Morgunblaðið - 13.11.1941, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐID
Fimtudagur 13. nóv. 1941
Huntziger.
Maðurinn, sem undir-
■skriíaði vopnahljes-
sáttmálann ferst
Vichy í gær.
Hwntzigér, hershöfðingi,
hermálaráðherra Frakka
og maðurmn sem undirskrifaði
vopnahljesskilmálana fyrir
hönd Frakka í Compiegne skóg-
unum í júní 1940, fórst í flug-
slysi hjá Levignan 80 km. frá
Mimes í Frakklandi í gær. AIl-
ir sem með honum voru í flug-i
vjelinni fórust eninig.
Flugmaðurinn er talinn hafa
vílst í mikilli þoku.
Huntziger hafði verið á 15
bús. km. eftirlitsferð um her-
stöðvar Frakka í Norður-Af-
ríku og átti að gefa Petain
skýrslu í Vichy í dag.
Hann lagði af stað frá Algier
í morgun. Um hádegið sást til
flugvjélar hans, sem var stór
fjögra hreyfla vjel, yfir Mið-
jarðarhafi, en síðan spurðist
ekkert til hennar þar til hún
hrapaði hjá Levignan.
Auk Huntzigers voru í flug-
vjelinni átta menn, þ. á m. að-
alaðstoðarmaður hans, Jean
Lobusquerer, og de Royera höf-
uðsmaður.
Verkfallsaldan
i Bandaríkjunum
(Reuter).
Stjórnir fimm „bræðralaga“
(verklýðsfjelaga) járnbraut
arverkamanna í Bandaríkjunum
hafa fyrirskipað 350 þús. meðlim-
um sínum að hefja verkfall þ. 7.
des., ef ekki verður gengið að
kröfum þeirra um 30% launa-
hækjkun (segir í Reqtersfregn frá
Ohiqago).
Samkvæint Reutersfregn frá
Washington hefir Roosevelt enn
ákveðið að taka persónulega' í
taumana til að afstýra hinu hættu
lega kolaverkfalli. Samkomulag
hafði orðið tun að fela sáttanefnd
ríkisins að miðla málum, og fjekk
hún til þess hálfs mánaðar frest,
en hefir ekki orðið ágengt. Sú
hætta vofir yfir að 53 þús. verka-
menn, í námum stálsmiðjanna
vestra, geri verkfall.
Roosevelt hefir nú boðað þrjá
meðlimi verkalýðsfjelagsins „C. I.
0“ og þrjá stjórnarmeðlimi stál-
fjelagsins á fund sinn í „Hvíta
húsinu“ á föstudaginn.
Finnar afhjúpa árásar-
fyrirætlanir Rússa
„Svar finsku stjörnarinnar
tiefir finski þingið og
finsku þjóöina að baki“
.. . %
Cordell Hull segir að Finnar
forðist „kjarna málsins“
Churchiil skýrir
frá upplýsingum
Rudoifs Hess
Bjartar horfur í sfó-
hernaðinum
Finnar vísuðu á bug þeirri uppástungu Banda-
ríkjanna að kalla her sinn heim, inn fyrir 1939
landamæri sín. í svari þeirra, sem aíhent
var sendiherra Bandaríkjanna í Washington í fyrrakvöld,
segir, að þeir geti ekki stöðvað stríðið við Rússa, fyr en
þeir hafi bægt hættunni frá landamærum sínum, og landa-
mæri þessi sjeu trygð.
Ef þeir yrðu við uppástungu Bandaríkjanna, þá myndi
öryggi þeirra verða stofnað í hættu.
Segir í svarinu, að ef finski herinn fari burtu' úr þeim
hjeruðum handan við (gömlu landamærin, sem hann hefir lagt
undir sig, þá myndi landið liggja aftur opið fyrir árás.
Stríð Finna er stríð upp á líf og dauða.
Finnar munu stöðva stríðið þegar hættunni er bægt frá og
öryggi skapað. En á hinn bóginn sje hugsanlegt, að þeir dragi ein-
hvern hluta af herjum sínum heim áður en langt um líður, og setji
bá aftur til borgaralegrar vinnu.
Því er,afáráttarlaust neitað í svarinu, að Finnar bafi nokkur
tilboð fengið um friðarsamninga, frá Rússum eða um milligöngu
um friðarsamninga við Rússa.
Það var upplýst í Helsingfors í gærkvöldi, að Wittrich, ut-
anríkismálaráðherra Finna, hefði um leið og hann afhenti sendi-
herra Bandaríkjanna svar stjórnarinnar fengið honum landa-
brjef af landamærum Finnlands og Rússlands, sem leiðir ótvírætt
í ljós árásafyrirætlanir Rússa á Finna.
Iræðu, sem Mr. Churchill flutti við setningu
breska þingsins í gær, lýsti hann yfir því, að
hann myndi ekki að svo stöddu gefa yfirlit
yfir alt stríðið.
Hann sagði að Hitler hefði rofið margra mánaða
þögn í byrjun október, og tilkynt, að hann væri um það
bil að halda innreið sína í Moskva, en hann hefði betur
haldið áfram að þegja.
Churehill benti á þá hættu, sem af því stafaði, ef óvinunutu
væru gefnar upplýsingar, og ef hann segði eitthvað um lijálp Breta
lil Rússa, þá myndi hann með því gefa Þjóðverjum athyglisverðar
upplýsingar.
Landabrjef þetta leiðir í ljós,
að Rússar höfðu frá því 1937
lagt ekki færri en 7 járnbraut-
arlínur frá Murmansk-bi’autinni
að landamærum Finnlands.
Fvrir árið 1937 var engin slík
hliðar-járnbrautarlína frá Mur
mansk-brautinni. Ennfremur
hefðu á árinu 1940—41 (eða
eftir að finsk-rússneski friðar-
samningurinn var gerður) verið
lagðir margri nýir vegir að
landamærum Finnlands, eink-
um að Norðuú-Finnlandi.
Á sama tíma höfðu verið
lagðir ekki færri en 90 flugvell-
ir nálægt finsku landamærun-
um, flestir á Kola-skaga við
Norður-Finnland.
ÁLIT ÞINGS OG ÞJÓÐAR.
Finsk blöð lýstu í gær yfir
einróma stuðningi við svari
finsku stjórnarinnar. Segja
blöðin, að svarið túlki ein-
róma álit finska þingsins og
finsku þjóðarinnar. „Allur
heimurinn veit“, segir
finska blaðið „Suomen
Sozialdemokraati“ „að
Finnar heyja eingöngu
varnarstríð.
„Hufvudstadsbladet" segir,
að stefna stjórnarinnar sje sú
stefna, sem finska þjóðin hefir
tekið. En blaðið segir, að engin
ástæða sje til þess fyrir Bauda-
FRAMH. Á BJÖTTD 8ÍÐD
Tyrkneskir ráð-
Irerrar biðjast
lausnar
Hermálaráðherra og samgöngu
málaráðherra Tyrkja háð-
ust lausnar í gær. Nýir ráðherrar
hafa verið skipaðir í þeirra stað.
Lausnarbeiðnin 'er talin eiga rót
sína að rekja til þess er tyrknesku
skipi var sökt í Miðjárðarhafi
fýrir nokkrum vikum.
Ráðherrarnir hafa lýst því yfir,
að lausnarheiðni þeirra muni
greiða fyrir rannsókn þess máls.
Háttsettir liðsforingjar og opin-
berir embættismenn eru riðnir við
málið.
Fyr í gær hafði borist fregn um
að Refik Saydam, forsætisráðherra
hefði fengið hvíld frá störfum í
mánaðartíma, vegna slæmrar
heilsu.
RÓMABORG í gær —: Því
var lýst yfir hjer í dag að
breska fregnin um að kafbátar
liefðu sökt 6 ítölskum kaup-
skipum og laskað 4 skip, væri
algerlega tilhæfulaus.
Ef hann gæfi yfirlit um stríðið
í! Rússlandij og' lýsti horfunum þar
björtum, þá myndi hann verða
sakaður um sjálfsánægju, en gæfi
hann dapurlega mynd áf á-
standinu þar, þá myndi hann verða
sakaður um áð vera örvæntingar-
fUilur.
Eftir að hafa gefið þessi dæmi
um hætturnar, sem því fylgdi að
vera of opinskár, kvaðst hann
mundn gera eina undantekningu,
um sjóhernaðinn.
SKIPAT J ÓNIÐ
Ilann skýrði frá því, að á fjór-
,um mánuðum, til loka október,
hefð.i. verið sökt fyrir Bretura og
bandamönnum 750 þús. smálesta
skipastól, og svaraði það til 180
'þús. smálesta á mánuði. En á fjór-
um mánuðum, til loka júní, hefði
verið sökt 2 miljón smál. skipastól
eða y2 miljón smálest mánaðar-
lega. • >
En þetta gæfi ekki fullkomna
mvnd af því hve horfurnar hefðn
batnað, því að þegar tillit væri
tekið til hertelíinni skipa, nýsmíð-
aðra og aðkeyptra skipa, þá væri
slripatjónið aðeins fimti hiutinn af
tjóninu undangenginiiá 4 inánnði.
Astándið hefði batnað til þessara
inuna. þrátt fyrir að fleiri kaf-
bátar og fleiri langferðaflugvjelar
befðu verið á ferðinni en áður.
Það er nú trygt, sagði Churehill,
að við getum lialdið við aðflutn-
ingum okkar þar til 1942, þegar
skipin, sem smíðuð eru skv. am-
ei’ísku skipasmíðaáætluninni verða
tekin í iiotkun. Og ef hernaðurinn
gegn kafbátum og flugvjelum held
ur áfram að ganga jafn vel og nú,
þá munu frelsisríkin árið 1943
(sagði Cburehill) geta náð til mark
aðá handan við höfin, sem þau
geta á engan hátt náð til nú.
Samtímis hjeldi skipatjón óvin-
anna áfram að vaxa. Á fjórum
mánuðum, til loka október, nam
smálestatala ítalskra og þýskra
skipa, sem annaðhvort hafa sokkið
eða verið löskuð, næstum miljón
smálestiim.. Síðasti skipaflotinn,
sem sökt var í Miðjarðarhafi, hafi
verið mjög dýrmætur, og það væri
sannarlega ástæða tii að fagna
yfir eyðilegging hans. Vegna þessa
mikla tjóns, sagði Chiirchill, en.
bætti við, að hann vildi ekki spá
neinu, þá kvað hann góðar vonir
itm að hreystiyrði Þjóðverja og
FRAMH. Á 8JÖTTD 8ÍÐD
Blllllllllllllillllllllllllllimiilllllllillllllllllllllllllllllllllllllllllll
1 Tvisvar yfir |
1 Atlantshaf I
| álS'/Alst.! |
utmummummnu iiiiimtiiiinmiimi
ngur amerískur ferju-
flugmaður (þ. e. flug-
maður, sem flýgur amerískum
hernaðarflugvjelum yfir At-
lantshaf til Englands) hefir
sett, að- því er talið er, heimsmet
með því að fljúga tvisvar yfir
Atlantshaf á 19*4 klst.
Hann flaug af stað frá bresk-
um flugvelli fyrir dögun, eftir
aS hafa borðaS þar morgun-
verð, borðaði árdegisverð í Ny-
fundnalandi, og fór þegar að
því búnu um borð í aðra flug-
vjel. Hann hafði vindinn á eft-
ir sjer yfir hafið til Bretlands
og lenti í Blackoit og borðaði
kvöldverð í sama flugskýlinu,
sem hann hafði lagt af stað frá
um morguninn.