Morgunblaðið - 17.12.1941, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 17.12.1941, Blaðsíða 3
r Miðvikudagur 17. des. 1941. MORGUNBLAÐIÐ 3 Frelsissaga ykkar er okkur hvatning Ávðrp sendiherra íslands og Bandarfkjaforseta PEGAR THOR THORS, sendiherra .^afhenti Roosevelt forseta embættisskilríki sín 20. nóv. síðastliðinn, ávarpaði hann, samkvæmt diplo- matiskri venju, forsetann nokkrum orðum. Roosevelt for- seti svaraði sendiherranum, og fara hjer á eftir ávörp beggja: ÁVARP THOR THORS: Herra forseti! Jeg hefi þann heiður að afhenda yðar göfgi embættisskjöl mín, sem veita mjer umboð sem sendiherra (Envoy Extraordinary and Minister Plenipotentiary) hjá ríkisstjórn Bandaríkja Ameríku. ' Tlminn dæmdur tll að blita leið- rjettlngu frá Glsla Jðnssynl Ummæli blaðsins dauð og ómerk DÓMUR var í gær kveðinn upp í Bæjarþingi Reykja- víkur af lögmanninum í Rvík, í málinu Gísli Jónsson forstjóri gegn Þórarni Þórarinssyni rit- stjóra Tímans. Tildrög máls þessa er grein, sem birtist í Tímanum og nefnd- ist „Ætterni Þjóðólfs“. Var því þar dróttað að Gísla Jónssyni, að hann stæði að útgáfu Þjóð- ölfs og sagði um þetta í grein- inni: „Útaf landráðaskrifum Þjóð- ólfs, er mönnum tíðrætt um ætternið . . . Af áhrifamestu aðstandendum blaðsins má lelja . . . Gísla Jónsson vjel- stjóra“. trt af framangreindum um- mælum Tímans sendi Gísli Jónsson ritstjóra blaðsins yfir- lýsingu þar, sem hann baðst ieiðrjettingar á hinni röngu stáðhæfingu. Lýsti hann því þar yf'ir, að hann hefði aldrei „neitt \erið við blaðið riðinn, aldrei verið styrktarmaður þess, kaupandi þess eða skrifað í það nokkurt orð“. Þessari beiðni um leiðrjett- ingu tók Tíminn með því að halda áfram að tala um líkur til þess, að Gísli Jónsson væri „einn insti koppur í búri“ um útgáfu og ritstjórn Þjóðólfs. Þegar svo var komið, höfðaði Gísli Jónsson mál, þar sem hann gerði þær kröfur að ritstjóri Tímans yrði dæmdur, að við- lögðum dagsektum, til þess að birta fyrnefnda leiðrjettingu. Enn fremur að fyrgreind um- mæli blaðsins yrðu dæmd dauð og ómerk og stefnda gert að greiða sekt fyrir þau. Undirrjetturinn, lögmaður- inn í Reykj'avík tók þessar kröfur til greina í meginat- riðum og var ritstjóri Tím- ans samkv. því dæmdur, að viðlögðum 30 kr. dagsektum, tÍI þess að birta yfirlýsingu Gísla Jónssonar. — Ummæli blaðsins voru og daomd dauð og ómerk og ritstjóranum gert að greiða 150 kr. sekt og stefnandanum, Gísla Jóns- syni, 100 kr. í málskostnað. Hefir Tíminn litla frægð haft af lygum sínum um Gísla Jónsson. 800 KRÓNA SEKT FYR- IR BRUGGUN. ¥ fyrradag sektaði sakadóm- * ari mann einn um 800 kr. fyrir bruggun áfengis. Bakari, sem selt hafði ger til bruggsins* var sektaður um 300 krónur. Bandaríki Ameríku og ís- Jands eru í dag nánar tengd og 1 nánara sambandi í orði og anda en nokkru sinni fyr. — Eitt hinna mörgu hlutverka er því, að þessar tvær þjóðir skift- ast á diplomatiskum fulltrúum í fyrsta skifti. Ríkisstjórn Islands og ís- lensku þjóðinni er fullljóst, að þessir atburðir marka ákveðin spor í baráttu íslands fyrir end- ujbheimtu fullveldis og’ sjálf- stæðis okkar gamla lýðveldis. Mjer er vel Ijós sá heiður og það traust, sem mjer hefir verið sýnt með því að gera mig að fyrsta sendiherra ísl^nds hjá Bandaþíkjunum og það mun veita mjer hina msestu gleði að auka og treysta skilning og vináttu milli þjóða okkar, sem átt hefir sjer stað frá upphafi sögu okkar, og sem hefir aukist svo mjög á síðari tímum. íslandi þykir heiður að því, að minnast þeirrar sögulegu staðreyndar, að það var Leifur Eiríksson, sem fæddur var og upp alinn á íslandi, er fann þetta mikla meginland og fyrst- ur hvítra manna stje fæti á ame- rískra jörð árið 1000. Ennfrem- ur var það Islendingurinn Þor- finnur karlsefni, sem setti á stofn fyrstu frumbyggja ný- lenduna í Norður-Ameríku, á árunum 1003—1006. Þetta eru staðreyndir, sem tengja saman sögu Bandaríkjanna crg íslands. Þá eru og mörg Önnur tengsl, bæði gömul og ný. Landnám Islands er bygt á þeirri staðreynd, að vegna kon- ungs harðstjórnar flýðu marg- ir hinir sjálfstæðustu, valda- mestu ög tignustu höfðingjar Noreg, tóku sig upp frá ættar- óðölum sínum og sigldu í vestur átt til að leita frjálsræðis og sjálfstæðis. Það er jafn ljóst, að stór hluti hinna amerísku frumbyggja komu hingað frá erlendum ströndum til að kom- ast undan harðstjórn og til að lifa frjálsu lífi. Þannig eiga hin mikla ameríska þjóð og okkar litla þjóð, sterkan sameiginleg- an arf — ást á frelsinu og þrá til sjálfstæðis., Alþingi íþlendinga var stofn- sett 930 og lýðveldi var stofn- að. Þannig ei’u þjóðir okkar einnig tengdar í lýðræðinu. Nú, þegar heimui’inn berst afleiðingaríkustu baráttu sinni fyrir frelsi og lýðræði, stendur hin mesta og voldugasta lýð- ræðisþjóð í heimi og hin elsta og minsta hlið við hlið. Rás viðburðanna hefir breyst og nú eru það amerískir vík- ingar, sem stefna til Islands og stánda á verði. Nú, rísa fjöll Islands sem útverðir landvarna Ameríku. Við höfum af frjáls- um vilja Ijeð land okkar fyrir hugsjónir frelsisins, sem er það sama og líf bæði amerísku og íslensku þjóðarinnar. Það er hinsvegar ekki hægt að komast hjá ýmsum erfiðleik- um í núverandi náinni sambúð okkar. En jeg er þess fulidss að með hinum sanna samvinnu- vilja megi takast að ráða fram úr þessum vandamálum. Islenska þjóðin elur þær sömu vonir í brjósti og hin ame- ríska, að bráðlega megi synir Ameríku, hinir hraustu verðir Norðursins, halda heilir heim, eftir að hafa lokið hinu þýð- ingarmikla hlutverki sínu með góðum árangri. Ríkisstjórn íslands og ísl. þjóðin lítur með fullkomnu trausti til Bandaríkjanna og hins mikla forseta þeirra. Okk- ur er gleði að því loforði um fullkomið fullveldi og sjálf- stæði Islands, sem yðar göfgi hefir gefið stjórn minni og er- um innilega þakklátir fyrir það loforð yðar, að Bandaríkin ætli, að núverandi ófriði loknum, að beita áhrifum sínum í heimin- um um að sjálfstæði okkar og fullveldi verði að fullu viður- kent. Við vitum að frelsið er hverj- um sönnum Ameríkumanni sama og lífið sjálft og við von- um og biðjum, að Bandaríkin megi ávalt verða virki frelsis- ins og hamingjsamt beimili irjálsra manna, og að blys Frelsisgyðjunnar megi senda FRAMH. k SJÖTTIDU HlÐL 1 -- Roosevelt Verkamað- tir slasast i tíl bana 1 fyrradag varð það slys í grjót- * vinnu setuliðsins við Öskju- hlíð, að Jón Jónsson verkamaður varð fyrir steini við eina spreng- inguna og beið bana af. Iíæfði steinninn. liöfuð manns- ins og beið hann bana samstundis. Jón var nær 73 ára gamall, fæð- ingardagur hans er í dag. Hraðfrystihúsa- eigendur taka afurfla- sölu oo innkaup sín í eigin henúur Hraðfrystihúsaeigendur áttu í' gær fund með sjer í Odd- fellowhúsinu og ræddu m. a. verð- hækkun þá, sem orðið hefir á hrað frystum fiski. En samkvæmt þeirri endurbót, sem nú hefir fengist á fisksölu- samningnum við Breta, hækkaði þessi útflutningsvara um 1 penee pr. libs með því skilyrði, að inn- kaupsverð á fiskinum sje 35 aurar pr. kgr. Fundinn sátu margir hraðfrysti- húsaeigendur og fóru jafnframt með umboð fyrir marga, sem f jar- staddir voru. Fundurinn áleit, að þótt fyrr- greind hækkun hefði orðið á hrað- frysta fiskinum, úr 6 pence í 7 pence, væri verðið samt of lágt og því erfitt fyrir, frystihúsin að greiða 35 aura verðið. Væri þvi nauðsynlegt að annar kostnaður yrði lækkaður. Kæmu þar einkum tveir liðir til greina, sem spara mætti á, sölukostnaður og útflutn- ingstollur. Var í samræmi við það álit sam- þykt áskorun til ríkisstjórnarinn- ar um að lækka útflutningsgjald af hraðfrystum fiski niður í það sama og er á saltfiski. Onnur tillaga kom og fram á fundinum og var samþykt með öllum greiddum atkvæðum, um að frystihúsin tækju sölu afurða sinna og innkaup til reksturs síns í eigin hendur, en eins og kunn- ugt er hefir Fiskimálanefnd það starf með höndum nú. Var kosin bráðabirgðastjórn til undirbúnings stofnun væntanlegra samtaka hraðfrystihúsaeigenda um þetta. Skipa hana þeir Jón Auð- unn Jónsson, ísafirði, Elías Þor- steinsson, Keflavík, Einar Sig- urðsson, Vestmannaeyjum, Ólafur Þórðarson, Reykjavík og Jókann — Minning skip— verjanna af ,Sviða‘ Skammdegið og jólln Eftir síra Bjarna M ^lf Jónsson™!® £ -« — • - 77 ólin eru í nánd. En á undan fara dimmir dagar. Dapurt er nú um að litast í þjáðum heimi. Öldurnar æsast, og vjer hey’rnm brimhljóðið. Ur fjarska berast hinar ömurlegustu sorgarfregnir. Dauðinn fer hart yfir og sorgin fer eltki í manngreinarálit. Á landi voru sjest vald dauð- ans. „Allrar veraldar vegur víkur að sama punkt; fetar þann fús sem tregur, hvort fellur Ijett eða þungt“. Skyndilega sjáum vjer heimili gleðinnar breytast í sorg- arrann. Enn einu sinni erum vjer vottar að því, hve alvarlegur sannleikur felst í þessum orðum: „Veðrin all- oft viðnum frá vænsta og yngsta hrista blómann“. í dag er haldin sorgárathöfn, ein af mörgum á þessu ári. Þetta( ár hefir,einnig hjá oss verið ár dauðans. Þau eru orðin mörg heimilin, sem á þessu ári hafa feng ið heimsókn sorgarinnar. Jeg hugsa oft um þessi orð, er jeg sje grátandi vini: „Ei lýsir þjer brosið til svefns á sæng, en sorg hefir tíma til iðna“. Nú eru víða hin auðu sæti. Víða er nú grátið á skammdegisstundum. Jég horfi á litla drenginn, sem hallar sjer UPP að móður sinni, og spyr; „Mamrna, af hverju ertu svona, áf hverju ertu að gráta ?“ En hve jeg finn sárt til iheð foreldrum, eiginkonum og böm- um, unnustum, systkinum, afa og ömmu. Tuttúgu og fimm menn, ríkir af áhuga, glaðir í starfi, á leið- inni heim. En í stað heimkomu var hvíslað að ástvinum þeirra: „Hann kemur ekki heim“. Um víða veröld verða nú döpur jól. Þau verða einnig með döprum blæ hjá mörgum á landj; voru. ísland grætur sonu sína. Hugs- um um hinar dýru fórnir, sem hin íslenska þjóð verður að færa. Hver getur sofið rólegur, þegar vetrarstormarnir geisa? Þá ættum vjer að spyrja: „Hvernig líður sjómönnunum í nótt?“ Gott er að breyta spurningunni í bæn. Gleym um ekki heilögu starfi fyrirbænar- innar. Vjer byggjum hið hafgirta láð. Það ætti að vera oss eðlilégt, er vjer horfum út á hafið, að húgsa til þeirra, sem þar eru. I dag hugsum vjer til hinna sorgbitnu, sem eiga hjartkærum vinum á bak að sjá. Á b.v. „Sviða“ voru menn á besta starfsskeiði', 52 ára hinn elsti, 17 ára hinn yngsti. Þetta er hin sára skammdegis- raun. ★ En nú koma jólin. Þegar nætur- FRAMH. Á SJÖTJNDU »ÍÐU.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.