Morgunblaðið - 13.11.1941, Blaðsíða 5
‘Fimtudagur 13. nóv. 1941,
JPlorgttttMa&ið
Útgef.: H.f. Árvakur, Reykjavík.
Ritstjörar:
Jón Kjartansson,
Í * Valtýr Stefánsson (ábyrgtSarm.).
Auglýsingar: Árni Óla.
Rítstjórn, auglýsingar og afgreibsla:
Austurstræti 8. — Sími 1600.
| Áskriftargjald: kr. 4,00 á mánubi
\ innanlands, kr. 4,50 utanlands.
t lausasölu: 25 aura eintakiTS,
30 aura meö Lesbók.
Ný skip
Vjer íslendingar höfum á
þessu ári fært þungar
íórnir. Vjer eigum á bak að sjá
tugum hraustra drengja, sem
fallið hafa fyrir harðýðgi misk-
unnarlausrar styrjaldar. Og
■’fjer höfum mist tilfinnanlegan
hluta af veiðiskipaflota vorum.
Nemur tjónið sámt. 2661 rúml.
Þar að auki hefir eitt skip,
'749 rúmlestir, verið selt útlend-
ingum. Nmur því rýrnun flot-
íins samtals 3410 rúmlestum
eða 8% af allri skipaeign ís-
lendinga, sem við síðustu ára-
mót var 42933 rúmlestir.
Hjer er um að ræða mjög al
\arlegt mál. Velferð þjóðarinn-
ir er á marga vegu undir því
komin, að vjer eigum nægan og
góðan skipastól. Slcipin eru ein
þýðingarmestu framíeiðslutæki
vor. Aðflutningar til landsins
’byggjast allir á því, að til sjeu
^skip til að annast þá. Hjer
verður því vissulega að snúast
■við í samræmi við þá nauðsyn,
:sem fyrlr hendi er. Hefir áður
-verið á pað hent hjer í blaðinu,
að hverju beri að stefna. Vjer
verðum að leggja á það alt
Lkapp að koma á fót skipasmíða-
.Btöðvum í landinu sjálfu, sem
færar sjeu um það, að endur-
nýja og byggja veiðiskipaflota
vom. Að undii’búningi þessara
■'mmkvæmda verður að vinda
tbráðan bug. Á s. 1. reglulegu
Aíþingji, var samþykt þingsá-
lyktunartillaga um undirbún-
ing á öflun efnis til skipasmíða-
ítöðva, sem bygt gætu skip úr
trje og járai. Hjer er um stór-
kostlegt framfaramál að ræða
og þess vert að því sje fylsti
gaumur gefinn.’
Skipastóll vor hefir gengið
. saman og þess má jafnvel vænta
;að hann geri það frekar, enda
’ þótt vonir manna standi til
þess að svo verði ekki. Mörg
þeirra skipa, stærri og smærri,
: sem vjer nú eigum, eru gömul
’Og úrelt. Þegar að styrjöldinni
lýkur, er hinsvegar vitað að
miklir örðugleikar verða á að
fá bygð skip. Þess er því brýn
nauðsyn að vjer Islendingar,
sem byggjum mikinn hluta at-
\innulífs vors á því, að til sjeu
skip, sem sótt geti á miðin og
ílutt nauðsynjar til landsins,
gerum alt, sem hægt er til þess
að tryggja aðstöðu vora í fram-
i;ðinni í þessum efnum.
Fje er áreiðanlega fyrir hendi
til framkvæmda, þótt ætla megi,
að þær sjeu dýrar. Og þá fyrst.
er þjóðin ríkari í raun og sann-
leika er hún hefir skapað sjer
bætta aðstöðu til þess að heyja
'lífsbaráttu sína, atvinnuvegum
BÍnum traustari grundvöll. Þá
er og um að ræða raunverulega
;.aukningu þjóðarauðsins.
Innflutningshömlur til-
gangslausar og skaðlegar
Frumvarp á Alþingi
TVÖ frumvörp hafa nú
verið lögð fyrir Alþingi
varðandi gjaldeyrisverslun-
ina. Er Sigurður Kristjáns-
son, 5. þm. Reykvíkinga
flutningsmaður þeirra
be^ja.
Fyrra frumvarpið fjallar um
frosnu sterlingspundin og afnára
lagaákvæða frá 9. jiílí s. 1. um
þau efni.
Segir í annari grein fi;v. að inu
stæðum á biðreikningum samkv.
þeim sje eigendum heimilt að ráð
stafa eftir eigin ákvörðun.
í greinargerð frumv. er frá því
greint, að sterlingspunda eign ís-
lenskra iitflytjenda í Bretlandi
nemi nú 400 þús. pundum og sje
7—8% af allri sterlingspunda
eign íslendinga. Litlar líkur- sjeu
til þess, að inneignir aukist. Legg
ur flm. á það áherslu, að bið-
pundum þessum verði .varið til
þess að „kaupa og flytja til lands-
ins þarflega hluti eftir því sem
eigendur þeirra finna ráð til“ og
jafnframt til lúkningar skulda í
Bretlandi. Síðara frv. sem lagt
var fram í Nd. í gær er um af-
nám laganna um gjaldeyrisversl.
un o. fl. ákvæða þar að lfitandi.
Segir um það í greinargerð flm.:
„Þegar styrjöldin hófst, höfðu
ein hin rammauknustu innflutn-
ingshöft, sem sögur fara af. stað-
ið hjer á landi allmörg ár. Birgðir
innfluttra vara voru því löngu til
þurðar gengnar, en af vöruskort-
inum leiddi hækkað verðlag og
aukna dýrtíð.
Þegar ófriðarblikuna dró upp.
var í nágrannalöndum okkar lagt
hið mesfa kapp á að safna birgð-
um nauðSynjavara. Má fullyrða,
að í nágrannalöndum íslands hafi
verið til tveggja til þriggja ára
birgðir helstu nauðsynjavara, þeg-
ar styrjöldin hófst. En- íslending-
ar hjeldu uppteknum liætti um
innflutningsvarnir, svo að varla
gat heitið, að þeir ættu til næsta
máls í upphafi ófriðarins. Ástæður
fyrir þessum ráðstöfunum hafa alt
af verið sagðar þær sömu: Skort-
ur erlends gjaldeyris.
Ófriðurinn hófst. Söluverð ís-
lenskra titflutningsvara hækkaði,
skuldir bankanna í titlöndum
greiddust og innieignir fóru að
safnast. Jafnframt lokuðust fleiri
og fleiri viðskiftalönd íslands og
verð innflutningsvaranna fór
hækkandi. En innflutningshoftin
hjeldust. Og loks hófst hjer eftir-
lit Breta með innflutningnum.
Hver maður getur sjeð, hver ó-
gæfa það var, að ekki var hægt
að birgja landið, áður en stórfeld
hækkun varð á verði innflutnings-
varanna og flutningaörðugleikar
mögnuðust. Fjárhagslegt tjón, er
af þessu leiddi, nemur eflaust.
miljónatugum og á sinn þátt í dýr
tíðinni. Hitt er ekki síður bersýni-
legt, hver báski stafar af því fyr-
ir afslcekta evþjóð með lítinn kost
flutningaskipa að sitja á ófrið-
lýstu svæði, óbirg af flestu því,
sem luíu ]iarf sjer til lífs'viður-
væris.
En nú hefir sú breyting á orð-
ið, að Baudaríkin hafa heitið að
greiða í dollurum allar útflutn-
ingsvörur, sem samið er um, að
Bretar kaupi af íslendingum. Með
þeim samningum er fallin burt
ástæðan, sem innflutningshöftin
bygðust á og hafa stuðst við til
þessa dags.
Um það eru varla skiftar skoð-
anir, að eins og sakir standa og
nú horfir, sje á fáu brýnni þörf
en því að birgja landið sem ríku-
legast að nauðsynjavörum. En þar
eru margir þröskuldar á leið, þótt
þessum tveim, gjaldeyrisskortinum
og eftirliti Breta, sje úr vegi
hrundið. Má þar fyrst telja skipa-
skort, því skipakostur íslendinga
sjálfra annar hvergi nærri flutn-
Alþýðublaðið (Ilannes á Horn
inu = V. S. V.) var ný-
lega með illkvitni og skæting í
garð prófessors N. Dungals, fyrir
afskifti hans af blóðsöfnuninni.
Þessi skrif Alþýðublaðsins hafa,
sem von er, vakið hina mestu
■furðu.
Formaður B. K. í., Ounnlaugur
Einarsson læknir svarar Alþýðu-
blaðinu í eftirfaraudi grein:
Út af grein í Alþýðublaðinu í
dag óskar form. R. K. í. að taka
þetta fram: R. K. í. hefir haldið
sjer utan við flokkadrætti og dæg-
urþras og hvggst að gera það
hjeðan í frá eins og hingað til.
En sökum ósænulegra ummæla um
próf. N. Dungal í tj'eðri grein,
verður ekki hjá því komist að
svara henni fáum orðnm.
Blóðsöfnun sú, er nú fer fram,
er einn liður í starfsemi R. K. í.
til þess að auka öryggi borgar-
anna og veita þeim lijálp eftir
föngum, ef svo hörmulega skvldi
takast til, að til hernaðaraðgerða
kæmi hjer. Er það mál með olln
ópólitískt og varðar jafnt fólk af
öllum flokkum og stjettum og
vænti R. K. í. þess, að allir, und-
antekningarlaust, veittu því lið-
sinni, hver eftir sinni getu. Hefir
°g sú raun orðið á, að allir, sem
leitað hefir verið til, bafa sýnt
málinu fullan skilning og stuðn-
>ng með einni undantekningu þó.
Mál þetta, blóðsöfniinin, hefir
verið á döfiimi frá því í fyrra um
þetta leyti, en dráttur á afhend-
ingu tækjanna, sem til þurfti, frá
Englandi, hefir valdið því, að ekki
var hægt að liefjast lianda fyr.
Próf. N. Dungal. sem er frum-
kvöðull málsins, hefir sjeð um
útvegun tækjanna og undirbúning
blóðsiifnunarinnar og hefir yfir-
umsj-ón ineð framkvæmd hennar
nú.
Þegar til kom, að hægt væri
að byrja, þótti óhjákvæmilegt og
sjálfsagt, að leita liðveislu blað-
anna, þar með talin frjettastofa
ingum, er svo er langt til aðdrátta
sem nú, er viðskiftin hafa að mestu
færst til Ameríku. Næst
má telja sjálfskaparörðugleikana:
hina harðvítugu skömtun innflutn-
ingsleyfa og gjaldeyris.
Til þess að standast kostnaðinn
af framkvæmd innflutningshaft-
anna eru greiddar 2 krónur fyrir
hverjar 1000 kr. sem innflutnings-
leyfi er veitt fyrir. Gjald þetta
nam á árinu 1940 um 100 þús. kr„
en hrökk þó hvergi nærri fyrir
kostnaðinum við innflutnings-
skömtuniná. Sá kostnaður varð um
130 þús. kr. Á þessu ári verður
þessi kostnaður miklu hærri. Auk
þessa kostar vöruskömtunin innan
lands um 100 þús. kr. Fje þessu
litvarpsins og datt engum annað í
hug, en að þau myndu bregðast
vel við liðsbóninni.
Fyrst var ráðgert að kalla sam-
an fulltrúa blaðanna og sýna þeim
húsakynnin, sem blóðsöfnunin
færi fram í, svo og tækiu, og láta
þeim í tje greinargerð. (Við það
var yfirlýsing Sig. Thorlacius, f.
h. R. K. í„ miðuð). Tilgangur R.
K. I. með þessu var ekki sá, að
sjá blöðunum fyrir frjettum, held
ur að vinna máli því gagn, sem
liann var með á prjónunum og
þótti því, við nánari athugun,
rjettara að haga auglýsingu þess-
ari eða liðsbón örlítið á annan
veg.
Það er alkunna, að auglýsingar
og áróður hverskonar hafa því
meiri áhrif því oftar sem þau eru
ehdurtekin og hitt Jíka, að hvert
mál, hversu gott sem það er, þarf
í fyrstu að yfirvinna einhverja
tregðu.
Af þessum orsökum var síðar
horfið að því ráði að birta fyrst
yfirlitsgrein eða greinargerð í
einu blaði, og ]iá væntanlega því
stærsta, um það, hvað á döfinni
var. Var próf. Dungal beðíhri: að
skrifa greinina, þar eð hann var
öllum hnútum kunnugastur. Að
einum eða tveim dögum liðnum,
þegar fólk hefði lítillega hugsað
um þessar fyrstu upplýsingar, átti’
að kalla saman blaðamannafund-
inn og biðja þá að slá stórtrumb-
una, en síðan var þess vænst, að
hvert blaðið um sig hjeldi mál-
inu vakandi með smágreinum við
og við, uns það væri leitt til far-
sælla lykta, Var horfið að þessu
ráði, sem því er best myndi duga
væri eðlilegra að verja til þess a8
greiða fyrir innflutningi en til inn.
flutningshafta.
Fyrst við nú eigum því láni a5
fagna að ráða nægum erlenduiD
gjaldeyri og að vera leystir und-
an vöruskömtun Breta, ættum við
að bregða við sem skjótast og
neyta allra tiltækilegra ráða til
þess að birgja laridið og Ijetta af
þeim a’gilega háska, sem okkur
hefir verið og er búinn af vöru-
skorti. Ber þá fvrst að fella niður
hin úreltu innflutningsbönn og
leysa úr hömlum alla þá krafta,
sem að því geta unnið að bægja
hættunni frá. En þar næst ber rík
inu að neyta allrar orku til að-
stoðar við innflutninginn“.
hefði verið, þá hefðu allir búist
við þeim þegnskap af blöðunum
— öllum — að þau ljetu afbrýðn-
semi um öflum frjetta falla nið-
ur, þegar eins stóð á og nú, að
verið var að afla fylgis máli, sem
öllum, undantekningarlaust, var
til góðs. Og enginn veit hverjum
blóðvatn það, sem nú er unnið,
kemur að gagni, kannske Hannesi
á Horninu?
Það, hve’ langt varð á millí
greinar próf. Dungals og blaða-
mannaviðtalsins, var ekki R. K. I.
að kenna og heldur ekki því, eins
og Alþýðublaðið vill vera láta, að
grein próf. Dungals bafi ekki
borið þann árangur, sem til var
ætlast ,eða búist var við, heldur af
því, að. húsak.vnni þau, er blóð-
söfnunin fer fram í, voru ekki
tilkyppileg fyr en viku seinna en
ráð hafði verið fyrir gert, og var
það af orsökum R. K. f. allsendi's
óviðráðanlegum og óviðkomandi.
Það hryggir oss mjög, sem að
R. K. í. stöndum, að Alþýðublað-
ið skuli hafa fundið sjer til
ástæðu til þess að veitast að próf.
Dungal, sem hefir unnið mikið og
óeigingjarnt starf í þágu blóð-
söfnunarinnar, og það fyrir þær
sakir einar, að hann kann að hafa
annan skilning- á þjóðfjelagsmái-
um en blaðið. Væntir R. K. f.
]>ess fastlega, að Alþýðublaðið, sem
og önnur blöð, sjái sjer fært að
leiða hjá sjer dægurþras, pólitík
og persónulega reitni í sambandi
við þau mál, sem hann kann að
léita til þeirra með framvegis, og
það því fremur, sem þau munii
varða alla borgara þjóðfjelagsins
jafnt, án tillits til stjetta eða póli-
tískra skoðana.
málinu til framdráttar, og var þá
ekki hugsað um hvort þetta liefði
frjettagildi eða ekki — satt að
segja af því að engum datt sú
hlið málsins í hug — og þó svo
Þar með er þetta mál útrætt af
hálfu R. K. f.
Reykjavík, 11. nóv. 1941.
G. Einarsson.
Blóðsöfnunin: Tilræði við
gott málefni