Morgunblaðið - 23.09.1941, Side 6
MORGUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 23. sept. 1941.
Vatnselgur teppir
samgöngur undir
Eyjaíjöilum
Undanfarna daga hafa verið
stórrigningar hjer á Suð-
urlandi og mikill vöxtur í ám og
vötnum. Hafa vegir víða skemst
og sumstaðar svo, að samgöngui"
hafa alveg tepst.
Þannig hefir það orðið austur
undir Bvjafjöllum, fyrir vestan
Hrútafell. Þar komast bílar nú
ekki lengur, vegna vatnselgs, sem
brýst þar fram og hefir grafið
sig í gegn um þjóðveginn.
Komust bílar við illan leik
þarna yfir á sunnudag, en í gær-
morgun var þar orðið alófært fyr-
ir bíla.
Brúarsmiðir og vegavinnumenn
voru komnir á staðinn, til þess
að lagfæra þetta. Verður að setja
þarna. bráðabirgðabrú. En það
verður erfitt að vinna að þessu,
vegna þess að stöðugt rignir og
vatnselgurinn verður æ meiri.
Hinsvegar er það mjög bagalegt,
ef lengi verður ófært fyrir bíla,
því að kjötflutningar eru byrjaðir
austan úr Vík í Mýrdal.
-—w— !T
Heræfingar
Breska herstjórnin gefur
til kynna:
T T eræfingar fara fram 23. til
25. september á suðurströnd
Hvalfjarðar, á svæðinu milli Lax-
ár _og Brautarholts, Álafoss, Geit-
hál's og að Esju.
Á meðan heræfingar fara fram
verða eftirfarandi vegir ef til vill
að mestu uppteknir vegna æfing-
anna:
a) Vegurinn frá Laxárbrú til
Álafoss, Brautarholts, Saurbæjar,
Útskálahamars, Laxár.
b) Vegurinn Álafóss—Þingvell-
Ir sunnan megin Esju að Leir-
vogsvatni.
★
Frá kl. 9.00 f. h. í dag, þriðju-
dag 23. september 1941 verður setfc
ur farartálmi, þar sem vegurinn
sunnan Hvalfjarðar byrjar. Innan
við þennan farartálma er bannað
að hafa með sjer myndavjel, nema
hún hafi áður verið innsigluð af
skrifstofu hjá „Base Censor“, i
Laugavegi 67 A, Reykjavík.
Ný bók
Frá Líkn, Templarasundi 3.
Bólusetning barna gegn barna-
veiki hefst aftur og fer fram
þriðjudaga og föstudaga kl. 6—7
síðdegis. Hringja verður fyrst í
síma 5967 á þriðjudögum kl. 11
—12.
AUG AÐ hvílist
með gleraugum frá
THIELE
Samtíð 09 saga
Um leið og háskólinn flutti í
hin nýju húsakynni sín,
sköpuðust honurn skilyrði til víð-
tækari starfsemi en áður. Hefir
háskólinn, sem kunnugt er, nú
allmjög aukið starfsvið sitt, með
því að bæta við mörgum nýjum
kenslugreinum, svo sem kenslu í
verkfræði, viðskiftafræði, tanu-
lækningum. En jafnframt því hef-
ir háskólinn nú betra tækifæri til
þess að sinna öðrum en þeim, sem
beinlínis stunda. þar nám. 1 fyrra-
vetur var tekin upp sú nýbreytni,
að háskólakennarar fluttu fyrir-
Iestra fyrir almenning í hátíða-
salnum. Var þeim tekið afarvel og
var aðsókn svo mikil, að stundum
urðu fleiri frá að hverfa en að
komust.
Nú í dag, á 700. ártíðardegi
Snorra Sturlusonar, um leið og
háskólinn heldur um hann minn-
ingarhátíð, koma þessir fyrir-
lestrar fyrir almennings sjónir,
gefnir út af ísafoldarprentsmiðju.
Hefir þeim verið valinn titillinn
„Samtíð og saga“, og segir hann
til um efni fyrirlestranna, þeir
taka til meðferðar jöfnum hönd-
um efni úr sögu landsins og við-
fangsefnum samtíðarinnar. Eru 2
heimspekilegs efnis, 2 um söguleg
efni, 2 um efni úr læknisfræði og
2 úr lögfræði. Höfundarnir eru
prófessorarnir dr. Ágúst H. Bjarna.
son (2), Ólafur Lárusson (2),
Niels Dungal, Guðmundur Thor-
oddsen, dr. Magnús Jónsson og
dr. Sigurður Nordal.
T vetur verða fluttir fyrirlestr-
ar í háskólanum með sama sniði'
(í hátíðasalnum á sunnudögum)
og er til þess ætlast, að þeir verði
síðan gefnir út með sama hætti.
Skipatjón Itala
I tilkynningu bresku herstjórn-
■- arinnar í Kairo í gær var
skýrt frá árás breskra kafbáta á
ítalska skipalest á vesturhluta
Miðjárðarhafs.
Voru þrjú skip í skipaflotanum
og tókst hinum bresku kafbátum
að hæfa 2 þeirra og sökkva þeim.
Var annað skipanna um 20 þús.
smálestir að stærð, en hitt 24 þús.
smálestir.
Var í tilkynningunni talið, að
skip þessi hefðu verið meðal hinna
vönduðustu 'farþegaskipa, sem ít-
alir eiga. Höfðu þau verið tekin
til flutninga í þágu hersins.
Úrslitakappleik í Walterskepn-
inni var frestað á sunnudaginn
vegna bleytu á vellinum, og verð-
ur kepnin líklega n.k. sunnudag.
Hinn árlegi dansleikur, sem
knattspyrnumenn halda að aflokn-
um piótum, verður haldinn í Odd-
fellow á laugardaginn kemur.
Ungur verslunarmaður
getur fengið atvinnu við afgreiðslustörf við eina
af stærri verslunum bæjarins. Eiginhandarumsókn
ásamt meðmælum sendist afgreiðslu þessa blaðs
. fyrir 25. sept., merkt „Duglegur“.
Snorrahátíðin
í Reykholti
FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU.
ið máli sínu, las St. Jóh. Stefáns-
son upp skeyti er Sv. Björnssyni
ríkisstjóra hafði borist frá Joh.
Nygaardsvold forsætisráðherra
norsku ríkisstjórnarinnar í til-
efni Snorrahátíðarinnar. Skeyt-
ið var á þessa leið:
,,Fyrir hönd norsku ríkis-
stjórnarinnar sendi jeg yður al-
úðarkveðjur í tilefni af minn-
ingarhátíð á 700. ártíð Snorra
Sturlusonar. Noregskonunga-
sögur Snorra Sturlsonar hafa
verið stórum mikilsverðar fyr-
ir þroska þjóðlegs lífs og menn-
ingar með Norðmönnum.
f sorta þeim, sem nú grúfir
yfir þjóðinni lifa minningarnar
um fornsögur vorar máttugra
lífi en nokkru sinni fyr.
Þess vegna berum vjer í
brjósti hugheilustu þakk-
látssemi til hins mikla íslenska
höfðingja, er gaf okkur sögur
vorra öldnu konunga.
ijohan Nygaardsvold“.
forsætisráðh. Norðmanna.
Þá flutti sendiherra Norð-
roanna, Esmark, ávarp á ís-
lensku.
Hann skýrði frá fjársöfnun
Snorranefndarinnar í Noregi til
kaupa á standmynd af Snorra,
en sagði að það yrði að bíða
vegna styrjaldarinnar, að hægt
yrði að afhenda þessa stand-
mynd og sýna þenna vitnisburð
mikillar virðingar fyrir verkum
Snorra. — Hann kvaðst
vonast eftir því, að þau bönd,
sem tengt hafa Norðmenn og ís
lendinga, ættu eftir að tengja
þjóðirnar saman á ókomnum ár-
*wm.
Árni Pálsson mælti nokkur
orð fyrir minni Noregs.
Þegar hjer var komið skýi;ði
formaður- Snorranefndar frá því,
að frá ríkisstjóra íslands hefði
borist svohljóðandi skeyti:
Frá ríkisstjóra íslands barst
samkomunni svohljóðandi skeyti:
Hugur minn er bundinn við
Snorra, Reykholt og það, sehi þar
fer fram í dag.
Alúðarkveðjur
Sveinn Björnsson
ríkisstjóri' íslands.
Áður en samkomunni var slit-
ið flutti Halldór Helgason skáld
að Ásbjarnarstöðum snjalt
kvæði um Snorra, var síðan
gengið út og allir gest-<
lirnir kvfcikmynda(|ir. Lagt var
af stað frá Reykholti klukkan
laust eftir 5 e. h.
Gert hafði verið ráð fyrir, að
Esja“ flytti gestina frá Borgar-
nesi. En vegna aftaka roks hafði
Esja ekki komist upp í Borgar-
nes. Varð það að ráði að „Lax-
foss“, sem var á förum til Reykja-
víkur, fluttí gestina út á miðjan
fjörðinn. Við Miðfjarðarsker lá
„Esja“, og þótt rok væri talsvert,
síbyrti Laxfoss við Esju og fóru
gestir um borð í Esju. Var sest
þar að snæðingi og komið hingað
kl. 12 á miðnætti.
'OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO
0
o ÞaR sem jeg hefi nú aflað mjer að-
o stöðu til verslunarreksturs hjer í Banda-
£ ríkjunum og Canada, leyfi jeg mjer að
o bjóða aðstoð mína við kaup á vörum
o
o í stærri stíl og sölu íslenskra afurða
með hagkvæmum kjörum.
Skrifstofa mín í Reykjavík veitir einnig
pöntunum móttöku og gefur upplýsingar
Gaiðar Gítlason
52 Wall Street
New York N.Y.
Símnefni:
„Gíslason“
New York.
ooooooooooooooooooooooooooo<>oooooooo<
Óperettan Nitouche verðnr sýnd
annað kvöld og hefst sala aðgöngu
miða kl. 4 í dag.
FLORA
MIKIÐ OG FAGURT ÚRVAL AF
Pottapiöntum
FLÓRA
♦ > ♦ > ♦> ♦> o «.♦ «> ♦> *>*:♦
Kven-rykfrakkarnir
komnir aflur
Verslunin HOF
t
?
t
r
x
X
*
| Laugaveg 4.
X t
Garðyrkjusýnjngin
Útborgun reikninga vegna garðyrkjusýn-
ingarinnar fer fram í sýningarskálanum
í dag og á morgun kl. 2—5 síðd.
Skrifstofustúlka
Stúlka með góðu verslunar eða kvennaskólaprófi, sem
skrifar góða rithönd og kann vjelritun, getur fengið at-
vinnu nú þegar. Umsókn, ásamt afriti af prófskírteini og
meðmælum ef til eru, sendist afgreiðslu þessa blaðs fyrir
27. þ. m., merkt „Skrifstofustúlka“.
BEST AÐ AUGLYSA 1 MORGUNBLAÐINU.
oooooooooooooooooooooooooooooooooooooo