem voru að
koma með böm sín úr berjamó utan úr
hrauni og voru því aðeins með gamla
strigaskó á fótum. en ekki nýtísku
götuskó ög ’því síður málaðar á andliti
eða hondum. Þess vegna munu þær ekki
hafa fnridið náð fyrir augum háttvirts
brjefritara, nje fjelaga hans. Jeg veit,
að konu þeirri, er þar um getur, er ekki,
fremur en mjer eða öðrum, nein ný-
lunda að sjá íslenska karlmenn nje
kvenmenn hafa tal eða önnur afskifti
af hinu erlenda setuliði. Slíkt er orðið
of algengt til þess, að nokkur skifti sjer
af slíku, ef ekki bætist annað við.
★
En öðru máli virðisf það ggena, þeg-
ar íslendingar gera sjer skemmtun að
því, ásamt útlendingum (hverrar þjóð-
ar sem þeir eru) að gera gys að fólki, og
það löndum sínum, að fyrra bragði, þó
á erlendu máli sje (sem þeir hyggja að
viðkomandi skilji ekki) eins og þama
átti sjer stað, þótt hinn góði brjefrit-
ari gleymi að geta þess.
Vil jeg leyfa mjer að álíta, að ekki
þurfi neitt sjerstakt „þýsklyndi", held-
ur aðeins venjulega Islendings-lund, til
að finnast slíkt lítil kurteysi og eins-
konar svik við sitt íslenska þjóðemi.
Svo herskáir munu flestir Islendingar
vera, enda á fólk ekki að þurfa að
sitja þegjandi undir slíku aðkasti. Er
þá orðið lítið um málfrelsi í landi vora,
ef fólk má ekki reyna að verja sig fyr-
ir ókurteysi slíkra pilta, og þaggá niður
í þeim. En auðvitað dæmir hver þar eft-
ir sínum smekk.
★
Jeg get ekki sjeð, að það geti álitist
sjerlega göfugmannlegt af íslendingi,
að reyna að stimpla þann hóp kvenna,
sem þessi kona tilheyrir, og orðið hafa
saklausar fyrir því, að missa eiginmenn
sína á þennan hátt, sem „þýskíundað-
ir“ (sem sjálfsagt á að vera hnjóðsyrði,
þótt þýðingin sje ekki skýrð^ að ósekju
því að Þýskaland kom þama hvergi til
greina), þó að þær reyndu að verja síg
gegn ókurteysi landa sinna Sem ann-
ara.
Myndi mörgum þykja hannur ]>ess-
ara kvenna (sem annara. er missa menn
sína á einhvern hátt) nógu sár, þó að
ekki sje rejmt, af löndum þeirra, að
gera þeim frekari miska, með astæðu-
lausum rangfærslum og aðdróttunum á
prenti, ekki síst, er menn eiga sjélfir
upptökin, eins og hjer.
Enda mega menn vita, að „sjálfan
sækir háðið heim“ og verða að vera við
því búnir að þola, að háði þeirra sje
svarað í sömu mvnt, án þess að hlaupa
með slíkt í dagblöðin.
Þannig svarar kona þessi fyrir sig.
Ólafur Bjarnason
í Brautarholti
fimtugur
Olafur Bjarnason bóndi í
Brautarholti á fimtugsafmæli
í dag.
í Ólafur snjerist ungur af alhug
að búskap og fór þar aðra götu
| en bræður hans, synir sjera Bjarna
í Steinnesi. Leituðu þeir flestir til
annarar mentunar og atvinnu, en
Ólafur iagði stund á búfræði, til’
þess fyrst að verða dugandi ráðs-
maður á myndarbúi föður síns, en
síðan gildur biihöldur sem margir
frændur hans fyrr og síðar. _
Hátt i tvo áratugi hefir hann
nu rekið bú í Brautarholti á
Kjalarnesi, og sýnt, að hann kann
að hagnýta sjer þekking þá, er
hann ungur aflaði sjer í búfræði.
Hefir hann umbætt jörð sína
stórum cg rekið nýtísku búskap
í hvívetr.a.
En jafnframt hefir hann áunnið
sjer traust sveitunga sinna, og
hafa þeir- falið honum hverskon-
ar trúnaðarstörf sveitarinnar, er
hann hefir rækt með stakri sam-
viskusemi og kostgæfni. Því Ólag-
ur er maður fjelagslyndur á hinn
besta hátt, er vill hvers manns
vandræði bæta, og telur aldreí
eftir sjer að leggja fram krafta
sína til að vinna fyrir áhugamál
sín, einkum þegar þau eru til
hagsbóta fjelögúm hans og sam-
í ferðafólki V. St.
Minningarorð um Eirík
Magnússon kennara
¥ dag verður Eiríkur Magnússon,
* kennari við Laugarnesskóla í
Reykjavík, borinn til grafar.
Við fráfall Eiríks er óbætt skarð
í fylkingu bestu sona þjóðar vorr-
ar.
Þó að við, sem unnum með hon-
um, finnum best hvert skarð er
höggvið, þá mun og vinum hans
fjær og nær vera eftirsjá mikil
að honuro,
Eiríkur var óvenjulegur maður
fyrir margra hluta sakir. Það
sagði vitur maður við mig, eitt
sinn, um Eirík, að hann væri of
góður maður til að lifa á þeirri
skálmöld, sem nú er. Þar sem
harðstjórnin, óttinn, heiftin og
hefndin rekur valdhafana (ein-
staklega flokka og stefnur) til
að fremja hefndarverk og hefndir
á sakleysingjum og þeim sem
minni hafa máttinn.
Jeg skal ekki leggja dóm á, að
hve miklu leyti þessi orð eru
rjett. En hitt veit jeg, að Eiríkur
hafði brennandi áhuga á öllum
þeim nýjungum í þjóðfjelags-
málum, sem hann áleit að væru
til bóta og veittu hverjum ein-
stakling rjettláta hlutdeild í þeim
gæðum, sem þjóðfjelagið hefir
fram að bjóða. áiríkur var strang
ur við sjálfan sig, og hann var
ávalt vandlátur um framkvæmdir
þess málstaðar, sem hann barðist
fyrir.
Hanm var fjelagslyndur og starf
fús. Þessvegna hlaut hann oft að
ganga fram fyrir skjöldu í bar-
áttunni íyrir áhugamálum sínum.
Og þótt það sje máske mikið sagt
um baráttumann vorra tíma, þá
þori jfeg að fullyrða, að hann var
sjer þess ávalt meðvitandi, að
hann barðist með hreinan skjöld.
Hann kunni ekki að veifa röngu
trje. Hvar ætti maðurinn að sanna
slíkt áþreifanlegar en í sínum
einkamálum. En einmitt það gerði
Eiríkur skýlaust, t. d. þegar hann
Ijet af námi nærri embættisprófi,
af því að hjarta hans og sann-
færing bauð honum það. Þannig
mætti hann vandanum með fullri
einurð. Hann vildi ekki hopa nje
skjótast í felur. Hann gekk beint
framan að, með vissu um satt og
rjett mál.
Að lokum valdi hann sjer barna-
kenslu að starfi. En lífsstarf hans
var eftir sem áður, baráttan fyrir
rjettlætinu. Máske hefir Eiríkur
stundum sagt eitthvað skorinorðar
en ýmsum málamiðlunarmönnum
þótti heppilegt. En honum hefir
þó aðeins þótt slíks full þörf.
Eiríkur var óeigingjarn og ósjer
hlífinn. Hann kunni ekki að ætla
af sjer. Hann var bjartsýnn og
hrekklaus. Þessvegna varð honum
það þungbært, er hann varð þess
var, að honum var um skeið varn
að að halda starfi sínu áfram.
---- Og nú er sýnilega starfinu
lokið. Skeiðið runnið á enda.
Við söknum og syrgjum, þó er
söknuðurinn sárastur og sorgin
dýpst hjá ungu konunni hans.
Allir vinir hans, hjer' á landi
og erlendis, þakka samferðina.
Jón Sigurðsson.
Bráðabirgðafbúðimar
mn. ajt þubjd síðl
höll á Þingvöllum. Virðast
ckki, nein vandkvæði á því. En
þar geta ekki þeir fjölskyldu-
íeður verið, sem atvinnu hafa í
bænum. Hefir verið talað um að
fá húsaskjól handa þeim í sótt-
varnahúsinu, meðan skyldulio
þeirra yrði í Valhöll.
Að endingu spurði borgar-
stjóri hvort bæjarfulltrúar hefðu
citthvað við þessar framkvæmd-
ir og ráðagerðir að athuga, eða
hvort þeir hefðu aðrar tillögur
að gera. En engin hreyfði því
máli'frekar á fundinum.
Styrkur Dags-
brúnarmanna
FRAMH. AF ÞRIÐJU SlÐD
hefir verið úr því ranglæti, * að
Dagsbrún nyti ekki að sínu leyti
þess fjár. sem bæjarstjórn hefir
veitt til styrktar sjómönnum og
verkamönnum í bænum. Jafnframt
heimilar bæjarstjórn bæjarráði að
greiða styrktarsjóði sjómanna og
verkalýðsfjelaga þeirra í bænum,
sem eru innan Alþýðusambands-
ins, styrk í rjettu hlutfalli við
þann, sem Dagsbrún hefir verið
greiddur, miðað við fjelagatölu
hvers um sig“.
Tíllaga þessi var samþykt, og
er með því hlutur Dagsbrúnar
bættur, án þess sje skertur hlutur
þeirra fátækra sjómanna og verka
manna, sem eru í fjelögum innan
Alþýðusambandsins.
IðnþingiH
FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU.
„Iðnþingið beinir þeirri ákveðnu
áskorun til iðngreinanna, að þær
standi ekki á móti eðlilegri og
nauðsynlegri fjölgun iðnsveina,
þar sem í því gæti falist sú hætta,
að löggjafinn teldi nauðsynlegt að
grípa tii sjerstakra aðgerða.
Jafnframt var samhljóða skorað
á næsta Alþingi, að hækka styrk-
inn til Landsambandsins upp 1
25 þús. kr.
STJÓRNARKOSNING.
Stjórn sambandsins var öll end-
• ^ • t
urkosin, en hana hafa skipað:
Helgi H Eiríksson, forseti, Em-
il Jónsson, varaforseti, Einar
Gíslason, ritari, SVeinbjörn Jóns-
son, vararitari, Guðmundur Helgi
Guðmundsson, gjaldkeri.
í varastjórn voru kosnir:
Jón Halldórsson, Sveinn Guð-
mundsson, Guðjón Magnússon,
Kristólína Kragh, Júlíus Björnsson
Endurskoðendur:
Þorleifur Gunnarsson og Ásgeir
|G. Stefánsson. Til vara: Ársæll
Árnason og Þóroddur Hreinsson.
Forseti þingsins sleit því með
stuttri ræðu kl. I1//. Um kvöldið
kl. 7 var sest að miðdegisveislu
í boði Iðnaðarmannafjelagsins í
Rcykjavík í Oddfellowhúsinu.
Þingið hafði' þannig ýms merk
mál til meðferðar, fór hið besta
fram og mun á ýmsa lund varða
veginn til fullkomnunar iðju og
iðnaðar I landinu, þótt tíminn
væri of stuttur til þingstarfa.
EF LOFTUR GETUR ÞAÐ
EKKI-----ÞÁ HVER?
2 vefarar
óskast frá 1. október þ. árs. ( Jpplýsingar í síma
4263 frá kl. 2—4 í dag.
GólfdreglagertHn
(Gunnar Gunnarsson).
Kokos
eigum við væntanlegt bráðlega.
Eggerf Krisffánsson & Co. h.f.
Geymslupláss
nálægt Miðbænum óskast nú þegar. Uppl. á
skrifstofu Morgunblaðsíns.