Morgunblaðið - 07.03.1942, Page 5

Morgunblaðið - 07.03.1942, Page 5
Laugardagur 7. uiars 1942. Útgef.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrg-?Sarm.). Auglýsingar: Árni Óla. Ritstjórn, auglýsingar og afgreibsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 4,00 á mánuíSi innanlands, kr. 4,50 utanlands. í lausasölu: 25 aura eintakið, 30 aura með Lesbók. BRJEF 8 ! Gatnla „línan“ AILTAF er hugur kommúuista hinn sami til ættlands síns ,og þjóðar. Nú er krafa þeirra sú, afi hingað verði kvaddur rúss- ueskur 'her ug lionum boðin dvöl í landinu. Látið er í veðri vaka, . að raúði herinn eigi að vera hjer til varnar innrás óvinahers, því öðrum sje þar ekki trúandi eða I .treystandi. En hann á líka að' vinna annað og meira hlutverk. flann á að tryggja það, að Is- land geti í framtíðinni fylgst með hinni nýju ,,þróun“, sem á að skapast í Evrópu að stríðimi fofenu. Hann á m. ö. o. að tryggja frað. að Island verði hjálenda liinna voldugu Sovjetríkja. Nazistar hafa mikið r.ætt um ,,nýskipam“ Evrépu að stríðinu loknu og þykjast þegar hafa lagt grundvöllmn að henni. ísleiisku kommnnistarnir voru og eru erind rekar erlends valds. Þeir hugsa sjer sína ,,þróun“ málanna að hildarleikimrn loknum. En það er ekki alveg víst, að þeir sjeu lengur „á línunni“. Eða hafa kommúnistapiltarnir ’hjer alveg glevmt því, hvað það «r, sem um er barist í heimimim ? Þeir fara vissulega mjög villur vegar, ef þeir halda, að átökin sjeu milli kommúnismans og naz- ismans. Átökin eru milli lýðræðis og einræðis — frelsis og harð- •stjórnar. Hitler játaði sjálfur, eft- ir vináttusáttmálann fræga í Moskva, að margt væri líkt í stjórnarháttum nazista og komm- únista. Við íslendingar æskjum ekki að verða þátttakendur í.neinni „ný- skipan“. að stríðinu loknu, þar sem frelsi þjóða og einstaklinga fær ekki notið sín. Koinmúnistar mega ekki lialda, að þótt svo kunni að fara, að rúSsneski herinn geti komið í veg fyrir lokasigur nazista í hildar- leiknum, verði óumflýjanleg af- íeiðing sú, að einræðisstjórnarfar kommúnista verði ráðandi í heim- iftum eftir stríðið. Líkurnar eru miklu meiri íyrir hinu, að rúss- neska þjóðin fái einmitt þá sitt langþráða frélsi. Hún veit, að nú er háð frelsisstríð, sem hún á 1 einnig að njóta góðs af. íslensku kómmúnistarnir vita hinsvegar ekki annað en það, að ]>eir eru útlendingar í sínu ætt- landi, erindrekar erlends valds, og það vilja þeir vera áfram. Þess vegna vinna þeir nú ósleitilega að því, að koipa landinu undir vfirráð þess erlends liervalds, sem þeir æskja að ölln ráði hjer í framtíðinni. Islenska þjóðin hefir megnan viðbjóð á þessu hátterni komm- únista. Og hún mun sýna í verki, fið jiessir menn eiga engin ráð að fá í okkar landi. EIGI verður annað sagt, en að frekar hafi verið við- burðalítið á Alþingi þessa viku sem nú er að líða, en það er þriðja vikan, sem alþingi hefir setið nú að þessu sinni. Vill það löngum við brenna, að afköstin á Alþingi, eins og þau birtast almenningi á deilda fundum og í sameinuðu þingi eru ekki mikil að vöxtunum fyrstu vikur þingsins. — Þá eru málin að koma fram og ganga þau að öllum jafnaði umræðu- lítið til annarar umræðu og nefnda, en þar fer fram aðal- vinnan við ijrumvörp og tillög- ur eða hið málefnalega löggjaf- arstarf, annað en það, sem felst í undirbúningi málanna áður en þau eru lögð fyrir alþingi. Fer það mjög eftir því hversu vandað ,er til um undirbnúning þingmála hve mikla vinnu þarf að leggja í þau á alþingi. Það, sem fram fer í deildum og sam- einuðu þingi, á fundum þar, er mjög ófullkomin mynd af vinnu brögðunum á alþingi og því starfi, sem þar er af hendi leyst. I þessa átt hníga að minsta kosti þær afsakanir, sem þingmenn bera fram fyrir því, hve seint sækist störfin framan af þingi. Undantekning frá þeirri reglu að mál fari umræðulítið til ann- arar umræðu, er um sum þeirra málaermiklum ágreiningi valda, FRÁ ALÞINGI rifað af Snióffi slær þá oft við fyrstu umræðu i hart á milli manni, málin sótt og varin af miklu kappi, hnútur fljúga um borð, og er þá eigi óalgengt að hinurn málefnalega ágreiningi sje skotið til hliðar en í þess stað barist í návígi jafnvel um mannorð og mann- gildi, sem þá er löngum á bóða bóga vegið og ljettvægt fundið og ekki á ma'rga fiska. Hefir það verið haft að máltæki síð- jan á Alþingi, sem Hákon í Haga jsagði einu sinni við þvílíkt tæki- færi ,,Ljótt er ef satt er“. Þó ber það oft við, að ágrein- ingsmál og hin svokölluðu gill- inga og kosningafrumvörp. sem íram eru borin til að sýnast, jganga til annarar umræðu án þess að nokkur leggi þar orð í belg annar en sá, er að flutn- ingi þeirra stendur og málið reifar. En yfirleitt spáir það ekki góðu um framgang slíkra mála, g.jarnaðarlegast eru þau andvana fædd. Alþýðuflokksmenn , hafa magnað um það mikið málæði í Alþýðublaðinu 1 undanfarna daga, að þingmönnum s.je nú mjög þróttur skekinn og kjarks- vant, þar sem enginn af and- stæðingum þeirra fyrirfanst svo |hugrakkur að hann þyrði að segja eitt orð til andmæla dýr- j tíðarfrumvörpum þeirra, er þau jmál láu fyrir í neðri deild fyrri part vikunnar.Svo rík var þögn- in á alþingi um þessi að þeirra dómi merkilegu úrlausmarefni, að hinir núverandi sálufjiegar þeirra, kommúnistarnir, sem venjulega er nú ekki mjög stirt um málbeinið, sögðu ekki eitt einasta uppörvunar eða viður- kenningarorð; meira að segja, þeir þögðu eins og steinar. j Útvarpsumræðum þeim, sem fram áttu að fara frá Alþingi um gerðardómslögin á mánu- 1 daginn var, var frestað sökum jveikinda Eysteins Jónssonar viðskiftamálaráðherra, en hann játti að tala af hálfu Framsókn- arflokksins við þær umræður. Hefir ráðherrann legið í hettu- sótt, en kvað nú vera í aftur- bata. í dag var til annarar umræðu í efri deild frv. um breytingar á útsvarslögunum, en efni þessa frumvarps er eingöngu um það, að leiðrjetta ranglæti sem Reykjavíkurbær, einn allra hæjarfjelaga á landinu, hefir orðið að búa við um nokurt ára- bil, að skattstjóri, sem er skip- aður af ríkisstjórninni, sje for- maður niðurjöfnunarnefndar I stað bæjarstjóra annarsstaðar, sem kosinn er af viðkomandi bæjarstjórn. Þessa jafnrjettis Við aðra kaupstaði í landinu gátu al- þýðuflokksmennirnir í efri deild enganveginn unt Reykjavíkur- bæ. Þeir strejdtust við það af lífs og sálarkröftum að viðhalda þessu ranglæti. Sigurjón klauf nefndina og’ hjelt margar háfleygar ræður, en Jakobi Möller fjármálaráð- herra fanst lítið til um málflutn ing Sigurjóns og fór um ham* háðulegum orðum. Þegat til atkvæðagreiðslu kom, var eigi annað sýnt en aS þeir ætluðu að standa einir uppjl rnóti málinu kratarnir, Sigurjón og Erlendur. Þeir rendu vonar- augum til sætist kommúnistans í deildinni, en hann fyrirfanst ekki, en þá hljóp Páll Zóphón- íasson í skarðið og fullgerði þrenninguna og greiddi með þeim atkvæði gegn málinu. — jVarð þá einhverjum viðstödd- um að orði að hugur Páls leit- aði til móður náttúru. 6. mars 1942. Snjólfur. Bjarni Björnsson leikari Bjarni Björnsson leikari fædd- ist að Álftatungu á Mýrnm 5. maí 1890. Þegar hami var þriggja ára gamall brá faðir hans búi og fluttist vestur um haf á- samt konu sinni og þremur elstu börnum þeirra hjóna. Móðurbróðir Bjarna, Markús Bjarnason skóla- stjóri Stýrimaniiaskólaiis, tók hann Jiá til fósturs og ólst Bjarni upp á heimili Markúsar til fimtán ára aldurs, er hann sigldi til Kaup mannahafnar til náms á málara- skóla. Snemma hneigðist hugur hans til lista og ekki .hafði hann verið Jengi í Kaupmannahöfn, er hann komst í fjelag með ungum dönskum leikurum, sem hjeldu leiksýningar upp á eigin spýtur í stóra salnum á „Hotel Kongen af Danmarks“. Gerðist Bjarni með leikandi í þeim hóii, ljek einnig í stúdenta-revýum og nokkur smá hhitverk í Dagmar-Ieikhúsiiiu. Hann kom heim aftur 1910 og f jekk þá nokkurn starfa hjá Leik- fjelagi Reykjavíkur, Ijek m. a. Bergkónginn í „Systrunum á Kinnarhvoli“ og Sherlork Holmes í samnefndu leikriti. Hann hafði brennandi áhuga fyrir leiklistinni og vildi gera hana að æfistarfi sínu, en þess var þá enginn lcost- ur eins og á stóð. Tók hann þá Jiað ráð að halda skemtanir fyrir eigin reikning og skemti liann þar með eftirhermum og gamanvísum, en fyrir t þessar skemtanir sínar varð hann þjóðfrægur maður. Vai franikoma hans ávalt prúðmann- leg og skop hans um náuiigaira græskuluast. Bjarni Björnsson. (Mýndin tekin í IloUywood. Eftir tveggja ára dvöl heima rjeðist Bjarni enn til utanférðar og gekk hann nú í þjómistu „Nor- disk Film“, sem þá var starfandi í Kaupmaniiahöfn og helsta kvik- myndafjelag Norðurlanda. Kv.ik- myndir frá Jiessu fjelagi voru sýndar hjer og muna elstu híó- gestir, að það þótti talsverður við burður hjer, Jiegar fvrsti íslenski kvikmyndaleikarinn sást á Ijereft- inu. Þegar ófriðurinn skall á 1914 varð „Nordisk Fihn“ að hætta störfum og hvarf Bjarni Jiá heim aftur, en hafði skamma viðdvöl. Lagði hann nú leið sína til Ame- ríku, Jiar sem kvikmvndaiðnaður- inn stóð með miklum blóma á ó- friðarárunum. Er ekki að orð- lengja Jtað, að hann dvaldist vestra í hálft þrettánda ár og vann þar ýmist að málarastörfum eða. sem kvikmyndaleikari hjá ýmsum fjelögum. Skemtanir hjelt hann auk Jiess í bvgðum Vestur- íslendinga og þar ljek hann ásamt frú Stefaníu Guðmundsdóttur leik konu, Jiegar hún fór leikför sína vestnr um haf. Alþingishátíðarárið kom Bjarni alkominn heim aftur. Þá voru tal- myndirnar komnar til sögunnar og útlendingum, sem unnu í kvik- myndaiðnaðinum, var sagt upp í þúsundatali. Meðal Jieirra var Bjarni Björnsson, fvrsti íslenski kvikmyndaleikarinn og fyrsti ís- lendingurinn, sem gerði leiklistina að æfistarfi sínu. Síðustu árin ljek Bjarni tals- vert með Leikfjelagi Reykjavíkur og Jiar ljek hann sitt síðasta hlut- verk, hreppstjórann í sjónleiknum „Gullna hliðið“. Eftir heimkomuna gekk Bjarni að eiga heitkonu sína, Torfhildi Dalhoff. Eignuðust þau hjón tvær dfetur, Katrínu og Björgu. Listamaimsferill Bjarna Björns- sonar lá víðar en flestra annara íslenskra listamanna og hann var ekki ávalt stráður rósum. Hann var brautryðjandi á sínu sviði og ávalt reiðubúinn til að leggja mik- ið í sölurnar fyrir þá list, sem hann unni. Hann var einkar við- mótsjiýðnr maður og lipurmenni í allri umgéngni, enda vinsæll í hópi samstarfsmanna sinna, en list hans aflaði honum aðdáenda í öllum stjettum og má þá ekki gleviua börnunum, sem nú hljóta að sakna raddar hans í útvarpinu á jólum og endranær, er hann skemti með högum sínum. L. S. Verst var honum við kirkjurnar að taldi Björn Bjarnasou, * hæjarfulltrúi kommúnista, hámark ósvífninnar, að Reykvík:- ingar skuli nú á tímum leyfa sjer þá ósvinnu að undirbúa og ráð- g’.era að bygg'ja nýjar kirkjur hjer í bænum.i Fleira talaði haira, sem vert er að halda til haga. M. a. að ríkis- stjórnin liefði gert samninga við Lerstjórnina um að segja mönnuro upp Bretavimiu, með Jiað eitt fyrir augum, að 'koma hjer upp atvinnúleysingja hóp(!) Ræðumenn, sem halda frarr. svona miklum fjarstæðum, eru vit anlega ákaflega vel til þess falln- ir að fjarlægja alla vitiborna menn frá flokki sínum. Því hvernig sem á Jietta er litið, er engin vit,- glóra í svona tali. Hvernig er hægt að hugsa sjer atvinnuleysi, Jiegar fjöld* framleiðslutækja liggja ónotuö vegna fólksfæðar — en bærmn þarf á næstu mánuðum 600—800 uða jafnvel 1000 manns til að vinna við Hitaveitnna, en enginnt vinnufær niaður er óstarfandi, þegar bráð nauðsyn kallar á þess- ar framkvæmdir. Annars er rjett að minna á það, að þegar Björn Bjarnason er ekk> að „spila kómediu“ í útvarpið og gera sig ]>á vitlausari en hann er, þá getur hann talað af skynsem), eins og t. d. er hann sagði á bæjarstjórnarfundi í sumar, að borgarstjóri, Bjarni Benediktsson, hefði yfirleitt gert það í bygg- ingarmálum bæjarins sem hægt- var að gera.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.