Morgunblaðið - 06.11.1941, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 06.11.1941, Blaðsíða 8
§ jPtðrgtmblaftft Fimtudagur 6. nóv. 1941L MllllMlllllWlllllllllllllllllllllílM § '‘Fjelagsltf ■ 1« |\ FIMLEIKAÆFINGAR lv H KARLA’ * ■ 2. flokkur, fyrsta æfing I kvöld kl. 9,30 í Austurbæjar- barnaskólanum. — Fjölmennið! Miðbæjarbamaskólinn verður ekki tilbúinn til íþróttaæfinga fyr en í fyrsta lagi á mánudag. Stjóm K. R. SZÍ/íifnnMigtw K. F. U. M. — A. D. Munið fundinn í kvöld kl. U/a- Inntaka nýrra meðlima. — Állir karlmenn velkomnir! HJÁLPRÆÐISHERINN í kvöld kl. 8,30 Hljómleika- samkoma. Föstudag kl. 8,30 Helgunarsamkoma. Adj. Kjær- eng stjórnar. Allir velkomnir! I. O. G. T. ST. REYKJAVÍK NR. 256. Fundur í kvöld klukkan 8i/o- Kosning og innsetning embætt- ismanna. Br. Jens Hólmgeirs- son annast hagnefndaratriði. ZION Samkoma í kvöld kl. 8. Hafn- arfirði Linnetstíg 2. Vakninga- samkomur á hverju kvöldi þessa viku kl. 8. Allir velkomn- ir. FILADELFÍA Hverfisgötu 44. — Samkoma í kvöld kl. 81/2. Eric Ericson og Ásmundur Eiríksson tala. Allir velkomnir! ST. DRÖFN NR. 55. Fundur í kvöld kl. 8,30. Inntaka nýliða. Ársfjórð- ungsskýrslur og innsetning em- bættismanna. Skemtiatríði: — Ferðasaga suður með sjó. * JCe/rusfas ENSKUKENSLA rnmamm # / # . HÚSGÖGNIN yðar tnundu gljáa ennþá betur, ef Sími 3664. þjer notuðuð eingðngu Rekord húsgagnagljáa. VENUS-RÆSTIDUFT Nauðsynlegt á hverju heimlli, drjúgt — fljótvirkt — ódýrt. BIFREIÐARSTJÓRI með minna prófi óskast strax. Upplýsingar í síma 1467. Sokkar ijoiuicyic Olympia Vesturgötu 11. Brown & Polson: Mondaminur í pk. Hrísmjöl í pk. ■ Semelíuvrjón í pk. Þessar hreinlætisvönir eru enn fyrirliggjandi. Magnús Kjaran Heildverslun. HÚSMÆÐUR Seljum saltaða og frosna murtu með tækifærisverði. — Afgreiðum minst 5 kg. Laxinn h.f. Sími 4956. SÖGUBÆKUR Ijóðabækur og fræðibækur í miklu úrvali. Bókabúðin Frakka- r.tíg 16. Sími 3664. SVEFNDlVAN óskast keyptur. Sími 2655. rí~ bónlð fína r er bæjarins besta bón. AUGAÐ hvílist TUICI C með gleraugnm frá 1IIILLL M EÐALAGLÖS og FLÖSKUR keypt daglega. Sparið millilið- lna og komið til okkar, þar sem þjer fáið hæst verð. Hringið i síma 1616. Við sækjum. Lauga- vegs Apótek. ifljmimssMswi Pjetur Magnússon. Einar B. Guðmundsson. Guðlaugur Þorlaksson. Símar 3602, 3202, 2002. Austuratræti 7. SkrilBtofutími kl. 10—12 o* 1—6. KOPAR KEYPTUR { Landssmiðjunni. SALTFISK þurkaðan og pressaðan, fáið þjer bestan hjá Harðfisksöl- unni. Þverholt xl. Sími 3448. AUGLÝSING er gulls ígildi. Hraðferðir til AKureyrar í nóvember. Sunnudaga, þriðjudaga og föstudaga meðan fært er til Akureyrar. — Afgreiðsluna í Reykjavík annast Laxfoss, sími 3557. BifreflðastOO Akureyrar. BEST AÐ AUGLÝSA 1 MORGUNBLAÐINU CORRIE MAY BRISTOW Skáldsaga frá Stiðurríkjum Amertku 89. dagur — Mjer gerir það ekbert til, svaraði Fred hlæjandi. — Jeg er hraustur og sterkur. ★ Hann kvaddi gamla manninn og leit í kringum sig. Loks kom liann auga á negra, sem átti heima rjett hjá lionum og fór til hans. — Heyrðu, Zeke, sagði hann, — hjerna eru þrír skildingar. Það hafði verið komið fram á varirnar á honum að segja fjórir, en þegar hann stakk hendinni í vasa sinn, datt honum í hug, að hann þyrfti ef til vill að nota einn skilding sjálfur. — Þú mátt eiga þessa skildinga, hjelt hann áfram, — ef þú færir móður minni skilaboð frá mjer. Viltu segja henni, að jeg hafi farið upp með fljótinu, til þess að leita mjer að atvinnu við stífluna og komi ekki aftur, fyr en vinnu þar er lokið. Og segðu henni, að hún megi ebki óttast, um mig. Mjer sje óhætt. Zeke lofaði að gera eins og fyrir hann var lagt, og Fred gaf lionum skildingana. Þett.a var snemma dags, og Fred hugsaði mðð sjer, að hann myndi kanske komast á r áfangastaðinn fyrir myrbur, ef hann herti sig. Hann keypti köku af negrabonu fyrir síðasta skildínginn og lagði síðan af stað með kökuna í vas- anum. ★ Þegar hann hafði gengið góðan spöl, kom vagn, sem var á leið til Ardeith, á eftir honum, og hann fjekk að aka með lionum að lilið- inu. Þar stóð hann um stund og svipaðist um. Húsið var fagurt eins og kirkjaf En fólkið, sem bjó þar var víst slæmt — og mestu stórbokkar. Mamma hans hafði sagt honum, að það hefði verið fátækt eftir stríð. En síðan voru seytján ár, og nú var það komið til efna aftur. Húsmóðirin þarna' hafði einu sinni vísað mömmu hans á dyr, með þeim ummælum, að hún mætti svelta í hel! Fred rann í skap, er honum datt þetta í hug, og hjelt áfram leiðar sinnar. Ein- hverntíma ætlaði hánn að segja svona fólki til svndanna! Þegar hann Arar orðinn stór, ætlaði hann að aka í sínum eigin vagni að húsdyrum þess og segja því til syndanna svo um munaði'. ★ Það hafði vorið svalt um morg- uninn, en nú fór að hitna í veðri. En Fred var svo heppinn að hitta annan vagn, og með honum fjekk hann að aka til Silverwood. Þegar hann lagði af stað það- an, fór hann að borða kökuna sína, sem hann hafði liaft í nesti. Það var komið fram yfir hádegi, og liann var farinn að verða lú- inn. En hann labbaði' ótrauður áfram og bauð fólki, sem hanu mætti, kurteisíega góðan dagimi. Aldrei hafði Fred verið svona langt að heiman. Hann horfði yíir akra Silver- wood. Þeir virtnst frjósamir og vel liirtir, og að baki þeim var skógur. Þar stunduðu hinir auð- ugu óðalseigendur víst fuglaveið- ar. En Fred hugsaði með sjer, að það hefði verið nær að fátækt fólk, eins og til dæmis hann og móðir lians, fengi kost á að fá jörð þar og rækta hana sjer til viðurværis. Hinu megin við skóginn voru líka akrar, en þeir voru ekki nærri því eins ræktarlegir. Hjer og þar voru litiir hvítmálaðir kofar, og þar voru konur að lú. Fred tók líka eftir því, þó að hann hefði ekki mikið vit á því, að þarna var stíflugarðurinn lægri en hjá liinum stóru plantekrum. Hann var eins og brekka, fimtán til tuttugu fet á hæð, og hallinn, sem sneri niður að ökrunum, var grasi gróinn. Fred reyndi að gleyma þreyt- unni við tilhugsunina um það, hve gaman það yrði að fá atvinnu. Hann sá það á sólinni, að nokkuð var orðið áliðið dags. Alt í einu kom hann fyrir krappa beygju á veginum, og þeg- ar hann leit upp á stíflugarðion, sá hanu, að þar úði og grúði af fólki. Mennirnir skriðu upp og niður hallann eins og maurar, en mörg tjöld höfðu verið reist á akrinum fyrir neðan. Múldýr drógu vagna, sem voru lílcastir stærðar skófl- um, upp að stíflunni, en efst uppi' á garðinum var eitthvað í hrúg- um, er honum virtist vera sand- pokar. Fred beygði iit af veginum og gekk yfir lítið akurland í átt- ina til fljótsins. ★ ' Þegar hann kom nær, stað- næmdist hann og horfði á múl- dýrin og skrítnu skófluvagnana þeirra. Honum fanst svo skemti- legt að horfa á þau, að það lá við, að hann gleymdi þreytunni. Nú sá hann, að mennirnir voru að byggja traustan skjólgarð, svo að stíflugarðurinn hækkaði um alt að fjögur fet, en meðfram grind- unum hlóðu þeir upp sandpokum. T vögnunum, sem voru eins og skóflur, var flutt mold af akr- inum upp á stíflugarðinn, til þess að gera hann traustari. Þarna virtist vera vinnandi menn, svertingjar og livítir menn, í hundraðatali. Fyrst í stað tójs enginn eftir Fred, en þegar hann ætlaði að halda lengra áfram, hrópaði einhver til hans. — Tleyrðu, þarna strákur! í Eeyndu að komast niður af garð • inum! ★ Fred reyndi að spyrja hann, hvort hann gæti eklci fengið að vinna þarna, en maðurinn var að ávarpa múldýrið sitt og heyrði ekki *til hans. Hann sneri sjer að fleiri mönnum, en þeir gáfu sjer ekki tíma til þess að sinna honum, heldur ráku hann burt. Loks sá hann negra, sem hafði gefið sjer tómstund, til þess að þurka framan úr sjer svitann. Hann var að burðast með stærðar bjálka upp brekkuna. Fred gekk til hans og spurði hver væri' þarua æðst ráðandi. Negrinn leit á hann: — ITvað segir þú, hvíti dreng- ur ? — Hver er fyrir vinnunni hjerna? — Mr. Yance, svaraði negrinn og fór að staulast áfram með staurinn. — Hver er hann? — Hvítur maður, sem stjórnin hefir sent hingað. Fred elti negrann. — Hvar er hann? Negrinn nam aftur staðar. — Þú getur sjeð hann þarna. — Það er maðurinn í stóru stígvjefunum sem stendur þarna uppi. Að svo mæltu hjelt hann áfram með staurinn sinn, en Fred leit, þangað upp, sem liann liafði bent honum. Þar sá hann háan og gramman mann í verkamannaföt- um, og var buxnaskálmunum troð- ið ofan. í liá stígvjel, sem náðu: upp að hnjám. Fred var vongóður, þegar hann klifraði upp liallann, þrátt fyrir mörg viðvörunaróp frá verka- mönnunum, því að það var auð- sjeð á hreyfingum mr. Vance, að hann var stjórnsamur maður, sem kunui sitt verk. Hann nam staðar, þegar hann var kominn efst upp á stíflugarð- inii, þar sem sandpokarnir voru, og leit yfir grindurnar. — Drottinn minn! varð Iionum ósjálfrátt að orði. í staðinn fyrir að renna frið- samlega áfram, fimtán fet íyrir neðan, náði vatnið í fljótinn nú alla leið upp að efstu brún stíflu- garðsins og var jafnvel farið að sleikja sig upp um1 varnarstaur- ana, sem búið var að reka niður. Nii liðaðist fljótið ekki íengui' letilega áfram, svo að sólin varp- aði bjarma á bylgjur þess. Nei„ það beljaði áfram, kolmorrautt og: froðufellandi af bræði, að þvf er Fred virtist, og það reif og sleit miskunnarlaust í stíflugarðinn:. Heilir bjálkar og trje hrifust með hvirfilstraumnum, eíns og fljótið' hefði gaman af að leika sjev aðl þeim, áður en það spýtti þeim, til hafs. Það voru meira en tveir kíló- metrar yfir að hinum bakka fljóts- ins, og Fred varð gripinn slíkri ógnarskelfingu, er hann leit út vfir hina ægilegu, fossandi straum- iðu, að hann ætlaði að hlaupæ leiðar sinnar. Þá var þrifið í öxl hans, og myndug karlmannsrödd sagði: — Farða niður af flóðgarðin- um, drengur minn. Þú sjerð, að' hjer er verið að vinna. ★ Fred leit upp og sá framan í grannleitt, órakað andlif mr. Vances. Hann hefði ekki kosið neitt frekar en forða sjer niður af stíflugarðinum í ofboði, en þá greip hann krampataki í einn. sandpokann og hrópaði: AUGLYSINGAÍ^ eiga aB jafnalSi aS vera komnar fyrlr kl. 7 kvöldinu áöur en blaöiS kem- ur út. Ekki eru teknar auglýsingar l>ar sem afgreiBslunni er ætlaC aö vtsa á auglýsanda. TilbotS og umsóknir eiga auglýs- endur aö sækja sjálfir. Blaöiö veitir aldrel neinar upplýs- ingar um auglýsendur, sem vilja fá skrifleg svör viö augiýsingum sinum. BE==n=ii: ]GH=J[3C ui KAUPl OG'SEL allskonar Verðbr)ef og | fasteflgnflr. Garðar Þorsteinsson. Símar 4400 ocr 3442. BE IQBCK 3Q

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.