Morgunblaðið - 07.03.1942, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.03.1942, Blaðsíða 2
MORGUNBLA ÐIÐ Laugardagur 7. raars 1942. Þýski herinn við Starya RAssa hefir mjó gðng opin Kólnar aftur á vígstöðvunum [ fregnum frá Rússlandi í * gær, var skýrt frá því, að sex herfylki Þjóðverja, er verj- ast í Staraya Russa, hefðu ekki samband við þýska meginher- inn að baki, nema um ein mjó göng. Var sagt að Rússar hjeldu | uppi stöðugri fallbyssuskothrfð á þessi göng. Það hefir nú kólnað aftur á austurvígstöðvunum að því er þýska herstjórnin skýrir frá. 1 j tilk. h'erstjórnarinnar í geer var skýrt frá því, að þýski herinn hefoi hrundið árásum Rússa víðsvegar á yígstöðvunum ,,í hörðum orustum“., Þýská frjettastofan sagði í gær.‘ 'á’ð' Rússum hefði á einum’ stað milli Lenirigrad og Ilmen- vatns tekiát áð ráðast inn í víg- fínu Þjóðverja, en að þeir hefðu •'mrið hraktir út ur henni aftur í gagnáráS. Rússar birtu í gær ítariegar fregnir af töku borgarinnar Yu- knov. Segir þar að Þjóðverjar nafí reist þar öflug varnarvirkr á stóru svæði umhverfis borg- ina, jarðsprengjum hafi ■< erið komið fyrir og að hvert þorp hafi vérið gert að virki. —- Um- t.verfiíj þorpin höfðu verið reist- ar gaddavírsgirð'ngar og byss- um hafði v'erið komið fyrir í hverjú éinasta húsi. Rússar segjast hafa tekið Lorgina í „óstöðvandi áhlaupi“. Tilk. rússnesku herstjórnar- innar í nótt var á þessa leið: Þ. 6. mars yfirbuguðu her- menn okkar viðnám óvinanna og hrundu gagnárásum þeirra og tóku nokkra bygða staði á ýmsum hlutum vígstöðvanna. Þann 5. mars voru 79 þýskar flugvjelar eyðilagðar í loftbar- dögum Dg_ á flugvöllum. Við mistum 14 flugvjelar. BARATTA BANDA- MANNA Á JAVA „Herirnir eru að örmagn ast úr þreytu vegna stöðugra loftárása^ Japanar byrjaðir áhlaup á Bandung Aðstaða Bandamanna á Java er nú næstum von- laus. Japanar eru fimm sinnum liðfleiri en þeir og hafa nú hafið áhlaup á Bandung, aðalbækistöð og stjórnaraðsetur Hollendinga. í gærkvöldi heyrðust drunurnar úr fallbyssunum til Bandung. Einkafrjettaritari Reuters í Bandung símaði í gær- kvöldi, að hin mikla Java-sljetta, sem liggur 1000 km. meðfram norðurströndinni og 55 km. á land upp, væri um það bil öll á valdi Japana eða yfii-gefin af herjum Bandamanna. í .■ ; Herstjówriu í Baiidung hafði fyr í gær tilkyuí að Bmidauienn hefðu hörfað burtu úr Batavia, hiiitii auðugti hiifuðborg holleiisku •JVustur-rndlandseyjanna „til þess'að fá óbundnari hendur í bardög- iinmtí í vestur Java“. Japanar segjast hafa haft Batavia á valdi sínu fyá því I snemma í fýrradag. | i Bandamenn hafa einnig orðið að hörfa úr- borginxii' Jödja- karta, um miðbik eyjariimar, 20,kni. frá suður.ströndinni. Með töku Jodjakarta hafa Japanar raunverulega klofið eyna í. tvo hluta og rofið sambandið milli verjenda flotahafnarinnar Sonrabaya o g Bandamannaherjanna í Bandung. ‘ MALTA Loftárásir öxulsríkjanna á Malta halda áfram allan sólarhringinn. Á miðnætti í nótt harst fregn frá Malta um að á- rás stæði yfir og að tvær þýskar •sprengjuflugvjelar hefðu verið rskotnar niður. En lang alvarlegastur er þó liðsmunurinn í loftbardög- unum. Vegna hins mikla ofur- eflis flugliðs, sem Japanar geta teflt fram, verða herir Bandamanna að búa við nær látlausar loftárásir og njóta því hvorki svefns nje hvíldar. Var frá því skýrt opinberlega í Bandung í gær, að vegna loftárásanna væru herir Bandamanna smám sam an að örmagnast úr þreytu. ÚRSLITA ORUSTAN $ FRAMUNDAN Samt sem áðuf telur fr.jetta- rit-ari Reuters, að efm sje eftír að heyja úrslitaorustuna iim Java. Þykir honum alt benda til þess, að hún verði báð í fjöllunnm nm- hverfis Bandung, þar sem áður voru sumardvalar heimili og heilsu h æli. Ilollensku hersvéitirnar gerðu í gær ákafá gagnárás á sljettumun í nprður frá Bandúng og h.röktu Japana úr variiarstöðvum, sem þ.eir voru sagðir hafá tekið í fyrra dag. ENGINN FLÓTTI í sjálfri Bandung liafa loftvarna merki hljómað nær stöðugt í tvo sójarhringa, en nú hefir verið tilkyut, að loftvarnamerki verði ekki gefin þar framar, þur eð líta fceri svo á, að borgin sje í stöðugri hættu fvrir árásum úr lofti. Þar eð Japanar liafa evðilagt allar hafuir á ,Java, getur varnar- herinn engar vonir gert- • sjer um að komast undan. Búist er við því að hann taki sjer hinar hug- djörfu hersveitir Mae Artliurs til fyrirmytidar og berjist þa'r til yfir lvknr. Tilræðiö við von Papen Opinber tilkynning Lögregluyfirvöldin í Ank- ara (Tyrklandi) hafa nú geflð út opinlbera tilkySmingu um sprengjuna, sem sprakk á gotu þar í borginni og lagði von Papen sendih. Þjóðverja að velli. I tilkynningunni segir, að sprengjan hafi verið ætluð þýska sendxherranum. Maðurinn er hjelt á sprengj- urini og sem tættist í sundur er hún sprakk. var „samkvæmt frásögn lögreglunnar, 25 ára gámall kommúnisti, Omaer To- kat að nafni, Hann var júgó- slafríeskur að ætt, en hafði öðl- ast tyrkneskan borgararjett. V’inir haris, sem hándtekriir 9 hafa verið, hafa skýrt frá því, „áð viðsiír ú’tíendingar, sem bú- settif eru í 'Ankara og Istambul og sem úpplýst er, hverjir eru, hefðu fengið þá til þess, að gera tilræði við tvo þékkta menn frá erlendum ríkjum“. í Reuterfregn frá Ankara segir, að þar sje lítið svo á, að lögreglan verði að færa sönnur á þá’ , yíirlýsingu sina, að sprengjan hafi verið ætluð von Papen, áður en hægt sje að telja að málið sje að fuliu upp- lýst. Rannsókn i málinu heldur áfram. Ataturk bannaði á sínum tíma kommúnistaflokkinn í Tyrklandi og meðal kunnugra (segir frjettaritari Reuters í Ankara), er talið, að kommúinstar í Tyrk landi hafi aldrei verið fleir en tuttugu. von Papen sendiherþa átti langt samtal við Sarajoglu ut- anríklsráðherra í gær. Allar skotfæraöirgð- iraar voru teknar írá Rommel Breski, ráðherraxin Oliver Lyttelton, er haft hefir að- setur í Kairo, skýrði frá því við komu sína til London í gær, að herir Aucklinlecks hershöfð- ingja hefðu í sókn þeirra til Benghazi tekið herfangi næst- um allar rkotfærabirgðir Rom- mels hershöfðingja, sem hann hafði safnað saman með miklu erfiði til þess að nota þær 1 inn- rás í Egiptaland. Hann sagði, að það myndi taka Romxr(el margar vikur eða jafnvel mán- | uði að koma sjer upp nýjum birgðum. I Ráðherrann sagði að það væri staðreynd, hvað sem liði skoð- unum manna í Englandi, að að- staða bresku herjanna til, að verja Egiptaland væri margíalt betri nú heldur en áður en.Auc- kinleck hóf sókn sína. | Engin breyting hefir orðið á víglínunni í Libyu. -t— Þýska herstjórnin skýrð ifrá því ígær að þýskar flugvjelar hefðu í fyrradag gert árásir á stöðvar að baki víglínu Breta, í Egipta- landi. Bandarlkin leggja veg til Alaska Akveðið hefir verið að leggja, þjóðbraut um vesturhluta Kanada, sem tengja á sainan Bandaríkin og Alaska. Eingöngu i hernaðarleg sjónarmið verða látin ráða við þessa vegagerð. Mackenzie King, försætisráð- herra Kanadamanna tilkynti þetta í gær og gat þéss jafnframt, að vinna vrði þegar hafin við þessa. vegagerð. Bandaríkin standa straum af kostnaðinuin. Mesfa fjárveiting veraldarsogunnar WASHINGTON í gær: — Báð- ar daildii- ameríska þjóðþings- ins samþyktu í gær mánudag) fjárveitingu til hernaðarþarfa að upphæð 32,000,000,000 dollarar. * , Fj árveitingafrumvairp þetta, sem nú hefir verið sent Roose- velt til undirskriftar, er hið hæsta, sem um gétur í verldar- söeunni. (Reuter). Burma I Burma er nú barist við borg- * ina Pegu, skamt fyrir norðan Rangoon. Fregn, sem birt var í Tokio í gær, um að Japanar hefðu þegar tekið Rangoon, er afdrátt- arlaust horin til baka í London. í tilkvnningu herstjórnarinnar í Rangoon í gær segir: .„Horfurnar eru óbreyttar bæði í Rangoon og á norðurvígstöðvnmim. A suðurvíg/ stöðvunum voru í dag háðir tiokkr ar harðar orustur á svæðinu um- hverfis Pepu“. Ilerstjóririti heldur því fram, að bresku herirnir liafi haft betur í þessunt viðureignnm en segir, að „þeir hafi barist mjög hraustlega

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.