Morgunblaðið - 23.09.1941, Page 7
Þriðjudaffur 23. sept. 1941.
MORGÚNBLAÐ í 0
Snorra Sturlu-
sonar minst í Há-
skólanum í dag
dag og á morgun verður
haldin sýning í Háskólan-
um í tilefni af sjö hundruðustu
ártíð Snorra Sturlusonar. Verða
þar sýndar helstu útgáfur af rit-
um Snorra, kveðskap hans, bæði
íslenskar útgáfur og þýðingar.
Sömuleiðis rit hans, heimildir
um ævi Snorra, rit um Snorra
og verk hans. Sýningin er aðal-
lega fyrir fræðimenn og aðra,
sem áhuga hafa fyrir þessuin
iræðum. Hún er opin fyrir al-
menning í dag og á morgun frá
kl. 5—7 og 8—10.
í, dag kl. 2 verður haldin
minningarathöfn í Háskólan-
um. Rektor Háskólans flytur
þar ávarp, prófessor Sigurður
Nordal erindi og Lárus Pálsson
leikari les kvæði, Snorraminni
eftir Einar Benediktsson. —- 25
manna hljómsveit leikur og 30
rnanna kór syngur undir stjórn
Páls ísólfssonar og verður m. a.
leikið nýtt lag eftir Hallgrím
Helgason.
Stðdentaíjelag Reykja
víkur boOar til fundar
um siðferðismálin
Stúdentafjelag Reykjavíkur
hefir ákveðið að boða til al-
menns stúdentafundar n.k. fimtu-
dag um siðferðis- og þjóðernis-
mál. Verður fundurinn haldinn í
stærsta fyrirlestrasal Háskólans
og hefst kl. 8i/2 e. h. Prummæl-
andi verður dr. Broddi Jóhannes-
•
son, en hann var einn þeirra
þriggja manna, sem sæti áttu í
hinni svokölluðu „ástandsnefnd11.
Er nefndinni allri sjerstaklega
boðin fundarseta og auk hennar
ennfremur dómsmálaráðherra, ut-
anríkismálaráðherra, lögreglu-
stjóra, barnavarndarnefnd og kon-
um þeim, sem kjörnar voru til
þess að segja álit sitt um tillögur
og greinargerðir „ástandsnefndar-
innar“.
Má vænta þess, að ályktanir
verði gerðar mn þessi mál á fund-
inum.
Er það vel til fallið, að Stú-
dentafjelagið beiti sjer fyrir þvi,
að einhver skriður komi á fram-
kvæmdir, sem stuðli að því að
þjóðin geri sjer ljóst, hve geig-
vænleg hætta felst í því ástandi,
sem er að skapast í iandinu og
raunar hefir shapast nú þegar.
Má þúast við að Stúdentar
eldri og yngri' fjölmenni á fund
Stúdentaf jelagsins, er þessi al-
varlegu mál eru tekin til með-
ferðar.
Reykholts-máldagi.
Ljósprentun af þessu elsta
liandriti, sem geymt er á þjóð
skjalasafninu, er í dag seld í til-
efni 700 ára afmælis Snorra
Sturlusonar.
Ljósprentunin kostar ]0 krónur.
Bókaverslun
ísafoldarprentsmiðju.
Aukaþing?
FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU
lagi innlendra neysluvara, var út
af fyrir sig góð og rjettmæt. En
til þess að hugmyndin yrði fram-
kvæmanleg, varð vitanlega hitt að
fylgja með, að ríkisvaldið hefði
eftirlit með verðlaginu. Eu þessu
gekk Alþingi alveg framhjá, svo
að iitkoman hlaut að verða sú, að
framleiðendur reyndu, hver um
sig, að koma verðlagi sinnar vöru
sem hæst upp, í von um að fá
sem mesta upphót úr dýrtíðar-
sjóði.
Auðvitað gat þetta ekki haft
aðrar afleiðingar en þær, að dýr-
tíðin yxi nú hraðara en nokkru
sinnj áður, sem og raun varð á.
Og þar sem ríkisstjórnin sá sjer
ekki fært að grípa í taumana, með
öruggu eftirliti með verðlaginu,
var ekki annað iirræði fyrir hana
en að gefast ■ alveg upp við að
framkvæma dýrtíðarlögin. Þennan
kostinn valdi hún. Og nú hefir
ríkisstjórnin í hyggju að kasta
málinu aftur í Alþingi'. Alt er
þetta ein samfeld raunasaga.
En dýrtíðin mun halda áfram
að vaxa, jafnt og þjett. Og verði
ekkert aðgert, til þess að vinna
bug á þessuin vágest, verður það
dýrtíðin, sem skapar nýtt hrun
hjá okkar atvinnuvegum.
Satt að segja höfum vjer ekki
mikla trú á, að Alþingi geti levst
dýrtíðarmálin svo, að nokkurt
gagn verði að. Ekki gat það leyst
þau í júnímánuði’ og ósennilegt,
að það hafi vitkast mjög síðan.
Eins og mál þessi standa nú er
eina úrræðið, að hækka gengi
krónunnar og koma á öflugu eft-
irliti með verðlagi nauðsynja, inn-
lendra og erlendra.
Bardagarnir
i Rússlandi
FRAMH. AF ANNARI SÍÐU.
heldur gagnsókn Timoschenkos
áfram. Segir í herstjórnartil-
kynningu Rússa að þeir hafi tek-
ið 32 þorp á þessum slóðum síð-
astliðna tvo daga.
Er látið í veðri vaka í Moskva,
að svo kunni að fara, að Rússar
nái Smolensk á sitt vald aftur
fljótlega.
Þýskir fangar, sem teknir hafa
verið á þessum slóðum, lýsa að-
stöðuþýska hersins þarpa með ó-
fögrum orðum. Segja þeir, að svo
mikill hluti hersins hafi verið
fluttur á aðrar vígstöðvar til þess
að reyna að knýja þar fram úrslit
í leiftursókn, að auðsætt sje að
Smolensk verði ekki' haldið.
LENINGRAD
Á Leningradvígstöðvunum til-
kynna Þjóðverjar áframhaldandi
sókn, en Rússar segjast hinsvegar
hafa unnið þar á og hafa hrakið
Þjóðverja fjær borginni.
Ilefir floti Rússa tekið þátt í
hernaðaraðgerðum gegn hersveit-
um Þjóðverja, er sækja fram með
ströndum Kirjálabotns frá Eist-
landi.
Þjóðverjar segjast hafa tekið
eyna Ösel við Eistlandsströnd og
sje Rússum að því mikill hnekkir.
Dagbók
•••••••••••• ••••••••••OO
J Stuart 594Í9237
I. 0. O. F. Rb.st. nr. 1 Bþ.
909238i/2.
Næturvörður er í Ingólfs Apó-
teki og Laugavegs Apóteki.
Sextugur er á morgun, 24. sept.
Gí-ísli Daníelsson, Klapparstíg 9,
Keflavík.
Trúlofun sína liafa nýlega op-
inberað ungfrú Svava Eyþórs,
Sandgerði og Thomas William.
Kvennadeild Slysavarnafjelags-
ins í Hafnarfirði heldur fund í
kvöld á Strandgötu 19.
Til Hallgrímskirkju í Saurbæ:
Prá Lárusi Björnssyni vinningur
í Ilappdrættinu 100 kr. Með þakk-
læti móttekið, Ól. B. Björnsson.
Gjafir til væntanlegs liúsmæðra-
skóla í Reykjavík: Frú Svanfríð-
ur Hjartardóttir 2000 kr. Alþýðu-
brauðgerðin 1000 kr. Kærar þakk-
ir. — Vigdís Steingrímsdóttir.
Áheit og gjafir til ekkjunnar
með börnin: 3 mæðgur 20 kr. Ó-
nefndur 10 kr. Áheit frá Huldu
10 kr. F. H. K. 10 kr. Frá fjöl-
skvldu í Keflavík 50 kr. Áheit
frá Á. 20 kr. Safnað á heimili 42
kr. Áheit frá í. D. 50 kr. Áheit
frá í. Þ. í Keflavík 50 kr. Kærar
þakkir. — Garðar Svavarsson.
Til Strandarkirkju: M. A. (gam
alt áheit) 10 kr, Jóhaim 5 kr„
S. J. 10 kr, J, P. 5 kr„ G. G.
10 kr,' M. E. 10 kr„ G. Ó. 10 kr.
Heklufarar 5 kr„ B. J. 10 kr„ S-
M. 5 kr, í. í. 15 kr„ ónefndur
10 kr„ B. G. 10 kr„ G. f. 5 kr„
Þórína 10 kr. N. N, 2,50, Ó. S
15. kr„ G. R. 2 kr. X. 2 kr.
Útvarpið í dag:
12.00—13.00 Hádegisútvarp.
14.00 Útvarp frá minningarhátíð
í Háskólanum: 700 ára dánar-
dægur Snorra Sturlusonar.
19.30 Hljómplötur ; Lög eftir
Gershwin.
20.00 Frjettir.
20.30 a) Frá Snorrahátíð í Révk-
holti (H. Hjv.).
b) „Víg Snorra Sturlusonar“;
kvæði Matth. Jochumss. (Þorst.
Ö. Stephensen les).
c) Kaflar úr Heimskringlu.
(Árni Pálsson prófessor).
d) fslensk lög.
21.50 Frjettir.
Elln Thorarensen
1 tilefni af sextugs-
afmæli
Sextíu ár þótt eigir að baki
Enn er þjer ljett um dagsins önn,
hvert skyldustarf þú tekur taki
og tökin eru rjett og sönn.
Hefur þitt starf að hefðársið,
hálfgert verk aldrei skilur við.
Vinsæl um alla æfi-daga
með ógætum hefir verið þú, ■
mun um þig jafnan mæla saga,
að' málstað þínum varstu trú.
Geymast sú minning mun um þig,
að manndáða hafir þræddan stig.
Lífsgleði njóttu í löngu starfi,
ljómi þjer dagsins tignar-brá,
færi þjer þrótt af feðra arfi
friðarins herra um daga þá,
sem þú' átt eftir enn á jörð,
um þig hann stöðugt haldi vörð.
P. Jak.
LITLA BILSTÍ8III Er nokkuS itór.
UPPHITAÐIR BÍLAR.
Lokaö
til kl. 1 I dag vegna jarðar-
farar.
Viðtækjaverslun rikisins
lækfargötu ÍOB.
Viðtækjaútsalan
Lækjargötu 8.
Skrifstofum vorum
er lokað I dag frá kl. ÍO árd.
tii kl. 2 siðd.
Túbakseinkasala rfkisins.
Móðir okkar
KRISTÍN ODDSDÓTTIR
frá Þórustöðum
andaðist að Elliheimilinu Grund þann 20. þ. m.
Börn hinnaj: látnu.
Jarðarför elsku litlu dóttur minnar og systur okkar
ELÍSU HJÖRDÍSAR
fer fram frá dómkirkjunni fimtud. 25. þ. m. Athöfnin hefst
. -
með bæn á heimili okkar Grund við Langholtsveg kl. 2% e- h.
Fyrir mína hönd og systkina hinnar látnu
Guðrún Hjörleifsdóttir.
Jarðarför konunnar minnar, móður og tengdamóður okkar
GUÐRÚNAR ÁSGEIRSDÓTTUR
fer fram frá dómkirkjunni fimtudaginn 25. þ. m. og hefst
með húskveðju að heimili hennar, Bragagötu 38, kl. l'i/2 e. h.
Jarðað verður í gamla kirkjugarðinum.
Stefán Runólfsson. Guðmundína Stefánsd.
Valgarður Stefánsson. Ragnheiður Jónsd.
Kjartan Stefánsson.
Þökkum fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför
föður okkar og tengdaföður
þórðar edilonssonar
. ’ hjeraðslæknis.
Ben, Gröndal. Gunnar Þórðarson.
Halldóra Gröndal. Guðlaug Þorsteinsdóttir.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við fráfall og jarð-
arför föður okkar og tengdaföður
JÓNS GUDMUNDSSONAR
frá Gamla-Hrauni.
Börn og tengdabörn.