Morgunblaðið - 06.11.1941, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 06.11.1941, Blaðsíða 5
¥1mtudagur 6. nóv. 1941 Útgef.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgöarm.). Auglýsingar: Árni óla. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiösla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 4,00 á mánuSi innanlands, kr. 4,50 utanlands. í lausasölu: 25 aura eintakið, 30 aura meö Lesbók. Ingibjörg H. Bjarnason — forstöðukona Kvennaskófans og fyrv. alþingismaður Fast í grunni J-v egar viðvaningar renna færi á grunnmíðúm hendir það þá ■stundum að festa í botni. Lyktar þá véiðiskap þeirra annaðhvort :með því, að færið slitnar, öngull og sakka verða eftir í djúpinu eða að það tekst að losa úr fest- unni. Fremur þykir það ósjómannlegt að festa þannig í grunni, þó stund um geti það hent sæmilega sjó- menn. 'Framsóknarmönnum hefir farið 'öins og þeim, sem festir í grunni. Þeir stóðu gleiðgosalegir við borðstokk þ j óð st j órnar skútunnar og rendu í botn. En svo stóð alt fast. Ekkert gekk. Þegar hinir 'fljótfærnu hásetar reyndu að itoga í endann, stríkkaði aðeins á færinu. Það dugði ekki einu sinni að sjálfur „vaktformaðúrinn" liti annarlegum augum út fyrir borð- stokkinn niður í djúpið, eins og hann byggist við að hafið skilaði feng sínum. Þannig er þetta á Alþingi núna. Alt stendur fast. Það hvorki rekur nje gengur. Eysteinn hefir ■greinilega fest í grunni og skrjáir nú vandræðalégur um við borð stokkinn. Hermann Jónasson, sem ekki vildi „hanga“, „hangir“ nú alt hvað af tekur. Það er nærri því farið að „leka úr honum afa“, þar sem hann streytist við að „hangak. Svona eru örlögin stundum grimm lynd. „Það sem að helst hann varast vann, varð þó að koma yf- ir hann“ alt fyrir eigin glám- skygní og misskilning á hinu rjetta augnabliki. Og lausn dýrtíðarmálanna er jafn f jarri og áður en Eysteinn rendi í botn. Svona standa málin nú, þegar ' hálfur mánuður er liðinn frá því að þjóðstjórnin rofnaði. Með degi hverjum verður þjóðinni ljósari sá andhælisháttur, sem hafður hef- ir verið á meðferð þessara mála af foringjum framsóknarflokksins. Fólkið út um lándið, sem fjarri • er, fylgist með fregnunum af Al- þingi með vaxandi undrun. Virðing Alþingis stendur hall- ari fótum en áður, og mátti þó .inaumast við rýrnun. ' Og mennírnir, sem leiddu asn- ann í herbúðirnar með fljótræði sínu, standa ráðlitlir og toga í encí ann. Þeir hafa í raun rjettri nú þegar fengið þá ráðningu fyrir gapaskap sinn, sem þeir verðskuld uðu. Þjóðin hefir sjeð, hVers af þeim má vænta. Þeir standa nú uppi eins og trúðar, sem fallið hafa út úr hlutverki sínu, vand- ræðalegir. nærri snevptir. Og vand ræði þeirra verða æ meiri því Tlengra sem líður. 'p1 in landskunnasta kona þjóðarinnar er látin, ungfrú Invibjörg' H. Bjarna- son, forstöðukona Kvenna- skólans í Reykjavík og; fyrv. alþmffismaður. Andlát hennar er óðara hljóð- bært orðið um alt land með út- varpi og síma, en mundi á ör- skömmum tíma hafa orðið það, þótt þessi frjettatæki væri' eigi. Svo merkan og mikinn þátt átti hún í menningar og framfaramál- um þjóðarinnar. Af því að jeg hef nokkuð á ann- an áratug verið gjaldkeri kvenna skólans, hlaut að verða töluvert samstarf mitt við forstöðukonuna, sem. eins og um annað, ljet sjer mjög ant um fjárhag skólans. Jeg hef því kynst henni vel á þessum árum. og hefir sú samvinna verið með þeim hætti, að mjer þykir skylt og Ijúft að minnast hennar með þessum fáu línum. Fvrstu spurnir, sem jeg hafði af T. H. B., voru þær, að hún stóð ein fremst í broddi þeirra mikils virtu kvenna. er börðust fyrir því. að konur fengju fu!l rjettindi og lagði þar fram sína miklu krafta og góðu hæfileika í orðum og athöfnum, reiðubúin að taka að sjer hvert st.arf í þágn þess málefnis, hæði fyrir og eftir að fullur sigur var unninn. Það fór þvi að lílrum, a.ð hún varð fyrsta íslensk kona, er kjörin var til þingsetu. og hefir ekki leikið á tveim tungum. að það hafi verið vel ráðið. Bæði andstæðingar og samherjar á þingi hafa borið það vitni, að hún hafi með prýði og Ingibjörg H. Bjarnason. sóma staðið í þeirri stöðu. Hún var vel máli farin og fylgdi með einurð og festu áhugamálum sín- um, sem einkum voru mentunar og mannúðarmál. og vissi þó góða grein á öðrum málum og þing- störfum yfirleitt. En þó að hún fylti sæti sitt á alþingi méð sóma, þá mun minn- ing hennar ekki lifa í sambandi við það starf .Það liverfur í skugga fvrir hinu mikla og langa aðal-lífsstarfi hennar, forstöðu Kvennaskólans í Reykjajík, sem hún lagði í allan áhuga sinn og mikið þrek. Frú Þóra Melsteð, sem ásamt manni sínum var aðalstofnandi skólans, stjórnaði Hónum í 32 ár, en þá lagði hún stjórnina 1906 í hendur J. H. B. með þeirri von, að hann mundi ná miklum vexti og viðgangi í hendi hennar, sem fyllilega. hefir ræst. Þó að skólinn í höndum frú Þóru væri kominn á góðan og alltryggan rekspöl, þá hefir hann mestum þroska náð og framförum tekið í stjórnart.íð 1. H. B., sem orðin er 35 ár og. líklega hin lengsta, sem einn mað- ur hefir átt hjer á landi við svo mikils háttar skóla, Eitt, sem brátt þurfti' úr að bæta. á fyrstu stjórn- arárum hennar, var hvisnæði slról- ans, sem orðið var of lítið þótt reisulegt hús væri, en fje ekki fyrir hendi til þess að reisa eða kaupa nýtt skólahús. Mun það hafa verið mjög að hvötum henn- ar og hún ráðið mestu um til- högun alla. Þetta prýðlega hús hefir nú fyrir all-löngu verið kevpt, þótt fje væri ónóg, en ræst I vel úr. Skólinn flutti í það 1911. Stjórnsemi' T. H. B. var með | þeim ágætum og með þeim föstum tökum, sem reyndar er þjóðkunn- ugt. og umhyggja hennar að sama skapi fyrir skólanum, að náms- j meyjarnar fengju bestu kenslu, sem kæmi þeim að notum í lífinu, ! og ljet sjer á allan hátt ant um . þær, einnig ef hún mátti eftir að ^ þær voru komnar úr skólanum. Hún unni skólanum, bæði vegna I hans sjálfs og sín sjálfrar, því ! að hún skoðaði liann, eins og var, sem ávöxt lífsstarfs síns, og var ant um, að þess starfs sæjust merki, svo sem orðið er. Það er ekki' nema eðlilegt, að hún, svo skaprík kona og vilja- sterk, kæmist ekki hjá, að verða fvrir einhverri gagnrýni; Hún vildi ráða því, sem hún var sann- færð um, að væri rjettast og holl- ast fyrir skólann og hún ætlaðist til mikils af öðrum, en það var hægt að láta sjer vel lynda, því Eflirlit með þrifnaði i §ölu- blíðum og veilingnhúsum Undanfarnaþ vikur hefi jeg'unn, því )>ær verða ómaklega fvr- verið sjÓnarvottur að því, | ir mörgum hnjóðsyrðum af hálfu á hvern hátt mjólkin er afhent : kaupenda fyrir seinagang afgreiðsl nokkrum sölubúðum hjer í bæn- um. Fvrir framan unnar, en ásamt mjólkinni er þeim gert að skyldu að afhenda brauð, búðarborðið kökur, smjörlíki, karamellur og standa frá 20 til 40 manns, börn, i skyr, þegar það fæst. Sumir kaupa fullorðnir og gamalmenni, flestir allar þessar tegundir um leið og koma með flöskur, 2—4 liver, oy mjólkina og fer því drjúgur tími biðja um að fá mælda mjólk í í afgreiðslu hvers einstaklings. þær. Við afgreiðslu eru venjulega Börnin eru hálftroðin undir, því 2 stúlkur (á einstaka sölustað 3), umgengnisvenjum Tslendinga s er misjafnlega þrifalegar útlits, með ekki hvað síst ábótavant á af- misjafnlega þrifalegar hendur, en allar með hár ofan á herðar, án nokkurrar skýlu yfir. greiðslustöðum. — Jeg hefi borið fram kvörtun um ]»et,ta mál við skrifstofustjóra Þær taka við flöskunum, standa Mjólkursamsölunnar og mælst til við stórt mjólkurílát, halda flösk-' að þetta vrði lagfært í einni biið, unum yfir ílátinu og hella svo á. sem jeg verslaði mest við. í því í flaustrinu tekst örsjaldan að tilfelli var það lagfært og stúlk- mæla svo nákvæmlega, að ekki unum til sóma, tóku þær strax til- hellist út yfir flöskustútinn, og lit til umkvörtunarinnar eftir rennur þá mjólkin niður <með flösk bestu getu. En er það nóg að unum, sem 40—60 hendur, sumar | vanda um við einn afgreiðslustað, mjög óhreinar, hafa haldið á, ofan af því að bein kvörtun kemur í mjólkurílátið, sem mælt er úr. fram við hann Jeg fullyrði, að Mjólkin í ílátnnum verður á þann víða ? bænum er ástandið svona hátt smám saman að skólpi, og og miklu verra en jeg hefi getið þegar komið er ofan í mitt ílátið. eru þeir, sem þá fá mjólk, ekki öfuiulsverðir af gæðunum. Þessum stúlkum er mikil vork um hjer að framan, því þær hiið- ir eru yfirleitt nimgóðar og þeim haldið sæmilega hreinum, að því er í fljótu bragði verður sjeð. Jeg hefi leitað mjer upplýsinga víðsvegaí í bænum og fengið margar ófagrar skýrslur um af- hendingu mjólkur og brauða. Yæri t. d. ekki xir vegi, að almenning- ur kynti sjer örlítið kassa þá og ílát, sem brauðgerðarhiisin flytja í brauð og kökur til afgreiðslu- staðanna. Eða hvernig mun vera ástatt „bakmegin“ á hinum fjölmörgu veitingastöðum. í bænum núna? Hvernig mun matreiðslu og upp- þvotti hagað þar sumsstaðar ? Myndu viðskiftavinirnir í veitinga sölunum nevta matar og drykkjar með somu lyst, ef þeir kyntu sjer uppþvottavatn, klúta og þurkur á sumum þessum stöðum? Um mjólkina er það að se’gja, að hún er óvenjulega góð gróðrar- stía fyrir hverskyns sóttkveikjur og mikið af mjólkurskolpinu, sem nú er selt til heimilanna hjer í bænum, fer beint ofan í börnin, sem líka eru óvenju næm fyrir allskonar smitun. Reykvíkingar eru kunnir að því að hafa þolin- mæði og umburðarlyndi með hvers konar sleifarlagi, og yfirleitt er sofið værum svefni um þessar FBAMH. Á SJÖTTU SÖHJ að annars vegar var ást heimar og umhyggja fyrir skólanum, off hins vegar gjörði hún síst minni kröfur til sín sjálfrar, og tók sjer sýnilega nærri ef þar brysti á, þótt í smáu væri. Orð var stund- um gjört á í niðrunarskini — einatt af þeim sem minst eða. lítið þektu til — að hún væri ströng og agasöm. En í því efni var alt stílað af sömu ást til skólans og umhyggju fyrir því, að námsmeyj- arnar fengju ekki aðeins fræðslu, heldur engu síður þann menning- arbrag og siðferðisþroska, sem til hennar svaraði, og er þýðingar mesta verk hvers skóla að veita. Við ýms tækifæri hef jeg heyrt námsmeyjar yngri og eldri bera fram hlýtt og opinskátt, hve mikiíS þær ættu henni að ]>akka. ’ Það ræður að líkum að ábyggj- iir fylgdu ekki sjaldan hinu á- byrgðarmikla starfi og heyrði jeg hana segja að hún iðraðist eftir, að hiin tók það að sjer. En jeg- hjelt því fram, að það mundi ekki innsta ósk hennar, því að sú þjóS- nýta stofnun, sem skólinn nú er orðinn, er — fyrir utan þana grundvöll, sem Melsteðshjón höfðu lagt — að langmestu leyti hennar verk, þótt aðrir mætir menn og konur hafi frá fyrstu einnig átt þar hlut að, og það verk mundi hún ekki vilja, að ’væri ógert. Margir munu rita og ræða um þessa. merku konu, en mjer er hjer markað rúm, þótt margt sje fleira í hug nú, þegar samstarf- inu er lokið. sem mjer er sæmd að hafa átt með henni. Minningia um hana mun geymast, því a<S Islendingum er títt og tamt að færa í letur og láta ekki glatast minningar um merka sonu og dæt- ur þjóðarinnar. ITún hafði fyrir. ancllát sitt ánafnað kvennaskóLanum mikinn — ef til vill mestan — hlut eigna sinna til styrktar nemendum frá skólanum hennar. Kristinn Daníelsson. ★ Ingibjörg IT. Bjarnason var fædd 14. des. 1868 á Þingeyri við Dýrafjörð, dóttir Hákonar Bjarna sonar, kaupmanns þar, síðar á Bíldudal, og konu hans, Jóhönnu Þorleifsdóttur prófasts í Hvammi, Jónssonar. Hún útskrifaðist úr Kvennaskólanum í Keykjavík 1882, sigldi tveim árum síðar og stundaði nám erlendis á árunum 18S4—1893. Eftir heimkomu sína hafði hún á héndi ýmiskonar kenslustörf í Reykjavík á árunum 1893—1901, en þá fór hún aftur utan og dvaldi erlendis til 1903. í þeirri ferð kynti hún sjer skóla- mál í Þýskalandi og Sviss. Síðan hvarf hún hVim aftur og gerðist ! kennari við Kvennaskólann og barnaskólann í Reykjavík til 1906, en það ár varð hún forstöðukona Kvenjiaskólans og hjelt því starfi til dauðadags, eða í full 35 ár. Við londskosningarnar .1922 kom fram sjerstakur kvennalisti. Var Ingi- björg Bjarson efst á þeim li'sta og náði kosningu. Átti hún síðan |sæti á 8 þingum, 1923—1930.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.