Morgunblaðið - 17.12.1941, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.12.1941, Blaðsíða 2
2 M0RGUN3LAÐI3 Miðvikudagur 17. des. 1941. Almenn sókn Japana á Malakkaskaga Japönsku „sjálfsmorös“ kafbátarnir Japanar segjast hafa hafa ráðist yfir á Hong-Kongeyju Rússar taka Kalinin ÍFREGN FRÁ TOKIO í gær var skýrt frá því, að Bretar væru byrjaðir að hörfa með lið sitt á Mal- akkaskaga í áttina til Singapore. Herstjórnin í Singapore birti enga tilkynningu á hádegi í gær, og er það í fyrsta skifti, frá því að stríðið í Kyrrahafi hófst, að til- kynning þessi fellur niður. Á Hong Kong vígstöðvunum segjast Japanar hafa á einum stað ráðist yfir sundið, sem skilur Viktoríu-eyjuna frá meginlandinu. Japanar seg.jast einnig bafa þaggafi nifiur í fallbyssunum í Hong Kong virkinu. í Englandi er þess ekki dulist, að fregnirnar frá Austur-Asíu sjeu slæmar. Yar skýrt frá því í fregn frá London í gærkvöldi, afi Japönum virtist hafa tekist að hefja almenna sókn á Malakkaskaga. Hermálaritari Reuters segir, að frá því Japanar unnu fyr$tp sigra sína, sem rót sína áttu að rekja til hinnar sviksamlegu skyndiárásar þeirra, hafi þeir notað aðstöðu sína djarflega og með dugnaði, einkum á Malakkaskaga. Istkýrslu, sem ameríska flota- málaráðuneytið hefir birt gm tveggja manna kafbáta Japana, sem gerðu árásina á Pearl Harbour, er skýrt frá því að áhafnir þessara smáskipa sjeu við því búnar að tortíma rjálfum sjer, ef því er að skifta. í ,skýrslunni segir, að kafbát- arnir sjeu sannkallaðir „sjálfs- ntoirðs bátar“, „í skut bátanna eru (segir í skýrsl- unpi) geymd 300 pund af tundri, ér hægt er að kveikja í með rafmagns- straum, og er því hægt að npta það til éyðileggingar, annað hvort til tor- tíniíngar kafbátunum sjálfum, ef á þá ér ráðist, eða til árása á skip eðííi hafnarmánnýirki. Ámislegt bendir til þess að áhafn- irnar sjeu við því búnar að grípa til Öþrifaráða, jafnvel að tortíma sjálf- mn sjer, til þess að geta leyst af hendi verkefni sín“. Á bátunum er einn liðsforingi og einn sjóliði, og þeir eru svo litlir að hægt er að flytja þá á þilfari stærri skipa óg setja þá út á sama hátt (ffí björgunarbáta. Kafbátarnír eru 41 fet á lengd, bréiddin 5 fét, og skipstjórnarturn- inn er fet frá þilfari. Peir eru vopnaðir tveim tundur- skeytahlaupum, hlaupvídd hvors þeirra' er 18 þumlungar; til saman- burðar, má geta þess, að vídd tund- urskeytahlaupanna á amerískum kaf- bátúm er 21 þumlungur. Káfbátunum er skift í 5 klefa, og eru í tveim þeirrá rafhlö,ður, sem knýjá þá áfram 24 sjóm. á klúkku- sturidi Þeir erú straumlaga, svartmál- aðir og geta farið 350 km. án þess að leita hafnar. • ‘ * ^ ^ ^------------ Japónsk herskip skjóta á Hawai-eyjar oginsókn Japana virðist stefnt gegn löndum Breta. Um árásirnar á amerísk Iönd segir í tilkynningum frá Wa^hington i kvöld: Flotamálaráðunoy tiS tilkynnir, að japönsk skip hafi undanfarinn sólar- hring haldið uppi skothríð á eyjarn- ar Johnston og Manui í Hawai-eyja- kiasanum. „Plotástöðin í .Johnstop kemur nú í fyrstá skifti við sögu í Kyrrahafs- stríðinu. Var skotið á hana eftir að farið Var að skyggja. IJm sama leyti hóf óvinakafbátur skothríð á höfnina í Kapului á Manui-eyju. Talið er að tjón hafi orðið lítið í báðum árásun- mrt.“. , f tilkynníngu fiermálairáðuneytis- ins segir að „áberandi minni hemað- araðgerðir hafi átt sjer stað í gær í Filippseyjum. Engar teljandi loftárás- ir hafi verið gerðar og hernaðarað- gerðir á landi sjeu staðbundnar“. Hin slæmu tíðindi' hafa komið þeim mnn meir á óvart, bg valdið þeim mnn meiri vonbrígðúm, sem fulltrúar Brétá óg Astralíurnanna í Singapore höfðu Íaíið á sjer skilja áður en stríðið hófst, að þeir vséru við Öllu búhir. Hermálaritarinn bendir k, gð missir bresku orustuskipanna „Prince of Wales“ og „Repulse" hafi eýðilagt 'áform Breta í Apst- ur-Asíu, þar sem Bretar befðu ella getað haft yfirráðin á hafinu við strendur Malakka. En nú geti Jáp anar haldið uppi árásum á Mal- akka næstum án nokkurra tálm- ana, ekki síst þar sem þeir náðu á sitt vald stærsta flugvellinum fyrir norðan Singapore. í Kota Bahrn, næstum áðúr en breska setuliðið þar vissi að stríð væri hafið. Hin lævíslega árás á Pearl HarT, bour (segir hermálaritárinnj gjor- hreytti einnig áformum Banda- ríkjanna. Sá möguleiki, að bresk og amerísk herskip gætu stárfað í ' V.O ■' ■ samvinnti var útilokaður .fyrst um sinn, a. m. k. eftir að breskú or- ustuskipunum var sökt. Japanar geta þessvégna flutt miklu meiri her, heldur en gert hafði verið ráð fyri r, til þess að sækja að hinU tiltölulega litla breska liði, sem ver Kedau og Kelantan (í norðvestur og norð- austurhorni Malakkaskagans). Lið þetta hefir notað til hins ítrasta varnarskilyr|5in í Norður-Mal- akka, en hefir samt sem áður orð- ið að hörfa, Meginhættan, sem að því steðjar, er að Japönum takist að setja lið á land að baki þeim, sunnar á skaganum. En geri Jáp- anar slíka tilraun, hafa Bretar þeim mun betri aðstöðu til Joft- árása á lándgöngulið þeirra, sem árásin er gerð nær Singapore. í Hong Kong heldur hreska setuliðið uppi hugdjarfri vörn, en Japanar eru sennilega. reiðubúnir til að kaupa það dýru verði að ná Hong Kong á sitt valdy þar sem þeim er ljóst, að hersveitir Chi ang Kai Sheks geti orðið þeim skeinuhættar að baki þeim. Herskipatjcnið í Kyrrahafi Frásögn Japana T apanskeisari var sjálfur við- ” staddur setningu japanska þingsins í gær og flutti setning- arræðuna og sagði, að fjandskap- ur Breta og Bandaríkjanna hefði knúð Japana í stríðið. Tojo forsætisráðherra skýrði frá því, að Japanar hefðu þegar fyrstu 10 daga styrjaldarinnar greitt ameríska flotanum í Kyrra- hafi rothögg. Shimada, flotamálaráðheira, gerði nánar grein fyrir árangrinum af herri- aði Japana, og kvað tjón breska og ameríska flotans hafa orðið: Amerískum herskipum sökt: Prjú orustuskip, einn kafbátur, eitt tundurduflaskip og stór tundurspillir og auk þess sennilega eitt flugvjela- móðurskip. Amerísk herskip löskuS: 4 orustuskip, 4 beitiskip, einn kaf- bátur, 1 fallbyssubátur, og einn tund- urduflabátur. Auk þess hafa Bandarikin mist 298 flugvjelar. Breskum herskipum sökt: Tvö orustuskip, einn tundurspillir, eitt varðskip og einn fallbyssubát. Auk þess segjast Japanar hafa her- tekið eða sökt 220 þús. smálesta kaup- skipastól óvinanna. Tjón Japana: Einn tundurduflabátur, og annar tundurduflabátur laskaður. Japanar segjast hafa mist 40 ílug- vjelar, og auk þess er 30 flugvje(a saknað. Sóknin heldur áfram Moskvaútvarpið skýrði frá því í gærkvöldi, að Rússar hefðu í gær tekið Kalinin, eftir harða bardaga. Ctvarþið segir að Rússar háfi greitt þung högg 9. þýsþa hernum undir stjórn Strauss hershöfðingja Leifarnar af þýsku herfylkjun- um (segir útvarpið) hörfa undau vestur á bóginn. Meðal þýsku fót- gönguliðsherfylkjauna, sem sigruð voru, eru 86. herfylkið. 310., 129., 162. og 251. Mikið herfang var tekið. Rúss- neskar hersveitir elta flótta Þjóð- verja. í tilbynningu rússnesku her- stjórparinnar á miðnætti í nótt var’ skýrt frá því, að „barist hefði j verið á öllnra vígstöðvum“ og að á vefitnr. Kalinirf, og súðvéstur víg- stöðvunum hefðu rússúesku herirn ir sótt. fram, eftir harða hardaga. og tekið horgirnar Kalinin, Vyso- kovsk (í vestur fvá Kaliniu), Novo Petroskoye (í vestur frá Istra) og Volovo (í suðaustur frá Tula). í fregnum frá Moskva í gær FRAMH. Á SJÖUNDU SÍÐU. Árásír á frönsk og spönsk skip í Miðjarðarhafi Bresks flotamálaráðuneytið birti í gær tilkyrinirigu, þar sem lýst er yfir því, að enginn breskur kafbátur hafi verið nálægt Baleareyjum í Mið- jarðarhafi, þegar franska skipinu St. Denis var sökt þar síðastliðinn föstu- dag. í tilkynningunní er á hinn bóginn vakin athygli á því, áð þýskir kafbát- ar hafi undanfarna viku verið að koma til Miðjarðarhafsins, og er gef- ið í skyn, að það hafi verið þýskur kafbátur sem sökti franska skipinu, og að það hafi einnig verið þýskir kafbátar, sem undanfarið hafa sökt spönskum skipum í Miðjarðarhafi, til þess að reyna með því að vekja á- greining milli Breta og Frakka og Breta og Spánverja. Vichystjórniij birti á föstudaginn tilkynningu um árásina á St. Denis, og var fullyrt í tilkynningunni, að breskur kafbátur hefði verið að verki. Kafbáturinn stöðvaði skipið og heimtaði að fá að sjá skipsskjölin, en áður en hægt var að hlýða fyrírskip- uninni var skipinu sökt. 1 tilkynningu Vichy-stjórnarinnar var ógnað með því, að ráðstaíanir myndu verða gerðar til þess að stöðva árásir á frönsk skip í Miðjarðarhafi (þ. e. með aðstoð franska flotans). Herir Rommels I Lfbyu króaðir HaiðirbaíúagaíSOkm. vestur frá Gazala O amkvæmt fregn frá London í ^ gær, er nú svo komið fyrir Rommel hershöfðingja í Libyu, að herir hans eiga á hættu að vera króaðir inni fyrir vestan Gazala. Harðar orustur geisa um 80 km í suðvestur frá iGazala, og segjast Bretar hafa brotist þar úm í varn- , arlínu öxulsríkjanna miðja. En samfímis hafa aðrar breskar skriðdreka og brynreiðasveitir ráðist fram lengra í vestur og suðvestur og sótt að varaliði öxulsríkjanna að baki aðal-bardagasvæðinu, og valdíð þar allmiklu manntjóni og m. a. sprengt 300 smál. af skotfærum í loft upp. Hefsveitir þessár halda áfram sókn sinni og nálgast nú ströndina um 50 km. í vestur frá Gazala. í London er gefið í skyn, að jafn- vel þótt Rommel haíði hug á því, að hörfa frá aðalbardagasvæðinu, til þess að koma í veg fyrir að samband- ið við bækistöðvar hans í vestri rofni, þá geti verið að það sje um seinan. Jafnframt er á það bent, áð á því sjéu ýmsir annmafkar fyrir Rommel að hörfa, m. a. þurfi hann þá að yf- irgefa miklar olíubirgir, eri það út af fyrir sig geti riðið honum að fullu, og því sje ekki ólíklegt að hann kjósi að berjast til úrslita, þar sem hann er f staddur. Varnarlínan, sem Bretar segjast hafa ráðist inn í, er (.skv. tilkynningu Kairoherstjórnarinnar) skipuð einu þýsku herfylki og þrem ítölskum her- fylkjum og auk þess öllum þeim skrið- drekum, sem Rommel hefir yfir að ráða. Frjettaritari Reuters í Libyu símar af það sem markverðast hafi verið við gagnárás sem skriðdrekar öxuls- rikjanna gerðu i fyrradag á yígstöðv- „vu ar Indverja, til þess að reyna að brjótast. út, hafi verið, að skriðdrek- grnir hafi engan stuðning haft frá steypiflugvjelum. Bresku flugvjelarn- ar, segir frjettaritarinn, höfðu alger-' lega yfirráðin í lofti. Þýska herstjórnin tilkynti í gæv: í Norður-Afriku hafa nýjar, harð- ar varnárbernaðaraðgerðir hafist á svæðinu í véstur frá Tobruk. Gagri- árásir yoru gerðar og sigruðu þýsk-. ítalskar hersveitir öflugar óvinasveit- ir. Nokkur hundruð fanga þ. á. m. hershöfðingi (Brigader General) voru teknir til fanga og mikill fjöldi her- gagna og fallbyssna téknar eða eyði- lagðar. Þýskar sprengjuflugvjelar kveiktu i hafnarmannvirkjum í Tobruk. Aðrar árásir voru gerðar á hina mikilvægu járnbrautarendastöð í Abu-Shaidam í Norður-Egiptalandi. Þýskur kafbátur, undir stjórn Paulsen foringja, gerði árás á breska beitiskipadeild í Austur Miðjarfiarhafi, undan Alexandríu. — Einu beitiskipi var sökt með tundur- skeyti. Eftir mikla sprengingu klofn- áði beitiskipið og sökk innan fárra iriínútna. HAWAI. Roosevelt forseti hefir skipað 5 manna nefnd til þess að rannsaka árásina á Hawai 7. þ. m.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.