Morgunblaðið - 19.09.1941, Qupperneq 8
8
m> GAMLA BÍÓ
Það skeði i París.
Amerísk gamanmynd.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
MAY
EFTIR GWEN
BRISTOW
CORRIE
Skáldsaga frá Sdðurríkjttm Ameríkti
Svo er það
VENUS-GÓLFGLJÁI
I hlnum ágætu, ódýru perga-
mentpökkum. Nauðsynlegur á
hvert heimili.
SKÓRNÍR YÐAR
myndu vera yður þakklátír, ef
þjer mynduð eftir að bursta þá
aðeins úr Venus-Skógljáa.
STÓRT BARNA-ÞRÍHJÓL
óskast. Uppl. í síma 5191.
TORGSALAN
við Steinbryggjuna frá kl. 9—
12. Tómatar, Agúrkur, Blóm-
kál, Hvítkál, Gulrætur, Asíur.
Kartöflur og Gulrófur 1 heilum
og hálfum pokum.
M EÐALAGLÖS og FLÖSKUR
keypt daglega. Sparið millilið-
ina og komið til okkar, þar sem
þjer fáið hæst verð. Hringið í
síma 1616. Við sækjum. Lauga-
vegs Apótek.
ÞAÐ ER ÓDÝI?ARA
að lita heima. — Iíitina selur
Hjörtur Hjartjrson, Bræðra-
borgarstíg 1. Sími 4256.
KJÓLAR
í miklu úrvali, ávalt fyrirliggj-
andi. Sa-umastofa Guðrúnar
Arngrímsdóttur, Bankastræti 11
UNGUR OG ÁREIÐANLEGUR
maður óskar eftir ljettri og
þrifalegri vinnu, t. d. innheimtu.
Upplýsingar í síma 3427, kl. 6
—8 síðdegis.
GÓÐA STÚLKU
get jeg útvegað þeim, sem get-
ur útvegað nýtísku íbúð. Tilboð
merkt: ,,Ó. H.“, sendist blað-
inu.
OTTO B. ARNAR
útvarpsvirkjameistarí.
Hafnarstræti 19. — Sími 2799
REYKHUS
Harðfisksölunnar við Þvergötu,
tekur lax, kjöt og fisk og aðrar
vörur til reykingar.
REYKHÚSIÐ
Grettisgötu 50 B, tekur eins og
að undanförnu kjöt, lax og fisk
til reykingar. Fljót afgrelðsla.
Simi 4467.
OO. dagur
Hún var altaf í góðu skapi,
þegar hún hafði tíma til þess að
sitja úti á tröppum og rabba við
Jed. Hún gat reyndar ekki kvart
að við hann yfir þessum „malpoka
mönnum“, þar sem hann var sjálf-
ur frá Norðurríkjunum, og það
gat verið særandi fyrir hann. En
hann var svo blátt áfram og kát-
ur, að henni leið vel í fjelagsskap
hans. Hann gaf henni aftur epli,
sem móðir hans hafði sent honum.
Henni var farið að þykja vænt
um Jed
— En hvað mamma þín sendir
þjer mikið af eplum, sagði hún.
— Hún hefir lítið annað að
senda, veslings gamla konan, svar-
aði Jed. — Jeg vildi óska, að jeg
ætti eftir að geta gert eitthvað
fyrir hana. Hún á engan að nema
mig.
— Og jeg vildi óska, að jeg
hefði getað hjálpað mömmu, sagði
Corrie May angurvær.
— Hvar er hún ?
— Hún er dáin. Alt skyldfólk
mitt er dáið.
— Það er synd En hvað þú ert
sniðug að geta sjeð fyrir þjer
sjálf.
— Nei. jeg er ekki sniðug, sagði
Corrie May.
— Jú, jeg dáist að dugnaði þín-
um, Corrie May, sagði hann.
— Jeg er ekki duglegur maður,
★
Corrie May gaut til hans horn-
auga. Nei, hann var að minsta
kosti ekki sniðugur eins og Gild-
ay og hans líkar. Óbrotið fólk
eins og hún og Budge og Jed
komst ekki neitt áfram í iifinu.
’fífeíagsltf
SKÁTAR — SKÁTAR
Stúlkur, piltar, Ljósálfar, Ylf-
ingar, Sjóskátar, R.S. — Sam
eiginlegur fjelagsfundur í Nýja
Bíó á sunnudag kl. 2 e. h. Rætt
um vetrarstarfið. Kvikmynda-
sýning. Mætið öll, mætið í bún-
ing. ’ i
KLUBBUR NR. 16.
Kveðjusamsæti verður í Iðnó,
uppi, í kvöld kl. 9, stundvís-
lega. — Forseti.
VERSLUN ARSTÚLK A
óskar eftir herbergi 1. október.
Tilboð merkt: „Verslunar-
stúlka“, sendist blaðinu fyrir
næstkomandi þriðjudagskvöld.
GOTT HERBERGI
til leigu gegn þátttöku í hús-
verkum. Uppl. á Suðurgötu 16.
2 HERBERGI OG ELDHÚS
til leigu utan við bæinn. Tilboð
merkt: „R,aflýst“, sendist Morg-
unblaðinu fyrir sunnudag.
Hvaða bók vekur mesta
athygli og að verðleikum?
„Úr'dagbókum skurðiæknis“
— Jed, sagði hún alt í einu.
• Heldurðu, að gott og heiðar-
Iegt fólk komist í raun og veru
til himnaríkis, þegar það deyr?
— Já, auðvitað!
— Það vona jeg líka, andvarp-
aði hún. — Það á það líka sann-
arlega skilið, að það geti einhvern
tíma látið sjer líða vel.
Jed sat hugsi um stund. Síðan
tók hann til máls.
— Corrie May, sagði hann.
- Jeg hefi ákveðið að setja á
stofn verslun, þegar jeg kem aft-
ur heim til Indiana. Þingið hefir
samþykt, að hermenn, sem að ein-
hverju leyti koma örkumla úr
stríðinu, skuli fá 15 dollara styrk
á mánuði. En enginn maður get-
-ur lifað á því, og jeg má ekki til
þess hugsa, að slæpast það sem
eftir er æfinnar.
— Nei, jeg skil það, sagði hún
í viðurkennandi róm. — Kantu
að reka verslun?
— Já — jeg þekki að minsta
kosti bændurna þarna heima og
veit, hvers þeir þarfnast. Jeg hafði
hugsað mjer búð, þar- sem alls-
konar varningur er séldur, alt frá
nál og enda upp í plóga og skepnu-
fóður. Ef maður þekti einhvern
þingmann, gæti maður kannske
fengið að hafa pósthús í sambandi
við búðina. Þið þekkið ekki svona
búðir hjerna í Suðurríkjunum?
— Nei, jeg hefi aldrei sjeð búð,
þar sem bæði var hægt að fá nál-
ar og plóg! En alt er víst öðru-
vísi í Norðurríkjunum en hjer.
— Já, þar er alt öðruvísi, svar-
aði hann af hrifningu og leit síð-
an niður fyrir fætur sjer. Heyrðu,
Corrie May -------, hann þagnaði
og roðnaði.
— Hvað ætlaðirðu að segja?
spurði hún kurteislega.
— Ó — ekkert---------viltu ann-
að epli?
— Já, þakka þjer fyrir. En
hvað þú ert góður við mig!
— Þú ert indæl stúlka, Corrie
May, sagði Jed. — Mjer er al-
vara, Corrie May. Þú ert reglu-
lega yndisleg stúlka.
Hún leit á eplið, sem hún hjelt
á í hendinni. — Það er fallegt áf
þjer að segja það, sagði hún
lágt.
— Jeg er viss um, að þú myndir
kunna við þig í Indiana, sagði'
Jed.
—cJá, það hugsa jeg.
Jed virtist órótt, eins og hann
langaði til þess að sqgja eitthvað,
en rjett í þessu kom Gilday, á-
samt tveimur umboðsmönnum frá
Norðurríkjunum, út. Hann heils-
aði Corrie May svo vingjarnlega,
að engan hefði grunað, að hún
hefði kallað hann þjóf fyrir fáum
mínútum.
— Halló, Corrie May, sagði
hann. — Hvernig líður þjer?
—- Þakka yður fyrir, ágætlega,
svaraði hún og leit upp.
— Við ætium að snæða miðdeg-
isverð hjá Pailet, sagði Gilday.
— Viltu koma með okkur?
— Nei, þakka yður fyrir. Jeg
má ekki vera að því.
Hinir horfðu hlæjandi á Gilday,
og hann hló líka þurlega. — Það
er leiðirlegt. Jeg hafði hugsað
mjor, að við fengjum „bouilla-
baise“, sagðl hann og bar það
fram „búllíbass“. — Ertu visa
um, að þú viljir ekki koma?
— Já, Mr. Gilday. Jeg verð að
hugsa um vinnu mína.
— Jæga, komið þið þá! sagði
hann við fjelaga sína. Það var
augsýnilega ekki hægt að reita
hann til reiði. Hann sneri öllu
upp í gaman, eins og hann nyti
lífsins þarna í Suðurríltjunum svo
mjög, að hann gæti ekki orðið
móðgaðxu*.
Corrie May stóð á fætur.
— Jeg verð víst að halda á-
fram því, sem jeg var að gera,
Jed, sagði hún.
Jed stóð líka á fætur. — Já,
en — Corrie May---------.
— Þessi Gilday — þú skalt
skifta þjer sem minst af honum.
— Hann gerir mjer ekki neitt.
— Nei, það vona jeg ekki. En
hann er ómerkilegur mannhund-
ur!
Framh.
Föstudagur 19. sept. 1941.
NtJA BÍÖ
Hetjur Kanada.
(Hearl of the Nortli).
Skemtileg og spennandi am-
erísk mynd um hetjudáðir
Canadisku lögreglunnar.
Tekin i eðlilegum litum.
Diek Foran
Gloria Dickson
Gale Page
Börn fá ekki aðgang.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
I
T
♦To
t *:*
\ *
I
!
!
T
Í
?
f
!
I
X T
VV*.,*.n«H.**»»%,Ví.n*‘,.“*M.%****V*,*VVWVWVWWWVVVVVVVVVWWVvVvVV%"*’V'
Rö§k stúlka,
14—17 ára, getur fengið atvinnu nú þegar við inn-
heimtu.og afgreiðslustörf hjá einni af stærri vefn-
aðarvöruverslunum bæjarins. Umsókn merkt „Vefn-
aðarvara“ sendist blaðinu ásamL meðmælum.
Framtlðaratvinna.
Ungur maður, 18—25 ára, sem hefir lokið góðu prófi frá VersL-
unarskóla íslands, eða hefir aflað sjer sambærilegrar mentunar ann-
arsstaðar, getur fengið atvinnu hjá löggiltum endurskoðanda nú.
þegar eða frá 1. jan. næstk. Umsókn, ásamt upplýsingum um kunn-
áttu og ætterni, leggist inn á afgreiðslu blaðsins fyrir 25. þ. m.f,
merkt „Endurskoðandi“.
Innheim tustörf
Unglingspiltur, eða fullorðinn maður, getur fengið atvinnu
við innheimtu og afgreiðslustörf. Upplýsingar um aldur og
kunnáttu sendist blaðinu. ásamt meðniælum, ef til eru, merkt
„Verslun“.
Augtýsing um matvælaskamt
Matwælaskamtar ftá 1. okt.
til 31. des. 1941 hefir veitð
ákveðioD fyrir það tímabil
sem hfer segir:
Kaffi. óbrent 1500 g.
Syktir 6500 g.
Kornvðrur 20500 g.
ViSskiítamálaráðuneytið, 18. sept. 1941