Morgunblaðið - 18.12.1941, Síða 5
JFImtudagur 18. des. 1941.
QVQtmblatób
Útfet.: H.f. Árvakar, R«ykJ»vlk.
Kltatjörar:
Jön KJartanaaon,
Valtýr Stefánsson (ábTTKÖarm.).
Auglýsingar: Árni Óla.
Bltatjörn, auglýsingar og afgrrelQsla:
Austurstræti 8. — Slnl 1600.
Áakriftargjald: kr. 4,00 á mánutSl
innanlands, kr. 4,60 utanlanda.
1 lausasölu: 26 aura elntakiB,
30 aura meC Leabök.
Samþyktir Knattspymu
GlBymum ekki
AÐ hafa verið birt ávörp
til Reykvíkinga og þeir
ihvattir til að rjetta hjálparhönd
þeim nú um jólin, sem erfiðasta
hafa aðstöðu og minstu úr að
spila. Þessi ávörp hafa komið
frá Vetrarhjálpinni og Mæðra-
styrksnefndinni.
Einhver kynni ef til vill að
efast um, að slíkar hjálpar-
beiðnir ættu við rök að styðjast
á þessum tímum, þar sem pen-
ingarnir flæða nú yfir landið í
stríðum straumum.
En það eru til margir ein-
staklingar, fjölskyldufeður og
mæður í þessu bæjarfjelagi, er
peningaflóðið nær ekki til. En
það er annað, sem nær til þessa
fólks, engu síður en hins, sem
meira hefir úr að spila. Það
er dýrtíðin, sem vex stöðugt.
Vetrarhjálpinni hafa þegar
borist um 300 hjálparbeiðnir.
Þessar beiðnir eru að heita má
eingöngu frá eldra fólki, sem
getur ekki stundað erfiðisvinnu
cg hefir því ekki annað sjer og
sínum til lifsframfæris en elli-
iaun og örorkubætur. Hver og
-einn getur sagt sjer sjálfur, að
nessi framlög ná skamt í dýr-
tíðinni, sem nú ríkir. Það verð-
ur lítii tilbreyting hjá þessu
fólki um jólin, ef þeir bæjarbú-
ar, sem hafa betri afkomu og
aðstöðu rjetta því ekki hjálpar-
hönd. Mæðrastyrksnefndin veit
eg um margar einstæðings
mæður, sem litlu hafa úr að
spila, en hana langar til að
-gleðja nú um jólin.
Því ber hinsvegar að fagna,
-a.ð afkoman hjá meginþorra
manna er nú betri en mörg und-
anfarin ár. Og þeir eru margir,
sem haf^ nú miklu meira fje
handa milli en nokkru sinni áð-
ur. En þetta ætti þá líka að
=tuðla að því, að enginn þurfi
að líða skoi*t um þessi jól og
allir geti haft tilbreytingu há-
væri það ekki vansalaust, ef
tíðisdagana. Og satt að segja
menn gleymdnu nú skyldunni
við þá samborgara, sem hafa
•cngin úrræði til þess að gera
sjer dagamun á jólunum. Hvers
virði er þjer jólahátíð í alls-
nægtum, ef þú veist af einhverj-
um samborgara, sem fer á mis
-við þetta alt, vegna þess að hann
-getur ekkert veitt sjer og sín-
um, umfram hinn daglega sult-
.arskamt ?
Góðir Reykvíkingar! Jólin
-eru hátíð gleðinnar. Þau eru
lýsandi viti í hinu dimma
skammdegi. En það er ekki nóg
að bjart sje ytra. Það verður
-einnig að vera bjart innra — í
lijarta hvers eínstaklings. — Þá
f’vrst hverfur hið dimma
skammdegi og gönn 'jöla-hátíð
ríkir.
Arsþingi knattspyrnumanna í
Reykjavík lauk sunnudaginn
7. des. Meðal annars voru eftir-
farandi tillögur samþyktar á þing
inu:
í slysatryggingar málinu.
1. Nefndin leggur til að K. R.
R. verði falið að afla frekari
upplýsinga og tilboða um þessi
mál, enda leggi það niðurstöðuna
fyrir aukaþing, ef það telur unt,
að koma málinu í framkvæmd fyr-
ir næsta sumar. Þá leggi nefndin
til’við knattspyrnuþingið, að það
skori á K. R. R. stjórn fþrótta-
vallarins að sjá um, að framvegis
verði útbiiin sjerstök slysastofa á
Iþróttavellinum með nauðsynleg-
ustu tækjum, svo sem sjúkrabör-
um o. fl., til þess að veita fyrstu
hjálp, ef slys ber að höndum.
í öðrum málum voru þessar til-
lögur samþyktar;
2. Þar sem allar horfur virðast
vera á því, að fyrirhugað íþrótta-
svæði við Eskihlíð verði tekið til
annara nota, leggur ársþing knatt
spyrnumanna eindregið til, að nú
þegar verði ákveðinn staður undir
íþróttavöll (stadion).
Arsþingið skorar á bæjarstjórn
Reykjavíkur að ákveða sem fyrst
í samráði við fulltrúa íþróttafje-
laganna í Reykjavík, stað fyrir
og hefja undirbíining að æfinga-
völlum fyrir almenning víðsvegar
um bæinn, þar sem ákveðið muu,
að taka æfingavöll yngri flokk-
anna, undir byggingu, er nauð-
synlegt að fá nýtt æfingasvæði
í stað hans, og skörar ársþingið
á bæjarstjórn að ákveða 'nú í vet-
ur stað undir slíkan æfingavöll,
í samráði við fulltrúa íþróttafje-
laganna í Reykjavík, og hefja um
leið vinriu á honum, svo að hann
þingsins
verði tiltækur til æfinga um leið
og bygging hefst á gamla vell-
inum. Ársþingið kýs þriggja
manna nefnd til þess að starfa að
vallarmótun bæjarins í samvinnu
við aðra aðila til næsta ársþings.
*3. í tilefni af því að hernaðar-
aðgerðir hafa orðið þess valdandi,
að hið fyrirhugaða íþróttasvæði
bæjarins, hefir verið tekið til
hernaðaraðgerða, lýsir knatt-
spyrnuþingið' yfir vonbrigðum út
af þessum ráðstöfunum, um leið
og það mólmælir henni harðlegá.
4. Knattspyrnuþingið sam-
þykti, að utanbæjarfjelög fái 6%
af nettó ágóða þeirra leikja, sem'
þaú taka þátt í við Reykjavlkur-
fjelög. Keppi þau saman, fær
hvort fjelag 40%, en mótanefnd
20% af nettó.
5. Knattspyrnuþingið samþykk-
ir að ekki sje rjett að leyfa ieik-
mönnum að keppa í eldri aldurs-
flokki, nema samkvæmt sjerstöku
vottorði íþróttanæknis.
6. Knáttspyrnuþingið samþykk-
3r, að veita verðlaunapeninga
keppendum í þeim flokkum, sem
sigra í Knattspyrnumóti íslands
og Knattspyrnumóti Reykjavíkur.
Ennfremur samþykkir þingið, að
heimila K. R, R. að láta gera
gripi, er fylgi sömu mótum, sem
fjelögin eigi til endurminninga um
sigra sína, í þessum mótum, enda
greiði fjelögin kostnaðinn við
gripina.
7. Knattspyrnuþingið samþykk-
ir að kjósa 5 manna nefnd til þess
að rannsaka, gaumgæfilega orsakir
þess, að hjer í Reykjavík ríkir nú
tilfinnanlegur skortur góðra knatt
spymudómara. Að athugunum sín-
um loknum, geri nefndin tillögur
um, á hvaða hátt helst megi bæta
úr í þessum efnum, og skili til-
lögunum fyrir aukaþing, er vænt-
anlega yrði haldið eigi síðar en í
aprílmánuði næstkomandi.
8. Knattspyyrnuþingið 1941 á-
lyktar, að rjett sje að kalla sam-
an aukaþing eigi síðar en 15. apríl
n. k., þar sem afgreidd verða þau
mál, sem yfirstandandi þing hefir
haft til ineðferðar, en eigi fengið
fullnægjandi afgreiðslu, einkum þó
mót, er sjerstaklega snertu knatt-
spyrnuna í sumar.
9. Knattspyrnuþingið telur rjett,
að skírteini Blaðamannafjelags ís-
lands gildi framvegis sem aðgöngu
miði að Knattspyrnukappleikjum
í Reykjavík, enda hætti mótanefrid
ir jafnframt að senda blöðum og
iitvarpi sjerstaka aðgöngumiða.
10. Knattspyrnuþingið skorar á
f. S. í., K. R. R., stjórnir knatt-
spyrnufjelaganna, ritstjóra iþrótta
blaðsins og íþróttaritstjóra blaða
og útvárps, að taka höndum sam-
an og útrýma hugtakinu „besti
knattspyrnumaðurinn“, eða öðrum
svipuðum titlum, því að það sam-
rýmist hvorki hugsjón nje skipu-
lagi knattspyrnuíþróttarinnar.
11. Ársþirig knattspyrnumanna,
haldið í Reykjavík dagana 12. og
13. nóv. og 2. des 1941, skorar á
ríkisstjórn íslands, að hlutast til
við íþróttanefnd ríkisins, að fram
lag nefndarinnar til Iþróttasam-
Latínan, Linné og leiðin
Agæt hugmynd var það hjá
mag. Kristni Ármannssyni að
hafa í iesbók sinni nokkur sýnis-
horn af latínu einsog fræðimenn
og ‘vísindamenn síðari tíma hafa
ritað hana. Þó að sú stofnun, sem
nú er kölluð mentaskóli, hjeti á
mínum námsárum latínuskóli, og
miklum tíma væri þar varið til
latínunnar, þá var ekki borið við
að kenna þar neitt um latínuna
sem alþjóðlegt fræða- og vísinda-
mál. —
Jeg var að lesa í bók Kristins,
fvrsta kaflann sem tekinn er upp
úr náttúrufræði Linnés, og er liann
á ýmsan hátt einkar fróðlegur.
„Stjörnurnar eru mjög fjarlægir
lýsandi líkamir“, segir Linné, og
hann skiftir þeim í himintungl
sem eru björt af eigin ljósi, einsog
sólin og fastastjörnurnar sem eru
ennþá lengra burtu frá oss, og
svo reikistjörnur, sem fá Ijós sitt
frá stjörnunum. Hjer er dálítið
einkennilega að orði komist, þar
sem ekki var kunnugt um neinar
reikistjörnur nema þær, sem fá
| ljós sitt frá sólinni. Einnig það
er eftirtektarvert, að Linné tekur
ekki beinlínis fram, að fastastjörn-
urnar sjeu sólir. Það var á síðari
hluta 16. aldar, sem Brúnó, einn
af ágætustu heimspekingum, sem
varið hafa, skildi þetta, og skrif-
aði hina frægu setningu: Astra
ultra Saturnum continue sensibilia,
soles sunt (sjá Nýal s. 489). En
þó var þessum orðum fyrst í stað
enginn gaumur gefinn; jafnvel hiu
ir miklu brautryðjendur í vísind-
um, Galilei, ^Kepler, Tycho Brahe
og Baeo, sem uppi voru samtímis
þessum mesta vitfrömuði þeirra
tíma, virðast ekki hafa veitt neina
eftirtekt orðunum, sem á svo ó-
vænt stórkostlegan liátt miðuðu
til að færa út þekkingarsvið
mannkynsins. Og jafnvel öll 17.
öldin leið án þess að menn upp-
götvuðu þessi orð. Því miður veit
jeg ekki hver það var, sem fyrst
gerði hinn stórkostlega skilning
Brúnós á stjörnuheiminum að sín-
um, en ef einhver af lesendum
mínum veit það, þá væri vel gert
að segja frá því.
Ennþá fróðlegri en það sem
Linné segir um stjörnurnar, eru
orð hans um manninn, sem hann
kallar fullkomastan, æðstan og
efstan alls hins skapaða. Hitt væri
þó sönnu nær, að maðurinn sje
vanskapaðasta og ófarsælasta
skepna jarðarinnar. En þetta var
mönnum ekki ljóst á Linnés dög-
um og jafnvel löngu síðar. En að
) svo er kejnur af því, að maðurinn
er tilraun til nýsköpunar, sem ekki
hefir tekist .ennþá. Maðurinn á að
verða svo fuHkominn að viti og
orku, að hann geti að nokkru
leyti tekið í sínar liendur sköp-
unarverkið og stjórn náttúruafl-
anna, að því er þessa jörð snertir.
í þessu eiga rót sína hugmyndirn-
ar um lausn eða björgun mann-
kyns. Og er nú svo komið fyrir
oss hjer á jörðu, að ekki má tæp-
ara standa, ef ekki á al^erlega að
mistakast tilraunin til að koma
hjer upp vitveru, sem geti orðið
nægilega fullkoriiin til að taka
þátt í sköpunarverkinu eins og
nauðsynlegt er (sbr. ritgerð þá,
sem heitir „Björgun mannkyns-
ins“ og er aðalkaflinn í bókinni
Framnýal).
Undarlegt virðist mjer, að
vanta skuli í orðaþýðingarnar úr
kakfla þessum orðin „stella“,
„indicium11 og- „ultimus“. í lesbók-
um er stórum betra. að iitskýring-
ar og þýðingar sjeu heldur fleiri
en færri. Þvíaðeins, að ekki
sje vangert í þeim efnum, veitir
lesbókin nægilega góða undirstöðu
undir framhaldsnám.
30. okt. ’41
Helgi Pjeturss.
bands íslauds verði að minsta
kosti 25 þúsund krónur á ári.
12. Knattspyrnuþingið felur K.
R. R.. að hefja þegar á næst.a
starfsári undirbúing að söfnnn
Kuattspyrnusögunnar hjer frá
byrjun, með það fyrir augum að
gefa það út á 25 ára afmæli K. R.
R., sem er 29. maí 1944.
Ráðið gefí skýrslu um gang
málsins á næsta þingi.
13. Knattspyrnuþingið samþykk
ir að keyptar verði nú þegar 3
dómaraklukkur, er verði til taks.
þegar vormót hefjast á vori kom-
anda.
14. Knattspyrnuþingið 1941 sara
þykkir, að næsta reglnlegt knatt-
spyrnuþing verði haldið í byrjan
febrúarmánaðar 1943, í stað nóv-
embermánaðar 1942.
Á því þingi verði og tekin á-
kvörðun um, hvort knattspyrnu-
þingið skuli ekki framvegis kallað
saman í febrúarmánuði, með til-
li.ti til þess, að knattspyi-nnmenn
hafi þá betri tíma til athugunar og
afgreiðslu málanna, en á hanstin..
St jórnm álafundlr
í Hreppum
Samband SjálfstæBismanma í
Árnessýslu boðaði til al-
mennra stjórnmálafunda um síð-
ustu helgi að Ásaskóla í Gnúp-
verjahreppi og að Plúðum í
Hrunamannahreppi.
Fyrri fundurinn var haldinn í
Gnúpverjahreppi. Steinþór Gests-
son frá Hæli, formaður Sjálí-
stæðisfjelags Gnúpverjahr., setti
fundinn. Fundarstjóri var Páíl
Stefánsson, oddviti, ÁsólfsstöðunD.
Á fundinum mættu fulltrúar mið-
stjórnar Sjálfstæðisflokksins, þei-
Eiríkur Einarsson, alþm., Bjarari
Benediktsson, borgarstjóri og Jó-
hann Hafstein, logfræðingur.
Fluttu þeir ítarlegar ræður um
stjórnmálaviðhorfið, og var gerður
góður rómur að máli þeirra. Því
næst fóru fram frjáls ræðuhöld
og tóku þá til máls: Brynjðlfur
Melsteð, bóndi að Stóra-Hofi,
Einar Gestsson, bóndi, Hæli, Guð-
jón Ólafsson, bóndi, Stóra-Hofi og
að lokum Páll Stefánsson, Ásólfs-
stöðum.
Síðari fundinum, í Hrunamanna
hreppi, stjórnaði Helgi Kjartans-
son, bóndi að Hvammi'. Ræður
fluttu sömu fulltrúar miðstjómar
Sjálfstæðisflokksins.
Báðir fundirnir fóru prýðilega
fram. Leyndi það sjer ekki, að
bændum þótti lítt um tiltektir
Framsóknar í dýrtíðarmálunum og
„ábyrgðarleysis“-hjúpinn, sem for
sætisráðherra steypti yfir sig og
flokksmenn sína A’ið myndun hinn-
ar nýju samstjórnar.
Fundirnir voru eftir atvikum
mjög vel sóttir, en mestu áhyggju-
efni bænda þar eystra, hversu
erfiðlega gengur að fá fólk til
sveitavinnunnar, enda svo hörmir-
lega komið, að flestir eru nú að-
eins einyrkjar — og geta naum-
ast skroppið nokkuð frá búununu
þó að ekki sje nema daghluta.
I