Morgunblaðið - 28.03.1942, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 28.03.1942, Blaðsíða 5
ILaugardagur 28. mars 1942. Útgef.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: J6n Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgtíarm.). Auglýsingar: Árni Óla. Ritstjórn, auglýsingar og afgreitSsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 4,00 á mánuTSi innanlands, kr. 4,50 utanlands. f lausasölu: 25 aura eintakiTS, 30 aura metS Lesbók. Skyldusparnaður HVAÐ líður skattamálunum á Alþingi? Þessa spurn- ingu má oft sjá í blöðum, og er engu líkara en að blöðin sjeu farin að óttast, að Alþingi kunni nú að gleyma að hækka skatt- ana! Nei, þessi ótti er áreiðan- lega ástæðúlaus. Það hefir ekki fjurft að kvarta undan gleymsku Alþingis hvað skattaálögur snertir og það er alveg víst, að •skattamálin gleymast ekki nú. Það er rjett, að ríkisstjórnin hefir boðað nýtt skattafrum- •varp á þessu þingi, einkum ■varðandi stríðsgróðann svo- nefnda. Mun hafa náðst sam- komulag innan ríkisstjórnar- ínnar um þenna skatt. En eftir því sem blaðið hefir fregnað mun ekki enn hafa náðst fullt samkomulag um almenna skatt inn, þ. e. þann skatt, sem allur almenningur á að greiða. Hinn almenni tekjuskattur var sem kunnugt er, stórum íækkaður með síðustu breytingu á skattalöggjöfinni og var því mjög fagnað af skattþegnun- um. En vegna þess. að almenn- ingur hefir nú meiri fjárráð en tndranær, telja ýmsir ekki að- eins rjett, heldur sjálfsagt, að ríkið noti tEékifærið og taki bróðurpartinn af tekjunum. — Þenna söng haf a rauðliðar kyrjað látlaust. Aðrir munu hinsvegar líta svo á, að sem ininsta röskun eigi að gera á al- menna skattinum. En hvernig væri nú, í sam- bandi við skattamálin, að at- huga þá leið sem Bjarni Snæ- björnsson vakti máls á í fyrra og flutti um tillögu til þings- ályktunar, sem sje að koma á almennum skyldusparnaði? — Þorsteinn Briem útfærði þessa hugmynd nokkuð í útvarpsræðu sinni í sambandi við fjárlaga- umræðurnar. Það er vafalaust mikil nauðsyn, að taka úr um- ferð mikið af því peningaflóði, sem nú flæðir yfir landið og á vissulega drjúgan þátt í dýrtíð- inni, sem orðin er. En það gagn- ar ekki, að taka þetta fjármagn með sköttum í ríkissjóð, ef Al- þingi svo ráðstafar fjenu í hitt og þetta. Fjármagnið verður eftir sem áður í umferð og hef- ir nákvæmlega sömu verkanir á •dýrtíðina í landinu. Öðru máli gegnir um það fje, sem ríkið ieggur í varasjóð og geymir. En er ekki eínnig nauðsynlegt fyrir einstaklingana, að eiga einhvern varasjóð að stríðinu loknu? Er ekki skyldusparnaðurinn ein- mitt feiðin til þess? Vissulega væri þessi leið at- hugandi. Og ekki er ósennilegt að margur myndi fagna því, er -að þrengdi, að finna í fórum sínur sparisjóðsbók, sem hann rgæti þá gripið til. „Þekkingargorgeir" og „feigðarílan“ formanns Framsóknarskútunnar Hinn 27. f.'m. skrifaði jeg grein í Morgunblaðið um sjávarútveg’smál Reykja- víkur. Jeg taldi höfuðnauð- syn að útvegurinn yrði stór- aukinn og flotinn, sem fyrir er, endurnýjaður. Að útgerðarfjelögin fengju að halda gróða stríðsáranna til þess að geta framkvæmt þetta af eig- in ramleik. Ennfremur gat jeg þess, að Sjálfstæðismenn hefðu staðið í fylkingarbrjósti í útgerð- armálum höfuðstaðarins og mtyndu áreiðanlega vera það áfram, fengju þeir frið til þess fyrir arð- ráni og- skattakúgun vinstri flokk- anna. TJt af grein, þessari veður fram á ritvöllinn í Tímanum á kosn- ingardaginn -hinn ,,vinsæli“ Reyk- víkingur þeirra Tímamanna, Jónas Jónsson, sjálfur formaðúrinn á Framsóknarskútunni, og heimtar, með venjulegum hundavaðsrit- hætti sínum, að fá að stofna til útgerðar hjer í bæ. .Jeg hef ,ekki betur vitað .en að. þessi jnöguleiki hafi altaf staðið opinn, og jeg býst ekki við að nokkur maður sje á móti því að hann og aðrir Framsóknarmenn hefðust nú handa og færu að reka hjeðan út- gerð ar fy r ir tæki. Reykvíkingar myndu áreiðan- lega fagna þessari stefnubreyt- ingu hjá J. J., ef hann sneri nú allri óvildinni og hatrinu til stór- útgerðarinnar í virkar fram- kvæmdir. Það myndi muna um minna. Maður efast samt stórlega um að hjer fylgi hugur máli hjá þess- um manni, því öll hans fram- koma í þessum málum hefir verið á einn veg, bæði opinberlega og bak Við tjöldin. Reykvíkingar hafa líka svarað honum á viðeigandi hátt. En jiekkingargorgeirinn hjá J. J. í áðurnefndri ritsmíð ríður ekki' við einteyming. Þar segir að þeir, „sem eigi part í skipi og nokkrar krónur í sparisjóðsbók" megi ekki hafa neinn rjett til þess að „dæma um mannleg málefni“. Þetta finst mjer „óleyfilega heimskuleg“ fullyrðing. En‘ auð- kennir þó stefnu þessa dulbúna kommúnista, að þeir sem eitthvað eiga og eitthvað hafast að, sjeu óalandi og óferjandi og megi ekki einu sinni dæma um „mannleg I ’xjm //// PappírssparnaSur. Pjetur Benediktsson sendiherra, mintist á sparnað þann, sem nú er ríkjandi i Bretlandi. í ræðu þeirri, er hann flutti á aðalfundi Verslunarráðs ins á dögunum. Til þess að spara pappír, eru rnenn ómintir um að skrifa ekki brjef að ó- þörfu. Og' sömu brjefaumslögin eru notuð hvað eftir annað, pappirsræma límd yfir mannsnafnið og nýtt líafn skrifað á ræmuna. Hann hafði sjeð þess dæmi, að sama umslagið var not- að tíu sinnum. Þannig er sparnaðarandinn í Bret- landi. Skyldi það skemma þó einhvers staðar sæist eitthvað til sparnaðar lijer á landi. Brjefaruslið á götunum bendir ekki til þess, að pappírssparn- aður sje á háu stigi. Og svo mun í fleirí efnum. ★ Tjörnin. Vigfús Guðmundsson ritar eftirfar andi hugleiðingar um Tjörnina: Tjörnin er nú bænum til vansæmd- ar, af vanhirðu — máske af skorti verkamanna. Krakkar, sóðagjarnir og illa uppaldir, keppast við að kasta grjóti i Tjörnina, og allskonar rusli, Hka stórum ílátum og járnadrasli, — Mætti og nefna Tim leið gangstjettar, götur, garða og grasbletti í bænum, sem óvíða fá að vera í friði fyrir skrílslegri sóðanáttúru manna. Væri ekki úr vegi að kennarar og lögreglu- þjónar litu einhverntima eftir þvílík- um sóðabælum. ★ Stærri fuglahólmi. Án viðbótar af grjóti og rusli, grynnist Tjömin nú óðum. Bæði af aðrensli úr mýrarskurðum og foksandi þeim m. a. sem er verið að moka á haliaiausar gangstjettir. — Salt má nota þar, en sand alls ekki. Bráðlega þornar talsvert af Tjörninni, ef ekk- ert er að gert, og' mun smám saman þurfa að dýpka mikið af henni. Væri því 'róð að byrja við fyrsta tækifæri á því, að dýpka þuru blettina og hirða allt rusl úr Tjörninni og' grjótið allt um kring. Væri grjót og sandur hvergi betur komið, en umhverfis hólm- ann litla í aðal Tjörninni. Ætti að stækka hann svo sem 5—10 falt, helst að vestanverðu. Og gróðursetja þar síðan nokkur fögur trje, sem yrðu stórvaxin, svo að „fuglar himinsins“ (skógarþrösturinri fagri o. fl.) gerðu þt.r i góðum friði hreiður sín. Þannig yrði Tjörnin með tímanum höfuðprýði bæjarins, og uppeldisstöð fyrir fleiri f jgla en kriuna. ★ Húsgögn Bessastaða. Raddir hafa heyrst um það, að skemtilegra og viðfeldnara hefði það verið, ef húsgögnin í bústað ríkis- stjóra hefði verið af íslenskum hönd- tim gerð. En hjer skal ekki út í þá sólma farið, hversvegna. svo var ekki. Þorsteinn Sigurðsson húsgagua- smíðameistari, hefir fyrir hönd Hús- gagnameistarafjelags Reykjavíkur, sent blaðinu eftirfarandi athugasemd um þetta mál. Hann segist engan dóm vilja á það leggja, hvort kleift hefði verið að fá húsgögnin smiðuð hjer. En úr þvi að ekkert slikt kom til móla, þá telur hann að rjett hefði verið, að láta íslenskra húsgagnasmiða að engu getið í þessu sambandí, enda var ekki á þá minnst í greinargerð ríkisstjóra, er bertist hjer í blaðinu: ★ Athugasemdin: Þorsteinn kemst þannig að orði: Útaf ómaklegum ummælum, sem faílið hafa í garð islenskra húsgagna- smiða, í sambandi við útvegun og kaup á innanstokksmunum í bústað rikis- stjóra íslands, vil jeg þegnsamlegast leyfa mjer að taka þetta fram: 1. Mjer vitanlega hefir ekki verið leitað neitt til fyrir sjer um smíðar á irnbúinu meðal áðurnefndra hús- gagnasmiða. 2. Um tilhögun þar að lútandi hef- ir aldrei verið rætt við neinn þeirra. 3. Verðtilboða hefir þarafleiðandi aidrei verið leitað. Virðast því hin miður vinsamlegn ummæli blaða og útvarps tilhæfulaus, cg í alla staði ástæðulaust að nota k&up húsgagna þessara til svo eftir- minnilegiyr niðrunar þessari stjett, eins og gert hefir verið, án þess nokk- urt tilefni af hennar hendi hafi þar tií verið gefið. Það er lítt sæmandi annað, úr því, sem komið er, og’ verður að telja þá minstu kurteisi, sem hægt er að sýna stjettinni, að stjórn Húsgagnameist- arafjelags Reykjavíkur sje boðið að sjó ofannefnt innbú. Stjettinni eflaust til ómetanlegs lærdóms, þareð engin íslensk hönd á þessu sviði getur f raYn- leitt slíkt undur, samkvæmt fyfnefnd- um ummælum. Án þess að blaðið hafi til þess nokk- urt umboð, þá get jeg ekki efast um, að sú ósk Þorsteins og þeirra starfs- bræðra hans, fáist uppfylt, ■ að þeir fái tækifæri til að sjá hin vönduðu, gömlu húsgögn í rikisstjórabústaðn- um. Svör viS spurningum: 1. „Bastillari* var rifin til grunna 14. og 15. júlí 1789. 2. Allah kalla Múhameðstrúarmenn guð'sinn. 3. Snorri samdi Háttatal. ’ 4. Kvikasilfrið er fljótandi málm- ur. 5. Tilberi var galdraskepna, sem þjóðtfúin sagði að búkonur miður lieiðarlegar hefðu til þess að afla sjer mjólkur úr búsmala nágrannanna. Urn tilberatrúna er merkileg’ frásögn í þjóðsögum Jóns Árnasonar. Spurningar: 1. Frá hvaSa’ eldgosi hjer á landi vita menn aS öskunnar yrSi vart í Svíþjóð? 2. Hver skrifatSi „Eftirmæli 18. ald- arinnar“. 3. HvaSa Skálholtsbiskup var á unga aldri í sjóliði Dana? 4. Hvaða NorSurlandakonungur varð á ríkisstjórnarárum sínum aS breyta einkunnarorSum sínum? 5. Hvernig er hægt aS ákveSa ald- ur fiska? málefni“. Það vantar ekki sjálfs- álitið hjá þessum ómaga, sem ösl- að hefir landið þvert og endi- langt, til þess að rægja þá menn, sem haft liafa útgerð með hönd- um, og ekki nóg með það, heldur niðja þeirra mann fram af inanni. Þá er það sparisjóðsinneignin. J. J. hefir sjeð fyrir því, að hægt sje að_ ásaka hann fyrir auðsöfn- un, það sýnir eignaskattnr- inn, því hann er alls enginn, og hefir hann þó ekki lagt eigur sínar í vafasöm atvinnufyrirtæki. Ekki einu sinni svo mikið að hann hafi veitt atvinnu með því að hyggja, hús yfir höfuðið á sjálfnm sjer. Nei, lieldur látið aðra gjöra það. Sama sagan endurtekur sig altaf. J. J. má hahla betur á, ef hanu ætlar nú að fara að stofna til stórútgerðar hj.er í Reykjavili, ineð öllum þeim álögum og skatt- ráni, sem hann og hans flokks- menn hafa komið og eru að koma hjer á, jafnvel þótt þau fyrirtæki hefðu venjulega Framsóknai- sjerrjettindi. Auðvitað virðist hann halda, að ekki þurfi stórar upphæðir til ný- byggingar togaraflotans, ef dæma má eftir þessum orðum í grein hans, sem jeg ætla að leyfa mjer að tilfæra hjer ortfrjett: „Með ár* hverju fækkar togurum og línn- bátum í Reykjavík. Og einn af kunnustu útgerðarmönnum togara í Reykjavík hefir viðliaft orðið ryðkláfar í sambandi við hin gömlu veiðiskip, sem nú eru að ganga sjer til húðar meðan óeðli- lega hátt verð er á nýjum fiski i Reykjavík“. Taki menn nú eftir. J. J. furðai' sig á, að ekki er hægt að endur- nýja togaraflotann á óeðlilega háu fiskverði í Reykjavík, enda þótt allir viti, að öll fiskneysla í Rvfls nemur liálfum togaraafla. Þetta eru nú óneitanlega „mús- arholusjónarmið“ í útgerðarmál- um. Jeg aftur á móti fullyrði, að þ6 útgerðarfjelögin hjeldu öllnm stríðsgróðanum af% ísfiskssölunum erlendis, eftir að hafa greitt skyn- samlega skatta til ríkis og bæiar. Þá myndi ekki veita af þ’n fje til endurnýjunar og axikn'ngar togaraflotans. J. J. vill láta taka þetta, fje og leggja í bjargréða- sjóð. Hann skyldi þó ekki ætla sjer að gægjast út úr einhverr* músarholunni þegar úthlutun úr þessum sjóði ætti að fara fram, og ná í allverulegan hluta til annara atvinnuvega. Margnr sjómaðurim* trvði því. Reykjavík þarf á áliugamönn- um í útgerðarmálum að halda oft- ar en rjett fyrir kosningar. Er» J. J. sýnir áhuga sinn þegar kosn- ingar eiga að fara fram, og þá helst sjálfan kosningadaginn. Fróð legt. verður að sjá, hve lengi sá FRAMH. Á SJÖUNDU SÍDU.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.