Morgunblaðið - 06.11.1941, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 06.11.1941, Blaðsíða 3
Fiintudagur 6. nóv. 1941. MORGUNBLAÐIÐ 3 Dýrtíðarfrumvarp Fram- sóknar nær ekki tilgangi r ------------ Olfusvæðin I Kðkasus sinum Vanhngsað og gallað Úr ræðu Pjeturs Ottesen „Innrásin I Is- land fór út um þúfur" Frá fundi Norræna fjelagsins UMRÆÐUR um dýrtíðarfrv. Eysteins Jónsson- ar hjeldu áfram í gær og varð enn ekki lokið. Fyrstur talaði Pjetur Ottesen. Hóf hann mái sitt á því, að eftir því sem fram hefði komið í umræðum á Alþingi og í blöðum um þessi mál, þá hefði hann þar nokkra sjerstöðu. Hjá öllum flokkum kæmi fram sú skoðun, að hægt væri að gjöra ráðstafanir til þess að hamla upp á móti verðbólgunni og halda niðr.i dýrtíð í landinu, meðal annars með því að verja stórum fjárhæðúm, sem ýmist væri teknar út úr rekstri ríkisins eða aflað með nýjum sköttum, til þess að lækka vöruverð, „gefa með dýrt,íðinni“ eins og Pjetur orðaði það. Norræna fjelagið hjelt skemti- fund í Oddfellöwhöllinni í gærkvöldi. Kommandörkapteinn Ullring úr norska flotanum flutti erindi um innrásina í Noreg. M. a. skýrði hann frá því, að hann teldi, að Þjóðverjar hefðu ákveðið að gera innrás í ísland í októbermánuði í fyrrahaust, en sú innrás hafði far- ið út um þúfur vegna þess að norski flotinn hefði náð á sitt vald veðurathugunarstöðvum þeirra í norðurhöfum. Kvað hann mjög vafasamt, hve miklu yrði áorkað til þess að slá á verðbólgUna með slíkum ráðstöf- unum, hann hefði litla eða enga trú á að' slíkt kæmi að haldi eins og nú væri komið, svo nokkru munaði. Sagði hann, að það væri sín skoðun, að vafalaust væri miklu hyggilegra og raun- hæfara að safna. þessu fje í sjóð, er grípa mætti til þegar setulið- ið hyrfi hjeðan og sú vinna, sem það veitir, fjelli niður, verð á af- urðúm okkar á erlendum markaði lækkaði og afleiðingar þeirrar geysilegu þjóðfjelagsröskunar, sem leiðir af hingaðkomu hins erlenda setúliðs, bitnar á okkur í hatrarn- legri mynd. Það yæri vafalaust tímabært að fara að búa sig undir að taka á móti þessum erfiðu tímum með því m. a. að safna f je í sjóð, en það væri ekki íslendingar einir, sem ættu að leggja fram fje í þennan sjóð, heldur eins og engu síður stjórnir þeirra landa, sem eiga setulið í landinu og eru hjer með hðrnaðar- aðgerðir. Sagði þm., að íslend- ingar hefðu fylstu sanngirniskröfu á þessa aðila, að þeir legðu fje í slíkan sjóð og sýndu þar með lit á að ljetta okkur gönguna yfir það erfiðleikatímabil, sem vafa- láust bíður okkar þegar botninn dettur úr framkvæmdum þeirra hjer og afleiðingar þeirrar þjóðfjelagsröskunar, sem þeir valda, sýna sig í hinni rjettn mynd. Þessa kröfu þarf að taka upp nú þegar og halda henni fast fram. Um frv. sagði þm., eða þau ákvæði þess, að lögbinda kaup- gjald og afurðaverð bænda, þá hlyti þeim, sem að þessu frum- varpi stæðu, að vera það ljóst, að þessi ákvæði frv. gætu engan veginn náð tilgangi sínum eins og nú er ástatt í þjóðfjelaginu. Með- FRAMH. Á SJÖUNDU SÍÐU. Aðalfundur íþróttafjelaga í Hafnarfirði Aðalfundi sína hafa 2 íþrótta fjelög haldið í Hafnarfirði nýlega. Knattspyrnufjelagið Haukar, föstud. 31. okt. Stjórn var kos- in: Guðsveinn Þorbjörnsson l'orm. Sigurrós Sveinsdóttir rit- ari, Jón Egilsson gjaldkeri. — Karl Auðunsson varaform. og Sævar Magnússon fjármálarit- ari. Fimleikafjel. Hafnarf jarðar þriðjud. 4. nóv. Stjórn var kos- in: Gísli Sigurðsson form. Guð- mundur Árnason gjaldkeri. Sig- urður Gíslason ritari. Oliver Steinn fjármálaritari og Hall- steinn Hinriksson varaform. Bæði þessi fjelög eru nú byrjuð vetrarstarfsemi sína, og hafa hvort 3 fl. Kennari Knatt- spyrnufjel. Haukar er Baldur Kristjánsson, en kennari Fim- leikafjelags Hafnarfjarðar er Hallsteinn Hinriksson. Aöalfundur Víkings Knattspyrnufjelagið Víkingur hjelt aðalfund sinn í fyrra- kvöld. Fráfarandi formaður, Ólaf- ur Jónsson, baðst undan endur- kosningu, svo og ýmsir aðrir stjórnarmeðiimir, og gáfu eigi kost á sjer, þrátt fyrir eindregnar á- skoranir fundarins. í stjórn voru kosnir: Guðjón Einarsson, formaður, og meðstjórn endur: Sigurður Þórðarson, Agn- ar Lúðvíksson, Haukur Eyjólfs- son og Þorlákur Þórðarson. Hinn mesti áhugi ríkti á fundinum uru áhugamál fjelagsins. Erindi Kommandörkapteins Ull- rings var hið skemtilegasta og fróðlegasta í alla staði. Hann rakti' aðdragandann að innrásinni í Noreg. Sjálfur hafði hann kom- ið við sögu, er „City of Flint“ málið var a döfinni, og kunni hann frá mörgu fróðlegu að segja. Fyririesarinn kvað það orðum aukið, að mikið hefði verið um quislinga í Noregi og að Noregur hefði fallið í hendur Þjððverjum þeirra vegna. Sannleikurinn hefði verið sa, að það hefði verið slæmri stjórn að kenna, hve illa hefði tek ist til. Mönnum hefði verið neitað um að berjast eingöngu vegna þess að þeir gáfu sig ekki fram á þeim stað eða í því hjeraði, sem þeir voru skrásettir. Þannig sagði hann frá manni einum, sem var meist- araskytta í sínu bygðarlagi, sem ekki var tekinn í herinn eingöngu vegna þess, að hann hafði ekki tækifæri til að gefa sig fram í sínu umdæmi. Ræðumaður skýrði einnig frá því, að 3—5000 sjálfboðaliðae hefðu verið reiðubúnir á landa- mærum Svíþjóðar til að gera at- lögu að Þjóðverjum í Þrándheimf og var hann ekki í nokkrum vafa um, að þeim hefði tekist það, ef hægt hefði verið að vinna í sam- vinnu við þá. Ræðu Ullring Kommandörkap- teins var vel tekið. Oddfellowhúsið var þjettskipað fólki. Formaður fjelagsins, Stefán Jóh. Stefánsson fjelagsmálaráð- herra setti' fundinn og stjórnaði honum. Gunnar Pálsson söng einsöng. Gunnar Gunnarsson skáld las upp kafla úr skáldsögu sinni Heiða- harmur og Guðlaugur Rósinkranz ritari fjelagsins sagði frá jóla- hefti, sem fjelagið ætlar að gefa út. Að lokum var dansað. Nokkur auðug olíusvæði eru fyrir norðan Kákasusfjöllin. Eru þau merkt á þessu korti með litlum skástrikum. Kortið sýnir einnig Krímskagann, og á skaganum, sem gengur austur úr konum, er borg- in Kerch. Að norðan eru Þjóðverjar við nyrsta enda Asovshafsins, sem gengur norður úr Svartahafi. Mikil ððnægja i Strandasýslu vegna lækna- leysis Djúpavík í gær. ndanfarið hefir enginn læknir verið í allri Stranda sýslu. Læknishjeruðin eru tvö, og á annar læknirinn að sitja á Hólmavík, en hinn í Árnesi. Þurfi menn nú á lækni að halda, þá er annað hvort að sækja hann til Blönduóss eða Hvamms tanga. — Kemur tæplega til greina önnur leið en sjóleiðin og er hún minst 10 klukkust. löng fyrir lækirinn, en stund- um geta liðið heilar vikur án þess að fært sje yfir Húnaflóa. Nýlega er 'búið að veita Hólmavíkurlæknishjerað og mun von á lækni þangað næstu daga. En ekkert hefir heyrst um að læknir sje væntanlegur í Ár- neshjerað. Vorið 1935 dó þáverandi hjeraðslæknir hjer, Jón Kapls- son. Síðan hefir embættið eng- um -vierið veitt, en ungir kandí- datar verið settir hjer í tíma og ííma. Er hinn nýbyrjaði vetur fimti veturinn síðan 1935, sem Árneshreppsbúar verða að sætta sig við að vera læknis- lausir. - Óánægja er mikil rikjandi meðal manna. Fólk, sem þarf að vera að einhverju leyti und- ir læknishendi, verður að flytja í önnur hjeruð. Það væri ekki óviðeigandi að þingmaður kjördæmisins styddi að því, að þetta afsskekta og samgöngusnauða hjerað yrði án læknis um aldur og æfi. Dagsbrún og tunnu- botnarnir Maður nokkur, Jón Sigurðsson að nafni, sem mun vera framkvæmdastjóri hins pólitíska Alþýðusambands, en hafði í síld- arleysinu s.l. sumar ofan af fyrir sjer með skoðun tunnubotna og fekk 40 kr. dagkaup fyrir, ritar langa grein í Alþýðubla.ðið í gær. Jón þessi er ákaflega hneyksl- aður yfir því, að verkamannafje- lagið Dagsbrún skyldi ekki' segja upp samningum og gera kröfu til hækkunar á grunnkaupinu. Verkamenn í Dagsbrún munu áreiðanlega ekki gleyma þessum tvísöng kommúnista og fram- kvæmdastjóra Alþýðusambandsins, því að hann sýnir betur en nokk- uð annað, að báðir þessir aðiljar vildu verkamönnum ilt. Ekki er minsti vafi á því, að það er fyrst og fremst að þakka hinni viturlegu afstöðu, sem stjórn og fulltrúaráð Dagsbrúnar tóku í kaupgjaldsmálunum, að lögþvingunartillögur Framsóknar- flokksins eiga nú hvergi talsmenn. Má því segja, að Dagsbrún hafi kveðið upp dauðadóminn yfir þeim. Skyldi ekki málið hafa horft öðruvísi við, ef Dagsbrún, stærsta og öflugasta verklýðsfjelag lands- ins hefði kastað sjer út í iUvígar kaupdeilur, Stjórn Dagsbrúnar á þökk og heiður alþjóðar fyrir sína fram- komu. Skrif framkvæmdastjóra Alþýðu sambandsins sanna hinsvegar Dagsbrúnarmönnum enn á ný, að þeir gerðu rjett, er þeir ákváðu að halda fjelagi' sínu utan við Alþýðusambandið. Þeir munu og telja framkvæmdastjórann best gevmdan hjá tunnubotnunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.