Morgunblaðið - 13.11.1941, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 13.11.1941, Blaðsíða 3
Fimtudagur 13. uóv. 1941. MORGUNBLAÐIÐ Rannsókn Hafnarfjarðarmólsins Vopnaburöur hermann- anna eitt ákæruatriöiö Bæjarstjórn Hafnar- fjarðar samþykkir víðtækar varúðar- ráðstafanir Rannsókn Haínarfjarðarmálsins er nú lokið í Hafnaríirði, að því er fulltrúi bæjarfógeta, Jóhann Gunnar Ólafsson, skýrði blaðinu frá i gær. Vitni, sem viðstödd voru viðureignina, báru kensl á hermennina, er komu við sögu, og þektu <þá tvo, sem ákærð- ir eru. Þetta ceru tveir óbreyttir feermenn, Cox og Farmer að nafni. Almenningur hefir undrast það sjerstaklega, hvers vegna hinír amerísku hermenn, er voru þama í Hafnarfirði um- rætt laugardagskvöld, hafi haft skotvopn meðferðis, og spurt, hvort eigi giltu sömu reglur íyrir ameríska hermenn sem breska, að þeir bæru ekki vopn á skemtiferðnm að kvöldlagi. Ameríska herstjórnín hefir skýrt blaðinu frá, að það væri amerískum hermönnum óleyfi- legt, og væri vopnaburður þeirra út af fyrir sig eitt ákæru- atriðið. Við rannsóknina hefSr ,ekk- ert komið fram, er breytt hafi neinu sem máli skiftir frá því sem fram kom af skýrslunni frá bæjarfógetaskrifstofunni er birtist hjer í blaðinu á þríðju- daginn. SAMÞYKTIR BÆJAR- STJÓRNAR. 1 fyrrakvöld, eftir að Þórður he^itinn Sigurðsson andaðist, hjelt bæjarstjórn Hafnarfjarð- ar fund og gerði þar eftirfar- andi samþyktir. Bæjarstjórn skorar á lög- reglustjóra að hlutast til um eftirfarandi, ef verða mætti til að koma í veg fyrir að svipað- ir atburðir þeim, sem gerðist hjer laugard. 8. þ. m. komi fyr- ir aftur. 1. að gerð verði tilraun til að fá hernaðaryfirvöld Bandaríkja setuliðsins til þess að banna her- mönnum þess að koma til Hafn- arfjarðar að nauðsynjalausu, enda hafi setuliðið lögreglu- vörð hjer, til þess að sjá um að slíku banni yrði framfylgt. 2. Að lögreglustjóri hlutist til um, að veitingastaðir hjer í bæn um verði ekki opnir lengur en til kl. 8 síðdegis. 3. Að lögreglustjóri hlutist til um það við íslensku ríkis- stjórnina, að hún lýsi óánægju tramh. á sjöundu síðu. Blóðsöf nunin: Betar má ef dtiga skaí Blóðsöfntnnnni miðar nokkuð áfram. Hefir nú gefið sig frám tæpur 14 hluti þess fólks, sem þörf er á til þess að nóg blóð fáist. Auk þeirra skóla, sem áður hafa gefið sig fram, hafa nú Vjelstjóraskóla pilfar látið taka sjer blóð. Þá má einnig gera ráð fyrir að elstu nemendur Verslun- arskólans og Samvinnnskólans muni bregðast lijer vel við, eftir því sem blaðið frjetti hjá Bjarna Jónssyni lækni í gærkveldi. Er þess einnig að vænta, að almenningur taki þessari málaleit- an Bauða krossins vel og gefi sig fram fljótlega. Happdrætti um íbúð- arhús tii ágóða fyrir Hallgrimskirkju FJÁRSÖFNUNIN til Hallgrímskirkju stendur nú sem hæst. Síra J*akob Jónsson gaf blaðinn ýmsar upplýsingar um söfnunina. Sjerstaka athygli mun það vekja, að stofnað verði til happ- drættis til ágóða fyrir söfnunina og happdrættið er fbúðarhús hjer íhöfuðstaðnum! Hver vill ekki eignast íbúðarhús á þessum tímum fyrir iítinn pening. Frá ríkis- ráðsfundi Aríkisráðsfundi ,sem hald- inn var í skrifstofum rík- isstjóra í Alþingishúsinu' þ. 7. nóv. 1941, gjörðist m. a. þetta: 1. Bjarna Benediktssyni veitt lausn frá embætti sem prófess- or í lögum við Háskóla íslands. 2. Jóhann Salberg Guð- mundsson skipaður sýslumaður í Strandasýslu. 3. tJtgefin ný lög um Búnað- arbanka íslands. 4. Kristján Arinbjarnar skip- aður í hjeraðslæknisembættið í Hafnarfirði. 5. Staðfestur ríkisstjóraúr- pkurður frá 23. okt. x1941, um tkipun Thor Thors til að vera sendiherra íslands í Bandaríkj- um Norður-Ameríku. 6. Staðfest lög um útgáfu krónuseðla. Hjer fer á eftir frásörn síra Jakobs: Fjársöfnun til Hailgríms Mrkju í Reykjavík heldur áfram jafnt og þjett. Gjafir c-g áheit berast úr öllum áttum, eínnig úr fjarlægum hjeruðum. Bygging kirkjunnar getur ekki skoðast sem sjermál Hallgríms- safnaðar heldur landsmanna alment. Happdrætti verður sett á stofn og dregið verður um íbúo- arhús í Reykjavík. Verður það beinlínis bvggt í beim tilgangi. ÓIl öfl hjálpast að því að koma málinu áleiðis. Búið er að tryggja nægilegt efni, og Reykjavíkurbær hefir gefið lóð undir húsið inni á Sunnuhvols- túni. Nutum við þar velvildar og stuðnings borgarstjórans, Bjarna Benediktssonar. Af einstökum gjöfum mætti nefna eign, sem er 25 þús. króna virði, og er ætluð til orgelkaupa á sínum tíma og 5 þús. króna gjöf til skrúða kirkjunnar. Báð- ar þessar gjafir voru aíhentar biskupi og vilja gefendur ekki láta sín geíið opinberlega. Almenna fjársöfnunin er í höndum sjerstakrar nefndar, og hefir Hjörtur Hansson heild- sali verið ráðinn framkvæmda- stjóri. Hann hefir óskað eftir aðstoð allmargra trúnaðar- rnanna, þannig að hver maður annist söfnun í nokkrum hús-, um. Er þá hugmyndin að gefa hverju mannsbarni kost á að leggja sinn skerf. Einnig er ftægt að gefa vissa upphæð á viku eða mánuði, ef fóllti kem- ur það vel. Stöku sinnum hefi jeg orðið var við undrun yfir því, að við skyldum senda söfn- unarlista viðar en innan presta- kallsips. En það verður ekki hjá því komist, þar sem um er að ræða minnismerki um Hallgrím Pjetursson. Hann ætti að vera mönnum alstaðar jafn-kær. Að sjálfsögðu er það ekki okkar hugmynd að reyna að setja stein í götu þeirra sem hafa svipaðar framkvæmdir með Uöndum fyrri aðra söfnuði. — Þar sem mikill meiri hluti trún- aðarmanna á enn eftir að gera grein fyrir árangri starfs síns, er ekki hægt að gefa nákvæmar upplýsingar um, hvað safnast hefir. En óhætt mun að full- yrða, að söfnunin gangi vel. AlmælishátiQ Stúdenlafjelags- ins er annað kvöld Stúdentafjelag Reykjavíkur heldur annað kvöld hátíð- legt 70 ára afmæli sitt að Hótel Borg. Munu' eldri og yngri stúdentar minnast þar þess fjelags síns, sem hæst. hefir borið á liðnum árum. A þessari afmælishátíð fjelags- ins verður þess minnst með ræð- um og ávörpnm. Þá syngur Arni Jónsson frá Múla einsöng við að- stoð Páls ísólfssonar. Nokkru af ræðuhöldum hófsins verður útvarpað. Að lokum verð- Ttr dansað. ASgöngumiðar verða seldir á a£ greiðslu Morgunblaðsins kl. 4—6 í dag. HfaO Þ{ÓOver|- ar seg|a Þýska útvarþið skýrði frá eftirfarandi í nótt: ,,Dansk-íslenski blaðamaður- inn von Heuer hefir skýrt frá þiví, að íslenska þjóðin sje í klónum á þjófum og siðferðis- glæpamönnum“. ----- + ---- Leikfjelag Reykjavíkur sýnir leibritið „Á flótta“ í kvöld. Hákon Shetelig. Hvatningarorð tii norskra mentamanna Ummæli Hákonar Shetelig prófessors London 1 gær: T 1 akon Shetelig prófessor í Bergen, flutti ræðu þ. 7. nóvember, á fundi stúdenta, þar sem hann fagnaði nýjum stúd- entum. Fórust honum orð á þessa leið: ,,Ykkur, ungu mentamönnum ber skylda til að vernda hin ei- iífu verðmæti mannsandans,. gegn því dimma óveðri, sem nú geisar Sannleikur, rjettlæti og viska eru mönnum jafn skært leiðar- Ijós nú, sem á tímum hinna fornu heimspekinga. Látið eigi vonbrigði draga úr starfsvilja ykkar. Haldið vak- andi trú yðar á handleiðslu drottins, Uns ljós hins nýja dags mun renna upp“. ★ Hakon Shetelig er mörgum Reykvikingum að góðu kunnur frá því hann var hér í Reykja- vík haustið 1937, og hélt fyrir- lestra um fornfræði. Síðar rit- aði hann merkilega grein um menning íslendinga á söguöld eftir rannsóknum þeim, er hann gerði hjer á Þjóðminjasafninu. Dráttarbraut Vestmannaeyja stór-endurbætt Vestmánnaeyjum í gær. apríl síðastliðnum keypti Ár- sæll Sveinsson útgm. dráttar- braut Magnúsar Magnússonar skipasmiðs og hefir liann nu í sumar látið vinna að stórfeldum umhótum á brantinni svo að þeg- ar hrautin verður fullger, verður hægt að taka upp báta alt. að 150 smálesta að stærð. Ilægt verður að hafa uppi í einu um 25 háta. Sem dæmi um, hve mikið mannvirki þetta er, má nefna, að búið er að steypa úr á annað þúsund tnnnum af cementi. Brautin verður 125 metra löng með 12 hliðargörðum. Er mann- virki þetta alt liið myndarleg- -aRta og til mikilla hagsbóta fyrir xitgerðina. Dráttarbrantin verður tilbúin í næsta mánuði. Bj. Guðm.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.