Morgunblaðið - 15.04.1942, Síða 4
MORGUNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 15. apríl 1942.
HerpMallniir
NÝKOMNAR.
Pantanir óskast sóttar sera fyrst.
Verzlun 0. Ellingsen h.f.
Tilkynning frá rlkisstjóminnl
Bresku .hernaðaryfirvöldin hafa talið nauðsynlegt að
lýsa Skerj^fjörð bannsvæði austan línu, sem hugsast dreg-
in milli sjómerkisins í Suðurnesi og sjómerkisins á Eyri
ú Álftanesi-
Öllum fiskibátum og öðrum bátum og skipum er því
bönnuð umferð og dvöl á þessu svæði. f dagsbirtu er fiski-
Mtum þó heimilt að fara beina leið út á fiskimið utan
hannsvæðisins frá útgerðarstað og heim aftur.
Reykjavík, 14. apríl 1942.
Tllkynnlng frá rlkisstjórninni
Tilkynning frá ríkisstjórninni, dags. 4. apríl 1941 og
birt er í 19. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1941, um lokun
á mestum hluta Eiðisvíkur fyrir allri umferð, afturkall-
ast hjermeð.
Atvinnu- og samgöngumálaráðuneytið, 13. apríl 1942.
Orðsending
Verslun Ben. S. Þðrarinssonar Lsugavegi 7
sendir viðskifta.vimnn sínum kveðju guðs og' sína, um leið og hún
opnar aftur að lokinni viðgerð.
Á boðstólum eru eins og endranær góóðar vörur í miklu
úrvali og með sanngjörnu verði.
Til dæmis mætti telja:
Prjónaband í öllum regnbogans litum. Nærföt við allra hæfi, á konur,
ikarla og börn. Handklæði, mislit, hvít, margar tegundir. Sokkar úr
sifki, baðmull, ísgarni, á konur, karla og börn. Barnaföt, Smá-telpu
kjólar, Drengja blússur og peysur, Mjaðmabelti, margar gerðir,
Barnanáttföt, Kvensloppar, Dúkar, Skriðföt, Barnasvuntur, Band-
prjónar, Kven silkiundirföt, Kven buxur og bolir, Hálsklútar, Vasa-
Mútar og margt, margt fleira.
Munið: Verslun Ben. S. Þórarinssonar, Laugavegi 7.
EF
$kyndiflutningar úc bænum
kemur til framkvæmda, þá er gott að eiga
Gæru>hvílupoka
Kaupið einnig
Keriupoka úr gærum
fyrir börn yðar.
Höfum ennfremur ýmsan skjólfatnað úr gærum.
SÚTUNARyERKSMIÐJAN h.f.,
Vatnsstíg 7.
LITLA 8ILSTÖBIH
IJPPHITAÐIR BÍLAR.
Cími 1380
EF LOFTUR GETUR ÞAÐ EKKl
ÞA H\LU.
Flóttinn úr sveitunum.
Um flóttann úr sveitunum skrifar
myndarbóndi austanfjalls:
Strax um lok í fyrravor, fóru nokkr-
ir ungir menn hjeðan í atvinnu annars
staðar, en þó ekki til bænda, en svo í
ágústmánuði fóru nær allir ungu
mennirnir — sem eru þó margir —
hjeðan í atvinnu, aðallega vestan
fjalls og komu lítið eða ekkert heim
fyr en um eða undir jói. Strax eftir
nýár fóru þeir aftur og muna verða
að mestu eða öllu leyti að heiman,
bjeðan af, að minsta kosti meðan stríð-
ið stendur yfir.Hjer er svo nærri geng-
ið, að það á að heita svo, að hægt sje
að gegna skepnunum, sem eru þó á
flestum bæjum fremur fáar.
Til marks um það, skal geta þess,
ð á einum bænum voru fyrir aðeins
tveimur árum fjórir bræður uppkomn-
ir heima, en enginn nú. Faðir þeirra,
sem er hátt á sjötugs aldri er eftir
með ynsta drenginn, ófermdan og tel
jeg langlíklegast, að hann hefði farið
líka, hefði hann ekki verið bundinn
við skólann. Afleiðingin varð sú, að
heimilið leystist upp um miðjan vet-
ur. Þar hefir engin lifandi arin verið
til síðan, svo að, þessir tveir feðgar,
sem eftir eru við skepnuhirðingu verða
að fá mat á öðrum bæjum. Þess skal
getið, að allir þessir ungu menn, sem
hjer um ræðir, eru í alla staði mynd-
ar menn og líklegt um flesta þeirra, að
þeir búi yfir góðum búmannshæfileik-
um, enda af því bergi brotnir,af bænd-
um komnir langt aftur í tímann.
★
Aiþýðublaðið birti nýlega fregn um
það, hvenær búist væri við því, að
efnið til Hitaveitunnar yrði sett í skip
í Bandaríkjunum til flutnings hing-
að. f sömu grein var þess getið, að
erfiðlega myndi takast að koma verk-
inu í framkvæmd, vegna þess, hve
margt verkamanna þyrfti til þess í
sumar. Kom það í ljós, 'að sú er hin
síðasta von Alþýðuflokksmanna, í
þessu máli, sem þeir frá öndverðu
hafa sýnt fullan fjandskap, að þó efn-
ið kæmist hingað, þá myndu fram-
kvæmdir stranda á fólkseklu.
Það er synd að segja, að slíkir
menn, sem þannig hugsa, beri hag
Reykjavíkur fyrir brjósti.
★
Minst var á það hjer um daginn,
hvernig vjelahestöfl eru skilgreind. —
Rjett er í því sambandi að mhnnast
á hvernig þessi mæling á vjelaorku
er til komin.
Þegar Watt hinn enski, kom fram
á sjónarsviðið með gufuvjel sína,
þurfti hann að gera grein fyrir orku
bennar. Þá hugkvæmdist honum að
nota orkuna eftir því, hve mikil hún
væri, í samanburði t. d. við hestorku,
sem til þess var notuð að draga vatn
upp úr brunnum. Þaðan stafar hest-
afla mæling á orku vjela.
★
Fyrir 30 árum síðan fann jeg norð-
ur i Hörgárdal látúns nál af einkenni-
legri gerð í uppblásursflagi. Hafði
jarðvegur fokið ofan af grip þessum.
Er jeg sýndi þetta fróðum manni,
sagði hann mjer, að slíkar nálar væru
nefndar feldardálkar, og hefðu forn-
menn notað þær til þess að halda sam-
an skikkjum sínum.
Einar sjö slíkar nálar eru til á Þjóð
minjasafninu hjer. — Sagði Hakon
Shetelig, hinn norski fornfræðingur,
er hann var hjer á ferð fyrir fjórum
árum, að tiltölulega fáar slíkar nálar
hefðu fundist í Noregi. Hve margar
hefðu fundist hjer á landi, teldi hann
sem einn vott þass, að önnur menning
hefði verið hjer á landi á fyrstu öld
íslands bygðar en heima í Noregi.
Sumarið 193.9 var breskur forn-
fræðingur hjer á ferð. Feldardálkam-
ir bárust í tal okkar á milli. Hann
hjelt því fram, að þeir hefðu ekki
verið notaðir eins og jeg hafði áður
heyrt, heldur hefðu Irar eða Keltar
notað þá sem einskonar grifla. — I
British Museum“ væri til tafla, lítil
ferstrend úr trje, með upphleyptri
brún, svo með brúninni myndaði tafl-
an grunna skál. í skál þessa hafði
verið rent vaxi, og síðan skrifað með
nálum þessum í vaxið. Tafla slík, eða
töflubrot, væru til, með hringjum á
einni brúninni, og í þeim hefði verið
ein slík nál, er taflan fanst. Svo það
væri Ijóst, að hjer hefði verið um
skriffæri að ræða.
Jeg hefi minst á þetta við Matthías
Þórðarson. Fellst hann á, að vel megi
hugsa sjer, að nálar þessar hafi verið
notaðar jöfnum höndum á fatnað og
til þess, sem Bretinn skýrði frá.
Nálar þessar eru svo einfaldar að
gerð, að vel er hugsanlegt, að menn
hafi fundið þær og haldið þeim til
haga, án þess að koma þeim á Þjóð-
minjasafnið. En það eitt, hve margar
slíkar nálar finnast hjer á landi, er
þáttur í menningarsögu landsins, auk
þess, sem menn hafa dálítið gaman
af þeim, ef það kemur á daginn, a5
þær beri þess vott, að alt frá fyrstu
öl þjóðarinnar hafi menn haft þa8 til
að skrifa sjer til minnis, þó ekki hafi
verið nema með látúnsnál á vaxplöt-
ur.
★
Svör:
1. Egiptar smurðu líkin vegna þess,
að þeir álitu að sálin sneri aftur til
líkamans og yrði líkaminn þá að vera
óskaddaður.
2. Föníkumenn fundu upp glergerð.
3. Golgata þýðir Höfuðskeljastað-
ur.
4. Meyjarsæti er ofan við Hof-
mannaflöt, austan við Ánnannsfell.
5. Huri Múhameðstrúarmanna, eru
fagrar, síungar konur í Paradís þeirra.
★
Spurningar:
1. Fyrir hvaða afrek eru Nobef*-
verðlaun veitt?
2. Hvaða háðdeilurit frá 18. öld cr
enn í dag vinsæl barnabók?
3. Hvaða leikrit Shakespeares fjall—
ar um afbrýðisemina?
4. Hvað er paSreimur?
5. Hver er merkasti málfræðingur,
sem uppi hefir veriS meSal Dana?
JORÐ
ca. 50 km- frá Reykjavík, til sölu.
Nánari upplýsingar gefur
Ouðlangnr Þorláksion
Austurstræti 7. Sími 2002.
Verksf}óf d
Áhugasamur, duglegur og reglusamur karlmaður eða
kvenmaður getur fengið framtíðaratvinnu við verkstjórn
hjá iðnaðarfyrirtæki hjer í bænum. Æskileg væri þekking
á hraðsaumi og hraðsaumavjelum. Upplýsingar hjá fje-
Iagi íslenskra iðnrekenda, sími 5730.
Piltureða stúlka
óikaif nú þegar
Uppl. í kaffibrenslu O. Johnson & Kaaber.
Vantar verkamenn
Mikil eftirvinna.
Gunnar Bfarnason
Suðurgötu 5.
VIL KAUPA
góða 5 manna blfreið
og nýlegan vörubíl
Sími 5005.