Morgunblaðið - 14.06.1942, Side 5

Morgunblaðið - 14.06.1942, Side 5
iSunnudaffur 14. júní 1942. jplorgiml)!a&i& Útgef.: H.f. Árvakur, Reykjavlk. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Rltstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgt5arm.). Auglýsingar: Árni Óla. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiösla: Austurstræti 8. — Sími 1600. innanlandjj, kr. 4,60 utanlands. í lausasölu: 25 aura eintakib, 30 aura meC Lesbök. Áskriftargjald: kr. 4,00 á mánubi Reykjauíkurbrjef ■ V 13. júní Þeir eru ánægðir! 'jpv EIE hæla sjer mikið af skipn- lagi mjólkursölnnnar hjer í bænum, Framsóknarmenn. Og 4>eir segja hændum, að þetta a- gæta skipulag inegi ekki breytast; það verði að standa, hvað sem tautar. En hvað er það, sem þeir hafa til að gorta af? Jú, neyslumjólkin lil innlendra neytenda stendur að 'Iieita má nákvæmlega í stað. Hún ■eykst ekkert, þrátt fyrir það, að neyslan er ekki nema þriðjungur ;af því, sem hún ætti að vera, ef vel væri. Þetta er skipulagið, sem þeir Framsóknarmenn eru að lofa og vegsarna og enga breytingu má gera á! ★ Nei, sannleikurinn er sá, að mjólkurskipulagið, undir stjórn Egils í Sigtúnum og Sveinbjarnar fklerks er í svo herfilegu ólagi, að ekkert annað en hrun bíður land- búnaðarins hjer á Suðurlandi, ef • ekki tekst að koma þar á gagn- gerðum umhótum. Þótt afkoman :sje sæmileg hjá bændum austan fjalls nú í augnablikinu, er ekk- • ert við það að miða. Þar koma . alt aðrar ástæður til greina. Eða hvernig halda menn að af- koman hjá bændum á Suðurlands- undirlendi væri nú, ef tveir þriðju hlutar mjólkurinnar færi í vinslu, ■ eins og var altaf áður en setu- Jiðið kom? Og hvernig halda menn ,að afkoman verði, þegar skipulag- ið kemst í slnn gamla og rótgróna farveg aftur? Það er fávitahjal að segja, að engar umbætur þurfi að gera á mjólkursölunni. Þegar mjólkur- neysl an hefír þrefaldast, þá má 'fara, áð tala um árangur af skipu- lagimt. Fyr ekki. En slíkur árangur næst ekki, ■ meðan þeir Egill í Sigtúnum og ‘Sveinbjörn klerkur ráða yfir þess- tum málum, mennirnir, sem teljij aðalhlutverk sitt það, að vera í sífeldum llldeilum við viðskifta- menn sína. Hvaða verslunarfyr- irtæki, sem þvrfti nauðsynlega að útbreiða vöru sína, myndi. haga :sjer þamíig ? Bændur eiga sjálfir að taka Mjólkursamsöluna í sínar hendur. Og þeir eiga að setja yfir hana menn, sem háfa vilja og vit til ’þess að ger^t það sem gera þarf: Yanda vöruna sem best og gera hana vinsæla hjá kaupendum. Ef slíkir menn stýrðu Mjólkur- samsöluniii, myndi neyslan rnarg- , faldast. Og það yrði gróði fram- , leiðenda, bænda. Tækist að þre- falda mjólkumeysluna í Beykja- vík, á venjulegum tímum, þá væri ’framleiðendum borgið; Og þetta á að tákast, ef pólitískir spá- kaupmenn fá ekki að ráða^þess- inn málum 'í framtíðinni. Framsóknarstefnan. W J ramboðsfundir eru nú að hefjast víða í kjördæmum landsins. Fram til þessa hefir kosningaundirbúningurinn að miklu leyti farið fram utan funda.' Þeir tveir þingmenn Bang- æinga, Sveinbjörn Högnason og Helgi Jónasson hjeldu einskonar kveðjuhátíð á Stórólfshvoli, áður en Breiðabólstaðarklerkur fór austur í Skaftafellssýslu. Þar var það, sem Egill kaup- fjelagsstjóri Thorarensen boðaði hina nýjn stjórnarskrárstefnu þeirra , Framsóknarmanna, en meginkjarni hennar, að því er Eg* ill sagði, er sá, að banna skuli Sjálfstæðisflokknum að hafa fram bjóðendur í kjöri í sveitum lands- ins. Á þetta stig er þá pólitískur þroski Framsóknarflokksins kom- inn árið 1942. Er það ekki Fram- sóknarflokkurinn, sem hefir talið sig vera kjörinn fulltrúa íslenskr- ar bændamenningar, fram yfir aðra flokka í landinu? Hinar þús- und ára gömlu frelsishugsjónir hafa nú tekið á sig þessa mynd í heilabúi þeirra Tímamanna. Má segja að Egill kaupfjelagsstjóri liafi gert góða ferð að Stórólfs- hvoli að þessu sinni. Því það er ekki víst, að aðrir flokksmenu hans hefðu verið honum jafn op- inskáir, svona rjett fyrir kosning- arnar. Reykj avíkurvaldið. Um rökfimi þeirra Framsókn- manna í kosningaundirbún- ingnum að þessu sinni berast hin- ar furðulegustu frjettir. T. d. klifa áróðursmenn þeirra sífelt á því, að með því að kjósa Sjálf- stæðismenn á þingið sje verið að efla Reykjavíkurvaldið. En þeir munu vera á annan tug frambjóð- endurnir, sem Framsókn sendir út um sveitir landsins að þessu sinni, og búsettir eru í Reykjavík, en margt af því menn, sem ekki fá lykt af mold og gróðri, nema rjett þegar þeir skreppa á kjós- endafundi. Enn stagast þeir Framsóknar- menn á róginum milli Reykjavík- ur og annara landshluta. I Reykja vík eiga að vera bygð altof mörg hús, og sum þeirra stór. T. d. hafði Húnvetningur einn nýlega talið það Sjálfstæðisflokknum til foráttu, að hann væ'ri of hlvntur Iláskólanum, hefði gengist fyrir því, að ýfir'hann var bygt. Þarna fór hann „út af línunni“. Því formaðúr flokksins hefir ný- lega skrifað• langhund einn um að hann hafi verið forgöngumaður Háskólabyggingarinnar. Ræðar- inn á Framsóknarskútunni þar nyrðra hefir ruglast í ríminu. Formaður flokks hans er á móti háskólamentun, sjermentun og ,.langskólagengnum“ mönnum. E:i hvort það er haldgóð stefna fyrir stjórnmálaflokk, að berjast gegn vísindum og menningarstarfi l'innar upprennandi kynslóðar, ]>að munu þeir Framsóknarmenn læra á næstu árum. Fokið í skjólin. að er engin furða, þó Fram- sóknarmenn, sem þessa dag- ana ganga bæja á milli í sveitum landsins, til þess að reyna að sannfæra menn um yfirburði Framsóknarflokksins, og ;,rjett“ hans til forrjettinda í stjórnmál- um landsins, eigi oft erfitt með að koma fyrir sig orði. Verkin hafa lengi verið látin tala um vel- gerðir Framsóknarflokksins gagn- vart sveitunum. Ekki svo að skilja, að forkólfar Framsókrtar- flokksins á undanförnum árum hafi ekki viljað vinna sveitum og landbúnaði gagn. Um það efast fæstir. En þá hefir vantað til þess framsýni, heilindi og þekkingu. Illu heilli, fyrir þjóðina, hafa þeir verið mestn ráðandi í landbúnað- armálunum. Og hver er útkoman? Sífeldur fólksstraumur úr sveit- unum, ekki síst til Reykjavíkur, af því að ekki hefir tekist að búa svo í haginn fyrir ungu kynslóð sveitanna, að hún treysti sjer til að skapa sjer þar framtíð. Unga fólkið fer í skóla. Það vantar ekki. En enginn af skól- um þeim, er Framsóknarmeuu hafa staðið að, hefir megnað að vinna gegn flóttanum frá bú skapnum. Þannig eru uppeldis- áhrif hinna svonefndu „bænda- vina“. Og hvert er uppbyggingarstarf Framsóknarflokksins í sveitunum ? Hafa nýbýlin lánast það vel, að á þeim sje byggjandi trygg fram- tíð? Hefir flokkurinn stutt rækt- unarmálin, sem vera ber? Hefír ekki' verið reynt að svifta jarð- ræktarbændnr fullum eignarrjetti á jörðunmn, með 17. grein jarð- ræktarlaganna ? Og hver eru á- tökin, sem bændaforysta Fram- sóknarfl.okksins hefir sýnt í fjár- pestamálunum? Þar hefir Tíminn verið skeleggur í alsendis einu, að skamma vísindamenn okkar fyrir að vita hvaða pestir það eru, sem stjórnmálaskúmar Framsóknar, eins og Karakúl-Páll Zophónías- son, hafa útvegað til landsins. Eu sú vitneskja hefir orðið til þess, að við höfum getað komið sauð- fjárafurðunmn í verð, þrátt fyrir pestirnar. Svona er búnaðarsaga Fram- sóknarflokksins. Kjaftæði, fálm, mistök og blekkingar. Og- nú er Pálmi Einarsson sendur vestur í Dali með þau skilaboð, að liann ætli að bjarga ræktunarmálum sveitanna, me’ð því að afnema jarðrán 17. greinarinnar. En hvorki þeir Dalamenn nje aðrir bændum landsins miuiu standa með pálmann í höndunum í ræktunarmálunum, fyr en vald Framsóknar yfir Jarðræktarlög- unum er brotið á hak aftur, Þ Það sem koma skal. iótt róstusamt sje nú í stjórnmálunum, þá verður maður að treysta því, að augu fjöldans opnist betur en nokkru sinni áður fyrir ótvíræðum yfir- burðum Sjálfstæðisflokksins til stjórnarforystu í landinit fr.'i mörgum hliðum skoðað“. Þannig kemst norðlenskur hóndi að orði í brjefi til blaðsins nú á dögunum. Nú má segja, að við kosning- arnar 5. júlí hagi kjósendur at- kvæðum sínum fyrst og fremst eftir því, hvernig þeir vilja að stjórnarskrármálinu reiði af. Hv.ort menn vilja framvegis búa við einhliða yfirgang og sjerrjett- indi Framsóknarflokksins, sem leiðir til áframhaldandi ókyrðar og glvmdroða í stjórnmálum lands- ins, ellegar menn vilja rjettlát kosningalög, er koma jöfnuði á meðal landsmanna. En þegar litið er lengra fram í tímann, hugleiða menn, eins og áminstur brjefritari, yfirburði Sjálfstæðisflokksins, sem best verður lýst í einu orði með því, að Sjálfstæðisflokkurinn er flokk- ur alþjóðar. Stjettaflokkarnir geta sífelt skákað í því skjóli, að Sjálfstæð- isflokkurinn haldi ekki fram ein- hliða sjónarmiðum þeirra. Og það ei rjett. En enginn annar stjórn- málaflokkur á Islandi hefir tekið upp þá þjóðholln stefnu, að sam- eina til sameiginlegra heill.a verka menn og vinnuveitendur, kaup- staða- og sveitamenn, í sterkt lír- rænt þjóðfjelag, þar sem þær við- skiftastefnur fái best olnbogarúm, sem eru þess megnugar að veita almenningi best kjör. Fyrir þá, sem vinna erfiðis- vinnu, er það lífsskilyrði, að at- vinnuvegirnir fái að blómgast, og í skjóli blómlegra atvinnuvega fái verkalýður landsins skilyrði til að lifa sjálfstæðu menningarlífi. Og það er heimska, eða annað verra, að halda því fram, að kaupstaða- menn geti ekki átt samleið með sveitamönnum í stjórnmálnm sem atvinnumálum. Því sveitunum er hest borgið ef vel árar við sjó- inn. En kaupstöðunum vegnar best, ef þeir, sem liafa yöldin í málefnum landbúnaðar, verða þess megnugir að skapa npprennandi kynslóð sveitanna framtíð við ræktun og búskap. Það er þetta, alhliða framtíðar- starf, er bíður Sjálfstæðisflokks- ins. „Hreyfing‘‘. * öldinni sem leið, og nokkuð fram á þá 20. var það föst venja okkar íslendinga að taka altaf upp nýjungar, sem ruddu sjer til rúms í heiminum, allmörg- um árum á eftir öðrum þjóðum. Með þeim miklu samböndum sem við nú höfum við umheim- iim,» hafa menn haldið, að þessi siður seinlætis og einangrunar myndi hverfa úr sögunni. En það lifif léngi í kolunum. Hjer í Reykjavík hafa verið mynduð einskonar drög að stjóru- málaflokki, sem mælt er að eigi að kenna sig við ,,þjóðveldi“. Lengi vel var stefna þeirra nokkuð á reiki. En nú undir kosn- ingar hafa þeir hert upp hugann og sagt til sín, eins og Sigtúna Egill á Stórólfshvoli. Stefnan er, að afnema flokka og flokkapóli- tík og mynda „sterka stjórn“. Greinilegar þarf ekki af5 taka til orða, svo tilfshárin komi í ljós undan sauðargærunni. Það á að taka völdin af þjóðinni, flokkun- um, og mvnda sterka stjórn upn á Naziíta-vísu. Utan um þetta lítið frumlega ,,prógram“ hafa safnast menn úr öllum flokkum. En áhrifamestu mennirnir í þessu flokkakamsulli eru úr Framsóknarflokknum, þar er Jónas Þorbergsson útvarps stjóri efstur á blaði, eins og marka má af því, að þessir „hristings- menn“ gefa ekki svo út blaðsnep- il, að ekki sje þáð hátíðlega til- kynt í Ríkisútvarpinu. Menn, sem hafa verið opinslcáir um aðdáun sína á Nazisma, eru ekki látnir koma fram í þessarí nýju „hreyfingu“, en eru lokaðir inni, eins og óhreinu börnin henn- ar Evu, og verða svo fram yfir kosningar. Á eftir tímannm. Samtíuingur sá, er kallar sig Þjóðveldismenn, hefir sýni- lega ekki veitt því eftirtekt, að ofbeldisstefna hins harðsvíraða Nazisma er ekki beinlínis sigur- vænleg í heiminum. Sá tíini er lið- inn. Stefnan, sem innleitt hefir siðlausa morðöld á meginlandi' Ev- rópu, hefir fengið sinn dauðadóm, þó emi haldi hún völdum í bráð. Það er vel hægt að búa til sak- levsislega stefnuskrá, um flokks- lausa „sterka“ stjórn, alveg eins og hinir þýsku „föðurlandsvinir** sömdu fyrir nokkrum árum, og steyptu síðan álfunni út í blóðug- ustu styrjöid sögunnar. En það þarf ákaflega mikiun barnaskap til þess að halda,,. að sú stefna, sem hefir leitt af sjer þær stór- feldustu hörmungar, er nú liggja sem mara á flestum þjóðum álf- unnar, fái byr hjer á landi. Að vísu höfum við íslendingar oft .verið seinir að átta okkur á aug- Ijósum hlutum. En svo vitlaus er alþýða manna ekki, að hún vilji fitja upp á Nazisma hjer á landi, eftir.þann lærdóm, sem heimnrirm hefir fengið, og fær daglega nm afleiðingar þeirrar stjórnmála- stefnu. Það skyldi vera, að einhverjum fyndist sá ljómi stafa af stjórn- málamanninum Jónasi Þorbergs- svni, að birtaii af honum nægði til þess að lýsa upp skugga hins svarta Nazisma-afturhalds og hryðjuvgrkanna, sem útvarpið daglega fræðir þjóðina um. Þessi kvöldstjarna Nazismans niun aldrei fá nein ájirif á stjóra- mál þjóðarinnar. Hún getur skap- að dálítil leiðindi — fyrst og fremst fyrir mennina sem lenda í þessari naglasúpu útvarpsstjór- ans. \% Vinnustöövunin hið Eimskip atljett Seint á föstudagskvöld kom 8 manna nefnd verkamanna.á fund Guðmundar Yilhjálmssonar framkvæmdastjóra Eimskipafje- lagsins og lagði fyrir hann nokkr- ar óskir verkamanna um kjara- bætur við skipavinnuna. Guðmundur Vilhjálmsson tók við málaleitun þessari, til þess að hera hana fram við stjórn Eim- skipafjelagsins naistu daga. Er þess að vænta, að sá mis- skilningur eða misklíð, sem hjer hefir átt sjer stað, geti jafnast að fullu, svo að afgreiðsla skip- anna geti gengið hindrunarlaust. Sjálfstæðismenn! Listi ykkar í Reykjavík er D.-Iisti. (

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.