Morgunblaðið - 23.09.1941, Síða 3
Þriðjudagnr 23, sept. 1941.
MORGUNBLAÐIÐ
3
Þingmenn stjórnarflokk-
anna kvaddir til viðræðna
Verður Alþingi kvatt sam-
an í byrjun október?
Lv. „Jarlinn"
talinn af
Dýrtíðarmálin og önnur
erfið viðfangsefni
SAMKVÆMT UPPLÝSINGUM, sem Morgun-
blaðið fekk í gær hjá forsætisráðherra, Her-
manni Jónassyni, getur farið svo, að Alþingi
verði kvatt saman til aukafundar í byrjun októbermán-
aðar.
Endanlega verður þetta þó ekki ákveðið fyr en fyrstu dagana
í október, en þá ihafa þingmenn stuðningsflokka stjórnarinnar verið
boðaðir hingað til bæjarins, til þess að ræða við þá ýms vandamál.
Eru það flokksstjórnirnar, sem boða þingmenníma og kálda þær fnndi
með þeim, ekki sameiginlega, heldur hver flokknr fyrir sig.
Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa verið boðaðir 'til fnndar 1.
október. Sennilega er það um svipað leyti, sem þingmenn Framsóknar-
og Alþýðuflokksíns eru boðaðir.
Amerfskir
hermenn ráðast
il triðsema
borgara
rjár árásir voru gerðar á
íslenska borgara hjer á
götunum í gærkvöldi, og voru
það amerískir hermenn, sem
árásiranar gerðu, að sögn lög-
leglunnar.
L.v. Jarlinn fór frá Fleetsvood 3. sept., en ekkert spurst
til hans síðan. Er hann því talinn af. Á honum voru 11 menn.
Sjá nánar á 5. síðu.
Snorrahátíðin
í Reykholti
Virðuleg athöfn, Kveðjafrá
Nygaardsvold forsætis-
I
ráðherra Norðmanna
Vigelandsmyndinni valinn staður
SAMKOMAN í REYKHOLTI í gær til minning-
ar 700 ára dánardags Snorra Sturlusonar var
hin virðulegasta. Var þar allmikið fjölmenni
saman komið úr hjeraðinu, og hjeðan úr Reykjavík.
Kl. 8% í gærmorgun fór „Esja“ með 60—70 mann hjeðan
úr bænum, áleiðis til Akraness. Þar var stigið á land kl. 10i/2 og
haldið til Reykholts í bílum.
— Hvaða mál eru það aðallega,
sem stjórnin hygst að ræða við
þingmennina? spurðum vjer for-
sætisráðherra.
— Aðallega eru það dýrtíðar-
málin, og svo nokknr iönnur
mál, svarar forsætísráðherrann.
— Búist þjer við, að þingið
verði kvatt saman til aukaíund-
ar ?
— Það getur farið svo, svarav
forsætisráðherrann. — Endanlega
verður þetta þó ekki ákveðið fyr
en málin hafa verið rædd við
þingmenn stuðningsflokka stjórn-
arinnar. En það er ekki ólíklegt,
að þingið verði kvatt saman til
skyndifundar og þá strax upp úr
viðræðufundunum með þingmönn-
unum.
— Getið þjer gefið nokkrar nán-
ari upplýsingar um viðhorf mál-
anna, sem þarna verða rædd?
— Nei, ekki að svo stöddu, svar-
ar forsætisráðherrann.
★
Það er vitað, að ríkisstjórnin
hefir haft mörg erfið vandamál
við að glíma síðan aukaþingið
var haldið í júlímánuði. Má þar
t. d. nefna ýms mál varðandi við-
skifti okkar við Breta. Þar' hefir
ríkisstjórnin orðið fyrir miklum
vonbrigðum, því aðTítið hefir orð-
ið úr efndum hinna mörgu og
fögru loforða um hagkvæm við-
skifti og stuðning okkur til handa
á allan hátt. Ekki er ósennilegt,
að ríkisstjórnin vilji láta Alþingi
fylgjast með gangi þessara mála.
Svo eru það dýrtíðarmálin. AI-
þingi tók það ráð, að kasta þeim
í hendur ríkisstjórnarinnar, eftir
að hafa samþykt dýrtíðarlögin,
sem voru svo afkáraleg og vitlaus,
að illmögulegt var að framkvæma
þau þannig, að nokkur áhrif hefði
á dýrtíðina í þá áttina, að draga
úr henni.
Sjálf hugmyndin, sém fólgin
var í dýrtíðarlögunum, að afla
fjár til þess að halda niðri verð-
FRAMH. Á 8JÖTTU SÍÐTJ
Færeysk skúta
talín af
Blaðinu var símað frá Seyðis-
firði í gær, að þangað hafi
frjest, að færeyska skútan „Morn-
ing star“ hafi lagt upp frá Fær-
eyjum fyrir l/2 mánuði á leið til
Seyðisfjarðar. En hún er ekki
komin þangað og hefir ekkert til
hennar spurst. Er skip þetta því
talið af.
Skipverjar voru 7, Esbern
Jakobsen skipstjórinn. En meðal
skipverja var aldraður faðir hans,
sem mun hafa farið á skipið í þess-
ari ferð.
Átta ára dreogur
ferst í bílslysi
C íðastliðínn laugfardag varð
^ það hörmulega slys á Suð-
urlandsbraut, hjer innan við
bæinn, þar sem Langholtsbraut
og Borgarholtsvegur koma sam-
an, að 8 ára drengur varð fyrir
bíl og beið bana.
Slysið varð með þeim hætti,
að strætisvagn nam þarna stað-
ar, til að hleypa út farþegum.
Meðal farþega, er fóru úr vagn-
inum var 8 ára drengur. Hann
hljóp fyrir framan strætisvagn-
inn og yfir götuna, en í því
kom vörubíll á leíð til bæjarins
og ók hann á drenginn. Breskur
sjúkrabíll kom þarnig að tók
drenginn og flutti á Landspít-
alann, en hann var látinn, er
þangað kom. Mun hafa látist
strax. •
Drengurinn hjet Jón Bjarni
Finnjónsson og bjó á Sogamýr-
arbletti 9, hjá móðursystur
sinni.
Um kl. 101/2 í gærkvöldi vat'
vörubíll að koma heim frá vinnu
og ók Melana. Bílstjórinn, Árni
Stefánsson, var einn í bílnum.
Er hann var kominn á móts við
Háskólann í'jeðust amerískir
hermenn á bílinn, brutu rúðuna
og bjuggustu til árása á bílstjór-
ann. Bílstjórinn setti á fulla
ferð og tókst þannig að sleppa.
Rjett á eftir bílnum var
\erkamaður, Benedikt Ingvars-
son, Garðavegi 4, á leið heim
frá vinnu. Hanrí teymdi reið-
hjól. Veit hann ekki fyr til en
að sterku ljósi (frá vasalukt)
er beint á hann og á sama
augnabliki fær hann hnefahögg
á gagnaugað. Benedikt þrífur
ljósið af árásarmanninum og
getur skelt honum niður. En þá
koma fleiri hermenn þar að og
ætla að ráðast á Benedikt, en
hann getur þá flúið niður á lóð
Háskólans og kemst þannig
undan. Benedikt var talsvert
meiddur eftir árásina.
Þriðja árásin var á Reyni-
mel. Rjeðust amerískir her-
menn þar á vörubíl, er tveir
menn voru í, bílstjóri og annar,
er stóð á palli. Annar maður-
inn var barinn svo, að hann
hafði talsverðan áverka eftir.
Lögreglan, ásamt amerísk-
um lögreglumönnum, fór strax
á vettvang. Munu árásarmenn-
irnir hafa náðst.
Segir lögreglan, að svipaðar
árásir hafi átt sjer stað undan-
farin kvöld.
Reykholts-máldagi er elsta hand
ritið, sem varðveitt er á þjóð-
skjalasafninu. Á hann eru skrif-
aðar eignir Reykholtskirkju. Mál-
daginn er skrifaður með 7 rit-
höndum og skráður á ýmsum tím-
um. Þjóðskjalasafnið hefir látið
ljósprenta máldagann og verður
hann seldur í dag í Bókaverslun
ísafoldarprentsmiðju í tilefni 700.
árstíðar Snorra Sturlusonar.
Bílferðin gekk seinna en bú-
ist var við, vegna þess hve færð-
in var slæm á vegunum og var
komið seinna að Reykholti en
ætlast var til.
Er þangað kom voru skoðuð
hin fornu jarðgöng frá dögum
Snorra, sem nú er verið að
grafa upp. En síðan var sest uð
kaffiborðum.
Að því búnu hófst samkom-
an í einni af kenslustofum skól-
ans. Jónas Jónsson, formaður
Snorranefndar, bauð gestina vel
komna. Skýrði hann frá störf-
um nefndarinnar og gat þess m.
a. að minnismerki það eftir
Vigeland myndhöggvara, sem
reisa átti á þessu hausti í Reyk-
holti, væri tilbúið i Noregi, og
myndi verða flutt hingað strax
að styrjöldinni lokinni. Hann
skýrði frá því, að minnismerk-
inu hefði verið valinn staður
framan við skólann og hefði það
verið gert í samráði við höf-
undinn.
Næstur talaði Sigurður Nor-
dal prófessor. Hann rakti orsak-
ir þess, hversvegna Snorri lagði
hina miklu alúð við Reykholt.
En Reykholt var aðalaðseturs-
staður Snorra í 35 ár.
Er Sigurður Nordal hafði lok-
FBAMH. Á SJÖTTU BIÐU.
Verð á bensíni
lækkar — ljósa-
olíu hækkar
U rá og með deginum í dag
* breytist verð á bensíni og
o.líu, og veijður nú sem hjer
segir (miðað við Reykjavík) :
Bensín 53 aur. ltr., var 57 aur.
Ljósaolía 50 au., var 43 au.
Hráolía, 34 au., var 35)4 au-
Nýlega hefir orðið veruleg
hækkun á smjörlíki. Kostar nú
í útsölu hjer í Reykjavík kr.
2,92, en var kr. 2.46.